Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ jRis>y@iB©Ma&i!ö BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Bætum framtíð Perthes-sjúklinga Frá Halldóru Björk Óskarsdóttur: SÚ ÞÖGN sem verið hefur varð- andi Perthes-sjúkdóminn og af- leiðingar hans varð til þess að ákveðið hefur verið að stofna sam- tök áhugafólks um sjúkdóminn. Vitað er að í flestum tilfellum þarf að grípa til skurðaðgerða, ef ekki á barns aldri sjúklinganna þá á efri árum. Sjúk- dómurinn er langvinnur og getur haft víðtæk áhrif á getu ein- staklingsins til að fóta sig í samfé- laginu. Hér skal tekið eitt dæmi: „Hann er sjö ára gamall þegar hann kvartar um verk í vinstra hné. Útkoman úr læknis- skoðun er sú að þetta séu vaxtar- verkir, en þeir fara versnandi. Þegar hann er 19 ára leitar hann til annars læknis sem skoðar hnéð og sendir hann áfram til þess þriðja sem rannsakar hnéð. Sá kemst að þeirri niðurstöðu að fjar- lægja þurfi bijósk úr hnénu og þá muni þetta lagast. Aðgerðin ber engan árangur, nema síður sé. Halldóra B. Óskarsdóttir Greining 22 ára er hann sendur í aðra myndatöku á hnénu. Fyrir tilviljun hittir hann lækni sem spyr hvort ekki sé búið að taka mynd af mjöðminni, en svo var ekki. Læknirinn sér til þess að hún er tekin og þá kemur í ljós að hann er með Perthes-sjúkdóm. Grein- ingin tók 15 ár og þá fyrst kemst hann til sérfræðings í bæklunar- lækningum sem útskýrir fyrir hon- um að blóðsteymi til mjaðmarliðar- ins hafí stöðvast á árum áður. Þegar blóðsteymið hafí komist aft- ur á hafi liðurinn verið orðinn af- lagaður. Hann hefur mikla verki og ekki er um annað að ræða en en að setja gervilið í mjöðmina. Hann er þó talinn of ungur fyrir þá aðgerð og því er ákveðið að bíða með hana, en hann er undir stöðugu eftirliti. Þegar hann er þrítugur er hann orðinn mjög slæmur og ákveðið er að gera til- raun með að saga sundur lærlegg- inn og snúa liðnum þannig að annar slitflötur myndist. Ári síðar eru skrúfur og vinkill fjarlægð úr leggnum. Þegar hann er um fer- tugt eru kvalirnar orðnar óbæri- legar og ákveðið er að setja gervil- ið í vinstri mjöðm. Ári seinna er sama aðgerð gerð á hægri mjöðm. Líðan hans er þokkaleg nú, sex árum síðar.“ Stórt átak Út frá samtölum mínum við foreldra Perthes-veikra barna og Perthes-einstaklinga á fullorðinsá- rum merki ég litlar breytingar til batnaðar. Þá tek ég mið af reynslu minni varðandi son minn sem greindur var með sjúkdóminn fyrir rúmlega tíu árum. Sem betur fer eigum við þó góða og færa bæklunarsérfræðinga og sumir Perthes-sjúklingar hafa verið svo lánsamir að komast strax í þeirra umsjá. Það þarf stórt átak og samstillt-; an sterkan hóp til að bæta fram- tíð þessara einstaklinga. Eg hvet alla þá sem þetta mál varðar, svo og einnig þá sem áhuga hafa á að aðstoða okkur í átaki til betri framtíðar fyrir Perthesrsjúklinga, að fjölmenna á stofnfund samtak- anna 25. september næstkomandi. Fundurinn verður nánar auglýstur siðar. Einnig minni ég á símanúm- er samtakanna, 588-5220, eftir klukkan 20. HALLDÓRA B. ÓSKARSDÓTTIR, móðir pilts með Perthes-sjúkdóm. Ferdinand líg heyrði sléttuúlfa góla aftur Það var óhugnanlegt. Hvað með hundinn þinn? Eg var undir sæng- í gærkvöldi, Kalli Bjarna... AJdrei heyrði ég neitt... inni... Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Skylmingafélag Reykjavíkun ^ I Áskorun tii þín Komdu til liðs við I okkur hjá Skylminga- félagi Reykjavíkur. Lið félagsins er nú efst í stigakeppni Norður- og Eystrasaltslanda. p Námskeið í skylmingum fyrir alla aldurshópa hefjast — þriðjudaginn 12. september kl. 19.00 í íþróttahúsinu Túngötu 29. Reykjavik. I Leiðbeinandi; Nikolay Mateev. Æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.00. Upplýsingar gefa: Guðríður Ásgeirsdóttir, hs. 562-4849 vs. 566-6300 Ragnar Ingi Sigurðsson, hs. 562-9327 vs. 551-2012 Haukur Ingason, hs. 554-4247

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.