Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995 39 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Stöðuveiting yfirlög- regluþjóns á Akureyri Frá Bjarna Bjarnasyni: HVENÆR rennur sú stund upp á lífsleiðinni að maður getur ekki með nokkru móti sætt sig við orðinn hlut, en verður að koma hugsunum sínum á framfæri? Það hlýtur að vera stund mikillar geðshræringar, gleði eða sorgar. Fyrir mig sem verið hefur einn eindregnasti stuðnings- og styrktaraðili Sjálfstæðisflokksins í áratugi, var 31. ágúst sl. mikill sorg- ardagur. Kannski ekki fyrir mig per- sónulega, heldur frekar fyrir flokkinn minn og okkur öll flokkssystkinin hér á Akureyri. Hvernig má það vera að eitt okkar sem valist hefur í háa ábyrgðarstöðu skuli geta lagst eins lágt og raun ber vitni við veitingu í stöðu yfirlögregluþjóns á Akureyri? Hér á ég að sjálfsögðu við Þorstein Pálsson dómsmálaráðherra, sem gekk gegn vilja umsagnaraðila og framhjá að flestra mati hæfasta umsækjandanum um stöðuna, Olafi Ásgeirssyni settum yfirlögregluþjóni. Afstaða sýslumanns Ekki rennur mig í grun hveijar röksemdafærslur ráðherra eru fyrir stöðuveitingunni, en hann veitti stöð- una Daníel Guðjónssyni lögregluvarð- stjóra á Húsavík, sem starfað hefur sem lögregluþjónn í 16 ár. Auk náms í lögregluskólanum hefur Daníel stúdentspróf auk tveggja vetra náms í viðskiptafræði. Sá umsækjenda sem umsagnaraðilinn, sýslumaðurinn á Akureyri, mælti með í starfið var Ólafur Ásgeirsson settur yfirlög- regluþjónn. Ólafur hóf starfsferil sinn innan lögreglunnar 1964, þá 18 ára að aldri. Auk náms við iögregluskól- ann hefur Ólafur sótt fjölda nám- skeiða vegna starfans hér heima og erlendis. Um áramótin 1980/81 var Ólafur skipaður aðstoðaryfirlögreglu- þjónn og starfi yfírlögregluþjóns hef- ur hann gegnt frá því Erlingur Pálmason lét af því starfi, þar til nú. Flestir bæjarbúar þekkja vel til Ólafs Ásgeirssonar vegna starfa hans í lög- reglunni, auk starfa hans að skáta- og íþróttamálum, en hann er sönn fyrirmynd ungu fólki, reglumaður í alla staði. Sýslumaðurinn á Akureyri, sem mælti með því að Ólafi yrði veitt staðan, hafði starfað með honum innan lögreglunnar í 15 ár, og átti því að vera fyllilega dómbær á hæfni hans til starfans, en samanlagður starfsferill Ólafs sem lögreglumanns er 31 ár. Þá er mér ekki kunnugt um annað en að Ólafur naut stuðn- ings og trausts allra sinna sam- starfsmanna til starfans. Það fer ekki hjá því að maður spyiji, „njóta menn ekki sannmælis nema vera samflokksmenn ráð- herra“, eða lágu einhveijar aðrar ástæður að baki því að gengið var fram hjá Ólafi? Vitjunartími Stundum freistast maður til að halda að stjórnmálamenn skilji ekki sinn vitjunartíma nema rétt fyrir kosningar. Þess utan telja þeir sig geta hagað sér að vild og komist upp með hvaða heimskupör sem er, at- hugasemdalaust. Þannig er að sjá sem Þorsteinn Pálsson hafi lítið lært af þeim hremmingum sem hann hef- ur gengið í gegnum á sínum pólitíska ferli, þeim síðustu í sínu eigin kjör- dæmi, þar sem flokkurinn klofnaði fyrir hans tilstilli að sagt er. Hvað kemur honum til að efna til óvina- fagnaðar noi'ður á Akureyri? Varla er umrædd ákvörðun að undirlagi þingmanna okkar eða bæjarfulltrúa, eða leitaði hann kannski ekki eftir áliti þeirra eða annarra trúnaðar- manna flokksins í bænum? Eitt er það í þessu máli sem kem- ur mjög undarlega fyrir sjónir, en það er sá langi tími sem ráðherrann gaf sér til að skipa í stöðuna. Um- sóknarfresturinn rann út um miðjan júlímánuð, en ráðherrann veitir stöð- una 31. ágúst sl., deginum áður en viðkomandi átti að hefja störf. Það leitar óneitanlega á menn sá grunur að ráðherrann hafi undir niðri vitað að hann væri að gera rangt, en ver- ið ákveðinn í að framkvæma rang- læti hvað sem tautaði og raulaði undir slagorði stjórnmálanna; „sið- laust en löglegt". Misbeiting Á undanförnum dögum á ferðum mínum um bæinn hefí ég rætt um- rædda stöðuveitingu við fjöldann allan af vinum mínum og kunningj- um, auk flokkssystkina. Engan hefí ég hitt sem varið hefur ákvörðun ráðherra, flestir raunar undrandi og reiðir vegna slíkrar misbeitingar á valdi. Heyrt hefi ég þó utan af mér, að þingmaður okkar og ráðherra, Halldór Blöndal, sé eitthvað að rétt- læta gerðir samráðherra síns. Ekki veit ég hvað satt er í því, en undar- legt þykir mér að Halldór svarar ekki kalli mínu um að hafa samband við mig þó ég hafi komið þeim boð- um örugglega til hans. Kannski vill hann ekki ræða þessi mál við gaml- an kunningja og stuðningsmann vegna skoðanaágreinings. Best að sigla lygnan sjó, Dóri minn. Misboðið í framangreindu máli er réttlæt- iskennd minni svo misboðið, að ég á erfitt með að halda vöku minni sem sjálfstæðismaður. Þó svo ég hafi ekki alltaf verið uppnæmur fyr- ir víxlsporum samflokksmanna minna, er þessi embættisveiting með því versta sem ég hefí séð, og er þó ýmsu misjöfnu til að jafna sam- an. Hafi hún haldið vöku fyrir ráð- herra frá miðjum júlí til ágústloka er það vel, þó ég óski honum ekki að vera andvaka allt sitt líf eins og Hræreki í Kálfsskinni. Af minni hálfu er máli þessu ekki lokið. Hvert framhaldið verður ræðst af ýmsu, þ. á m. svari ráðherra, sem ég kref um skriflegan rökstuðning fyrir umræddri stöðuveitingu og höfnun á Ólafi Ásgeirssyni sem mælt var með í stöðuna eins og fram hefur komið. Ég vænti þess að þau blöð, sem taka grein þessa til birting- ar, gefi ráðherra rúm fyrir svargrein. BJARNIBJARNASON, Lerkilundi 1, Akureyri. WoWcEss Model námskeið CLUB DANS Ný spennandi námskeið sem efla þig á líkama og sál í skóla eða starfí. 6-9, 10-12, 13-15, 16-20 ára. Club dans Ganga Pósur Sjaltsvorn Snyrting Förðun Hár Líkamsrækt Kvikmynda- leiklist Framsögn Sjálfstyrking Markmið: Að þátttakendur komi af námskeiðinu sem sterkir og sjálfstæðir einstaklingar. Fagfólk: BOURJOIS FAU THERMALE Avéne Fydís Eyjólfsd, modelkennari - hárgreiðsla. Dísa Jónsdóttir, danskennari - líkamsrækt. Gréta Hoða förðunarineistari. Eva Lísa Ward, kvikmyndagerðarmaður - ljósmyndari. Jón Einars. Gústafsson, lcikstjóri. SEBASIIAM Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur. Innritun liafin í símum 553 5000, 553 0000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.