Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Úr höftum í frelsi á fímmtíu árum í upphafí var Samband veitinga- og gistihúsa kallað Sykurmola- félagið, því á haftaárunum gengu sykurkörin að láni veitingahúsa á milli. Forsvarsmenn SVG segja Hildi Friðriksdóttur hér frá ýmsum baráttumálum sambandsins. I annarri grein rekur Sæli í Sælakaffí hvemig hann, foreldralaus drengurinn, var sendur heim- ------------ —■■ ■ ■ ■ ■— ■■ ■—■■■-■■■ ——-^-- ila á milli, gerðist kokkur og síðar veitingamaður. I þriðju grein- inni em birtir kaflar úr nýtútkominni bók, Gestir og gestgjafar. Morgunbláðið/Kristinn ÁSLAUG Alfreðsdóttir (t.v.) formaður Sambands veitinga- og gistihúsa og Ema Hauksdóttir framkvæmdastjóri samtakanna telja gæða- og umhverfismál brýnustu málaflokkana nú. FÉLAGIÐ hefur háð marga baráttu gegnum tíðina og eitt af því sem hefur skilað miklum árangri er frelsi af ýmsu tagi,“ sögðu þær Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa (SVG) og Áslaug Alfreðsdóttir for- maður félagsins þegar Morgunblaðið hitti þær að máli á 50 ára afmæli SVG, sem var 6. september síðastlið- inn. Stór hluti frelsisins hefur komið með þróun þjóðfélagsins en öðru hefur sambandið þurft að beijast fyrir eins og frjálsri álagningu og rýmri opnunartíma. „Eitt af stærstu baráttumálunum var fijáls álagning á mat og síðar á áfengi. Það er held- ur ekki langt síðan við þurftum að berjast fyrir því að góðir veitinga- staðir fengju leyfi til að selja vín,“ sögðu þær ennfremur. Fjölgun í greininni Fjöldi veitingahúsa hefur aukist gífurlega á undanförnum árum. Það hefur komið viðskiptavinum til góða í formi lægra verðs á mat og drykk en aftur á móti hafa gjaldþrot verið tíð. Offramboð á veitingastöðum og gistirými er einna mest í Reykjavík en að sögn Áslaugar er það einnig vaxandi vandamál úti á landi. „Við höfum haldið því fram að ef meira aðhald og agi væri af hálfu stjórn- valda gagnvart rekstraraðilum væru ekki svona mörg fyrirtæki starf- rækt. Nú hefur dómsmálaráðherra skipað nefnd til þess að yfirfara leyfisveitingar veitingahúsa og eitt af því sem við erum að beijast fyrir í því sambandi er að fjármál og fer- ili viðkomandi . rekstraraðila verði skoðuð," sagði Ema. Þá sögðust þær vilja sjá strangara eftirlit með því að staðir séu reknir samkvæmt lögum og reglum. „Við teljum að ef slíkt aðhald fengist yrði stöðugleikinn meiri á markaðnum og samkeppnin eðlilegri." Matstaðir af öllum gerðum Samband veitinga- og gistihúsa- eigenda eins og félagið hét í upp- hafi var aðallega stofnað vegna tveggja baráttumála. Annars vegar vegna 10% veltuskatts eða svokall- aðs „veitingaskatts". Hann var sett- ur á með lögum árið 1933 og var ekki lagður niður fyrr en árið 1954. Ein af röksemdum fyrir skattlagn- ingunni mun hafa verið sú, að það væri einkum einhleypt fólk, sem sækti veitingastaði, og þar sem það eyddi fé sínu jafnharðan í skemmt- anir og lífsþægindi, væri það ekkert of gott til að greiða sér- stakan skatt! Hin ástæðan fyrir stofnun félagsins var alls kyns skammtanir og höft, sem voru við lýði. Erna og Áslaug benda á að langur vegur sé frá þeim höftum þegar sambandið var stofnað og nú þegar úrval veitingahúsa_ er eins mikið og raun ber vitni. „I upphafi var félagið stundum kallað Sykur- molafélagið vegna þess að menn voru að lána molakör á milli veit- ingahúsa þar sem stórvandamál var að ná í sykur með kaffinu. Hörgull var nánast á öllu sem til þurfti hvort sem um var að ræða bollapör, kaffi eða sykur,“ sagði Erna. „Nú er fjölbreytni veitingahúsa gífurieg. Neytendur geta valið um breitt úrval, hvort sem er um að ræða kaffihús, skemmtistaði, krár eða veitingahús. Við teljum okkur bjóða upp á jafngóð veitingahús og í hveiju öðru landi. Fagmennskan hér er mjög mikil, við eigum mikið af góðu matreiðslufólki og þjónustan er víðast hvar mjög góð,“ sagði hún. Gæða- og umhverfismál Eitt af stærstu málum sambands- ins segja þær vera allt sem hægt sé að flokka undir gæðamál. „Við erum í mikilli samkeppni við önnur lönd og því verðum við að huga vel Löng barátta fyrir frjálsri álagningu Margar tilviljanir á einni ævi SIGURSÆLL Magnússon, betur þekktur sem Sæli í Sælakaffi, er eini núlifandi félagi í Sambandi veitinga- og gistihúsa sem var á stofnfundi þess fyrir 50 árum. Hann verður 85 ára í desember næstkomandi og er aðeins farinn að hægja á, þó svo að hann sé vel em. Sigursæll hefur gegnum tíðina rekið veitingastaði í félagi við aðra, t.d. Matstofu Austurbæjar, sem opn- uð var 1946 og Hótel Valhöll, sem var opnað um hvítasunnu 1963. Hann keypti rekstur Oddfellowhússins 1968 og rak það til 1978_þegar hann opn- aði Ártún. Síðast en ekki síst rak hann Sælakaffi í 21 ár og þá meðfram öðrum rekstri. Sælakaffi opnaði hann 1,958 og var það jafnframt fyrsti veitinga- staðurinn, sem hann átti einn. Foreldralaus þrlggja ára Sigursæll ólst upp foreldralaus og við erfiðar aðstæður. Hefur hann því fleytt sér áfram af ótrú- legum dugnaði og áræði. Einungis tveggja vikna var hann sendur til föður síns, vegna þess að móðir hans gat ekki alið önn fyrir honum. „Ég var á þriðja ári þegar hann dó og þá varð ég löglegur sveitar- limur í Breiðavíkur- hreppi. Tíu ára hafði ég verið á fjöldamörgum heimilum. Alls staðar var litið niður á sveit- arliminn og talað um mig sem slíkan. Ég var látinn vinna til jafns við þá fullorðnu og fékk einungis þriggja mánaða bamaskóla- kennslu. Ég hafði þó lært að lesa nokkru fyrr,“ segir hann. Þegar Sigursæll var á fimmtánda ári út- vegaði bróðir hans, sem búsettur var í Njarðvík, honum pláss þar hjá hjónunum Sigurði Guð- mundssyni og Guðrúnu Þorleifs- dóttur. „Þau tóku á móti mér eins og ég væri afkvæmi þeirra. Þarna vann ég til sjós og lands þar til ég var um tvítugt. Allan þann tíma reyndust þau mér mjög vel.“ Við dauðans dyr Tvívegis hefur Sigursæll verið við dauðans dyr. í fyrra skiptið þegar hann fékk barnaveikina frostaveturinn mikla 1918. Á heim- ilinu voru fimm börn auk hans og létust þijú þeirra. „Ef hann lifir af nóttina þá ætti hann að hafa það af,“ hafði læknirinn sagt þegar hann fór. „Þegar okkur fór svo að batna var ekkert til að borða,“ riíj- ar Sigursæll upp. í hitt skiptið var hann staddur í Liverpool á stríðsárunum, en þá var hann matsveinn á Brúarfossi. Hann var á leið í bíó ásamt félaga sínum þegar loftvarnarflautan fór í gang. Félagi hans var kominn hálfa leið niður í kjallara á Ijögurra hæða múrsteinshúsi þegar Sigur- sæll greip til hans og hvatti hann til að koma með sér í loftvarnar- byrgi, sem var um Vi kílómetra frá. „Það var eins og hvíslað væri að mér að sjá hvernig lífið væri í byrginu. Þegar hættan var liðin hjá eftir tvo tíma sáum við að hitt húsið var hrunið og allir létust sem þar voru inni,“ segir hann. Sigursæll var á Brúarfossi mest- allt stríðið og kveðst ekki óska neinum þess að þurfa að upplifa slíkt. „Margir sem voru algjörir reglumenn urðu alkóhólistar. Kaf- bátarnir dönsuðu í skipalestunum og í hverri ferð voru einhver skip skotin niður,“ segir hann. Aðspurð- ur segist hann sjálfur hafa sloppið mikið til óskemmdur frá þessari lífsreynslu. Sigursæll Magnússon FRUMHERJAR veitingastarfs á íslandi. F.v. Friðsteinn Jónsson, Þorvaldur Guðmundsson, Lúðvíg Hjálmtýsson, Ragnar Guðlaugs- son og Sigursæll Magnússon. Kippt í spotta „Ég er ekki beinlínis forlagatrú- ar, en tilvera mín hefur einhvern veginn oltið áfram. Það er eins og aðrir hafi kippt í spottana,“ segir hann og rifjar til dæmis upp hvem- ig hann fékk plássið á Brúarfossi. „Ég hafði fengið lærlingspláss á Hótel Palads í Kaupmannahöfn, því á þeim tíma var ekki svo auðvelt að læra til matreiðslumanns á Is- landi. Á hótelinu voru 23 kokkar og 24 lærlingar,“ heldur hann áfram og bætir við: „Nú, en þetta var önnur saga. Ég var sem sagt á leiðinni heim frá Kaup- mannahöfn með Brúar- fossi þegar ég var kynntur fyrir Brynjólfi J. Brynjólfssyni bryta, sem síðar varð meðeigandi minn í Matstofu Austurbæjar ásamt Ragn- ari Guðlaugssyni bryta. „Það er víst ekki mikið um pláss hjá Eimskip?“ spurði ég Brynjólf. „Nei,“ svarði hann. „Það er mjög langur biðlisti eftir plássum." Þegar skipið kom til baka eftir næstu ferð var ég að taka á móti kunningja mínum og mæti Brynj- ólfi. „Hvað eruð þér að gera?“ spyr hann. „Ja, ekkert," svara ég. „Þér minntist á pláss,“ segir hann. „Ég á pláss því kokkurinn fer af skipinu í dag. Þér getið byijað kl. 7 í fyrra- rnálið." Upphaf kokksferils Sigursæll riijar einnig upp hvem- ig stóð á því að hann gerðist kokk- ur, en það var árið 1930 þegar hann fékk pláss á Sjöstjörnunni sem háseti. I fyrsta túmum lést kokkurinn og stuttu eftir að komið var í land bauð útgerðarmaðurinn Sigursæli pláss- ið. „Ég hef aldrei fengist við mat- seld og kann ekkert til verka,“ kveðst hann hafa svarað. „Skömmu síðar kom útgerðarmaðurinn aftur og sagði: „Skipið fer út klukkan ijögur í dag. Það er nógur kostur um borð og þú verður kokkur.“ Ég var að vissu leyti neyddur út í þetta. Kannski var það af því að Tilvera mín hefur oltið áfram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.