Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 B 9 Ljósm.: Þorleifur Þorleifsson/Þjóðminjasafn HÓTEL Reykjavík, sem Margrét Zoega rak, var við Austurstræti, en suðurhlið þess vissi að Austur- velli. Á tyllidögum voru efri svalir hússins notaðar til ræðuhalda og flutnings skemmtiatriða. Gestir og Ljósm.rSigfús Eymundsson/Þjóðmii\jasafn FERÐAMENN fyrir utan Hótel ísland skömmu fyrir aldamót. að gæða-, öryggis- og umhverfis- málum, ef við ætlum að halda velli.“ Einnig segja þær markmið sam- bandsins að gera félagsmenn þess hæfari til að standast samkeppni, til dæmis með því að halda uppi öflugri fræðslustarfsemi og upplýs- ingagjöf. „Nú eigum við til dæmis von á nýrri matvælareglugerð, sem á eftir að leggja mikla vinnu á herð- ar félagsmanna. Er sambandið að aðstoða þá við að framfylgja þeirri reglugerð. Undir þetta flokkast mat- vælaeftirlit og allt innra eftirlit í fyrirtækjunum." Matarverð lækkar Þegar talið berst að matarverði á íslandi vekja þær.athygli á tilboðs- réttum SVG sem félagið hóf að bjóða fyrir nokkrum árum og er í gildi allt árið. Hægt sé að fá staðgóðan mat á góðu verði um allt land. „Þeg- ar fólk er að tala um dýrar máltíðir hér á landi er það oft vegna ókunn- ugleika. Svo má ekki gleyma að börnin fá oft afslátt eða frían mat. Ég veit ekki hvað fólk er að tala um dýrt eða ódýrt, því þetta sama fólk kaupir kannski gos og sælgæti fyrir sömu upphæð,“ sagði Áslaug. Undir þetta tekur Erna og segir að mikil breyting hafi orðið á matar- verði veitingahúsa á undanförnum árum og matarverð færi hækkandi erlendis og ekki síst í Þýskalandi. „Að vísu er svokallað skyndibitafæði víðast hvar á lægra verði þar, meðal annars vegna lægra hráefnisverðs," sagði hún. „Hitt er annað mál, að innkaups- verð á áfengi er fyrir neðan allar hellur. Það er mjög undarlegt að veitingamenn sem kaupa áfengi í miklu magni þurfi að borga sama verð fyrir það og hinn almenni neyt- andi borgar í búð. Þetta stendur vonandi til bóta með breyttri áfeng- islöggjöf sem tekur gildi 1. desem- ber næstkomandi. Þó eiga veitinga- menn ekki von á miklum mun á smásölu- og heildsöluverði." Helstu viðfangsefnin framundan segja þær vera allt sem lúti að rekstr- arskilyrðum greinarinnar. „Það þarf að jafna samkeppnisstöðu hennar við það sem gerist í helstu samkeppni- slöndum okkar. Við þurfum einnig að taka höndum saman um að stór- efla alls kyns rannsóknar- og þróun- arstarf í ferðaþjónustunni, því það er forsenda fyrir allri skipulagningu í atvinnugreininni.“ ég var vanur að gegna,“ segir hann hugsi. „Nú, en ég lét slag standa og fór til kunningfafólks að láta vita af þessu. Húsmóðirin náði í matreiðslubók eftir Jónínu Sigurð- ardóttur og sagði: „Lestu hana þessa.“ Ég var ekkert alltof hrifinn, en einhvern veginn gekk þetta. Átján manns voru á skipinu og þar af sextán í lúkarnum þar sem var matreitt." Sigursæll telur það hafa hjálpað sér gegnum lífið áð hafa ætíð þurft að treysta á sjálfan sig, auk þess sem hann hafi kynnst góðu fólki. „Ég á yndislega konu, Olgu Stef- ánsdóttur, sem hefur stutt dyggi- lega við bakið á mér. Það hefur sonur okkar, Stefán, sem er lærður matsveinn, einnig gert,“ segir Sig- ursæll. Hann kveðst þó allt lífið hafa verið í varnarstöðu og rekur það til einstæðingsskapar. „Ég hafði aldrei neinn að leita til og sem barn dvaldist ég lengst af á Helln- um. Þá var hundurinn eini vinurinn sem ég átti.“ Lærdómsríkt tímabil Aðspurður um eftirminnilega tíma nefnir hann fyrstu árin á Matstofu Austurbæjar, sem voru á skömmtunartímabilinu. „Þetta voru lærdómsrík ár. Ég stóð í eldhúsinu fyrstu fimm árin, fór á fætur kl. 7, tók vínarbrauð og rúnnstykki með mér uppeftir, opnaði kl. 8 og lokaði kl. 23.30. Þetta var afskap- lega skemmtilegur tími. Skemmtilegast fannst mér þó að opna Sælakaffi. Ekki vegna þess að ég hafi nokkurn tima velt því fyrir mér hvort ég væri að vinna fyrir mig eða aðra, en það var svo mikið að gera. Stundum borðuðu um 300 manns í hádeginu í 64 sætum og 150-200 manns á kvöld- in. Það var mikið að gera og þegar ég segi það, þá stendur það.“ ITILEFNI af fimmtíu ára afmæli Sambands veitinga- og gisti- húsa hefur Gylfí Gröndal rithöfund- ur skrifað bók, sem nefnist Gestir og gestgjafar, og fjallar um veit- ingastarfsemina í landinu. Saga veitinga- og gistihúsa er hluti þjóð- arsögunnar, og hún gerist samhliða )eim stórstígu framföfum og breyt- ingum sem orðið hafa á þessari öld. Hér fara á eftir nokkrir örstuttir kaflar úr bókinni: Skapmiklar veitingakonur Hlutur kvenna var stór í sögu veitingastarfseminnar fyrr á árum. í hópi þeirra voru tvær skörulegar og skapmiklar veitingakonur, Krist- ín Dahlsted og Margrét Zöega, og frá þeim segir litillega hér á eftir. Margrét var tengdamóðir Einars skálds Benediktssonar og rak Hótel Reykjavík um árabil: „Seint á árinu 1905 kom hingað til lands 29 ára gömul kona sem lært hafði matreiðslu í Danmörku og starfað þar á hótelum. Þetta var Kristín Dahlsted, sem síðar varð kunn veitingakona í Reykjavík. Hún réði sig strax til Margrétar Zoéga, vann rúman mánuð á Vesturgötu 17, en stóð síðan fyrir matseldinni í nýja hótelinu við Austurstræti. Kristín segir í endurminningum sínum að Einar Benediktsson og Valgerður kona hans hafi búið all- lengi á Hótel Reykjavík fyrsta vet- urinn sem það starfaði. „Það var einhverju sinni að Einar kom seint heim og hafði ekki verið við kvöld- verðinn," segir hún. „Hann kom þá til mín og bað mig um eitthvert snarl. Fátt var um gesti í veitinga- salnum og ég fór með Einari niður í “Pumpuna", en svo nefndist eld- húsið í kjallaranum, og gaf honum steik. Við sátum góða stund ein þarna niðri og röbbuðum saman og Einar gerði að gamni sínu með því að slá mér gullhamra fyrir það hve góð matreiðslukona ég væri... Meðal þess, sem bar á góma í samtali okkar Einars þetta kvöld, var það að ég spurði hann, hvort það væri satt að hann hefði selt skoskri kerlingu norðurljósin. „Trúir þú þessu?“ spyr hann. „Þær eru víst mjög heimskar, þessar skosku hefðarfrúr,“ varð mér að orði. „Já, ég held að þær dönsku séu skömminni skárri," segir Einar. „Svo að þú hefur þá aldrei getað selt henni norðurljósin?" spyr ég. „Jú,“ svarar hann og glottir, „það geturðu verið viss um - og Vetrar- brautina líka!““ ★ ★ ★ Bráðlyndi Margrétar Zoéga og ráðríki var viðbrugðið, og eftirfar- andi saga Kristínar Dahlsted er til vitnis um það: „Einn morgun bar svo við er ég kom ofan að Margrét sat í „Pump- unni“ og var heldur en ekki í æstu skapi. „Ég hef rekið allar helvítis stelp- urnar,“ sagði hún, „og þú verður að vinna verkin þeirra í dag. Þú klárar þig af því, þú ert svoddan hamhleypa til hvers sem þú tekur þér fyrir hendur.“ „Hvað ertu að segja, frú Mar- grét?“ „Heyrirðu ekki, hvað ég var að segja. Ég hef rekið stelpumerarnar, og ég skal aldrei taka við þeim aft- ur.“ „Þá ætla ég að láta þig vita að ég snerti ekki á nokkru verki hér í dag fyrr en stúlkurnar koma aft- ur. Ég ætla ekki ofbjóða mér með þrældómi hér á Hótel Reykjavík. Þú getur ráðið hvað þú gerir, en ég snerti ekki við neinu fýrr en þær koma.“ „Þú þykist geta boðið mér byrg- inn, af því að þú kannt að brasa kjöt. Það er aldeilis að þú brúkar þig stóra! Farðu, blessuð farðu eins og þær, fegin verð ég.“ „Gott og vel, ég er farin." Og með það sama rauk ég upp í her- bergið mitt og settist þar. En ég hafði ekki setið lengi, þegar frú Margrét kom upp og var nú öllu mýkri á manninn. „Jæja, ég verðvíst að sækja þess- ar drnslur. Ertu þá ánægð? En þú heldur þér saman og segir þeim ekki frá því að ég hafi gert það fyrir þín orð.“ Náttúruleysi Þj óðleikhúsráðs Þorvaldur Guðmundsson er í hópi brautryðjenda veitingastarfs hér á landi. Hann kom á fót þremur gisti- húsum á sjöunda áratugnum: Hótel Sögu, Hótel Holti og Hótel Loftleið- um. Auk þess stofnaði hann Lídó, sem var stærsta veitingahús lands- ins á sinni tíð, að ógleymdum Leik- húskjallaranum, en hér á eftir fer brot af frásögn hans varðandi hann: „Leikhúskjallarinn varð snemma eftirsóttur til veisluhalda. Þar voru haldnar brúðkaups-, afmælis- og fermingarveislur, hóf klúbba og annarra félaga að ógleymdri nýárs- veislunni sem ég hélt í mörg ár. Þá fengu allir gestir áritaða postul- ín^bakka sem nú eru orðnir verð- mætir safngripir. Þingveislur voru haldnar í Lejkhúskjallaranum í mörg ár, stórveisla á tíu ára af- mæli Þjóðleikhússins, og kveðjuhóf héldu þeir þar konungar Danmerk- ur og Svíþjóðar og forseti Finn- lands. Allt starfstímabil mitt í Leikhús- kjallaranum var ágæt samvinna milli mín og þjóðleikhússtjóra, Guð- laugs Rósinkrans, þjóðleikhúsráðs og starfsmanna leikhússins. Einu sinni féll þó skuggi á það ágæta samstarf, en nú finnst mér það mál broslegt í endurminning- unni, þótt ég væri gramur yfir því á sínum tíma. Málið spannst út af því að auðir veggir veitingasalanna, skortur á skemmtilegri tilbreytingu og löng- un til að verða listamönnum að Iiði varð þess valdandi að ég ákvað að fá góða myndlistarmenn til að halda sýningar í Leikhúskjallaranum. Sjálfum þótti mér þessi hugmynd bráðsnjöll og taldi að hún myndi fremur verða menningarviðleitni Þjóðleikhússins til eflingar en óþurftar. Jæja. Ég valdi Jón Engilberts fyrstan úr hópi þeirra góðu listmál- ara sem ég vonaði að myndu síðar prýða veggi Leikhúskjallarans. Jón kom myndum sínum fyrir, gestir tóku þessari nýbreytni vel, íjórar myndir seldust strax, svo að ég hugði gott til framhaldsins. Þá gerist hið óvænta: Þjóðleik- húsráð vekur athygli mína á því að mér hafi láðst að fá leyfi til að halda málverkasýningar innan veggja leikhússins. Við nánari eftir- grennslan mína kom í ljós að ráðið taldi myndir Jóns Engilberts um of einkennast af lostalífi til að sæmi- legt mætti teljast fyrir Þjóðleikhús- ið að hafa þær uppi á veggjum. Þótt ég væri vinum mínum i ráð- inu innilega ósammála, neyddist ég til að fara eftir tilmælum þeirra og biðja Jón að hafa sig hið bráðasta á brott með hinar munaðarríku myndir sínar. Sýningin var tekin niður einni viku eftir að hún var opnuð og lauk þar með þessum kapítula menningarviðleitni minn- ar. Við Jón Engilberts höfðum í aðra röndina lúmskt gaman af þvi, sem við kölluðum náttúruleysi Þjóðleik- húsráðs, og kærðum okkur kollótta. Eftir þetta keypti ég fyrir eigin reikning málverk til að prýða veggi kjallarans og hengdi þau upp í veit- ingasölum og á göngum — eftir að ég hafði fullvissað mig um að af þeim yrði skírlífi engin hætta búin!“ Örlæti Ólafs Thors Einar Olgeirsson er nú hótel- stjóri Hótels Loftleiða og Hótels Esju. Hann hefur unnið veitinga- störf alla ævi, kann frá mörgu að segja, og hér fer á eftir örlítið brot úr frásögn hans: „Þegar dönsku konungshjónin, Friðrik konungur IX og Ingiríður drottning hans, komu hingað í opin- bera heimsókn vorið 1956 var þeim haldin veisla í Sjálfstæðishúsinu og gestgjafi var Ólafur Thors þáver- andi forsætisráðherra. Að henni lokinni kom hann sjálfur inn í eld- húsið, þakkaði starfsfólkinu með fögrum orðum fyrir hve veislan hefði tekist vel í alla staði, sneri sér að því búnu að veitingamannin- um, Lúðvíg Hjálmtýssyni, og sagði: „Hvað eru eftir margir kassar af víni, Lúðvíg minn?“ „Þeir eru nú ansi margir er ég hræddur um,“ svaraði hann. „Það gerir ekkert til,“ sagði Ólaf- ur. „Gefðu starfsfólkinu þá alla! Það hefur til þess unnið.“ ★ ★ ★ Ég var oft á Gullfossi á sumrin, því að þá var lítið um að vera í Sjálfstæðishúsinu, og síðan var ég yfirþjónn þar 1960-1962. Það var skemmtilegur tími, og farþegarnir voru himinlifandi yfír matnum og þjónustunni. Kalda borðið þótti óvenjulega girnilegt, enda fagurlega skreytt og gífurlega mikil vinna í það lögð. Gullfoss fór jafnan frá Kaupmanna- höfn fyrir hádegi á laugardögum, og þá byrjuðu farþegarnir gjaman á því að gæða sér á hinu fræga kalda borði og myndaðist löng bið- röð fyrir framan það. Mér er minnisstætt eitt sinn þeg- ar orðhvass matsveinn kíkti fram í salinn, errhann hafði unnið hörðum höndum við að útbúa kalda borðið og skreyta það á listilegan hátt. „Sjáiði nú allt pakkið sem er að koma,“ sagði hann. „Það hefur lifað á pylsum í hálfan mánuð, en ræðst svo á handverkið mitt, hámar það í sig og eyðileggur það allt. Ég hefði átt að vanda mig meira!“ ★ ★ ★ Margir íslendingar misnotuðu áfengi á þessum árum, en einn var sá maður, sem kunni að umgangast það og var til fyrirmyndar hvað vínmenningu snerti; það var Halldór Laxness. Hann sat jafnan við borð skip- stjórans á matmálstímum og hafði fyrir fastan sið að panta sér eína rauðvínsflösku í hádeginu, þegar Gullfoss lagði úr höfn. Hún entist honum alla ferðina, og við geymd- um flöskuna fyrir hann. Stundum fékk hann sér pilsner og einn snaþs; aldrei meira. Áð loknum kvöldverði settist hann ævinlega í sama hornið og fólk flykktist að honum til að spjalla við skáldið. Hann drakk kaffi og koníak með, en ég sá hann aldrei dreypa á því; hann lét sér nægja að rúlla koníakinu í glasinu og anda að sér dýrindis ilmi þess.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.