Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 18
mrgntilifftfeife ATVINNU/RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR INI í P Leikmyndahönnuður óskast fyrir kvikmynd í fullri lengd. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 15. sept., merktar: „Leikmynd - 96“. Farið verð- ur með allar umsóknir sem trúnaðarmál. H er raf ataversl u n Óskum að ráða starfskraft (karl eða konu) til afgreiðslustarfa í herrafataverslun. Vinnu- tími frá kl. 13.-18. Framtíðarstarf. Upplýsingar um aldur og fyrri störf, ásamt meðmælum, sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 14. sept., merktar: „Herrafataverslun - 10“. GIIERIIIIISI IKlIllEEIil EII|lll|III Frá Háskóla Islands Við Rannsóknaþjónustu Háskölans eru þrjú störf laus til umsóknar. Um er að ræða verkefnabundnar ráðningar frá 1. október eða þeim tíma sem um semst eftir það. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. • Verkefnastjóri á Landsskrifstofu. Starfið felst í umsjón með mannaskiptum sem styrkt eru af Leonardó-áætlun ESB. Annars vegar er um að ræða umsjón með úthlutun styrkja sem Landsskrifstofa Leon- ardó úthlutar til stofnana, skóla og einstakl- inga. Þessi þáttur er nýr og því mun reyna mjög á frumkvæði við mótun þessa starfs. Hins vegar er um að ræða umsjón með styrkjum fyrir háskólanemendur til starfs- þjálfunar í Evrópu sem Samstarfsnefnd at- vinnulífs og skóla skipuleggur og úthlutar. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf (flest fög koma til greina), sem hefur ánægju af mannlegum samskiptum og á gott með að eiga samskipti við mjög fjölbreyttan hóp af einstaklingum á mismunandi menningar- svæðum. Mjög góð enskukunnátta er skil- yrði, þannig að viðkomandi geti skrifað á ensku og átt samskipti við samstarfsaðila okkar í Evrópu. Þekking á öðrum Evrópumál- um, t.d. frönsku eða þýsku, er mikill kostur. Notkun tölva er mikilvægur þáttur í öllu starfi Rannsóknaþjónustunnar og því þarf réttur einstaklingur að vera upplýstur not- andi sem er tilbúinn að tileinka sér nýjungar af sjálfsdáðum. • Deildarstjóri upplýsingamiðstöðvar. Starfið felur í sér umsjón með upplýsinga- miðstöð og gagnasafni Rannsóknaþjón- ustunnar sem tekur til þriggja meginsviða: Rannsókna og tækniþróunar, starfsmennt- unar og námsráðgjafar. Um er að ræða nýtt starf hjá Rannsóknaþjónustunni þannig að fyrstu mánuðirnir fara í að byggja upp starf- semina. Dagleg verkefni felast í móttöku, skráningu og vistun margþættra gagna, umsjón með gagnagrunnum Rannsókna- þjónustunnar og tengingum við nokkra ís- lenska og evrópska gagnagrunna, aðstoð við starfsfólk og viðskiptavini við leit að upplýs- ingum og notkun á hugbúnaði þeim tengd- um, umsjón með heimasíðum Rannsókna- þjónustunnar á Veraldarvefnum og loks að vinna kynningarefni bæði fyrir rafræna og hefðbundna útgáfu. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf sem tengist upplýsingafræðum. Mjög góð enskukunnátta er skilyrði, þannig að viðkom- andi geti skrifað á ensku og átt samskipti við samstarfsaðila okkar í Evrópu. Þekking á öðrum Evrópumálum er kostur. Þá er mjög góð tölvukunnátta æskileg og að umsækj- andi hafi áhuga á tölvuvinnslu, margmiðlun og vinnu á Veraldarvefnum. • Umsjónarmaður tölvumála. Starfið felur í sér umsjón með öllu tölvuum- hverfi Rannsóknaþjónustunnar og aðstoð við notendur þess, sem eru mun fleiri en starfs- menn. Mikilvægasti þátturinn í starfinu er notendaþjónustan. Tölvuumhverfi Rann- sóknaþjónustunnar er nokkuð margþætt: Við erum með Novell netþjón sem þjónar bæði PC og Macintosh tölvum, alls um 12 vinnu- stöðvum sem nýta allan algengan hugbúnað sem er á markaðnum í dag. Auk þess rekum við First Class upplýsingaþjón sem er opinn aðilum utan Rannsóknaþjónustunnar og tengist gagnagrunni Upplýsingamiðstöðvar- innar og erlendum gagnabönkum. Þá er notk- un á Internetinu og Veraldarvefnum mikil og vaxandi. Við leitum að einstaklingi með mik- inn áhuga á tölvum, notkun þeirra og inn- byrðis tengingum ólíkra kerfa. Ekki eru gerð- ar kröfur um tiltekin próf, en viðkomandi þarf að hafa reynslu af notkun allra helstu skrifstofu- og samskiptaforrita og hafa mik- inn vilja til að læra að þekkja og halda áfram að þróa það umhverfi sem þegarertil staðar. Við erum tilbúin að gefa tækifæri ungu fólki sem hefur jákvætt viðhorf til verkefnisins og vinnunnar. Rannsóknaþjónustan er vaxandi þjónustu- stofnun, sem nýverið hefur verið endurskipu- lögð og tekið að sér ný verkefni. Helstu verk- efni eru rekstur Landsskrifstofu Leonardó á íslandi og Samstarfsnefndar atvinnulífs og skóla, og þátttaka í Kynningarmiðstöð Evr- ópurannsókna, auk einstakra verkefna. Rannsóknaþjónustan vinnur í nánu sam- starfi við ýmsar stofnanir og aðila í Evrópu og allir starfsmenn skrifstofunnar eru í dag- legum tengslum við viðskiptavini og sam- starfsaðila innanlands og í Evrópu. Sjálf- stæði, frumkvæði, þjónustulipurð og metn- aður eru þeir eiginleikar sem við leitum eftir og reynum að leggja rækt við hjá öllum starfsmönnum. Við höfum aðsetur í Tækni- garði og hjá okkur munu starfa rúmlega 10 manns í vetur. Rannsóknaþjónusta Háskól- ans hvetur fólk af báðum kynjum til að íhuga umsókn. Umsækjendur skili umsóknum til starfsmannasviðs Háskóla íslands í síðasta lagi 18. september 1995. ata.a.nKHBK«BiL BRBSIlSimi ICEUttEim Framreiðslumaður Óskum að ráða framreiðslumann til starfa sem fyrst. í boði er fjölbreytt og krefjandi starf fyrir áhugasaman einstakling. Upplýsingar veitir hótelstjóri. Hótel ísafjörður, sími 456-4111. Leikskólar Garðabæjar Leikskólakennarar Óskum eftir að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk til starfa við neðangreinda leikskóla: Leikskólann Hæðarból, sími 565-7670. 50% starf eftir hádegi. Leikskólann Bæjarból, sími 565-6470. 50% starf fyrir hádegi. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik- skólastjórar. Starf veitustjóra á Akranesi Akranesveitur eru nýtt fyrirtæki sem stofnað verður á árinu 1995 og er ætlað að sameina rekstur rafveitu, hitaveitu og vatnsveitu bæjarins ásamt tækni- og framkvæmdaum- sýslu Akraneskaupstaðar. Leitað er eftir framkvæmdastjóra fyrir þetta nýja fyrirtæki. Starfið: Aðalstarf framkvæmdastjóra felst í stjórnun og rekstri Akranesveitna, en auk þess ann- ast fyrirtækið rekstur H.A.B., sem er aðveitu- fyrirtæki hitaveitu í eigu Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Andakílshrepps og ríkisins. Framkvæmdastjórinn hefur einnig með höndum framkvæmdastjórn á eignarhluta Akraneskaupstaðar í Andakílsárvirkjun. Menntun: Háskólamenntun á annað hvort verkfræði- eða viðskiptasviði. Reynsla: Óskað er eftir manni, sem hefur reynslu af rekstri og hefur náð árangri í stjórnun. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og eigi síðar en 1. desember 1995. Umsókn, með þeim upplýsingum sem um- sækjandi óskar að koma á framfæri, skal skila til bæjarstjórans á Akranesi, Stillholti 16-18, Akranesi, eigi síðar en 15. september 1995. Upplýsingar um starfið veitir undirritaður í síma 431 1211. Bæjarstjórinn á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.