Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNIJA/ ir^l Y^llKir^Af? I I ■^i 1^1 ^P/ \ Vi—/ vJ7l / vJ/ / N/ vJ7/ \ /\ Meðeigandi Matvælafræðingur óskar eftir starfi í traustu matvælaframleiðslufyrirtæki. Getur lagt fram hlutafé. Svar óskast lagt inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 20. sept., merkt: „Uppbygging - 7770". Frjálsíþróttaþjálfari íþróttafélag í Reykjavík óskar eftir að ráða frjálsíþróttaþjálfara fyrir unglingaflokk. Þeir, sem hafa áhuga, eru beðnir að hafa samband í síma 565 6469 eða 565 8035. Hárstúdfó Jónu á Akranesi óskar eftir meistara eða sveini til starfa. Vinnutími samkomulag. Framtíðarstarf. Upplýsingarísímum431 1266og431 4520. REYKJALUNDUR Hjúkrunarfræðingar - þroskaþjálfar óskast til starfa sem fyrst. Á Reykjalundi er unnið að endurhæfingu fólks með heilsufarsvandamál á eftirtöldum sviðum: Miðtaugasvið hæfingarsvið hjartasvið gigtarsvið lungnasvið bak-og verkjasvið geðsvið Hlein, sambýli fatlaðra Fjölbreytt og skemmtilegt starf, markviss teymisvinna með mismunandi faghópum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 566 6200. RITHÖFUNDASAMBAND ÍSLANDS Framkvæmdastjóri Rithöfundasamband íslands óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa frá næstu áramótum. Við leitum að starfsmanni, sem getur unnið sjálfstætt og annast daglegan rekstur skrif- stofu sambandsins, hefur gott vald á ís- lensku, ensku og a.m.k. einu Norðurlanda- máli, bókhaldi og tölvuvinnslu, og áhuga á málefnum rithöfunda. Skriflegar umsóknir sendist Rithöfundasam- bandi Islands, Hafnarstræti 9, pósthólf 949, 121 Reykjavík, fyrir 1. október nk. Tæknideiid Akureyrarbæjar Laust er til umsóknar starf verkfræðings/ tæknifræðings á tæknideild Akureyrarbæjar. Verksvið: Starfið felst m.a. í skráningu fasteigna, eftir- liti með framkvæmdum á vegum Akureyrar- bæjar, opinberu byggingareftirliti, svo og öðrum störfum á tækni- og umhverfissviði. Þekking á tölvunotkun er nauðsynleg. Krafist er menntunar í byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Akur- eyrarbæjar við verkfræðinga og stéttarfélag tæknifræðinga. Upplýsingar um starfið veita starfsmanna- stjóri og Guðmundur Guðlaugsson, yfirverk- fræðingur á tæknideild, í síma 462 1000. Umsóknir um starfið skulu hafa borist starfs- mannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, fyrir lokun þann 29. september nk. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Starfsmannastjóri. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjóri Staða leikskólastjóra við leikskólann Bakka- borg v/Blöndubakka er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 19. september nk. Leikskólakennaramenntun áskilin. Allar nánari upplýsingar gefa Bergur Felix- son, framkvæmdastjóri og Margrét Vallý Jó- hannsdóttir, deildarstjóri í síma 552 7277. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552-7277. Leikskólar Reykjavíkur- borgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismennt- að starfsfólk í neðangreinda leikskóla: Fífuborg v/Fffurima, upplýsingar gefur Elín Ásgrímsdóttir leikskólastjóri í síma 587 4515. Hagaborg v/Fornhaga, upplýsingar gefa Sigríður Sigurðardóttir og Guðrún Stein- grímsdóttir leikskólastjórar í síma 551 0268. Leikgarður v/Eggertsgötu, upplýsingar gef- ur Sólveig Sigurjónsdóttir leikskólastjóri í síma 551 9619. Rauðaborg v/Viðarás, upplýsingar gefur Ásta Birna Stefánsdóttir leikskólasjtóri í síma 567 2185. Seljaborg v/Tungusel, upplýsingar gefur Guðrún Antonsdóttir leikskólastjóri í síma 557 6680. Sólborg v/Vesturhlíð, upplýsingar gefur Jón- ína Konráðsdóttir leikskólastjóri í síma 551 5380. í starf e.h.: Álftaborg v/Safamýri, upplýsingar gefur Ingibjörg Kristjánsdóttir leikskólastjóri í síma 581 2488. Foldakot v/Logafold, upplýsingar gefur Gyða Þórisdóttir leikskólastjóri í síma 587 3077. Hraunborg v/Hraunberg, upplýsingar gefur Sigurborg Sveinbjörnsdóttir leikskólastjóri í síma 557 9770. Lækjarborg v/Leirulæk, upplýsingar gefur íris Arnardóttir leikskólastjóri í síma 568 6351. Rauðaborg v/Viðarás, upplýsingar gefur Ásta Birna Stefánsdóttir leikskólastjóri í síma 567 2185, Seljaborg v/Tungusel, upplýsingar gefur Guðrún Antonsdóttir leikskólastjóri í síma 557 6680. Ægisborg v/Ægisíðu, upplýsingar gefur Elín Mjöll Jónasdóttir leikskólastjóri í síma 551 4810. Stuðningur Þroskaþjálfa vantar til stuðningsstarfa í leik- skólann Ægisborg v/Ægisíðu, upplýsingar gefur Elín Mjöll Jónasdóttir leikskólastjóri í sima 551 4810. Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklausir vinnustaðir. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552-7277. Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn auglýsir eftirfarandi stöðu lausa til umsóknar: Staða bókavarðar í upplýsingadeiid. Krafist er sérmenntunar í bókasafnsfræði. Reynsla af tölvum er áskilin. Starfið felur m.a. í sér þátttöku í safnfræðslu fyrir notend- ur. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rík- isins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar landsbókaverði, Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík, fyrir 8. októ- ber 1995. Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn. 8. september 1995. Kælitæknimaður Kælitæknimaður óskast til starfa nú þegar. Starfið er fólgið í nýsmíði á minni kælikerfum og viðhaldsvinnu. Nauðsynlegt er að viðkom- andi hafi einhverja reynslu á þessu sviði. Sendill - lagermaður Þá viljum við einnig ráða starfsmann á bíl og til að sinna ýmsum léttum störfum. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt. Áhugasamir umsækjendur hafi samband í síma 565 7799 eða mæti á staðinn - við erum í Skeiðarási 8, 210 Garðabæ. Ath.: Reyklaus vinnustaður. FRAMKVÆMDASTJÓRI VIÐ LEITUM AÐ áræðnum, kröftugum, ; útsjónarsömum og vel skipulögðum ! framkvæmdastjóra í erfítt en verðugt verkefni hjá útbreyddum Qölmiðli. FRAMKVÆMDASTJÓRI mun hafa yfír- umsjón með daglegum rekstri og framkvæmdum. Vera virkur þátttakandi í nýrri stefnumótum og markmiðasetningu. Vera leiðandi í áætlunum og stýringu j markaðsmála auk þess að stjórna og starfa með áhugaverðu og skemmtilegu fólki í líflegu og spennandi starfsumhverfí. EF ÞÚ UPPFYLLIR ofangreindar kröfur og eiginleika auk þess að hafa reynslu af stjómun og starfsmannahaldi má vera að starfíð henti þér. Kröfur um menntun eru á sviði viðskipta og reksturs og/eða í fjölmiðlunar Vinsamlega athugið að fyrirspurnum varðandi : ofangrcint starf verður eingöngu svarað hjá STRÁ Starfsráðningum. Umsóknarfrcstur er til og með 15. septembcr. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á skrifstofu, sem opin er frá kl.10- 16, en viðtalstímar frá kl.10-13. Starfsrábningar ehf Mörkinni 3 ■ 108 Reykjavik Simi: S88 3031 ■ Fax: 588 3044 Cu6ný Harbardótiir ST RA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.