Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVIK Ntf/A (JGL YSINGAR Starf framkvæmdastjóra Starf framkvæmdastjóra heilsugæslu og sjúkrahúss Vestur-Barðastrandarsýslu á Pat- reksfirði er laust til umsóknar. Vakin er athygli á 30. gr. laga nr. 97 frá 1990 um að æskilegt sé að umsækjendur hafi menntun eða reynslu í rekstri sjúkra- stofnunar. Umsóknarfrestur um starfið er til 25. sept- ember 1995. Umsóknum sé skilað til fpr- manns stjórnar stofnananna, Steindórs Ög- mundssonar, Túngötu 30, 460 Tálknfirði, sem og veitir allar upplýsingar um starfið í síma 456 2526 eða 456 2527. Gæðakennara vantar vegna forfalla við: Lundarskóla Öxarfirði Kennslumagn: 28-35 stundir á viku. Samkennsla er við skólann í 1.-10. bekk í fjórum hópum. Flestar kennslugreinar, utan raungreinar eldri nemenda, koma til álita. Kennari, hafðu samband við skólastjóra, Finn M. Gunnlaugsson, í vs. 465 2244 eða hs. 465 2245 sem fyrst. Upplýsingar ennfremur að fá hjá Hildi, sími 465 2212. „Au pair“ Noregi Ábyrgðarfull manneskja óskast til að passa Sofie sem er 1 árs og á tvær systur sem eru 11 og 15 ára. Þær búa í Drammen sem er 40 km fyrir utan Osló. Enska og eitt norð- urlandamál æskilegt. Áhugasamir hafi samband við: Familien Langaas, Frydensalstien 8, 3016 Drammen, Norway, s. +4732833187og 587-5838 (ísland). Hafrannsókna- stofnunin Laus er til umsóknar staða útibússtjóra stofnunarinnar í Ólafsvík. Æskilegt er að umsækjendur hafi próf í líf- fræði eða fiskifræði. Umsóknir, sem tilgreini menntun og fyrri störf, sendist stofnuninni fyrir 30. september nk. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu4, 101 Reykjavík, sími 552 0240. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN auglýsir eftir: Verslunarstjóra Fyrirtæklð: Tískuverslun í Kringlunni sem selur kvenfatnað. Starfið: Daglegur rekstur og innkaup. Kröfur. Framtíðarstarf fyrir framsækinn og sjálfstæðan starfskraft sem hefur haldgóða menntun og reynslu í viðskiptum. Upplýsingan Umsóknarblöð og frekari upplysingar fást hjá Ráðningarþjónustunni. Umsóknarfrestur ertil 15. sept. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Jón Baldvinsson, Háaleitlsbraut 58-60 Sírni 588 3309. fax 588 3659 Aðalbókari Staða aðalbókara við embætti sýslumanns- ins á Eskifirði er laus til umsóknar. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknarfrestur er til 1. október 1995. Nánari upplýsingar í síma 476-1230. Barngóð Óskum eftir aðila til að gæta tveggja drengja, 6 ára og 2ja ára, auk heimilisstarfa frá kl. 12-17 alla virka daga. Þægilegt að við- komandi hefði bíl til umráða. Upplýsingar í símum 568 9466 og 588 3365. IHeilsugæslustöðin Sólvangi, Hafnarfirði Hafnarfjörður Sjúkraliðar Laus er 50% staða sjúkraliða. Staðan veitist frá 1. október nk. Umsóknarfrestur er til 20. september nk. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 565 2600. Leikskólakennarar óskast í Hveragerði Leikskólakennara eða starfskraft vantar í hálfa stöðu eftir hádegi á leikskólann Undra- land frá og með 1. október nk. Umsóknarfestur er til 20. september nk. Allar nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 483 4234. Markaðs- og kynningarmál Við leitum að drífandi einstaklingi í þriggja mánaða verkefni. Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Um er að ræða verkefni á sviði kynningar- og markaðsmála í tengslum við fyrirhugað markaðsátak fyrirtækisins. Umsóknum skal skilað til Lýsis hf. fyrir 14. september nk. Ekki er tekið við fyrirspurnum í síma. Ræstingar og létt störf Óskum eftir starfsmanni í ræstingar og létt störf í verslun. Vinnutími frá kl. 8.00 til 12.00. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „B - 15524“, fyrir 15. september. Þroskaþjálfi Svæðisskrifstofa Suðurlands óskar að ráða þroskaþjálfa til starfa á heimili fyrir börn á Selfossi. Góð aðstaða og faglegur metnaður. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 482 3530. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við Læknastöðina Mjódd. Skriflegar upplýsingar fást í Læknastöðinni Mjódd, Álfabakka 12. Umsóknum skal skilað á sama stað. Upplýsingar um starfið verða ekki gefnar í síma. ÍSLANDSBANKI Tölvunarfræðingur íslandsbanki hf. auglýsireftirtölvunarfræðingi til starfa ítölvu- og upplýsingadeild bankans. Tölvu- og upplýsingadeild sér um þróun margvíslegra upplýsingakerfa fyrir bankann. Helstu hugbúnaðarverkfæri eru Oracle og Delphi. Helstu stýrikerfi eru: Unix, Novell, VMS, Windows og MS-DOS. Nánari upplýsingar veitir Haukur Oddsson, forstöðumaður tölvu- og upplýsingadeildar, í síma 560 8000. Umsóknir sendist Guðmundi Eiríkssyni, starfsmannaþjónustu íslandsbanka hf., Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík, fyrir 19. september 1995. Sölumaður- matvöruverslanir Framleiðslu- og innflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða áræðinn og vanan sölumann til að selja vörur sínar í matvöruverslanir. Áhugasamir umsækjendur skili umsókn til Mbl. merkt: S - 15526“ fyrir 15. september nk., þar sem fram koma upplýsingar um ald- ur, menntun, fyrri störf, launaóskir og annað sem viðkomandi vill taka fram. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál. Borgarspítalinn - Landakot (Sjúkrahús Reykjavíkur) Félagsráðgjafi Félagsráðgjafi óskast til stárfa á öldrunar- lækriingadeild Landakots. Starfið er hluti af teymisvinnu lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara og iðjuþjálfa í greiningu, endur- hæfingu og stuðningi við aldraða. Starfið er laust nú þegar. Nánari upplýsingar veitir Jóna Eggertsdóttir, yfirfélagsráðgjafi, sími 569 6600 og 569 6680. ERTÞÚ GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR SEMVILTVERA í SJÖUNDA HIMNI? \________________/ Okkur bráðvantar góðan graftskan hönnuð strax! Mikil og skemmtileg vinna ígóðu umhverfi. Himinn AU*L«*IM**aTOPA Upplýsingar í símum 581 16 16 & 896 38 50 Fullum trúnaði heitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.