Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ \ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 B 27 RAÐ/\ UGL YSINGAR Kvöld- og dagnámskeið í Miðbæjarskóla Glerskurður: Mislitt gler er skorið, pakkað í koparþynnu og ióðað. Þátttakendum er leiðbeint í gler- skurði og samsetningu smáhluta, s.s. skart- gripa, kertakrúsa, mynda o.fl. Kennari: Ingibjörg Hjartardóttir. 7 vikna námskeið. Jólaundirbúningur og jólagjafir: Handunnir hlutir til jólagjafa. Blönduð tækni. Nemendur fá tækifæri til að kynnast og vinna fjölbreytta handavinnu. Unnið verður með: Batík (vax-hnýtingar), silkimálun, taumálun, silkiþrykk, trölladeig, vefnað, pappírsgerð, kortagerð og grímugerð. Kennari: Jóhanna Ástvaldsdóttir. 8 vikna námskeið. Tréskreytilist - rósamálning: Aðferð sem byggir á samnorrænni hefð. Upplagt til að fríska upp á gamla muni, s.s. skápa, kistla, dyrakarma, gluggaramma, koppa og kirnur. Eins til að skapa eitthvað nýtt. Byrjað er á að mála öskju sem nemend- ur fá hjá kennara. Málað er með olíulitum. Mikilvægt er að nemendur kaupi rétta máln- ingu, liti og pensla en upplýsingar um það eru í fyrstu kennslustund. Kennari hefur til sölu pensla og hluti til að mála. Kennari Helga Guðbrandsdóttir. 10 vikna námskeið. Öskjugerð Pappaöskjur af ýmsum stærðum og gerðum, útbúnar og klæddar t.d. með pappír, teflon, efni og leðri. Kennari: María Karen Sigurðardóttir, forvörð- ur. 7 vikna námskeið. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum, Frf- kirkjuvegi 1, dagana 14. og 15. september kl. 17.00-20.00. Fulbright- rannsóknastyrkir Menntastofnun íslands og Bandaríkjanna (Fulbright-stofnunin) býður íslenskum fræði- mönnum ferðastyrk til að stunda rannsóknir í Bandaríkjunum 1996-97. Umsóknir, helst ásamt staðfestingu á rannsóknaraðstöðu við rannsóknastofnun í Bandaríkjunum, skulu berast stofnuninni fyrir 15. nóv. 1995. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar liggja frammi hjá Fulbright-stofnuninni, Laugavegi 26, 2. hæð, sími 551-0860. Stýrimannaskólinn í Reykjavík 30 rúmlesta námskeið Kvöldnámskeið hefst 11. september kl. 18.00. Hafið strax samband við skristofuna í síma 551 3194. Skólameistari. Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartuni 3, 105 Reykjavík Kynning: Iþróttahús KR við Frostaskjól Á Borgarskipulagi Reykjavíkur eru nú til kynn- ingar tillöguuppdrættir að íþróttahúsum á svæði KR við Frostaskjól. Uppdrættirnir ásamt líkani verða til sýnis virka daga frá kl. 8.30-16.15 frá og með 11. september til og með 25. september 1995 í Borgartúni 3, 1. hæð. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skilað skriflega á sama stað eigi síðar en 25. sept- ember 1995. Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík. 1ARSIDAG MEÐ ÁRATUGS REYNSLU STRA Starfsráóningar ehf. var stofnað 10. septemher 1994. Fyrírtækiö býður hins vegar upp á áratugs faglega reynslu og sérhæfingu í þeirri þjónustu er felst í milligöngu við mannaráðningar ásamt ráðgjöf á sviði starfsmannamála. Þrír starfsmenn eru starfandi hjá fyrirtækinu við starfsráðgjöf. A ST RA Statfsráðningar ehf Mörkinni 3 ■ 108 Reykjavik Simi: 588 3031 ■ Fax: 588 3044 Cuíný Harharðóttir Umsóknir um félagslegar og almennar kaupleiguíbúðir Vegna fyrirhugaðra framkvæmda á árinu 1996 óskar Húsnæðisnefnd Garðabæjar eft- ir umsóknum um félagslegar og almennar kaupleiguíbúðir. Ákvæði laga um eigna- og tekjumörk gilda þegar sótt er um félagslegar kaupleiguíbúðir, en einungis eignamörk gilda um almennarkaupleiguíbúðir, enda bera þær hærri vexti. Við kaup á félagslegri kaupleiguíbúð er veitt 90% lán til 43ja ára sem ber 2,4% vexti. Við kaup á almennri kaupleiguíbúð er veitt 90% lán til 43ja ára sem ber 4,9% vexti. Þeir, sem eiga umsókn fyrir, eru vinsamleg- ast beðnir um að endurnýja eldri umsókn. Æskilegt er að með umsókn fylgi afrit af skattskýrslu síðustu þriggja ára og vottorð um fjölskyldustærð. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu nefndarinnar á bæjarskrifstofunum við Vífils- staðaveg. Umsóknarfrestur er til 20. september nk. Húsnæðisnefnd Garðabæjar. Fulbright-námsstyrkir Menntastofnun íslands og Bandaríkjanna býður um tuttugu styrki til handa náms- og listamönnum, sem hafa lokið háskólaprófi eða samsvarandi prófi í listgreinum eftir námsárið 1995-96 og hyggja á frekara nám í Bandaríkjunum 1996-97. Tekið er við um- sóknum um nám á flestum sviðum. Umsóknarfrestur rennur út 1. desember 1995. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar liggja frammi hjá Fulbrightstofnuninni, Laugavegi 26 (opið kl. 13-16 virka daga). Lögmannsstofa Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., ehf., hefur flutt aðsetur sitt á Skólavörðustíg 6B í Reykjavík (gengið inn að vestanverðu). Á stofunni starfa eftirtaldir lögmenn: Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., Karl Axelsson, hdl., Stefán Geir Þórisson, hdl. Lögmannsstofa Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl., ehf., Skólavörðustíg 6B, pósthólf 47, 121 Reykjavík, sími 561 1020, bréfasími 561 1027. Uthlutun úr Kvikmyndasjóði ís- lands 1996 Kvikmyndasjóður íslands auglýsir eftir um- sóknum um framlög og vilyrði um styrki til kvikmyndagerðar. Umsóknir skulu sendar Kvikmyndasjóði fyrir 13. nóvember 1995, á umsóknareyðublöðum sjóðsins ásamt handriti, kostnaðaráætlun, fjármögnunaráætlun og greiðsluáætlun. Ef sótt er um framleiðslustyrk skal fullunnið handrit fylgja umsókn ásamt kostnaðaráætl- un, fjármögnunaráætlun og greiðsluáætlun. Ekki er tekið við umsóknum, sem afhentar eða póstlagðar eru eftir að umsóknarfrestur rennur út. Öll umsóknargögn skulu berast í fjórum ein- tökum. Sjóðurinn heldur eftir einu eintaki af umsóknargögnum. Umsækjendur eru beðnir að sækja aukaeintök á skrifstofu sjóðsins frá 20. janúar-15. febrúar 1996. Hafi umsækjandi áður fengið úthlutað úr sjóðnum eða fyrirtæki, sem hann hefur átt aðild að, og verki ekki lokið, skal fullnægj- andi greinargerð, að mati úthlutunarnéfndar, um það verk fylgja og uppgjör áritað af lög- giltum endurskoðanda. Úthlutunarnefnd áskilur sér rétt til að óska eftir endurskoðuð- um ársreikningi vegna viðkomandi verks, ef þörf þykir. Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu Kvikmyndasjóðs, Laugavegi 24, 101 Reykja- vík. Allar nánari upplýsingar eru veittar á sama stað. Fiskiskip Óskum eftir 30 tonna stál- eða eikarbát fyrir fjársterkan kaupanda. Höfum til sölu 60, 70 og 200 tonna skip. 15 tonna bátur í skiptum fyrir 25 - 40 tonna bát. 20 tonna plastbátur til sölu með ágætum kvóta. 100 tonna stálskip í skiptum fyrir 150 - 200 tonna skip. Höfum allar stærðir og gerðir af bátum og skipum á skrá. Skipasalan Bátar og búnaður, Tryggvagötu 4, sími 562 2554, fax 552 6726.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.