Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 1
J> <0 VW PASSAT REYNSLUEKIÐ - RANNSOKNIRAISLENSKUM HARÐKORNADEKKJUM í SVÍÞJÓÐ - NÝR OGBREYTTUR GRAND CHEROKEE - FORD MUSTANG í VANSKIL UM fll*?gtstiMafcifr nýja bflimm Sölumenn f\ bifreiðaumboðanna y\jg* ry annast útvegun lánsins á 15 mínútum Glítnirhf DÓTTVRFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA SUNNUDAGUR10. SEPTEMBER 1995 BLAÐ c Mikill kostnai- urviiendur- hannaðan Taurus NÝR Ford Taurus kemur á markað á næstu dögum og eru stjórnendur hjá Ford Motor Co. sannfærðir um að fyrirtækið muni raka saman peningum á nýja bílnum. Hann er betur búinn og endurbættur að utan og eru stjórnendurnir einnig vissir um að bíleigendur vilji framþróun í framleiðslunni en ekki stöðnun. Fjármálasérfræðingar í Wall Street eru ekki jafnsannfærðir, að því er fram kemur í grein í Automotive News. Margir þeirra spá því að hár kostnaður við hönnun bílsins dragi úr hagnaði fyrirtækisins á næsta Tvelmur tímum lengur í smíðum Innan bíliðnaðarins telja margir að nýi bíllinn sé skólabókardæmi um vanda Ford sem nú framleiði bíla með of miklum búnaði og of miklum framleiðslukostnaði á sama tíma og kostnaðarvitund almenn- ings sé í hámarki. Ford á hinn bóg- inn kveðst fylgja langtíma fram- leiðslustefnu sem miði að hámarks- hagnaði og byggir á nýrri tækni og búnaði sem dregur til sín kaup- endur. Ford varði sem svárar 182 millj- örðum ÍSK til að hanna og koma Taurus, sem einnig er framleiddur af dótturfyrirtækinu Mercury undir tegundarheitinu Sable, á harðan markað efri flokki millistærðarbíla í Bandaríkjunum. Áður hafði fyrir- tækið lagt til 390 milljarða ÍSK til að koma 1995 árgerð Ford Conto- ur, Mercury Mystique og evrópska Ford Mondeo á markað. Það tekur 14 klukkutíma að framleiða hvern bíl af 1996 árgerð af Ford Taurus og Mercury Sable samanborið við 12 stundir sem það tók við 1995 árgerðina. Ford segir að nýju bílarnir séu hlaðnir búnaði. eins og niðurfellanlegum aftursæt- um og þremur stillingum á fram- sætum. Tekjur Ford á öðrum árs- fjórðungi þessa árs drógust saman um 8,1%. Ford viðurkennir að tekj- ur samsteypunnar séu minni en æskilegt er en bendir á að óvenju- margir nýir bílar hafi verið settir á markað upp á síðkastið. Margt breyst á markaönum Ford byrjaði að vinna að hönnun Taurus/Sable árið 1992 og sérfræð- ingar segja að margt hafi breyst á þessum tíma, sér í lagi kostnaðar- vitund bílkaupenda. Einnig hafi General Motors árið 1994 hafið að setja á markaðinn ódýrari bíla. Til samanburðar kosti árgerð 1996 af grunngerð Chevrolet Lumina 16.355 dollara, um 1.063.000 ÍSK, en Taurus GL stallbakur 18.600 dollara,um 1.290.000 kr. ¦ Áætlaður bif reiðafjöldi og akstur hér á landi til ársins 2025 Fjöldi zoo.ooo r 150.000 100.000 50.000 Flutningabílar Einkabílar 1984 1995 2000 2005 2010 2015 2020 2025 Sé 1994 1995 2000 2005 2010 2015 2020 2025 AÆTLAÐ er að akstur á íslenskum veguín hafi numið 1.900 milljón km árið 1993. Líkur benda til að akstur hafi aukist um nálægt 7% á ári síðustu ár. Samkvæmt þessu var akstur í hlutfalli við bif- reiðafjölda 14.400 km á hvern bíl árið 1993. í Banda- rikjunum yar samsvarandi tala 18.500 km á hvern bíl 1992. í spá Orkuspárnefndar segir að frekari vegbætur á næstu árum kalli á frekari aukningu í akstri og að áframhaldandi lágt eldsneytisverð á alþjóðamörkuðum hvetji einnig til aukins aksturs. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.