Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.09.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Röskur og snúningalipur Volkswagen Passat NÝLEGA sýndi Volkswagen umboðið, Hekla hf., fram- boðið á nýju bílunum frá Volkswagen og þar gat að líta nýjan-gamlan kunningja - Passat. Hann hefur ekki verið mikið á ferðinni hér- lendis undanfarið þar sem verðið hefur ekki þótt hæfa íslenskum markaði en nú hafa forráðamenn umboðs- ins og verksmiðjanna náð saman og í boði eru stallbak- ur og langbakur á rúma 1,8 og - 1,9 milljónir króna, bílar með tveggja lítra röskri vél og allmikl- um búnaði. Passat er meðalstór, fimm manna, framdrifínn og rúm- góður fjölskyldubíll og verður langbaksútgáfan tekin til skoðun- ar hér í dag en hún kostar kr. 1.948.000. Passat er nokkuð laglega hann- aður, með fremur voldugum fram- enda þar sem aðalluktir og luktir í stuðara leika aðalhlutverkið en grillið með áberandi Volkswagen merki er fremur lítið. Framendan- um hallar niður á við og gerir það bílinn talsvért rennilegan. Hlið- arnar eru sléttar og felldar með nokkuð breiðum hliðarlista og að aftan eru einnig allstórar luktir og verklegur stuðari. Allar rúður eru stórar. Afturhlerinn opnast uppávið og nær vel niður á stuð- ara og er allur umgangur með vaming þar auðveldur. HÆGT er að draga mottu yfir farangursrýmið og er það í aðra röndina fremur hvimleiður búnaður en getur vissulega verið hagnýtur. Röskur Rúmgóður Lipur Verðið INNRI frágangur er bæði vandaður og smekklegur. Vel er búið að ökumanni og farþegum og rými feikinóg. LUKTIRNAR leika aðalhlutverkið í framendanum. Traustur og rúmgóður Að innan er allt með traustlegu yfírbragði og frágangur með ágætum. Framsætin eru góð, styðja vel við á hliðum og er hægt að breyta halla og hæð öku- mannssætis auk hinna venju- bundnu stillinga. Mælaborð er stórt og voldugt, nokkuð hefð- bundin uppsetning á hraða- og snúningshraðamælum og þriðja hringlaga mælaskífan er vatns- hita- og bensínmælar og klukkan neðst í henni. Þarna eru líka nauð- sýnleg aðvömunarljós. Ljósarofí er vinstra megin við stýri, þurrku- rofí í armi hægra megin og þeim megin em einnig hringlaga mið- stöðvarrofamir, rofar fyrir raf- magnsrúður og hita á afturrúðu, útvarpsstæðið og fleira. Nóg er af litlum hólfum í hurðum og milli framsæta auk ágætlega stórs hanskahólfs. Eins og fyrr segir er allur þessi frágangur traustvekjandi og öku- maður finnur til öryggis- og þæg- indatilfínningar strax og hann sest undir stýri og er því fljótur að ná áttum. Hann getur komið sér fyrir við stýrið eins og honum best fellur og rými er nóg til allra átta og á það reyndar við um öll sætin því Passat er með eindæm- um rúmgóður á alla vegu. Þá er hann búinn þessum venjulegu þægindum sem em nánast staðal- búnaður í bílum af meðalstærð, svo sem samlæsingum, rafstilltum rúðum og speglum og síðan hefð- bundnum öryggisbúnaði svo sem öryggisbeltum með strekkkjuram pg styrktarbitum í hliðarhurðum. í útgáfunni sem hingað kemur er hann þó ekki með hemlalæsivöm eða líknarbelg enda færi verðið þá vel upp fýrir tvær milljónimar. Hörku vlðbragð Vélin er tveggja lítra, fjögurra strokka og 115 hestöfl, sæmilega hljóðlát en geysi snörp. Rífur hún bílirm hörkuvel af stað í viðbragði og vinnur feikn vel í öllum gírum. Er snerpan næstum því með ólík- indum og næsta auðvelt að spóla á malbikinu nánast án þess að menn ætli sér. Er þessi röska vél tvímælalaust aðal kostur bílsins og gefur honum mjög verðmæta eiginleika í akstri á þjóðvegi, ekki síst ef hann er vel hlaðinn farþeg- um og varningi. Er vandræðalaust að knýja bílinn úr sporunum upp Kambana án þess að skipta um of og án þess að verið sé að pína hann. Þá er bíllinn líka mjög snún- ingalipur og þægilegur viðskiptis í þéttbýlinu og auðvelt að snúa honum og skaka eins og þörf kref- ur þegar þrengsli em annars veg- ar. Auk snerpunnar er þessi sér- staka lipurð annað aðalsmerki þessa bíls sem er samt þetta stór. Fjöðrun er ágætlega mjúk og skilar bílnum án hliðarskriks jafn- vel á allgrófum og holóttum veg- um og má hiklaust telja Passat í flokki rásfastari bíla. Það sem helst tmflar í langkeyrslu er vél- Volkswagen Passatí hnotskurn Vél: 2,0 lítrar, 4 strokkar, 115 hestöfl. Framdrifínn. Fimm gfra handskipting. Fimm manna. Vökvastýri - veitistýri. Lengd: 4,95 m. Breidd: 1,72 m. Hæð: 1,44 m. Hjólhaf: 2,62 m. Þyngd: 1.260 kg. Beygjuþvermál: 10,7 m. Stærð farangursrýmis: 465 1 og 1.5001 þegar sæti em lögð niður. Hámarkshraði: 190 km/klst. Hröðun úr kyrrstöðu í 100 km tekur 12 sekúndur. Bensíneyðsla: 11 líþéttbýli, 6,31 á jöfnum 90 km hraða. Rafdrifnar rúðurvindur. Rafstilling hliðarspegla. Samlæsing. Þurrka og sprauta á aftur- rúðu. Útvarp með segulbandi. Staðgreiðsluverð kr.: 1.948.000. Umboð: Hekla hf., Reykjavík. arhljóðið ef bílnum er lengi ekið á talsverðum snúningi en góð ein- angmn útilokar vegarhljóð ágæt- lega. Spurnlng um verð? Verðið sjálfsagt erfiðasti hjall- inn: 1.828 þúsund krónur fyrir x stallbakinn og kr. 1.948.000 fýrir langbakinn sem var prófaður. Það má ekki meira vera og er eini galli bílsins því þrátt fýrir að Heklumenn hafí náð því niður fyrir tvær milljónir er það í hæsta lagi ennþá. Og ef menn kjósa sjálfskiptingu hækkar það um 158 þúsund krónur. Hafa verður líka í huga að ekki er mjög langt í að Passat verði boðinn í nýrri útgáfu - hann er með öðmm orð- um að eldast - en hann eldist þó vel og sýnir engin þreytumerki. Og víst er að Passat á sína aðdá- endur hérlendis og þeim og fleir- um er öllu óhætt því hér er á ferð- inni vandaður bíll, sérlega rúm- góður og viðbragðsfljótur og á allan hátt hinn skemmtilegasti vagn. Með honum fá menn þvi mikið fyrir fjárfestinguna og ánægju við aksturinn í kaupbæti. ■ Jóhannes Tómasson Morgunblaðið/Ámi Sæbcrg VOLKSWAGEN Passat er allstór og sterklegur bíll, búinn kraftmikilli vél og ýmsum þægindum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.