Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANN.A *týmffl$itf!b 1995 Kvenna- landsliðið valið KRISTINN Björnsson hefur vaiið 18 stúlkur í landsliðshóp- i ini fyrir landsleildnn gegn Rússum 17. september nk. á Laugardalsvelli. Markverðir eru Sigríður F. Pálsdóttír úr KR og Sigfríður Sophusdót tir úr Breiðabliki. Aðrir leikmenn eru: Guðlaug Jónsdóttir, KR, Ásgerður Ingibergdsdóttir, Guðrún Sæ- íiiu ndsdót t i r og Kristbjörg Inga dóttir úr Val, Auður Skúladóttir, Ragna Lóa Stef- ánsdóttír og Katrín Jónsdóttír úr Stjörnunni, Laufey Sigurð- ardóttir, Jónína Víglundsdótt- ir og í ngihjörg H. Olafsdóttír af Skaganum og Blikastúlk- urnar Margrét Olafsdóttír, Helga Ósk Hannesdóttír, __ Vanda Sigurgeirsdóttír, Ast- hildur Helgadóttír, Sigrún Óttarsdóttír og Erla Hend- riksdóttír. Bartova nrieð heimsmet TÉKKNESKA stúlkan, Dani- ela Bartova, settí í gær enn eitt heimsmet í stangarstðkki kvenna, er hún stökk 4,22 m í Salgotarjan í Ungverjalandi — gamla metið hennar var 4,21 m, sett í Linz í Austur- ríki 22. ágúst. Bartova hefur sett níu heimsmet á árinu, síðan hún stðkk 4,10 m í Ljubhana í Slóveniu í inaí. „Gammur- inn" skoraði í Mexíkó EMILIO Butragueno, fyrrum miðherji Real Madrid, eða „Gammurinn" eins og hann er kallaður, skoraði sín fyrstu mðrk fyrir Celaya. Lið hans var undir, 0:2, þegar hann skoraði bæði mðrkin, 2:2, og tryggði að Celaya er enn tap- laust eftir þrjár umferðir. Annar kunnur kappi sem fagnaði einnig í Mexíkð — Osvaldo Ardiles, sínum fyrsta sigri, sem þjálfai Guadalaj- ara. ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER TORFÆRA BLAÐ B Woosnam í stað Olazabals BERNARD Gallacher, liðsstjóri Ryderliðs Evr- ópu, sem mætir sveit Bandaríkjanna á Oak Hill í Rochester 22. til 24. september, hefur ákveðið að veljn Ian Woosnam í liðið í stað Jose Maria Olazabal. Olazabal tók þátt í móti um helgina tíl að athuga hvort hann treysti sér í Ryderkeppnina, en hann hefur átt við meiðsli að stiða. Hann var ekki ánægður með framfarirnar og ákvað að gefa ekki kost á sér og var Woosnam þá valinn i staðinn. Woosnam hefur leikið í síðustu sex Ryder- mótum og var sigursælasti leikmaður liðs Evrópu þegar það vann bikarinn síðast, á Belfry fyrir tveimur árum. Olazabal hefur einnig verið sigursæll í Ryder og hann og landi hans Seve Ballesteros hafa sigrað 11 sinnum og gert tvö jafntefli í þeim 15 fjórmenningum og fjórleikjum sem þeir hafa leikið. I Hörkuslagur á Hellu Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson TORFÆRUJEPPI Akureyringsins Einars Gunnlaugssonar siglir yflr á af miklum krafti. Hann sigraði í lokamóti Islandsmótsins í torfæru, eftir harða keppni í flokki sérútbúinna jeppa. Hann varð samt að láta íslandsmeistaratitilinn, sem hann vann í fyrra, af hendi til Haraldar Péturssonar. Gunnar Guðmundsson tryggðl sér meistaratitilinn í flokki götujeppa með sigri í lokamótinu, eftir hnífjafna keppni. KNATTSPYRNA Raith með þrjá menn í framlínunni gegn ÍA Raith Rovers átti ekki möguleika gegn Rangers í skosku úrvals- deildinni og tapaði 4:0 á Ibrox í Glasgow á laugardag. Logi Ólafs- son, þjálfari Islandsmeistara ÍA, fylgdist með leiknum en Raith Rov- ers og ÍA mætast í 1. umferð Evr- ópukeppni félagsliða og verður fyrri leikurinn á heimavelli skoska fé- lagsins í dag. „Liðið lék ágætlega fyrstu tutt- ugu til tuttugu og fimm mínúturnar en síðan var Rangers miklu- betra enda klassamunur á Rangers og öðrum liðum í Skotlandi," sagði Logi við Morgunblaðið. Hann sagði virðingarvert að lið Raith hefði reynt að sækja gegn Rangers. „Það spilaði 4-4-2 og reyndi alltaf að spila fótbolta." Hann sagði ljóst að Skotarnir gerðu sér grein fyrir því að til að komast áfram yrðu þeir að sækja á heimavelli og því benti allt til þess að liðið yrði með þrjá menn í framlínunni. „Það verða væhtanlega Rogier, Crawford og Graham, sem eru hættulegustu menn liðsins og þeir menn sem við þurfum að stöðva." Skagamenn æfðu ytra í fyrradag og tvívegis í gær en seinni æfingin var í flóðljósum á leikvangi Raith Rovers. Logi sagði að allir leikmenn ÍA virtust klárir í slaginn. Reyndar hefði Bjarki Gunnlaugsson tekið því rólega en hann virtist vera í lagi og Þórður Þórðarson spilaði þrátt fyrir að hafa verið veikur síðan hann kom til Skotlands. Gengið yrði út frá því að Skagamenn spil- uðu eins og venjulega en sérstak- lega yrði lögð áhersla á að byrja varlega. „Við verðum að fara var- lega í upphafi en á góðum degi eig- um við ágætis möguleika og við getum farið kinnroðalaust í leik- inn," sagði Logi. TENNIS: NÍTJÁNDISIGUR STEFFIGRAF Á STÓRMÓTI / B12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.