Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 B 3 KNATTSPYRIMA Markasúpa í Kópavogi Reynir fór létt með Gróttu LEIKMENN Reynis í Sand- gerði sigruðu Gróttu 4:1 í úr- slitaleik um sigurlaunin í 4. deild á Ásvelli í Hafnarfirði á laugardaginn. Bæði lið höfðu áður tryggt sér sæti í 3. deild að ári og konia þau í stað Hauka og BÍ sem urðu lang- neðst í 3. deild. Það voru Trausti Ómarsson, Marteinn Guðjónsso.n, Jónas Gestur Jón- asson og Bergur Eggertsson sem gerðu mörk Suðurnesja- manna en Ingólfur Gissurar- son svaraði fyrir Seltirninga. KS lagði Sindra i leik um þriðja sætið í 4. deild, 4:1. Hvorugt liðið flyst þó upp um deild. Hafþór Kolbeinsson, Steingrímur Eiðsson, Agnar Þ. Sveinsson og Baldur Ben- ýnósson skoruðu mörk KS en Hermann Stefánsson klóraði í bakkann fyrir Sindra. Völsungur hefur fyrir nokkru tryggt sér sigur í 3. deild karla og gerði 1:1 jafn- tefli við Dalvík í síðasta leik sínum um helgina. Leikmenn Völsungs hafa leikið n\jög vel í sumar og sigrað í tólf leikjum af átján, gert fimm jafntefli og tapað aðeins einum leik og það var fyrsti leikurinn í vor gegn Haukum, 0:1, en Haukar féllu á dögunum í fjórðu deild. Stórgóður lokasprettur Þrótt- ar frá Neskaupsstað dugði skammt, þeir urðu að gera sér þriðja sætið að góðu og fylgja Leiknismenn Völsungi upp i 2. deild að árí. I síðari úrslitaleik um laust sæti í 1. deild kvenna að ári sigraði ÍBV, lið Sindra frá Höfn í Hornafirði, með sex mörkum gegn engu. IBV vann einnig fyrri leikinn og heldur því sæti sínu í 1. deild kvenna að ári. HK og Stjarnan skildu jöfn, 4:4, á Kópavogsvelli á sunnudag- inn í 2. deildinni í knattspyrnu. HK eygir þvi enn mögu- Gunnar leika á að haida sæti Guðmundsson sínu í deildinni, með skrifar því að vinna Víði í síðasta leik og treysta á að Þróttur sigri Víking. Stjörnumenn voru ákveðnari í byijun og skoruðu umdeilt mark eftir aðeins tvær mínútur. Gunnar Sigurðsson markmaður HK greip að því er virt- ist hættulaust skot Heimis Erlings- sonar en línuvörður gaf bendingu um að Gunnar hefði stigið með bolt- ann yfir marklínu. Um miðjan hálfleikinn bætti Guð- mundur Steinsson við öðru marki en stuttu fyrir hlé náði Orri Baldurs- son að minnka muninn. Guðmundur gerði sitt annað mark í síðari hálfleik og Heimir bætti við sínu öðru marki og fjórða marki Stjörnunnar. Flestir héldu að nú væru úrslit leiksins ráðin, en annað kom á daginn. Eftir að HK menn byrjuðu á miðju eftir fjórða mark Stjörnunnar fór Pétur Arason upp hægri kantinn og skoraði með fal- legu skoti í stöngina og inn. Við þetta mark efldist Kópavogsliðið og setti nú allt í sóknarleikinn. Jón Þórðarson minnkaði muninn í aðeins eitt mark með fallegum skalla og Reynir Björnsson jáfnaði svo metin úr vítaspyrnu undir lok leiksins. IR-ingar sloppnir R-ingar tryggðu sæti sitt í deild- inni með 1:1 jafntefli við Víking Á uppleið Morgunblaðið/Kristinn VALDIMAR Krlstófersson og félagar hans hjá Stjörnunnl leika í 1. delld næsta keppnistímabil. Hér stekkur Valdimar upp ásamt HK-leikmanninum Orra Baldurssyni. FRJALSIÞOTTIR Enn tapar West Ham WEST Ham fékk heldur betur skell þegar liðið tók á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. 19.228 sáu gestina skora þrjú mörk, heimamenn náðu ekki að skora nema eitt mark — Hutchison. Spencer skor- aði tvö mörk fyrir Chelsea og Wise eitt. á sunnudag. Leikurinn var í járnum allan tímann og ein- Sindri kenndist öðru frem- Bergmann ur af baráttu, enda Eiðsson mikið í húfi, en skrifar mönnum gekk erfið- lega að skora. Marteinn Guðgeirs- son kom Víkingum yfir á 62. mín., en Kristófer Ómarsson jafnaði að- eins mínútu síðar. Eftir þetta sóttu Víkingar öllu meira en uppskáru ei. Verður jafntefli því að teljast sanngjörn úrslit. „Þetta var baráttuleikur og menn voru að „panika" sem eðlilegt er í leik sem þessum. Það var frábært að ná að halda sér í deildinni," sagði Bragi Björnsson þjálfari ÍR. íuém FOLK ■ ÞAÐ var mikil og góð stemmning á pöllunum er KR tók á móti ÍBV í 1. deildinni i knattspyrnu á laugar- dag og sjö manna lúðrasveit frá Eyjum skemmti áhorfendum með leik sínum, einnig í leikhléi. ■ IZUDIN Daði Dervic lék ekki með KR á laugardaginn og Dragan Manoljóvic var ekki með Eyja- mönnum, en þeir voru báðir í leik- banni. ■ ATLI Knútsson varamarkvörður KR var eini leikmaðurinn sem lék algjörlega óaðfinnaníega á laug- ardaginn. Hann kom inn á í iokin fyrir Kristján Finnbogason sem fór úr lið á litla fingri. Atli lék í 6 sek- úndur og kom ekki við knöttinn. ■ JÓN ÖRVAR Arason, mark- vörður Reynis frá Sandgerði, fékk afmælisgjöfina sem hann er búinn að vera að biðja um, því hann varð 36 ára á iaugardaginn þegar liðið vann fjórðu deildina. ■ LEIKMENN Reynis frá Sand- gerði gengu í hús í Sandgerði í vikunni og gáfu íbúum rós, sem þakklætisvott fyrir stuðninginn í sumar. Eflaust hefur það þaft sín áhrif, því um 130 stuðningsmenn mættu á Asvelli á laugardaginn. Michael Johnson eftir 26. sigur sinn í röð á árinu „Er orðinn bensínlaus<á SÍÐASTA stigamót Alþjóða frjálsíþróttasambandsins fór fram i Mónakó á laugardaginn og eins og vant er tók flest af besta frjálsíþróttafólki heims þátt í mótinu. í heildarstigakeppninni i karlaflokki sigraði Kenýamaðurinn Moses Kiptanui, þrefalldur heimsmeistari í 3000 m hindrunahlaupi. Hann stóð best að vigi fyrir keppnina og hefði það nægt honum að lenda i þriðja sæti í sinni grein á mótinu til þess að hirða heildarverðlaunin, rúmar 8 milljónir króna. Hann lét það hins vegar ekki nægja og sigr- aði örugglega í greinini á 8:02,45 mín. Maria Mutola frá Mósam- bík sigraði íheildarkeppninni íkvennaflokki og innsiglaði sigur sinn og væna fjárfúlgu með vaksri framgöngu í 800 m hlaupi. |utola sem dæmd var úr leik undanrásum í 800 m hlaupi á HM í Gautaborg undir- stikaði að hún er besta konan á þessari vegalengd í heiminum þeg- ar hún kom í mark á besta tíma ársins, 1:55,72 mín. og var hálfri sekúndu á undan Kelly Holmes frá Bretlandi sem hafnaði í öðru sæti. Mikil spenna var fyrir 100 m hlaupi karla. Þar sigraði öllum að óvörum Astralinn Damien Marsh á 10,13 sek. og skaut ýmsum þekktum köppum ref fyrir rass. Má þar nefna heimsmeistarann Donovan Bailey er varð annar og Linford Christie, en hann varð að gera sér fimmta sætið að góðu. „Ótrúlegt," sagði Marsh að hlaup- inu loknu. Þetta ár hefur verið frábært ár hjá mér,“ sagði Gwen Torrance, en hún sigraði örugglega í 200 m hlaupi kvenna á 22,40 sek. og hafnaði í þriðja sæti í heildarstiga- keppni kvenna. „En mér þykir leitt að Merlene Ottey gat ekki verið með í dag,“ bætti hún en á milli þeirra tveggja ríkir ekki nein hlýja eftir ummælin sem Ottey viðhafði um Torrance eftir að hin síðar- nefnda var dæmt úr leik í 200 m hlaupini á HM fyrir skömmu. „Heimsmetið kemur seinna, núna er ég alveg orðinn bensíniaus eftir langt og strangt keppnisár," sagði bandaríski hlaupagikkurinn Michael Johnson, en hann sigraði í 200 m hlaupi á mótinu. Þar með bar hann sigur úr býtum í 26. hlaupi sínu í röð á árinu. Hann kom langfyrstur í mark á öðru besta tíma ársins, 19,93 sek. Annar ósigrandi hlaupari, Nou- reddine Morceli, stakk hreinlega af í 1500 m hlaupi og kom fjórum sekundum á undan næsta manni í mark. Morcelli hijóp á 3:28,37 mín, en það er um sekúndu frá heimsmeti hans frá því sumar. „Áskorunin um að gera betur og setja heimsmet í hveiju hlaupi er það sem ég elska við íþróttirnar, en ég er engin vél og það tekst ekki alltaf að bæta sig,“ sagði hann glaðbeittur í mótslok. Eþíópíumaðurinn, Haile Gebr- eselassie, heimsmethafi í 5000 m hlaupi sigraði á sjónarmun í æsi- spennandi 3000 m hlaupi, en ann- ar varð Venuste Niyyongabo frá Búrundi. I annað sinn í röð tapaði Sergei Bubka í stangarstökki fyrir Suður Afríkumanninum Okkert Brits, en hann bar einnig sigurorð af Bubka á gullmótinu í Berlín fyrir rúmri viku. Okkert stökk 5,95 en Úkraínumaðurinn stökk fimm sentimetrum lægra. Brits stökk á undan og fór 5,95 m í fyrstu tii- raun. Bubka sleppti þeirri hæð og reyndi þess í stað við sex metra en tókst ekki að komast yfir þá hæð þrátt fyrir þijár tilraunir. Urslit/ B11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.