Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 7
6 B ÞRIÐJUDAGUR 12. SEFfEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 B 7 KIMATTSPYRIMA KIMATTSPYRNA Kristinn Björnsson „bjargvættur" eftir sigur í Grindavík „Nú getur madur farið að láta sér líða vel“ Kristinn Björnsson sem tók við þjálfun Vals eftir leikí 11. umferðar í 1. deildinni hafði ástæðu ■■■■■■ til að brosa breitt Frímánn eftir sigur Vals á Ólafsson heimamönnum í skrifar frá Grindavík. Hann GnM t.k yið jiðinu f neðsta sæti með aðeins 7 stig en undir hans stjórn hefur liðið ekki tapað í síðustu 5 leikjum og náð í 13 stig. Með sigrinum kvöddu Vals- menn falldrauginn, sem hefur fylgt þeim í sumar, endanlega. „Þetta hafðist og nú getur maður farið að láta sér líða vel. Þetta var mik- il barátta þar sem Grindvíkingar byijuðu mjög vel og pressuðu okk- ur, unnu öll návígi og skallabolta. Eftir markið sem við fengum á okkur hélt ég að við mundum brotna en eftir jöfnunarmarkið frá Val fékk ég á tilfinninguna að þetta mundi ganga upp. Við áttum seinni hálfleikinn og þrátt fyrir að eiga ekki mýmörg færi fannst mér við hafa tök á leiknum. Það er búið að vera gott skrið á okkur að und- anförnu og það er hægt að segja að við séum í sæluvímu," sagði Kristinn eftir leikinn, nýkominn úr flugferð eftir tolleringu leikmanna Vals. Verðskuldað Sigur Vals var fyllilega verð- skuldaður þrátt fyrir að Grindvík- ingar fengju óskabyijun í leiknum. Þeir náðu ekki að fylgja henni eft- ir þrátt fyrir að vera betri aðilinn framan af. Ólafur Ingólfsson var þeirra skeinuhættastur frammi og fékk gott tækifæri á að bæta við marki á 24. mínútu þegar hann fékk boltann frá Tómasi Inga og skaut rétt framhjá marki Vals. 1p/%Það voru aðeins liðnar rúmar 9 mínútur þegar Guðjón Ás- ■ \#mundsson sendi fyrir Valsmarkið utan af hægri kanti. Þar barst boltinn yfir vamannenn Vals og til Ólafs Ingólfssonar sem stóð fyrir miðju marki og skallaði boltann út við stöng og af hendi Lárusar markmanns fór hann í netið. 1m 4 Valur Valsson fékk boltann þar sem hann var á vinstri ■ I kanti og lék að vítateig Grindvíkinga á 29. mínútu. Hann lék aðeins áfram og rétt utan vítateigs þrumaði hann síðan boltanum í efra markhom nær án þess að Albert 5 markinu kæmi vörnum við. 1m^%Hár bolti barst inn í vítateig Grindvi'kinga og eftir að varnar- ■ ■■manni þeirra mistókst að koma honum frá markinu barst boltinn til Sigurbjörns Hreiðarssonar sem hamraði hann í netið úr vítateig á 74. mínútu. Glæsilegt mark. Það var engu líkara en leikmenn hefðu lagt sig í hálfleik því mikið slen var yfir leikmönnum í upphafi seinni hálfleiks eins og þeir ætluðu að láta leiknum ljúka án frekari fyrirhafnar. Segja má að Jón Grét- ar Jónsson Valsmaður hafi verið næst því að koma Grindvíkingum yfir því Lárus Sigurðsson mark- vörður bjargaði skalla frá honum í horn á 57. mínútu. Eftir sigur- mark Valsmanna skömmu seinna hljóp þó nokkurt fjör í leikinn en marktækifærin létu á sér standa og fögnuður Valsmanna mikinn í leikslok enda ástæða til. Heimamenn náðu sér engan veg- inn á strik í leiknum og ollu alltof fáum áhorfendum sem studdu þá í leiknum vonbrigðum. Þorsteinn Guðjónsson og Milan Jankovic stóðu sig vel í vörninni að vanda og Þorsteinn Jónsson og Ólafur Örn Bjarnason börðust vel á miðj- unni. „Það var frekar dauft yfír okkur, sérstaklega í seinni hálfleik, og eins og menn hafi sofnað í hálf- leik og hafi bara mætt til að ljúka leiknum í þeim seinni. Við getum kennt sjálfum okkur um hvernig fór og verðum aldeilis að taka okk- ur saman í andlitinu til að ná okk- ur úr þessari deyfð gegn Eyja- mönnum um næstu helgi ef við ætlum okkur að ná sigri gegn þeim,“ sagði Þorsteinn Jónsson, Grindavík, eftir leikinn. Lið Vals- manna var jafnt í leiknum og börð- ust allir sem einn að sama markmiði. Leifturs- menn hysjuðu upp um sig ÍÞRÚmR FOLK ■ EYJAMENN héldu uppteþnum hætti í leiknum gegn KR og fögnuðu fyrra marki sínu með tilþrifum. En í síðara markinu brá svo við að þeir fögnuðu ekki eins og þeirra er ann- ars háttur. „Það er hluti af þessu að áhorfendur viti ekki hvað kemur næst og fögnuðurinn var því í því fólginn að fagna ekki,“ sagði Atli Eðvaldsson þjálfari. ■ LEIKMENN komu einnig saman á stuttan fund eftir að KR gerði fyrsta markið, en sá fundur var stutt- ur og bar greinilega ekki tilætlaðan árangur. ■ SAGT er að Eyjamenn hafi æft þijár útgáfur af „fögnuði" fyrir leik- inn gegn FH í 14. umferð, og gerðu 3 mörk. Fjórar útgáfur voru æfðar fyrir leikinn gegn Leiftri sem vannst 4:0 en aðeins tvær útgáfur fyrir leik- inn á laugardaginn. Þetta gekk allt eftir hjá strákunum. ■ EFTIR leikinn komu leikmenn ÍBV að hliðarlínunni, röðuðu sér upp í eina línu og komu svo saman tveir og tveir og hneigðu sig fyrir stuðn- ingsmönnum sínum. Alveg eins og á leiksýningu nema það vantaði bara tjaldið. ■ EINN stuðningsmaður ÍBV sagði eftir leikinn að það hefði verið í lagi að tapa því hann hefði fengið mikla skemmtun út úr ieiknum, og það væri jú það sem málið snérist um, að hafa gaman af knattspyrnunni. ■ ÞEGAR verið var að kynna liðin tóku leikmenn ÍBV sig til og hopp- uðu allir í takt, enda vel heitir því fylgismenn þeirra höfðu fagnað þeim innilega á meðan þeir voru að hita upp. ■ KR-INGAR hentu rósum til áhorfenda fyrir leikinn og fóru allir leikmenn liðsins að fylgismönnum ÍBV og gáfu rósir sínar, nema Krist- ján Finnbogason markvörður sem fór til stuðningsmanna KR. Fjör í Frostaskjóli er KR stöðvaði IBV LIÐ KR og ÍBV buðu fjölmörg- um áhorfendum uppá mikla skemmtun á laugardaginn er liðin mættust f Frostaskjólinu. KR hafði betur, sigraði 4:2, og stöðvaði þar með sigurgöngu Eyjamanna sem höfðu sigrað f sex leikjum f röð. KR virðist á góðri leið með að tryggja sér annað sætið auk bikarsins, en það yrði besti árangur liðsins ífjölda ára. Eyjamenn eiga enn mikla möguleika á að ná Evr- ópusæti, en það er markmið hinna eldhressu leikmanna ÍBV. Þeir þurfa fversta falli tvö stig úr tveimur leikjum til að gulltryggja sætið. Leikurinn byijaði með miklum hraða og látum og virtist sem Eyjamenn ætluðu að freista þess að endurtaka leikinn Skúli Unnar frá Því liðin mættust Sveinsson í fyrri umferðinni í skrifar Eyjum. Þá vann ÍBV 1:0 með marki sem þeir skoruðu eftir 12 sekúndur. En það var margt öðruvísi á laugardag- inn. Veðrið var frábært en snarvit- laust í Eyjum í fyrri umferðinni og knattspyrnan sem boðið var uppá núna var bæði góð og bráðfjörug. Guðmundur Benediktsson, sem lék hreint frábærlega á laugardag- inn, gaf tóninn með góðu skoti eft- ir 6 mínútur og skömmu síðar átti ívar Bjarklind skot sem Kristján varði vel. Eyjamenn léku af skyn- semi, voru fljótir aftur og lokuðu svæðunum vel og það má segja að Steingrímur Jóhannesson hafi skil- að varnarhlutverki sínu sem fremsti maður mjög vel því hann djöflaðist í varnarmönnum KR þannig að þeir fengu engan frið og urðu sóknir KR hægari fyrir vikið. Smátt og smátt tóku KR-ingar völdin á vellinum, hver sóknin rak aðra og þeir komust yfir á 24. mín- útu er Hilmar Björnsson skoraði. Undir lok fyrri hálfleiks kom góður kafli gestanna sem fengu tvö dauðafæri en Steingrímur og Ingi skutu báðir yfir. Bibercic skoraði mark í upphafi síðari hálfleiks en það var d§emt af vegna hendi að þvi er virtist en á 51. mínútu gerði Einar Þór glæsi- legt mark eftir fallegan undirbún- ing Porca og Guðmundar. Brynjar skallaði síðan rétt fyrir og Hilmar bætti við þriðja marki KR á 57. mínútu. Eins og oft vill verða þegar lið nær góðri forystu bakkar það. KR-ingar voru engin undantekning og Eyjamenn gengu á lagið og Steingrímur minnkaði muninn á 62. mínútu og Tryggvi Guðmundsson fékk tvö ágæt færi, skaut í þverslá úr aukaspyrnu og skallaði rétt fyrir skömmu síðar. KR-ingar juku muninn með marki Brynjars er tíu mínútur voru eftir og á næstu mínútum skaut Bibercic framhjá úr góðu færi og Guðmundur yfir úr enn betra færi. Þremur mínútum fyrir leikslok minnkaði Leifur Geir muninn og Sumarliði skaut yfir af marklínu er 6 sekúndur voru eftir. Sannar- lega fjörugur leikur. Allt KR-liðið lék vel, nema hvað fyrirliðinn, Þormóður Egilsson var óöruggur, sem er óvenjulegt á þeim bæ. Guðmundur var frábær. Mjög útsjónarsamur og skapandi og mik- il hugsun á bak við allt sem hann gerir. Samvinna hans og Bibercic verður betri og betri með hveijum leiknum. Bibercic var mjög góður og eins Sigurður Örn Jónsson bak- vörður. Gríðarlega sterkur og kant- menn mótheijanna komast hrein- lega ekki framhjá honum. Heimir og Porca léku vel á miðjunni og vængmennirnir komust vel frá leiknum þó svo þeir hafi báðir leik- ið betur. Eyjamenn hafa leikið betur. Það munaði miklu fyrir þá að Leifur Geir komst aldrei í réttan takt við leikinn, hann var látinn leika full aftarlega og eins náði Rútur sér ekki á strik og það munar um minna. Steingrímur var þeirra best- ur, sívinnandi og skapaði oft usla með hraða sínum. Miðverðirnir áttu ágætan dag en bakverðirnir voru ekki nægilega sannfærandi. En Eyjapeyjar þurfa ekki að örvænta því ef þeir halda leikgleðinni og léttleikanum eiga þeir eftir að ná enn lengra á næstu árum. Fannað mark sitt og var það sérlega glæsilegt. Porca kom upp miðjuna með knöttinn, gaf á Guðmund sem var við vftateiginn hægra megin. Hann horfði vel og vandlega í kringum sig áður en hann gaf eftir vítateigslínunni á Einar Þór Daníelsson sem smellhitti með vinstri og sendi knöttinn efst í hægra markhornið. 3B#%Aðeins sex mínútum síðar kom ■ ^#þriðja markið. Heimir fékk bolt- ann á miðjum vallarhelnúngi Eyjamanna, lék í átt að vítateignum og renndi honum síðan aftan við bakvörð Eyjamanna á Hilmar Björnsson sem vippaði boltanum fallega yfir Friðrik markvörð sem kom út á móti. 3m 4 Eyjamenn minnkuðu muninn á ■ I 62. nu'nútu. Tryggvi gaf þá fyrir mark KR frá hægri eftir að hafa fengið góða sendingu frá Inga. Steingrim- ur Jóhannesson kom á móti boltanum og sneiddi hann laglega í vinstra mark- hornið frá vftapunlrti. 4a 4 Guðmundur Benediktsson ■ I komst glæsilega upp að enda- mörkum vinstra megin og náði að halda boltanum í leik þó hann væri aðþrengdur og sendi síðan út í vítateiginn þar sem Brynjar Gunnarsson var óvaldaður. Hann hitti þó ekki boltann vel, en samt nógu vel því Friðrik var á leiðinni f aðra átt og náði ekki að stöðva „skot“ Brynjars. 4m Þremur mínútum fyrir leikslok ■ áCiíivar misskilningur milli Krist- jáns og Brynjars í vöm KR. Upp úr því fékk Sumarliði Ámason boltann, lék upp að endamörkum hægra megin og gaf fyr- ir markið þar sem Leifur Geir Hafsteins- son kastaði sér fram og skallaði í netið. núll... Morgunblaðið/Ásdís HILMAR Björnsson skoraði tvívegis fyrir KR gegn ÍBV. Hér kemur hann Vesturbæjarliðinu þremur mörkum yfir. Friðrik Friðriksson, markvörður, fékk ekkert að gert er Hilmar komst í gott færi eftir glæsilega sendingu Heimis Guðjónssonar. LEIFTUR vann góðan sigur á Breiðabliki í Ólafsfirði á laugar- daginn, lokatölur leiksins urðu 3:1. „Það var kominn tími til þess að hysja upp um sig bux- urnar, sem við og gerðum í dag. Þegar við gerum það sem lagt er fyrir okkur er uppskeran þessi og er ég sáttur við leik okkar f dag,“ sagði Júlíus Tryggvason leikmaður Leifturs eftir leikinn, en liðið hafði tap- að tveimur síðustu leikjum þar á undan. Með sigri sínum er Leiftur nú eitt í f jórða sæti deildarinnar. Breiðablik byijaði leikinn af krafti og áttu heimamenn í vök að veijast. Þorvaldur mark- vörður Leifturs mátti taka á honum ■■■■■■ stóra sfnum f tvf- ReynirB. gang til þess að Eiríksson forða marki f upp- hafi. Það var svo þvert ofan í gang leiksins sem Leiftur gerði sitt fyrsta mark, en það gerði Jón Þór Ándrésson á 17. mínútu. Eftir markið kom Leiftur meira inn í leikinn og tók hann smátt og smátt í sínar hendur en liðinu gekk illa þegar kom upp að marki Breiða- bliks og náði ekki að skapa sér afgerandi færi. Sóknarlotur Leift- ursmanna voru flestar upp miðjan völlinn og var spil þeirra mjög þröngt sem gerði vörn Breiðabliks auðveldara að veijast. Besta færi hálfleiksins féll í skaut Vilhjálms Haraldssonar í Breiðabliki en skot hans úr dauðafæri af markteig fór yfir rétt fyrir lok hálfleiksins. skrifar frá Ólafsfirði Líkt og í byijun fyrri hálfleiks voru það leikmenn Breiðabliks sem tóku leikinn í sínar hendur í upp- hafi síðari hálfleiks, þeir sóttu stíft en vörn Leifturs var sterk fyrir og ,. náði að bijóta sóknir Breiðabliks á bak aftur. Leiftur náði skyndisókn- um og úr einni slíkri skoraði Páll Guðmundsson annað mark heima- manna á 81. mínútu. Breiðablik sótti nú stíft og á 85. mínútu náði Gunnlaugur Einarsson að minnka muninn í 2-1, með fallegu skoti úr aukaspyrnu. Eftir markið snér- ist leikurinn við og nú sóttu heima- menn af krafti og litlu fyrir leiks- lok bjargaði varnarmaður Breiða- bliks skalla frá Gunnari Oddssyni á línu, en Jón Þór Andrésson inn- siglaði svo sigur Leifturs á 89. mínútu. Bestur hjá Leiftri í þessum leik . var Þorvaldur Jónsson markvörður sem bjargaði oft mjög vel og var öryggið uppmálað, einnig var Júl- íus sterkur í vörninni að vanda. Hjá Breiðabliki var Arnar Grétars- son sterkur á miðjunni. FH-ingar fóru niður „með sæmd“ 91 Nokkrir léku féikna vel“ Framspilið gekk vel hjá .okkur, en við gerðum nokkur mistök í vörn- inni, til dæmis þegar þeir gera annað markið. Nokkrir leikmonn léku feikna vel í dag og þeir hafa getu til að gera það og nú þarf bara að koma því þannig fyrir að þeir leiki að stað- aldri svona vel. Menn þurfa að gera þetta að venju,“ sagði Guðjón Þórðar- son þjálfari KR eftir sigurinn. KR-ingar eiga eftir að mæta Breiðabliki í Kópavogi og Keflvíking- um í Frostaskjóli og leggja mikið upp úr því að halda öðru sætinu f deild- inni. „Það skiptir okkur miklu máli að halda öðru sætinu. Það gefur okk- ur í sjálfu sér ekkert, þetta er bara spurning um árangur,“ sagði Guðjón. Atli Eðvaldsson þjálfari Eyjamanna sagði sína menn hafa verið yfir- spennta. „Þetta var eins og bikarúr- slitaleikur fyrir strákana. Þeir hafa aldrei leikið fyrir svona marga áhorf- endur og öll umgjörð leiksins var þannig að ég held þeir hafi verið yfir- spenntir. Annað er að sex af ieik- mönnum mínum eru farnir til Reykja- víkur í nám þannig að menn hafa ekki æft saman. Þegar sigur vinnst styttist alltaf í tapið og nú er svo komið; nú stjrttist aftur í sigur hjá okkur. Strákarnir hafa á ýmsan hátt gert meira en ég átti von á í sumar og það hefur verið sérstaklega skemmtilegt að vinna með þeim. Leikurinn í dag var erfiður. Miðjan hjá KR-ingum er gríðarlega sterk og þeir nýttu sér það gegn okk- ur og sóknarparið þeirra er það besta hér á lándi. En við reyndum allt og gáfum allt í þetta og það er fyrir mestu,“ sagði Atli og bætti því við að allt yrði lagt í sölurnar til að ná sæti í Evrópukeppninni. ÞRÁTT fyrir einn skemmtileg- asta leik FH-inga um nokkurt skeið, sem einkenndist af opn- um baráttu- og sóknarleik sem aftur var af leiðing af stöðu liðs- ins, misstu þeir takið á bjarg- brúninni og féllu í aðra deild eftir 2:2 jafntefli gegn Keflvík- ingum í Hafnarfirði á laugar- daginn. „Okkur dugði jafntefli þar sem Valur vann en það má segja að strákarnir hafi far- ið niður með sæmd," sagði Ingi Björn Albertsson þjálfari FH. Menn voru sprækir í byrjun og jafnræði með liðunum. Markverðir björguðu í sitt hvort skiptið þar til Róbert Stefán kom Kelfvíkingum í Stefánsson 0:1 eftir ráðaleysi í skrifar vörn FH. Keflvík- ingar áttu gott færi mínútu síðar en Stefán markvörður varði vel og FH-ingar lögðu síður en svo árar í bát. Hinu megin bjarg- aði Ólafur Gottskálksson frábær- lega þegar hann náði að slæma hendinni í boltann er Davíð Ólafs- son skallaði með tilþrifum af stuttu færi eftir sendingu Þorsteins Hall- dórssonar. Síðari hálfleikur byijaði með mörkum FH og sjálfstraustið kom um leið. En Keflvíkingar eru ekki auðveld bráð, Marko Tanasic kom framar á völlinn og þeir óðu í fær- um, skutu í stangir áður en þeir jöfnuðu og mörkin hefðu eflaust orðið fleiri ef Stefán í markinu hefði ekki látið til sín taka. „Við tókum áhættu núna sem gerði það að verkum að leikurinn var opinn og skemmtilegur,“ sagði Ingi Björn. „Það þýddi ekki að vera varkár núna og það var kraftur í strákunum en þeir hefðu betur gert þetta fyrr í sumar. Ég tel ráðlegt að FH-ingar styrki liðið, önnur deild er hörð með liðum eins og Fram, Þór og Þrótti. Það má gera ráð fyrir að Fram fari upp og því verð- ur barátta um hitt sætið,“ bætti Ingi Björn við. FH-ingar sýndu góðan leik þrátt fyrir að varnaijaxlsins Petr Mzrek nyti ekki við og þegar fór að draga af þeim, kom síðara markið og 0» 4 Á 21. mínútu á móts við miðju gaf Eysteinn Hauksson lag- ■ I lega stungusendingu inn fyrir vörn FH á Róbert Ólaf Sig- urðsson, sem rakti boltann upp völlinn, lék á Stefán Arnarson mark- vörð og skoraði, 1a 4 Á 49. mínútu gaf Hörður Magnússon netta sendingu frá ■ I hægra vítateigshorni inn á Lúðvík Arnarsou sem staddur var við markteigshom, hann lagði boltann fyrir sig og þrumaði í markið. aftur lagði boltann fyrir sig og skoraði fallega. 2*^3^Tæpum níu mínútum síðar, eða á 62. mínútu, fékk Róbert ■ ■■■Ólafur Sigurðsson langa sendingu inn fyrir vörn Hafnfirð- inga, á móts við hægra markteigshorn, var einn á móti Stefáni mai'k- verði og þrumaði boltanum fram hjá honum. hleypti lífi í þá. Jón Sveinsson var mjög góður í vörninni þó að ein- staka glufur mynduðust og á miðj- unni gáfu menn lítið eftir. Það nýtt- ist þó ekki nóg í sókninni og Hörð- ur Magnússon var heldur eigingjarn þó að eigingirnin hafi skilað mörg- um mörkum í gegnum tíðina. Hjá Keflavík var Marko Tanasic potturinn og pannan og gott ef hann er ekki besti erlendi leikmað- urinn á íslandi, frábær varnarmað- ur og þegar hann fór framar mynd- aðist strax hætta. Annars biðu Keflvíkingar þolinmóðir og í lokin kom þeirra tíma þó að mörkin létu á sér standa. I liðið vantaði Helga Má Björgvinsson og Óla Þór Magn- ússon sem voru báðir í banni og Ragnar Margeirsson var meiddur. 1:0< Á 17. mínútu fékk Gunnar Oddsson knöttinn á miðjunni og sendi hann inn í teiginn á Jón Þór Andrésson sem skaut laglegu skoti af vítapunkti í bláhornið, óveijandi. 2>^\Pétur Bjöm Jónsson ■ \#óð upp völlinn hægra megin á 81. mínútu, sendi á Pál Guðmundsson sem var einn og óvaldaður rétt innan vítateigs. Páll þakkaði fyrir sig með því að þruma knettinum í netið. 2a 4 Breiðablik fékk ■ I aukaspyrnu á um 30 metra færi. Gunnlaugur Ein- arsson tók spyrnuna og skoraði með glæsilegu skoti í bláhomið án þess að Þorvaldur kæmi nein- um vörum við enda var hann í hinu horninu. Þetta gerðist á 85. mínútu. 3a 4 Eftir hornspyrnu á ■ I 89. mín. var mikill darraðardans í markteig Breiða- bliks og reyndi hver sem betur gat að spyma í boltann, en að lokum barst hann til Jóns Þórs Andréssonar sem skoraði með skoti af stuttu færi. Þarf að móta stefnu fyrir næstu ár „VIÐ fórum í leikinn með það í huga að gefa allt í sóknina því að það dugði ekkert nema sigur og því var leikurinn opinn og skemmtilegur,“ sagði Ólafur Kristjánsson fyrirliði FH eftir leikinn gegn Keflavík. En hefði liðið ekki átt að hífa upp sokkana fyrr? „Það er hægt að segja það núna því núna varð að taka áhættu en liðið hefði mátt vera miklu beittara miklu fyrr, það er helsta skýringin. Nú er \jóst' að við erum fallnir, þá þarf að setjast niður og móta stefnu fyrir næstu árin. Það er ekki mikill áhugi á að dvelja lengi í annarri deild sem er orðin mjög erfið. Við höfum verið þar áður en fórum þá upp með markvissum vinnu- brögðum og ætlum því aftur í fyrstu deild - þar sem FH á að vera.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.