Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.09.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 1995 B 9 KNATTSPYRNA Vialli og Baggio sýndu hvers þeir eru megnugir Miðheijamir Gianluca Vialli og Roberto Baggio voru í sviðs- ljósinu í liðinni viku vegna óánægju þeirra en um helgina sýndu þeir hvers þeir eru megnugir með því að tryggja liðum sínum sigra í ít- ölsku deildinni. Vialli tilkynnti fyrir helgi að hann léki ekki framar með landslið- inu vegna framkomu landsliðs- þjáifarans í sinn garð og fylgdi orðum sínum eftir með tveimur mörkum í 4:0 sigri Juventus gegn Piacenza. Þessi krúnurakaði mið- heiji kom liði sínu á bragðið og innsiglaði síðan öruggan sigur en hann var maður leiksins. „Þetta var svar sannkallaðs meistara," sagði Marcello Lippi, þjálfari Juve. Fabrizjo Ravanelli, sem gerði eina mark Ítalíu gegn Slóveníu, fagnaði þriðja marki sínu í deildinni að þessu sinni. Baggio bjargvættur Baggio bjargaði iiði sínu frá nið- urlægingu með því að gera sigur- markið á 85. mínútu í leik AC Milan gegn nýliðum Udinese en hann skoraði með skalla. Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan og fyrrverandi forsætisráðherra Italíu, var ekki ánægður. „Þetta er ekki Milanliðið sem við stuðningsmenn- irnir 'viljum sjá. Við viljum öruggan sigur en þess í stað erum við á nálum til síðustu mínútu." Baggio var ekki í byijunarliði Ítalíu í vikunni sem leið og var allt annað en kátur með það en tók gleði sína á ný eftir sigur AC Milan. „Það er eðlilegt að maður reyni að leggja meira á'sig en venjulega eftir svo mikið umtal sem raun ber vitni,“ sagði Baggio. „Markið til- einka ég þeim sem hafa staðið vel við bakið á mér að undanförnu." Deilur Parma við Faustino Asp- rilla virtust hafa áhrif á leik liðsins en því tókst að vinna Inter 2:1 - fyrsti sigur liðsins á tímabilinu. Gianfranco Zola og Dino Baggio skoruðu en Asprilla var hvergi sjá- anlegur. Leikmenn Cremonese og Sampd- oria vöktu athygli í upphituninni en þá mótmæltu þeir kjarnorku- sprengingum með því að klæðast árituðum bolum þess efnis. Lazio er með sex stig eins og Juventus og AC Milan en Giuseppe Signore tryggði liðinu 1:0 sigur Keuter ARGENTÍIMUMAÐURINN Nestor Sensini hjá Parma með knöttinn í leiknum gegn Inter. Pað er Massimo Paganin sem sækir að honum en enski landsliðsmaðurinn Paul Ince er í baksýn. gegn Cagliari. Signore var vara- maður hjá Ítalíu gegn Slóveníu en gerði síðan sigurmark rétt eins og Baggio. Þar með hefur Giovanni Trapattoni ekki enn fengið stig sem þjálfari Cagliari. Glæsilegt mark Tyrkneski landsliðsmaðurinn Hakan Sukur opnaði markareikn- ing sinn í deildinni og tryggði Tor- ínó lTO sigur gegn Bari með glæsi- legu skallamarki. „Ég hef alltaf sagt að Hakan væri góður og hann þyrfti aðeins að fá tilfinningu fyrir því að vera heima,“ sagði Nedo Sonetti, þjálfari Torínó, eftir fyrsta sigur liðsins á tímabilinu. Vicenza vann Fiorentina 1:0 og var það fyrsti sigur liðsins á heima- velli í efstu deild í 16 ár en það vann sér sæti á ný á meðal þeirra bestu sl. vor. París SG komið með fimm stiga forystu PARÍS St. Germain er með fimm stiga forystu í frönsku deild- inni þegar átta umferðum er lokið. PSG vann Mónakó 2:1 í hörð- um leik i París um helgina og gerði Dely Valdes fimmta mark sitt í síðustu fimm leikjum PSG. Mónakó sýndi að liðið á eftir að veita PSG harða keppni í baráttunni um titilinn. Valdes skoraði um miðjan fyrri hálfleik en eftir það réð Mónakó ferðinni. Brasilíumaðurinn Sonny Ander- son jafnaði fjórum mínútum síðar en þrátt fyrir þunga sókn var það PSG sem skoraði gegn gangi leiksins. Laurent Fournier var þar að verki á 41. mínútu eftir gagnsókn. Meisturum Nantes hefur ekki gengið eins vel en þeir töpuðu 4:1 fyrir Bastia. Króatinn Anton Drobnjak gerði tvö mörk fyrir heimamenn. Real Madrid skellt heima BILBAO skaust óvænt á toppinn í spænsku deildinni með 2:1 sigri gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu leikvanginum um helg- ina en eina huggun heimamanna var að Barcelona náði aðeins 2:2 jafntefli heima gegn nýliðum Merida. Þetta var fyrsta tap Real á heimavelli í tvö ár og 79.000 áhorfendur áttu ekki von á því en liðið var óheppið. Heimamenn áttu leikinn, sköpuðu sér mörg góð marktækifæri, að því er virt- ist augljós vítaspyrna var tekin af þeim og fjórum sinnum bjarg- aði markramminn gestunum. Ivan Zamorano frá Chile var eini erlendi leikmaðurinn af fimm i liði Real og hann skallaði boltann í stöng undir lok tilþrifa- lítils fyrri hálfleiks. Yfirburðir heimamanna báru árangur fljót- lega eftir hlé þegar hinn 18 ára Raul Gonzalez skoraði með skalla og Zamorano og Fernando Hierro fengu tækifæri til að inn- sigla sigur en sláin bjargaði gest- unum eftir að fyrrnefndir leik- menn höfðu skallað að marki. Þegar 11 mínútur voru til leiks- loka jafnaði Bilbao gegn gangi leiksins og var Joseba Etxeberr- ia, sem er 18 ára og dýrasti spænski leikmaðurinn, þar að verki. Undir lokin skaut vara- maðurinn Juan Esnaider í slá hjá Bilbao sem sneri vörn í sókn og varamaðurinn Jose Ziganda skoraði í hitt markið. Atletico Madrid vann Racing Santander 4:0 og er í efsta sæti með betri markatölu en Bilbao, Espanol og Compostela. Búlgar- inn Lyuboslav Penev gerði fyrsta markið úr vítaspyrnu skömmu eftir hlé og spænski landsliðs- maðurinn Jose Caminero bætti öðru marki við tveimur mínútum síðar. Argentíski leiksljórnand- inn Diego Simeone skoraði fimm mínútum fyrir leikslok og Penev gerði fjórða mark sitt á tímabil- inu þegar mínúta var eftir af leiknum. Tveir leikmenn Racing fengu að sjá rauða spjaldið. Compostela kom á óvart og vann Deportivo Coruna 4:0. Bras- ilíumaðurinn Fabiano skoraði í hvorum hálfleik en Jose Ramon og Ohen lögðu einnig sitt af mörkum. Portoá sigurbraut Meistarar Porto héldu áfram á sigurbraut í portúgölsku deildinni og unnu Chaves 2:0 um helgina. Pólski miðheijinn Grzegorz Mielcarski lék fyrsta leik sinn í deildinni og skoraði með skalla fyr- ir Porto á 29. mínútu eftir fyrirgjöf frá Russel Latapi frá Trinidad. Miðjumaðurinn Latapi innsiglaði síðan sigurinn á 72. mínútu eftir að Brasilíumaðurinn Edmilson Pim- enta hafði skotið í slá. Benfica gerði markalaust jafn- tefli við Salgueiros sl. miðvikudag og aftur varð liðið að sætta sig við skiptan hlut á heimavelli þegar það tók á móti Guimaraes. Nader Hass- an skoraði fyrir heimamenn um miðjan seinni hálfleik en varamað- urinn Edinho Neto jafnaði á síðustu stundu og var púað á leikmenn Benfica í leikslok. í framhaldi af þessari byijun Benfica í deildinni sagði þjálfarinn, Artur Jorge, upp starfi sínu í gær. Enn einn hæfileikamaðurinn sem kemst ekki í enska landsliðið Vil bara spila fyrir England MATTHEW Le Tissier var mað- ur leiksins í 1:0 sigri Southamp- ton gegn Newcastle í ensku úr- valsdeildinni á laugardag og eft- ir leikinn sagðist hann ekki hafa áhuga á að leika með öðru landsliði en Englands. „Eg vil bara spila fyrir England,“ sagði hann, „og hef hvorki áhuga á að leika fyrir Skotland, Wales né annað landslið." Terry Venables, landsliðs- þjálfari Englands, virðist ekki vera með Le Tissier í huga varð- andi landsliðið en Bobby Gould, þjálfari Wales, vill fá miðju- manninn í sínar raðir. Le Tissi- er, sem fæddist á Guernsey, hef- ur leikið sex æfingalandsleiki með Englandi en samkvæmt reglum Alþjóða knattspyrnu- sambandsins, FIFA, hefur það ekki áhrif á rétt hans til að leika með landsliði Wales, Skotlands eða írlands. „Ég er Englending- ur og ætla ekki að fara ein- hverja auðvelda leið,“ sagði Le Tissier. „Ég leik eðlilega eins og ég hef gert í níu ár. Það er það eina sem ég kann og mér hefur ekki gengið svo illa til þessa. Ég þarf ekki að sanna neitt fyrir neinum — hef verið markakóngur hér fimm sinnum á síðustu sex árum.“ Venables sagði í liðinni viku að hann hefði ekkert á móti því að Le Tissier léki með Wales. Ummæli hans rifjuðu upp deilur á undanförnum áratugum þar sem leikmenn sem hafa vakið athygli fyrir einstaklingsfram- tak og fjölbreytileika hafa orðið að láta í minnijpokann fyrir bar- áttumönnum. I því sambandi hefur verið minnst á Glenn Hoddle, Alan Hudson, Charlie George, Rodney Marsli, Stan Matthew Le Tissler Bowles, Tony Currie, og Jackie Milburn, sem voru allir hæfi- leikaríkir knattspyrnumenn en léku færri landsleiki en þeir áttu skilið, að margra inati. Jafnvel Stanley Matthews lék aðeins 54 landsleiki og var oft úti í kuldan- uin þegar hann var á hátindi ferils síns. Sagt var að einstakl- ingsframtak hans riðlaði skipu- lagi heildarinnar en síðar var hann aðlaður fyrir frammistöðu sina. Kevin Keegan, Newcastle, sagðist ráðleggja Venables að velja Le Tissier. „Eg kann vel að meta Le Tissier og trúi því að pláss sé fyrir slíka léikmenn. Ráðlegging mín til Venables er að láta hann spila svo enginn annar geti valið hann. Ég tæki ekki hættuna á að missa hann til Wales eða Skotlands því hann er allt of góður til þess.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.