Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C/D Ofurömmur í knatt- spyrnu ÞROTLAUSAR æfingar Knatt- spyrnufélags ofurammanna hafa borið ávöxt undanfarið. Ofurömmurnar, sem hafa bæki- stöðvar í bænum Stockton-on- Tees í Cleveland á Englandi, sigruðu nýverið lið skóla- drengja í grenndinni og leita nú nýrra mótherja. Sú elsta þeirra, sem hér sjást halda bolt- anum á lofti, er 87 ára. Ein er 85 ára, önnur 81 árs, tvær eru 78 ára og sú yngsta er „aðeins“ 73 ára gömul. Ekki er enn vitað hvort einhver þeirra hyggur á atvinnumennsku. Deilt um „Santa Barbara“ Simferopol. Reuter. LEIÐTOGAR þingsins á Krím í Úkraínu hafa skipað svo fyr- ir, að hér eftir skuli banda- ríska sápuóperan „Santa Bar- bara“ vera með rússnesku tali en ekki úkraínsku. Meirihluti íbúa á Krím er Rússar og vilja þeir margir sameinast Rúss- landi. Um 500 krímverskir komm- únistar efndu til mótmæla í síðustu viku í Simferopol, helstu borg á skaganum, þar sem þeir kröfðust þess, að hætt yrði að sýna „Santa Bar- bara“ með úkraínsku tali og rússneskt sett í staðinn. Sápuóperan er mál mál- anna í mörgum fyrrverandi Sovétlýðveldum og í síðustu viku lofaði úkraínska sjón- varpið nýrri þáttaröð. Það var þó ekki nóg fyrir Rússa á Krím, sem segjast ekki geta notið þáttanna nema á móður- málinu. Dreyfus var saklaus París. Reuter. EITT hundrað árum eftir að of- urstinn og gyðingurinn Alfred Dreyfus var ákærður fyrir njósnir í þágu Þjóðveija hefur franski herinn loks viðurkennt að maður- inn hafi verið alsaklaus. Dreyfus var dæmdur til fanga- vistar á Djöflaeyju í Suður-Amer- íku en nokkrum árum síðar þótti ljóst að sönnunargögn hefðu verið fölsuð. Æðstu menn hersins töldu að það myndi skaða herinn mjög að viðurkenna mistökin að fullu. ,Jean-Louis Mourrut hershöfð- ingi mætti í fullum herskrúða í gær á fund um Dreyfus-málið en það olli geysilegum deilum á sínum tíma. „Afstaða hersins er ljós, Dreyfus var saklaus,“ sagði Mo- urrut. Reuter Sigur Framfaraflokksins í sveitarstjórnakosningunum Varað við vaxandi út- lendina'ahatri í Noresi íSolA Vf^ # ^ Ósló. Morgunblaðið, Reutor. CARL I. Hagen, leiðtogi Framfara- flokksins norska, telur að tvö morð í Ósló síðustu daga, þar sem innflytj- endur frá ríkjum utan Evrópu komu við sögu, hafi átt sinn þátt í miklum kosningasigri flokksins á mánudag. Flokkurinn hefur barist gegn því að fleiri innflytjendur fái dvalarleyfi og hlaut hann 12.1% fylgi en 7% í síð- ustu sveitarstjórnakosningum 1991. Leiðtogar allra annarra stjórn- málaflokka hafa hundsað Hagen og menn hans og hafnað öllu samstarfi vegna þess sem þeir kalla daður hans við hægri-öfgar, útlendinga- hatur og kynþáttafordóma. „Hinir flokkarnir hafa svarað tillögum okk- ar [um hertar innflytjendareglur] með fordæmingu og fúkyrðum um þær, kjósendur okkar og margt venjulegf fólk í þessu landi sem finnst • að ekki sé hlustað á það,“ sagði Hagen. Aðeins eru um 50.000 innflytjend- ur frá löndum utan Evrópu í Noregi en íbúarnir alls um 4,5 milljónir og hefur vakið undrun að sjónarmið Hagens skuli hafa náð svo öflugri fótfestu. Aftenposten sagði að gömlu flokkarnir ættu að draga lærdóma af úrslitunum. „Útlendingahatur er staðreynd sem flokkarnir verða að fást við á allt annan hátt en einfald- lega að skamma Carl I. Hagen,“ sagði blaðið. Verkamannaflokkur Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra fékk 31,3% atkvæða, ívið meira en 1991. Leiðtogar flokksins lýstu þó von- brigðum sínum en kenndu m.a. afar lélegri kjörsókn, 60%, um. Sósíalíski vinstriflokkurinn tapaði réttum helmingi fylgis síns, fékk nú 6,1% og Hægriflokkurinn fór úr 21,9% í 19,9%. Lög Thatchers um stéttarfélög Blair seg- ir engu verða breytt Brighton. Reuter. UMDEILDUM lögum um stétt- arfélög og vinnudeilur, sem sett voru í tíð íhaldsstjórnar Margaret Thatchers í Bretlandi og skylduðu félögin m.a. til að efna til almennrar atkvæða- greiðslu áður en verkföll væru ákveðin, munu standa þótt Verkamannaflokkurinn sigri í næstu þingkosningum. Þetta kom fram í ræðu Tony Blairs, leiðtoga Verkamannáflokksins, á ársfundi alþýðusambandsins, TUC, í gær. Verkalýðsfélögin greiða um helming af útgjöldum flokks- ins. Blair, sem hefur sætt harðri gagnrýni ákafra vinstri- manna í flokknum og verka- lýðshreyfingunni fyrir meinta einræðishneigð og svik við gamlar hugsjónir, sagði end- urnýjun flokksins vera á réttri braut. Stjórn hans myndi vissu- lega hlýða á sjónarmið stéttar- félaganna en einnig yrði hlust- að á atvinnurekendur. Styður lágmarkslaun Blair kom til móts við fund- armenn með því að mæla með lögum um lágmarkslaun og sagði að Verkamannaflokkur- inn myndi láta Bretland hlíta ákvæðum Evrópusamstarfsins um réttindi launþega. ■ Birtingá verstatíma/17 Rússar saka stj órneudur NATO um þjóðarmorð Sarajevo, Washington, Belgrad. Reuter. Reuter RÚSSNESKIR andstæðingar loftárása NATO á stöðvar Bosníu- Serba með mótmælaspjöld sín í miðborg Moskvu í gær. BOSNIU-Serbar báðu í gær Rússa og Kínverja um að beita sér fyrir því í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og annars staðar að bundinn yrði endi á loftárásir flugvéla Atlants- hafsbandalagsins, NATO, sem stað- ið hafa í nær tvær vikur. „Rússland og Kína eiga fastafulltrúa í öryggis- ráðinu og geta því stöðvað þessa glæpi NATO,“ sagði talsmaður Bos- níu-Serba og fullyrti að hundruð manna féllu í árásunum dag hvern. Rússar sökuðu í gær NATO um þjóð- armorð á Bosníu-Serbum. Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að árásunum á stöðvar Serba yrði haldið áfram þar til Ratko Mladic, yfirhershöfðingi þeirra, aflétti um- sátrinu við Sarajevo og léti flytja á brott þungavopn heija sinna. Það væri því undir Bosníu-Serbum sjálf- um komið hvenær aðgerðunum yrði hætt. Árásum var haldið áfram af full- um krafti í gær en ljóst er þó að Bandaríkjamenn hyggjast reyna að koma í veg fyrir frekari klofning meðal stórveldanna. Var skýrt frá því að Strobe Talbott aðstoðarutan- ríkisráðherra færi til Moskvu í dag til að ræða við rússneska ráðamenn. Utanríkisráðuneytið í Moskvu sendi í gær frá sér yfirlýsingu um „hörmuleg örlög barna slavneskrar bræðraþjóðar okkar“ og þótti gæta mjög orðavals æstra þjóðernissinna. „Núlifandi kynslóð Bosníu-Serba, sem hótað er þjóðarmorði, er í lífs- hættu,“; sagði þar. Ásökunum mótmælt Fulitrúi bandaríska varnarmála- ráðuneytisins andmælti harðlega þessum ummælum og sagði að yfir- stjórn NATO legði sig í líma við að valda sem minnstu manntjóni, öll áhersla væri lögð á að granda hern- aðarmannvirkjum og vopnabúnaði. Á mánudagskvöld dreifðu Rússar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna drögum að tillögu þar sem mælt var með því að hlé yrði gert á árásun- um. Áð sögn fulltrúa Breta, sir John Weston, vpru afar litlar líkur á að tillagan yrði samþykkt. Hann sagði að ráðið myndi ekki „iðka sjálfspynt- ingar af slíku tagi“ enda væru að- gerðir flugvéla NATO algerlega í samræmi við fyrri ályktanir ráðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.