Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 3 FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir Jóna Eðvalds með fyrstu Hornafirði Morgunblaðið. Jóna Eðvalds kom til Hornafjarð- ar í gærmorgun með fyrstu síldina sem landað er á þessu hausti. Ekki var um mikið magn að ræða eða tæplega 30 tonn en síidin var vel yfir meðallagi. Búkfita reynd- ist 12-15% misjafnt eftir stærð. Jóna hefur verið nokkra daga við síldarleit úti fyrir Suðaustur- landi. Nokkur dreif var af síid í Berufjarðarál en ekki veiðanleg nema hún virtist vera farin að þétta sig eitthvað undir það sein- sfldina asta að sögn Ingólfs Ásgrímssonar skipstjóra. „Nokkuð var orðið um 30-50 tonna torfur að sjá en við vorum einir þarna á svæðinu að leita og er mjög erfitt að glöggva $ig á svona dreifum þegar eru ekki upplýsingar frá fleiri skip- um,“ sagði Ingólfur. Síldin verður að öllum líkindum fryst í beitu hjá Skinney hf. en skortur er orðinn á beitusíld hér innanlands og er þetta því kær- kominn fengur fyrir landann. Aukin samkeppni frá krám- og kaffihúsum Ekki að- gangsevrir á Hótel Islandi ÁKVEÐIÐ hefur verið að afnema aðgangseyri á almenna dansleiki á Hótel Islandi. Að sögn Ólafs Laufdal veitingamanns er með þessu verið að bregðast við aukinni samkeppni frá krám og kaffihúsum sem æ fleiri sæki um helgar. „Síðan 1987 hefur vínveitingaleyf- um í Reykjavík fjölgað úr 20 í 148, fyrir utan alla einkasali í borginni. Fólk er farið að venjast því að þurfa ekki að borga sig inn og við höfum heyrt vaxandi óánægjuraddir með það hér á Hótel íslandi. Það má því segja að við séum að bregðast við kröfu fólksins," segir Ólafur. Hann segir að aðsóknin á Hótel ísland hafí ekki dalað, þvert á móti hafi aðsókn verið góð siðastliðinn vetur. Þróunin hafi engu að síður verið sú að danshúsin hafi átt undir högg að sækja. Það megi best sjá á því að flestir gömlu dansstaðirnir séu búnir að leggja upp iaupana svo sem Klúbburinn, Röðull, Þórscafé, Sigt- ún, Hollywood og Broadway. Gestir óhressir með aðgangseyri „Áður en krárnar hófu göngu sína tóku danshúsin að leyfilegum gesta- fjölda 9.000 manns. Þar voru seldir rúmlega milljón miðar á ári. Núna eru þeir undir 100 þúsundum," segir Ólafur. „Árið 1988 kostaði þúsund krónur inn á danshúsin, en síðan hefur aðgangseyrir verið að lækka og f sumar var hann kominn niður í 500 krónur. Við finnum að fólk er óhresst með að þurfa að borga þetta og því ætlum við að hreinlega að fella aðgangseyrinn niður.“ -----♦ ♦ ♦ Reyndi að selja eigend- unum þýfið RANNSÓKNARLÖGREGLA ríkis- ins hefur upplýst þjófnað á tölvum og prenturum frá fyrirtæki í Hafn- arfirði. Þjófurinn var handtekinn eftir að hann hafði reynt að bjóða fyrirtækinu tölvubúnaðinn til kaups. Eins og skýrt var frá í Morgun- blaðinu í gær var búnaðurinn mjög dýr, auk þess sem ómetanleg gögn leyndust í tölvunum. Rannsóknar- lögregla ríkisins komst á sporið eft- ir að þjófurinn hafði samband við fyrirtækið og bauð því að kaupa eigin tölvubúnað. Hann var hand- tekinn á mánudagskvöld og játaði verknaðinn. Tölvubúnaðurinn fannst óskemmdur þar sem þjófurinn hafði falið hann í plastpokum á víða- vangi. Að sögn RLR hefur hann ekki komið við sögu lögreglunnar áður. „Við borðum Cheerios hringi... á meðan jðrðin hringsnýst um möndul sinn...!“ Cheerios sólarhringurinn Málið er einfalt, í hvert sinn sem þú borðar Cheerios borðar þú hollan og góðan mat. Cheerios er trefjaríkur matur, svo til laus við sykur og fitu en hlaðinn steinefnum og vítamínum. Þess vegna er ráðlegt að borða Cheerios hvenær sem hungrið segir til sín - á nóttu sem degi. -einfaldlega hollt allan sólarhringinn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.