Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Benedikt Guðmundsson Gamall bíll í gömlum kláfi Úrskurður Kjaradóms á föstudag Ekki vitneskja um 40 þús. kr. starfskostnað Fjórir nýir ráðherra- bílar FJÖGUR ráðuneyti eru að undirbúa að endurnýja ráðherrabíla sína, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. Ráðuneytin sem um ræðir eru forsætis-, fjármála-, mennta- mála- og samgönguráðuneytið. Forsætisráðuneytið hyggst kaupa Audi bifreið og sama gildir um íjár- málaráðuneytið og mepntamála- ráðuneytið. Bifreiðar tveggja síðar- nefndu ráðuneytanna kosta hvor um sig um 3,1 milljón króna, en bifreið forsætisráðuneytisins mun vera eitt- hvað dýrari. Samgönguráðuneytið hefur hins vegar keypt jeppabifreið af gerðinni Mitsubishi Pajero. Innan utanríkisráðuneytisins hef- ur verið til umræðu að endurnýja níu ára gamlan móttökubíl. Engin áform eru hins vegar um að end- urnýja ráðherrabílinn. Félagsmála- ráðherra ekur bíl sem var í eigu utanríkisráðuneytisins. Landbúnað- arráðherra, heilbrigðisráðherra og viðskiptaráðherra aka eigin bifreið- SAMKVÆMT upplýsingum Morgun- blaðsins eru engin dæmi þess að ráð- herrar hafi framvísað reikningum á skrifstofu Alþingis og óskað eftir endurgreiðslu vegna útlagðs kostn- aðar. Eftir ákvörðun forsætisnefndar Alþingis í síðustu viku eiga ráðherrar eins og aðrir þingmenn rétt á 40 þúsund kr. greiðslu á mánuði frá Alþingi vegna starfskostnaðar. Morgunblaðið sneri sér til forsæt- isráðuneytisins, og spurði Guðmund Ámason, deildarstjóra, að hve miklu leyti ráðuneytin greiddu starfskostn- að ráðherra. Guðmundur sagði að forsætisráðuneytið færi með launa- ÁÐUR en nýja Sprengisands- leiðin komst í gagnið var notað- ur kláfur til að fara yfir Tungná á Haldi. En eftir að Vegagerðin hætti öllu viðhaldi á kláfnum dró mjög úr ferðum manna yfir ána á þessum stað. í dag er kláf- urinn ekkert notaður nema gangnamenn nota hann til að feija fé af Búðahálsi yfir ána. greiðslur til ráðherra ríkisstjómarinn- ar og þar væri ekki um aðrar greiðsl- ur að ræða en ráðherralaun. Dagpen- ingagreiðslur og greiðslur vegna ferðakostnaðar ráðherra væru á veg- um ráðuneytanna. Hann sagði að ráðuneytin sæju einnig um ýmsan reglubundinn kostn- að sem fylgdi ráðherrunum, s.s. vegna risnu og fundahalda. Ráðuneytin keyptu einnig blöð og tímarit en hann kvaðst þó ekki þekkja hvort þau væru í einhveijum tilvikum keypt sérstak- lega lyrir ráðherra. í reglum forsætisnefndar Alþingis um sérstakar 40 þús. kr. greiðslur til Benedikt Guðmundsson, sem á Willis árg. 55, fannst tilvalið að reyna gamla bílinn sinn á þessari gömlu leið. Hann sagði að það hefði verið mikið erfiðis- verk að koma bílnum yfir með kláfnum. Þeir voru bara tveir og þurfti að ýta bílnum í kláfinn og draga hann svo yfir með kaðli. þingmanna segir að sú upphæð eigi að standa undir starfskostnaði, s.s. fundahöldum, ráðstefnum, námskeið- um, bóka- og tímaritakaupum, risnu, póstburðargjöldum utan skrifstofu o.fl. í blaðinu í gær sagði Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis, að þessi kostnaður hefði áður verið greiddur skv. reikningum. Skv. heimildum Morgunblaðsins var rætt um það áður en ákvörðun forsætisnefndar var tekin hvort eðli- legt væri að ráðherrar ættu rétt á þessari greiðslu. Niðurstaðan varð að láta hana einnig ná til ráðherra þar sem þeir væru jafnframt þingmenn. KJARADÓMUR hafði ekki upp- lýsingar um þá ákvörðun forsætis- nefndar Alþingis að greiða al- þingismönnum, þar á meðal ráð- herrum, 40 þúsund krónur á mán- uði vegna starfskostnaðar þegar úrskurður Kjaradóms var kveðinn upp síðastliðinn föstudag. Þetta kom fram í samtali Morg- unblaðsins í gær við Þorstein Júl- íusson, formann Kjaradóms. „Kjaradómur tekur engar ákvarðanir og á engan þátt í þeim breytingum sem verða á kjörum þingmanna vegna ákvarðana sem byggjast á lögum um þingfarar- kaup um endurgreiðslu á kostnaði til þingmanna," sagði Þorsteinn. „Okkur hafði ekki verið kynnt þessi ákvörðun um 40 þúsund króna greiðslu vegna starfskostn- aðar.“ Þorsteinn kvaðst telja að í um- fjöllun um þessi mál í þjóðfélaginu undanfarna daga hefði ábyrgð á fyrrgreindum ákvörðunum á stundum ranglega verið varpað á herðar Kjaradóms. Eins og lögin um þingfararkaup væru úr garði gerð ijölluðu þau um endurgreiðslu kostnaðar en ekki laun, að frátöldu sérstöku álagi á þingfararkaup embættis- manna þingsins og launakjör for- seta Alþingis. Kjaradómur ákveður engar aukagreiðslur „Kjaradómur nýtur fulls sjálf- stæðis gegn framkvæmdavaldi og löggjafarvaldi að öðru leyti en því að löggjafarvaldið getur afnumið Kjaradóm. Hann átti að sjálfsögðu engan þátt í þessari lagasetningu; hafði engin áhrif á framkvæmd laganna og hafði engin áhrif á ákvörðun um greiðslu 40 þúsund króna starfskostnaðar. Sú ákvörð- un lá ekki fyrir þegar úrskurður Kjaradóms var upp kveðinn,“ sagði Þorsteinn. I Morgunblaðinu í gær kom fram hjá Þorsteini að ákvörðun um 19,2% hækkun launa ráðherra hefði m.a. tekið mið af ákvörðun um álag á þingfararkaup til vara- forseta Alþingis, formanna þing- flokka og fastanefnda. Engin víxlverkun Þorsteinn var spurður hvort hækkunin til embættismanna Al- þingis hefði ekki m.a. byggst á að færa kjör þeirra nær kjörum ráðherra. Mætti ekki þess vegna líta á hækkunina til ráðherra nú sem víxlverkun sem aftur kallaði á frekari hækkanir til embættis- manna þingsins í framtíðinni? Þorsteinn sagði frumvarp og greinargerð til laga um þingfarar- kaup ekki renna stoðum undir þá skoðun. í þeim gögnum kæmi fram að verið væri að umbuna þeim þingmönnum sem væru und- ir álagi í starfi umfram aðra þing- menn. Hækkunin hefði m.a. stuðst við það sem er tíðkað í nágrannalönd- um. Hann hefði hvergi séð vísað til ráðherralauna í því sambandi. um. Ráðherrar hafa ekki fram- vísað reikningum á Alþingi Ráðherrar í ríkíssljórninni geta valið á milli tvenns konar bifreiðahlunninda Rýmri reglur en fyrir almenning Sérstakar reglur gilda um bflahlunnindi ráðherra. Pétur Gunnarsson kynnti sér þær og einnig hvaða reglur gilda um skattameðferð svokallaðra forstjórabíla. BÍLAHLUNNINDI þau sem ráðherrar njóta geta verið tvenns konar samkvæmt reglugerð sem fjármálaráðherra setti í desember 1991. Annars vegar getur ráðherra fengið bifreið í eigu og rekstri ríkisins til embættisafnota og eru þá einnig heimil takmörkuð einkanot sem teljast til skattskyldra tekna. Þessi regla á sér að nokkru leyti hliðstæðu 'í skattareglum sem taka til hlunnindamats vegna takmarkaðra afnota launamanns af bif- reið í eigu launagreiðanda. Ekki gerð krafa um skráða notkun Þó eru ráðherrum veitt rýmri réttindi, þar sem ekki er gerð krafa um að gögn séu færð um einkaafnotin og þau höfð aðgengileg fyrir skattyfírvöld líkt og ef um almennan launa- mann væri að ræða. Samkvæmt reglugerðinni, sem sett var 4. desember 1991, eru ráðherrum heimil tak- mörkuð einkanot af bílum sínum, svo sem til aksturs milli vinnustaðar og heimilis og til annarra einstakra ferða eins og segir í reglu- gerðinni. Hin takmörkuðu einkanot eru ekki nánar skilgreind. Meta einkanotin sjálfir Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðuneyt- isins er ætlast til að ráðherrar sjálfír meti í hve miklum mæli þeir noti bifreiðamartil einkanota. Venjan mun vera sú að auk daglegs aksturs milli heimilis og vinnustaðar reiknast ráðherr- anum til tekna kr. 33,50 fyrir ákveðinn fjölda kilómetra vegna hinna einstöku ferða sem heimilar eru. Algengast er, samkvæmt upplýs- ingum fjármálaráðuneytisins, að þá sé miðað við 2.500 km á ári. Skattyfirvöld og fjármálaráðuneyti veittu ekki upplýsingar um það hvaða tekjur einstak- ir ráðherrar hafa vegna bílastyrkja af þessu tagi, en það leiðir af því sem fyrr sagði að upphæðirnar eru mismunandi og fara eftir fjarlægðum frá heimili ráðherra að ráðuneyti. Ólafur G. Einarsson, fyrrverandi mennta- málaráðherra, ritaði grein í Morgunblaðið þann 11. maí síðastliðinn þar sem hann gerði m.a. grein fyrir þeim kjörum sem hann hefði notið í embætti. Þar kemur fram að bifreiðahlunnindi hans hafí verið metin til 18.648 króna tekna á mánuði, eða alls kr. 223.776 á árinu 1994. Af þessum hlunnindum var tekin staðgreiðsla skatta, sem nam kr. 93.829 í fyh"a, eða kr. 7.819 á mánuði. Samkvæmt því hefur Ólafur G. Einarsson greitt fyrir 6.680 kflómetra akstur í eigin þágu. Ráðherra sem byggi í 2 km fjarlægð frá ráðuneyti og reiknaði sér eina ferð milli heimil- is og vinnustaðar á hveijum degi allt árið, auk 2.500 km til eigin þágu, mundu samtals verða reiknaðar til tekna vegna bílahlunninda kr. 131.990. Skattur af þeirri ljárhæð næmi 55.343 krónum á ári eða 4.611 krónum á rnánuði. Verðmæti bílsins skiptir ekki máli Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur verið algengast að ráðherrar taki þennan kost. Þegar hann er valinn hefur verðmæti ráðherrabílsins engin áhrif á reiknaðar tekjur og skatta. Þær tvær aðferðir sem raktar verða hér á eftir eiga það hins vegar sameiginlegt að skatt- skyldar tekjur vegna bifreiðahlunninda fara hækkandi í hlutfalli við það hve dýrum bíl er ekið. Samkvæmt 11. grein fyrrgreindrar reglu- gerðar getur ráðherra valið þann kost að nýta eigin bifreið til embættisstarfa. Ráðherra sem velur þennan kost fær greidd- an allan útlagðan kostnað auk 20% af and- virði nýrrar sambærilegrar bifreiðar, svokallað fymingarfé. Bæði fyrningarfé og útlagður kostnaður teljast ráðherra til tekna en til frádráttar má hann færa þann hluta beins rekstrarkostnað- ar, að meðtalinni fastri afskrift, sem ríkisskatt- stjóri metur og talinn er vera vegna aksturs í þágu ráðuneytisins, Hagstætt að nota eigin bíl Eftirfarandi dæmi byggist á minnisblaði frá ríkisskattstjóra til fjármálaráðuneytis og mið- ast við ráðherra sem velur þennan kost og nýtir í þágu embættisins bíl sem kostar þijár milljónir króna og ekur honum 25.000 km á ári, þar af 15.000 km í embættiserindum. Útlagður rekstrarkostnaður er 450 þúsund krónur, föst fyming 96.315 krónur og heildar- rekstrarkostnaður því 546.315 krónur. Greitt fyrningrafé (3.000.000x20%) er 600.000 kr. Geta fengið 80% kaupverðs á fjórum árum Til tekna reiknast á skattframtali 450.000 kr. vegna útlagðs kostnaðar og 600.000 kr. í fyrningarfé, samtals 1.050.000 krónur. Til frádráttar koma 327.789 krónur, (450.000+96.315 x 15/25), þ.e.a.s. reiknað hlutfall rekstrarkostnaðar og fastrar fymingar í samræmi við uppgefinn akstur í þágu ráðu- neytisins. Nettótekjur vegna bílahlunninda þess ímyndaða ráðherra sem um er að ræða í þessu dæmi og notar eigin bíl eru þá 722.211 krón- ur og skattur af því er 302.823 krónur eða 25.235 krónur á mánuði. Þessi kostur hefur verið valinn í vaxandi mæli undanfarin ár, að sögn heimildarmanna blaðsins, og er hann talinn færa ráðherrum hagstæðasta útkomu þar sem þeir fá greidd 80% af kaupverði eigin bíls á 4 ára tímabili. Ekki er greitt fymingarfé af eldri bfl en 5 ára. Þriðja reglan á hins vegar við um skattameð- ferð forstjórabíla — bíla sem stjórnendur fyrir- tækja fá endurgjaldslaust frá launagreiðendum sínum til fijálsra umráða en bíllinn telst eign launagreiðandans. Slík hlunnindi eru metin til tekna með hlið- sjón af verði og aldri bflsins og koma engir frádráttarliðir á móti. í leiðbeiningum frá rikisskattstjóra um skattmeðferð bifreiðahlunninda árið 1995 kem- ur fram að af bílum af árgerð 1993 og 1994 eru hlunnindi metin til tekna sem 20% af kostn- aðarverði bílsins. Af eldri bifreið eru reiknaðar tekjur 15% af endurnýjunarverði nýs bíls eins og það var í lok ársins 1994. Sé tekið dæmi af 3 milljóna króna forstjóra- bíl af árgerð 1993 koma 600.000 krónur á ári til skatts. Skattur af þeirri fjárhæð er 251.580 krónur ári, eða 20.965 krónur á mánuði. í útreikningum skattflárhæða í dæmunum hér á undan er miðað við skattprósentuna 41,93% og ekki gert ráð fyrir að reiknaður sé sérstakur tekjuskattur, svokallaður hátekjuskattur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.