Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 11 FRÉTTIR Er eingreiðsla bóta æskilegt fyr- irkomulag eða eru lífeyrisgreiðslur heppilegri? Samkvæmt ensku skýrslunni eru sífellt fleiri lönd far- in að líta til lífeyrisgreiðslufyrir- komulags sem skynsamlegrar lausnar. Þannig má til dæmis losna við þá óvissuþætti sem fylgja því að spá fyrir um fjárhagstjón manna það sem eftir er ævinnar. Ef í ljós kemur að viðkomandi heldur til dæmis óskertum tekjum þrátt fyrir líkamstjón þá er möguleiki á að fella bótagreiðslur niður. Er þörf á margföldunarstuðli þegar vaxtafótur, óunninn árafjöldi á vinnumarkaði og örorkustig liggja fyrir? Er skattfrelsi bóta æskilegt og á þá að lögfesta þá dómvenju að það komi tjónvaldi en ekki tjónþola til góða? Er löggjöf Dana, sem um margt sker sig úr i evrópskum saman- burði, til eftirbreytni? Vinnusþarnaður? í stað þess að taka á grundvallar- spurningum af þessu tagi, líkt og Norðmenn og Svíar hafa gert, völd- um við þá „vinnusparandi“ og ugg- laust um margt dæmigerðu leið að þýða dönsku lögin nánast frá orði til orðs. f FRÉTTATILKYNNINGU frá enskri lögmannsstofu sem gert hefur samanburð á bótafjárhæðum \ Eyrópulöndum eru ferðalangar varaðir við því að ákaflega misjafnar reglur gildi um þetta efni. A íslandi, í Danmörku og Noregi til dæmis fáist lækniskostnaður í framtíðinni ekki bættur því gengið sé út frá því að hann sé ókeypis. Það hjálpi að sjálfsögðu ekki breskum ferðalangi sem slasist í þessum löndum og verði að reiða sig á rándýra heilbrigðisþjónustu heima fyrir. „Læknisfræðilegi kvarðinn handónýtur“ ÞEGAR Sigmar Ármannsson, framkvæmdasljóri Sambands ís- lenskra tryggingarfélaga, er beðinn að rökstyðja þá fullyrð- ingu sína að bótagreiðslur vegna líkamsmeiðsla séu í sumum til- vikum hærri hér á landi en er- lendis, segir hann að einkum og sér í lagi eigi þetta við um tiltölu- lega litla áverka. Mismunandi matsreglur Sigmar nefnir mismunandi matsreglur milli landa. „Við erum með tölur um það að bóta- skyld slys hjá vátryggingafélög- um séu tvisvar sinnum fleiri hér á landi en í Svíþjóð og þrisvar sinnum fleiri en í Frakklandi. Almennt er fjöldi umferðar- óhappa meiri hér en í mörgum Evrópuríkjum. En mikill fjöldi bótaskyldra slysa á fólki skýrist ekki eingöngu af þessari al- mennu slysatíðni heldur einnig matsreglum. Matsreglur varð- andi það hvað sé varanleg ör- orka eru nefnilega ólíkar milli landa. Áverki sem hér á landi hefur verið metinn til varanlegr- ar örorku getur verið metinn til lægra örorkustigs erlendis eða jafnvel til engrar örorku. Skýrt dæmi um það eru bótareglur Dana.“ Einnig segist Sigmar hafa það fyrir satt að ýmsum læknum er- lendis myndi ekki detta í hug að meta mann til 2 eða 3 prósenta varanlegrar örorku eins og þó hafi viðgengist hér á landi. „Þetta eru svo ónákvæm vísindi að það er afkáralegt." Þegar Sig- mar er beðinn um gögn því til stuðnings að þessu sé öðruvísi farið í nágrannaríkjum, segist hann byggja þetta á samtölum við íslenska lækna sem þekki til mála erlendis. Einnig hafi þetta komið fram í viðræðum við er- lenda vátryggingamenn. Það sé hins vegar þekkt er- lendis að stuðst sé við miskastigs- töflur sem tiltaki jafnvel eins stigs miska. Sigmar segir að fleira renni stoðum undir að hin læknisfræði- legu möt sem hér hafi verið lögð til grundvallar við tjónauppgjör áratugum saman hafi verið meingölluð. Eftir að deilan út af verklags- reglum tryggingafé- laganna fór af stað hafi menn farið meira í saumana á hinum læknisfræði- _ legu örorkumötum. í flestum ágreinings- málum hafi verið dómkvaddir mats- menn til að yfirfara hið læknisfræðilega örorkumat. Þessir dómkvöddu mats- menn hafi oft verið tveir læknar eða læknir og lagapró- fessor. „I flestum tilvikum hefur læknisfræðilega örorkan verið færð verulega niður. Það segir okkur auðvitað að þessi læknis- fræðilegi kvarði sem hefur verið hér við lýði áratugum saman var handónýtur." Háar greiðslur fyrir litla vinnu Sigmar kveðst einnig vilja nefna að til Ijónskostnaðar hér á landi falli uppgjörskostnaður sérfræðinga og hann sé mjög mikill hér á landi, einkum vegna lögmanna. Þóknun lögmanna við lítil og einföld slysamál hér á landi sé miklu meiri en í Dan- mörku. „í Danmörku er litið svo á að í einfaldari málum sé atbeina lögmanns ekki þörf. Komi þeir hins vegar að máli er greitt sam- kvæmt vinnutímaframlagi en hér á landi reiknast hlutfall af bótafjárhæðinni. Þetta hafa oft verið háar greiðslur fyrir litla vinnu. Vátrygg- ingafélögin hafa að undanförnu verið að reyna að ná þessum kostnaði niður og koma þessu í svipað horf og í Danmörku. Tilkoma skaðabóta- laganna frá árinu 1993 réttlætir gagn- gerar breytingar í þessu efni. Hrifning lögmanna og lög- mannafélagsins yfir þessari sparnaðar- viðleitni hefur hins vegar vægast sagt verið Iítil,“ segir Sigmar. Sigmar nefnir einnig að há- marksbætur vegna eins og sama slyssins séu mjög rúmar hér vegna slysa á fólki. Dæmi megi reyndar finna um hærra bóta- þak og jafnvel takmarkalausa ábyrgð. En í sumum ríkjum Evr- ópu séu þessi mörk þó miklu lægri. Það geti þýtt að þegar margir verði fyrir tjóni í einu komi minna i hlut hvers og eins. Tjónþolar vel settir „Ef maður skoðar þetta í heild þá er kjarni máls sá að bótarétt- ur tjónþola er mjög ríkur og ís- lenskir tjónþolar í umferðinni eru afar vel settir í bótalegu til- liti. Að halda öðru fram er þvæla, sem þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að rugla fólk í ríminu,“ segir hann. Sigmar Ármannsson. Alþýðusamband Suðurlands Varað við samkeppni milli lífeyr- issjóða ALÞÝÐU S AMB AND Suðurlands hélt 13 þing sitt um seinustu helgi. I ályktun um lífeyrismál sem sam- þykkt var á þinginu er mótmælt „harðlega þeim áformum ríkisstjórn- arinnar að ráðskast með innri mál- efni þeirra lífeyrissjóða sem starfa á vinnumarkaði," eins og segir í álykt- uninni. Bent er á að það sé viðfangsefni aðila vinnumarkaða að íjalla um innri málefni sjóðanna. Er sérstaklega varað við þeim áformum að koma á samkeppni milli lífeyrissjóða og auknu valfrelsi sjóðfélaga um til hvaða lífeyrissjóða þeir greiða. „Sýnt hefur verið fram á að með slíku val- frelsi mun grundvöllurinn að því samtryggingarkerfi sem lífeyrissjóð- ir á almennum vinnumarkaði starfa eftir hrynja,“ segir í ályktuninni. .....---------- Forseti VES í opinberri heimsókn FORSETI Vestur-Evrópusambands- ins, Sir Dudley Smith, verður hér á landi í opinberri heimsókn í boði for- seta Alþingis dagana 13.-17. septem- ber. Sir Dudley mun meðal annars eiga fundi með Olagi G. Einarssyni, for- seta Alþingis, utanríkismálanefnd Alþingis, Islandsdeild VES-þingsins, Friðriki Sophussyni, starfandi for- sætisráðherra, og Halldóri Ásgríms- syni, utanríkisráðherra. Þá mun Sir Dudley heimsækja bandaríska varn- arliðið á Kefiavíkurflugvelli. Hann mun einnig flytja ávarp um VES, NATO og ESB laugardaginn 16. september kiukkan 12 á fundi Varðbergs á hótel Sögu. Meðal um- ræðuefna má nefna framtíðarskipan öryggismála í Evrópu, tengsl VES, NATO og ESB, stefna þessara stofn- ana gagnvart ríkjum Mið- og Austur- Evrópu, þar á meðal Eystrasaltsríkj- unum, hemaðarlegt mikilvægi ís- lands, málefni fyrrum Júgóslavíu, hlutverk íslands í starfi VES og hugsanleg áhrif fyrirhugaðrar ríkjar- áðstefnu ESB á skipan öryggis- og varnarmála í Evrópu. Sir Dudley er þingmaður breska íhaldsflokksins, jafnframt því að vera forseti VES. Hann er einnig fyrrverandi aðstoðarvarnarmála- og aðstoðaratvinnumálaráðherra Bret- lands. Félag Löggiltra Bifreidasala NÝJA BÍLAHÖLUN FUNAHÖFDA 1 S: 567-2277 Félag Löggiltra Bifrlidasala Félag Löggiltra Bifreidasala BÍLATORG FUNAHÖFDA I S: 587-7777 Félag Löggiitra Bifreidasala GETUM UTVEGAÐ LAN TIL BILAKAUPA - LANSTIMI ALLT AÐ 5 AR 5 Toyota Corolla Special Series árg. .5 ‘95, ek. 2 þús. km., sægrænn, 3ja dyra, 5 g. V. 1.300.000. Ath skipti. S MMC Lancer GLXi 4WD St. árg. ® '92, ek. 42 þús. km., hvítur. cc V. 1.190.000. Bein sala. Nissan Sunny GTi arg. 92, rauður, ek. 55 þús. km., álfelgur, sóllúga, ABS. V. 1.190.000. Ath. skipti. Mazda E 2000 árg. '88, ek. 120 þús. km., blár, hús. V. 580 þús. Ath. skipti. Vsk.-bíll. Volvo 850 st. árg. '94, hvítur, beinsk., ABS, hleðslujafnari, ek. 14 þús. km. V. 2.350.000. Skipti. Toyota 4Runner árg. '95, grænsans., sjálfsk., 31" dekk, álfelgur, ek. 12 þús. km. V. 3.390.000. Skipti. Volvo 740 GLE STW árg. '89, blásans., sjálfsk., leðursæti, álfelgur, ek. 128 þús. km. V. 1.290.000. Skipti. Toyota 4Runner árg. '90, blásans., álfelgur, ný 31" dekk, ek. 100 þús. km. V. 1.900.000. V.W Golf CL st. árg. ‘95, vínrauður ek. 13 þús. km. V. 1.300.000. Sk. ód. Cadillac Fleedwood Brougham d'Ele- gance árg. '89, gullsans., einn fullvaxinn meö öllum þægindum, ek. aðeins 51 þús. km. V. aðeins 1.990.000. BMW 730i árg. '90, ek. 69 þús. km., svartur, leður, ABS, sóllúga, cen., r/ö. V. 3.800.000. Ath. skipti á sumarbústað eða fasteign.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.