Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 Dollarinn á yfir 1 OOjen London. Reuter. STAÐA dollars hefur styrkzt svo mjög að hann seldist á yfír 100 jen í gær og áhugi fjárfestingasjóða bendir til að gengi hans muni halda áfram að hækka. Hæst komst dollarinn í 100,91 jen í Evrópu og hann hefur ekki staðið eins vel að vígi síðan í jan- úár. Mest hafa 101,45 jen fengizt fyrir dollar í ár og talið er að það met verði bráðlega slegið. Nýtt traust á bandaríska gjald- miðlinum leiddi til þess að lífeyris- sjóðir seldu jen í Asíu í fyrrakvöld til að kaupa dollara, sumpart vegna þess að búizt er við nýjum stuðn- ingsaðgerðum seðlabanka. Dollarinn fór að styrkjast á föstudaginn þegar seðlabankinn í Japan lækkaði lága vexti sína um helming í 0,5% og fór að kaupa dollara. Lítil breyting hefur orðið á stöðu dollars gegn marki og í gær feng- ust 68,37 jen fyrir markið, hæsta verð í 28 mánuði. Byrjunin? „Traust japanskra fjárfesta hef- ur vaknað á ný og þetta er byijun- in á peningaflóði frá Japan,“ sagði sérfræðingur í London. Hann segir að næst verði beðið eftir þvi hvort dollarinn fari í yfir 10,50 jen. Mikið tap hjá Daimler-Benz Bonn. Reuter. DAIMLER-Benz AG var rekið með 1,56 milljarða marka tapi á fyrri árshelmingi 1995 vegna erfiðleika dótturfyrirtækisins DASA — þrátt fyrir stóraukinn hagnað bíladeildar- innar Mercedes-Benz. Tapið nam 462 milljónum marka á sama tíma í fyrra og hefur aukizt meir en við var búizt. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 13 mörk í 717 mörk. Mercedes-Benz stendur fyrir 70% af sölu fyrirtækisins og rekstrar- hagnaður bíladeildarinnar jókst um 45% í 1,5 milljarða marka. Salan jókst um 3% í 35,6 milljarða marka. Daimler lagði til hliðar 1,2 millj- arða vegna Daimler-Benz Aero- space (DASA), þar sem verðmæti flugvélapantana í dollurum hefur hrunið um leið og dollar hefur hríð- fallið gagnvart marki. Rekstrartap DASA á tímabilinu nam 1,6 millj- örðum marka. „Gjaldeyrisstaðan hefur neytt okkur til að koma á umfangsmiklum breytingum og við verðum að greiða kostnaðinn 1995,“ sagði nýr stjórn- arformaður Daimlers, Jiirgen Schrempp. Hann kvaðst búast við að staða dollars yrði áfram veik. Járnbrauta- og rafmagnsdeildin AEG var rekin með 609 milljóna marka tapi samanborið við 341 milljón marka rekstrartap á sama tíma í fyrra. Daimler býst við minna tapi á síðari árshelmingi 1995 og spáir því að sala muni aukast nokkuð, í um 105 milljarða dollara, á árinu í heild. Þó er bent á svokölluð Dolores- áætlun um endurskipulagningu DASA muni kosta að minnsta kosti einn milljarð marka til viðbótar. Eftir Astrid Lindgreit Þýðandi: Þórarinn Eldjárn Tónlistarstjóri og hijóðfæraleikur: Sigurður Rúnar Jónsson Lýsing: Lárus Björnsson Dansar og hreyfingar: Auður Bjarnadóttir Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Leikstjóri: Ásdís Skúladóttir Leikarar: Ari Matthíasson, Árni Pétur Guðjónsson, Eggert Þorleifsson, Ellert A. Ingimundarson, Helga Braga Jónsdóttir.Jakob Þór Einarsson, Jóhanna Jónas.Jón Hjartarson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Soffía Jakobsdóttir, Sóley Elíasdóttir.Theodór Júlíusson, Þröstur Leó Gunnarsson Andri Örn Jónsson, Árni Már Þrastarson, Ásdís Lúðvíksdóttir.Guðmundur Elías Knudsen, Ester ÖspValdimarsdóttir, Fanney Vala Arnórsdóttir og iara Margrét Mikaelsdóttir. FOKKER-verksmiðjurnar hafa reynst Benz þungar í skauti. Sala á Beck’s bjór eykst SALA drykkjafyrirtækisins Beck’s í Bremen jókst um 16% á tólf mán- uðum til júníloka úr 7 milljónum í 8,1 milljón hektólítra. Þar af jókst sala á bjór um 9% í 5,5 milljónir hektólítra samanborið við um 5,1 milljón ári áður. A sama tíma jókst sala þýzka bjóriðnaðarins í heild um 3%.' Sala Beck’s á heimamarkaði jókst um 4% í 3 milljónir hektólítra. Sala á hinum eina og sanna Beck’s bjór jókst um 10,5% innanlands. Sala á „Haake-Beck“ dróst lítið eitt saman. Ölgerðin í Rostock jók sölu sína um 3% í 500.000 hektólítra. Útflutningur jókst um tæplega 16% í 2,5 milljónir hektólítra og Beck’s hefur treyst stöðu sína sem umsvifamesti bjórútflytjandi Þýzkalands. Heildarsala á pilsnernum Beck’s fór í fyrsta skipti yfir 4 milljónir hektólítra úr 3,5 milljónum og staða hans styrkist heima og erlendis. Sala á bjór, sem heimilað er að framleiða í Kína, heldur áfram að aukast. Framleiðslan nam rúmlega 400.000 hektólítrum. Konur lesa fleira en kvennablöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.