Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR VÍNARKLASSÍK er rauði þráðurinn í tónleikaröðum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands á komandi starfsári. Þýska tónskáldinu Haydn verður einnig hampað, en hann hefur oft verið nefndur faðir sinfóníunnar. Þá mun nafni Þorkels Sigurbjörns- sonar einnig bregða nokkrum sinn- um fyrir á efnisskrá vetrarins, en sú nýbreytni hefur verið tekin upp að beina sérstakri athygli að einu íslensku tónskáldi á hverjum vetri. Meðal söngvara sem koma fram með hljómsveitinni í vetur er Krist- ján Jóhannsson, en hann mun syngja í konsertuppfærslu á Óþelló eftir Verdi í maí. Hefur hann ákveð- ið að gefa þóknun sína fyrir tónleik- ana til Samtaka um tónlistarhús. „Efnisskráin er í sama horfi og verið hefur undanfarin ár,“ segir Helga Hauksdóttir tónleikastjóri hljómsveitarinnar. „Við gerum ekki upp á milli tónleika, enda eru þeir allir jafn mikilvægir í okkar augum. Flestir eiga vonandi eftir að fínna eitthvað við sitt hæfi.“ Píanóið sett í öndvegi í RAUÐU tónleikaröðinni verður Vínarklassíkin ríkjandi og píanóið sett í öndvegi. Leitað hefur verið á náðir einleikara sem hlotið hafa alþjóðlega viðurkenningu og í vetur verða fluttir píanókonsertar eftir Mozart, Beethoven, Schumann og Grieg. Píanóleikarar í RAUÐU röðinni verða Frederick Moyer, Kalle Rand- alu, Melvyn Tan, Ilena Vered og Alexei Lubinov. Endahnútinn á röð- ina rekur síðan gamall vinur ís- lenskra tónlistarunnenda, Manuela Wiesler flautuleikari. Mun hún flytja flautukonsert Þorkels Sigur- bjömssonar, Euridice, en hann var einmitt skrifaður fyrir hana. Á fjórðu tónleikum RAUÐU rað- arinnar verða leikin verk eftir Leif Þórarinsson, Jón Leifs, Grieg, Sibel- ius og Dvorak. Meðal hljómsveitarstjóra þessar- ar raðar verður ung kona af íslensk- um ættum, Keri Lynn Wilson, en upphefð hennar hefur verið mikil síðasta kastið. Aðrir hljómsveitar- stjórar verða Petri Sakari og Osmo Vánská aðalhljómsveitarstjóri en hann lætur af störfum næsta vor. Áhersla á íslenska einleikara í GULU röðinni verður sem fyrr lögð áhersla á stór hljómsveitarverk og íslenska einleikara. Vínarklass- íkin verður ráðandi þó fleira komi við sögu. Af stærri hljómsveitar- verkum verða leikin konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartók, Tod und Verklárung eftir Richard Strauss og tvær af sinfóníum Shos- takovitsj. Sex af einleikurum GULU raðar- innar koma nú í fyrsta -------------- sinn fram með hljómsveit- inni sem einleikarar, en þeir eru: Daði Kolbeinsson óbóleikari, Hallfríður Ól- ______ afsdóttir flautuleikari, Öm Magnússon píanóleikari, Ric- hard Talkowsky sellóleikari, Rúnar Vilbergsson fagottleikari og Zbigni- ew Dubik fiðluleikari. Aðrir sem koma fram með hljóm- sveitinni í þessari röð verða Trio Nordica, sem mun leika konsert fyrir einleikshljóðfæri eftir Beet- SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands. Allir tónleikamir jafn mikilvægir Starfsár Sinfóníuhljómsveitar íslands gengur í garð á morgun. Orri Páll Ormarsson kynnti sér efnisskrá vetrarins og ræddi við Helgu Hauksdóttur tónleikastjóra hljómsveitarinnar. Hljóðritar fyr- ir BIS og Wax- os útgáfurnar hoven og hornleikarinn Ib Lansky Otto, sem mun leika nýjan hornkon- sert eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Fyrir nokkrum árum lét einn frægasti hljómsveitarstjóri heims, Rússinn Gennady Rozhdestvensky, hafa eftir sér í blaðaviðtali að hann hefði áhuga á að koma til Reykja- ________ víkur og stjórna norðlæg- ustu sinfóníuhljómsveit heims, en að mati Roz- hdestvensky verða sinfó- níuhljómsveitir betri eftir því sem norðar kemur á hnettinum. Hinn 23. maí næstkom- andi fær hann ósk sína uppfyllta. Með hljómsveitarstjóranum í för verða rússneski harmóníkuleikarinn Friederich Lips og fínnski sellóleik- arinn Harri Ruijsenaars. Á efnis- skrá tónleikanna verða verk eftir Gubaidulinu og Sjostakovitsj. Aðrir hljómsveitarstjórar í GULU röðinni verða Osmo Vánská, Gunn- steinn Ólafsson, Petri Sakari og En Shao. Fjórtán ára fiðlusnillingur Eins og áður er GRÆNU röðinni ætlað að bjóða upp á fjölbreytta og aðgengilega tónlist fyrir breiðan áheyrendahóp. 19. október munu tveir Asíubúar ríða á vaðið: Jap- anski hljómsveitarstjórinn Takuo Yuasa og kínverski fiðluleikarinn Li Chun Yun. Sá síðarnefndi er aðeins 14 ára gamall en er engu að síður orðinn eftirsóttur einleik- ari. Vlnartónleikarnir verða á sínum stað í GRÆNU röðinni, en vinsæld- ir þeirra hafa, að sögn Helgu, auk- ist ár frá ári. Þriðju tónleikar raðarinnar bera yfirskriftina Uppáhaldslagið mitt. Skoðanakönnun mun fara fram meðal tónleikagesta og útkoma hennar höfð að leiðarljósi við mótun efnisskrár. Guðni Emilsson, ungur hljómsveitarstjóri sem starfar í Þýskalandi, mun stjóma þeim tón- leikum, en hann hefur ekki stjórnað Sinfóníuhljómsveit íslands áður. Á slðustu tónleikum I GRÆNU röðinni tekst hljómsveitin á við stærsta verkefni vetrarins, konsert- uppfærslu á óperunni Óþelló eftir Giuseppi Verdi. Hljómsveitarstjóri verður Rico Saccani, en I aðalhlut- verkum verða Lucia Mazzaria, Kristján Jóhannsson, Antonio Marceno og Marcio Giossi sem koma öll frá Ítalíu. Einnig munu nokkrir íslenskir söngvarar og Kór íslensku óperunnar taka þátt I flutningi óperunn- ar. í BLÁU tónleikaröð- inni verður flutt I Hall- grímskirkju trúarleg og ■ önnur tónlist sem fellur vel að flutn- ingi I kirkju. Fyrri tónleikarnir verða 16. nóvember, en þá verða flutt verk eftir Mozart, Britten og Gorecki. Einleikari I verki Brittens verður Helga Þórarinsdóttir víólu- leikari en einsöngvari I sinfóníu Goreckis Sigrún Hjálmtýsdóttir. Efnisskráin í sama horfi og undanfarin ár Á síðari tónleikunum verður flutt Þýsk sálumessa eftir Johannes Brahms. Flytjendur með hljómsveit- inni verða Sólrún Bragadóttir, Loft- ur Erlingsson og Kór Langholts- kirkju. Hljómsveitarstjóri verður Takuo Yuasa. Fjölbreyttir aukatónleikar Aukatónleikar verða af ýmsum toga á þessu starfsári. Sú hefð hef- ur skapast að hljómsveitin býður starfshópum úr styrktarfyrirtækj- um sínum á upphafstónleika vetrar- jns auk þess að selja almennan aðgang. í ár verður um þrenna slíka að ræða, 14., 15., og 16. september og fá áskrifendur 25% afslátt af miðaverði. Hljómsveitarstjóri er Enrique Batiz frá Mexíkó en ein- leikarar flautuleikararnir Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau og gítarleikarinn Einar Kr. Einarsson. 5. og 7. október verða haldnir tónleikar I tengslum við keppni ungra norrænna einleikara og verð- ur fulltrúi íslands Guðrún María Finnbogadóttir sópransöngkona. Barna- og fjölskyldutónleikar verða haldnir 14. október, en þar mun Örn Árnason leikari vera kynn- ir,og sögumaður I verki Poulencs Sagan af fílnum Babar. Á jólatónleikum koma fram ýms- ir kórar og tónlistarmenn af yngri kynslóðinni undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Kvikmyndatónleikar verða þann 7. febrúar og verður það I annað sinn sem hljómsveitin tekur þátt I kvikmyndasýningu með lifandi tón- list. Tónleikamir I ár tengjast aldar- afmæli kvikmyndarinnar og mun þýski hljómsveitarstjórinn og tón- skáldið dr. Schlingensiepen koma hingað og stjóma flutningi á eigin tónsmíð við hrollvekjuna Das Cabin- et des Dr. Caligari frá árinu 1919. Tónlist fyrir alla Sinfóníuhljómsveitin mun einnig halda sérstaka tónleika fyrir skóla- æsku iandsins og halda áfram sam- starfi við Jónas Ingimundarson og nokkur sveitarfélög undir kjörorð- inu Tónlist fyrir alla. Kínveijinn Lan Shui mun halda um tónsprotann á þeim tónleikum en Helga segir að almenn ánægja hafi verið með þá starfsemi. Að auki er gert ráð fyrir að halda tónleika fyrir gmnn- og framhaldsskóla Reykjavíkur eftir því sem við verður komið. Sinfóníuhljómsveit íslands mun fara I sína fyrstu tónleikaferð til Bandaríkjanna I febrúar. Helga segir að um sé að ræða merkilegan áfanga I sögu hljómsveitarinnar, enda sé -eftirsóknarvert að leika vestra. Hápunktur ferðarinnar verður, að sögn Helgu, tónleikar I Carnegie Hall I New York 27. febr- úar. Hljómsveitarstjóri verður Osmo __________ Vánská en einleikarar Ilena Vered píanóleikari og Jennifer Koh fiðluleik- ari. Þrátt fyrir annríki mun hljómsveitin gefa sér tíma til að hljóðrita plötur fyrir BIS- og Naxos-útgáfurnar á komandi vori. Gengið hefur verið frá samningi við Naxos-útgáfuna um hljóðritun á öllum hljómsveitarverkum Sibelius- ar en á vettvangi BIS mun sveitin meðal annars hljóðrita verk eftir Jón Leifs. Frederick Marvin í Norræna húsinu BANDARÍSKI píanóleikarinn Frederick Marvin heldur píanótónleika í Norræna húsinu annað kvöld, 14. september, kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna er Sónata í D-dúr MV. 9 og Fandango eftir Antonio Soler, Sónata op. 31 nr. 3 í Es-dúr eftir Beethoven, Klavierstuck nr. 1 eftir Schu- bert, Ballade nr. 3 eftir Chopin, Images I eftir Debussy og Ungversk rapsodía nr. 13 eftir Liszt. Prófessor Em. Frederick Marvin fædd- ist í Los Angeles og stundaði fyrst nám í píanóleik hjá Maurice Zam, nemanda Arthurs Schnabels. Hann kom fyrst fram opinberlega í heimaborg sinni 16 ára að aldri. Hann vann styrk til náms við hinn rómaða Curtis-tónlistarháskóla og hóf þar nám undir handleiðslu Rudolphs Serkins. Því næst lærði hann hjá Arthur Schnabel og einnig fékk hann leiðsögn hjá píanó- leikaranum Claudio Arrau, sem varð læri- meistari hans og vinur. Fyrir fyrstu tónleika sína í Carnegie Hall hlaut Marvin hin eftirsóttu verðlaun: „Bestu debut-tónleikar ársins í New York.“ Upp frá því hélt Marvin fjölda tónleika um Bandaríkin þver og endilöng með einleikstónleikum og einnig sem ein- leikari með þekktum sinfóníuhljómsveit- um, yfir 70 tónleika á vetri. Auk þessa gaf hann sér tíma tii að halda námskeið í píanóleik. í 15 ár bjó Marvin í Evrópu þar sem hann hélt tónleika í öllum helstu borgum álfunnar. Á þeim árum fékk hann þrisvar sinn- um rannsóknarstyrki frá FuIIbright-stofnun- inni og styrk frá spænsk-bandarískri menningar- og fræðslu- nefnd til að stunda rann- sóknir á verkum spænska 18. aldar tón- skáldsins Padres An- tonios Solers. Fyrir þessi merku rann- sóknarstörf sín var hann heiðraður með riddarakrossi hinnar spænsku „Orden del Mérito Civil“. Marvin hefur oft fengið sérstaka viður- kenningu fyrir túlkun sína á verkum ýmissa höfunda. Sem dæmi má nefna að fyrir túlkun sína á verkum Beethovens I Wigmore Hall í London var Marvin sæmd- ur „Beethoven heiðursmerki til minningar um Arthur Schnabel“. í mörg ár hefur Marvin gegnt prófessorsstöðu og sem „Artist in Residence“ við Syracuse-háskól- ann í New York-fylki. Auk rannsókna sinna á verkum Soler hefur Marvin einnig kynnt sér píanóverk Jans Ladislavs Dusseks, en verk beggja þessara tónskálda heur hann oft á efnis- skrá tónleika sinna. Föstudaginn 15. september heldur Mar- vin fyrirlestur-tónleika um Dussek í sal Tónlistarskólans í Reykjavík, Skipholti 33, kl. 17.00. Frederick Marvin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.