Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 23 AÐSEIMDAR GREIEMAR Forvamir í heilsu- gæslu Reykvíkinga ÞANN 30. ágúst sl. birtist í Morgunblaðinu frétt undir fyrir- sögninni: „Rætt um að Landsspít- ali kaupi Heilsuverndarstöðina.“ Þar er rætt við Þórð Harðarson, yfirlækni á Lyflækningadeild Landsspítalans, og sagt að um- ræður séu hafnar um að Landssp- ítalinn nýti Heilsuverndarstöðina fyrir öldrunarlækningar og húð- lækningadeild. Nefnd skipuð af heilbrigðisráðherra eigi að skila niðurstöðum um þetta mál um miðjan október. Telur Þórður „að hér sé á ferð málefni sem gæti haft í för með sér fjárhagslegan og faglegan ávinning fyrir Landsspítalann.“ Þá segir Þórður: „Heilsuverndarstöðin var mjög lengi spítali og var Borgarspítali áður en flutt var í Fossvoginn. Byggingin er mjög vönduð og hentar vel sem spítali.“ Óhætt er að fullyrða að áður- nefnd frétt Morgunblaðsins hafi komið mörgum forráðamönnum og starfsmönnum Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur í opna skjöldu, enda ekkert samráð verið haft við þessa aðila um málið. Undirritaður • vill gera athuga- semdir við fyrirætlanir forsvars- manna Landsspítalans um það, hvernig þeir vilja ráðstafa hús- næði Heilsuvemdarstöðvarinnar, sem í dag er miðstöð heilsuvernd- ar í Reykjavík og ómissandi þjón- ustuaðili fyrir alla heilsugæslu í borginni. Eg tel einnig nauðsyn- legt að rifja upp sögu Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur, en hún var byggð sem heilsuverndarstofnun en ekki sem sjúkrahús. Má telja fullvíst, að Heilsuverndarstöðin henti mun betur fyrir það starf sem henni var ætlað í upphafi en fyrir sjúkraþjónustu. Saga Heilsuverndar- stöðvarinnar Heilsuvemdarstöðvar Reykja- víkur er fyrst getið í bréfi árið 1943, sem þáverandi landlæknir, Vilmundur Jónsson, skrifaði bæjarstjórninni í Reykjavík. í bréf- inu er hvatt til þess, að Reykjavík- urbær gerist brautryðjandi í heilsuverndarmálum með því að reisa full- komna heilsuverndar- stöð í Reykjavík, þar sem m.a. eigi að starfrækja mæðra- vernd, ungbarna- vernd, barnavernd, almennar sóttvarnir og berklavarnir. Hug- mynd Vilmundar Jónssonar er jafn fersk í dag og fyrir rúmum sextíu árum, enda var hann langt á undan sinni samtíð varðandi skilning á gildi heilsuverndar. Tólf árum síðar var hugmynd Vilmundar endurvakin, þegar bæjarstjórnin í Reykjavík samþykkti samhljóða tillögu sjálf- stæðismana um að kjósa fimm fulltrúa í nefnd, til að gera tillögur um stærð og fyrirkomulag full- kominnar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík. Bæjarráð samþykkti tillögur nefndarinnar og var bygg- ing hinnar nýju heilsuverdarstöðv- ar hafin árið 1949. Þegar bygging Heilsuverndar- stöðvarinnar var langt komin, árið 1952, barst bréf til bæjarráðs frá sjúkrahúsanefnd bæjarins. Þar var bent á mikinn sjúkrarúmaskort í Reykjavík og að ekki yrði að fullu bætt úr þeim skorti fyrr en bæjar- sjúkrahús kæmist í notkun. Ösk- aði sjúkrahúsnefnd eftir því við bæjarráð, að önnur og þriðja hæð aðalbyggingar Heilsuverndar- stöðvarinnar yrðu fyrst um sinn notaðar til vistunar hjúkrunar- sjúklinga, eða þangað til bæjar- sjúkrahús í Fossvogi tæki til starfa. Þegar Borgarspítalinn tók til starfa var aðeins önnur sjúkra- deildin lögð niður og ekki staðið við fyrirheit um, að flytja allan sjúkrahúsarekstur úr Heilsuvernd- arstöðinni. Þessi staðreynd hefur æ síðan staðið Heilsuverndarstöð Reykjavíkur fyrir þrifum sem heilsuverndarstofnun og með reglulegu millibili hefur komið upp ásókn Borgarspítalans í að fá hús- næði undir sjúkradeildir í Heilsu- verndarstöðinni. Þeir sem vilja kynna sér nánar, hvernig bráða- birgðalausn í sjúkra- húsmálum fór með fyrirætlanir um full- komna heilsuverndar- stöð í Reykjavík ættu að lesa rit héraðs- læknisembættisins í Reykjavík um heilsu- verndarmál frá í maí árið 1991, en það rit er fáanlegt á skrif- stofu héraðslæknis- embættisins í Heilsu- verndarstöð Reykja- víkur. Samþykkt borgarstjórnar 1991 í nóvember árið 1991 flutti undirritaður tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur fyrir hönd borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins um framtíð Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, en þar segir m.a.: „Borgarstjórn Reykjavíkur leggur áherslu á, að áfram verði sinnt mæðra- og ungbarnavernd í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur auk annarra heilsuverndar- og forvarnargreina, svo Heilsuvernd- arstöðin geti staðið undir nafni sínu sem slík.“ Auk undirritaðs stóðu þau Katrín Fjeldsted og Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson að undir- búningi tillögunnar um Heilsu- verndarstjöðina. Tillagan var sam- þykkt samhljóða með atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins og Kvennalistans. Mér vitanlega hefur nýr meiri- hluti vinstri manna í borgarstjórn Reykjavíkur ekki horfið frá þeirri stefnu í málefnum Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur, sem áður- nefnd samþykkt borgarstjórnar vitnar um. Vissar blikur eru þó á lofti og ljóst er að háttsettur starfsmaður Ríkisspítala, Pétur Jónsson, hefur mikil áhrif varð- andi stefnumótun í heilbrigðismál- um hjá núverandi meirihluta. Ég tel líklegt, að viðhorf mín sem heimilislæknis og starfsmanns heilsugæslunnar og Péturs sem Ölafur F. Magnússon Ég vænti þess, að heil- brigðisráðherra standi við áform sín um að auka forvarnir, segir — ~~~ Olafur F. Magnússon, og hafni endurvöktum hugmyndum um að leggja niður Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur. viðskiptafræðings og fram- kvæmdastjóra hjá Ríkisspítölum séu býsna ólík, varðandi mikilvægi og skipulag heilsugæslu í Reykja- vík. Eg vona þó, að R-listinn í borgarstjorn Reykjavíkur taki ekki þátt í því, að vinna heilsugæslu Reykvíkinga óbætanlegt tjón með því að gera Heilsuverndarstöð Reykjavíkur að langlegusjúkra- húsi og breyta forvarnarstarfi þar í sjúkrahúsþjónustu. Þá þykir mér orðið illa komið fyrir þeirri fram- sýni og hugsjón, sem varð til þess, að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur var reist á sínum tíma. Leysa þarf vanda öldrunarþjónustunnar í Reykjavík með öðrum hætti en þeim, að úthýsa heilsuverndar- starfi úr húsnæði, sem var byggt með heilsuverndarþjónustu og móttökustarfsemi í huga. Full þörf er fyrir forystu- og samræmingaraðila fyrir heilsu- gæslu- og heilsuverndarstarf í Reykjavík. Að mínu mati væri það hið mesta óráð, að flytja alla mæðra- og ungbarnavernd, sem í dag fer fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, á víð og dreif um borgina. Það sama gildir um berklavarnirnar og vaktþjónustu og miðstöð heimahjúkrunar í Heilsuverndarstöðinni. Ég tel full- víst, að þetta myndi leiða til kostn- aðarauka og síður en svo öruggari eða betri þjónustu. Heilbrigðisráðherra vill auka forvarnir í frétt Morgunblaðsins þann 2. september sl. undir fyrirsögninni „Auka þarf forvarnir" er vitnað í ræðu Ingibjargar Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra, á fundi Félags um heilsuhagfræði skömmu áður. Á þessum fundi sem oft áður vék heilbrigðisráðherra að áhuga sín- um á að auka fyrirbyggjandi starf. Ég vænti þess að heilbrigðisráð- herra standi við áform sín um að auka forvarnir og hafni endur- vöktum hugmyndum um að leggja niður Heilsuverndarstöð Reykja- víkur. Slíkar hugmyndir eru að mínu mati jafn óraunhæfar í dag og þegar þær komu fyrst fram í frumvarpi til laga um heilbrigðis- þjónustu fyrir sex árum. Nýlega tók heilbrigðisráðherra þá ákvörðun, að „frysta fram- kvæmdir" í heilbrigðisþjónustunni. Þetta er í samræmi við yfirlýsing- ar hennar um að leggja fremur áherslu á að nýta þann stofnkostn- að og mannauð, sem þegar er fyr- ir hendi í heilbrigðiskerfi okkar en að ráðast í framkvæmdir. Að mínu mati lýsir þetta ábyrgri stefnu og fellur vel að því við- horfi, að best er að fiýta sér hægt og vanda ákvarðanatöku í heil- brigðismálum. Höfundur er læknir og varaborg- arfulltrúi í Reykjavík. /AESSINC BLÓMAPOTTAR, SKÁLAR, SKRAUTVARA. EMÍRf JL-húsinu. ^ Opið: Virka daga kl. 13-18, laugardaga kl. 10-16. IÐNAÐARHURÐIR - BÍLSKÚRSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL HÖFÐABAKKA9 -112 REYKJAVÍK - SÍMI: 587 8750 - FAX: 587 8751 Það sem þú vilt - þegar þú vilt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.