Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 25
24 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI STJÓRNARFORMAÐUR RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LÍFTAUG VEST- FJARÐA EITT STÆRSTA samgöngumannvirki þjóðarinnar, Vestfjarða- göngin, kosta samfélagið um fjóra milljarða króna. Þeim er ætlað að styrkja byggð á Vestfjörðum, sem lengi hefur átt undir högg að sækja; færa einangraðar byggðir þessa svæðis saman í virkt atvinnusvæði. í rökstuðningi fyrir þessari dýru fram- kvæmd var m.a. talað um möguleika á sameiningu ísafjarðar, Bolungarvíkur, Súðavíkur, Suðureyrar, Flateyrar, Þingeyrar, Mosvallahrepps og Mýrarhrepps í eitt sveitarfélag. Sem og um sameiningu, stækkun og styrkingu atvinnufyrirtækja. í bæklingi um gangagerðina, sem gefin var út 1991, eru fleiri kostir tíundað- ir; einn flugvöllur fyrir svæðið, samnýting hafna, skóla, menning- armiðstöðva, heilsugæzlustöðva og opinberra stjórnsýslubygg- inga. Góðar og traustar samgöngur eru, þegar grannt er gáð, „æða- kerfi“ sérhvers samfélags. Gildir einu hvort horft er til landsins í heild eða einstakra landshluta og atvinnusvæða. Sem og hvort horft er til atvinnulífins, félagslegra samskipta eða menningar- legra. Augljóst er að Vestfjarðagöng styrkja byggð þar vestra, rjúfa einangrun fólks og tryggja betur öryggi þess, einkum yfir vetrarmánuði. En veldur hver á heldur. Mikilvægt er að Vestfirð- ingar fylgi þessum glæsislega samgönguáfanga eftir með þeim hætti að sameina sveitarfélög og atvinnufyrirtæki og búa þann veg í haginn fyrir heimabyggðir í harðnandi samkeppni næstu áratuga. Sameining byggða og fyrirtækja hér á landi mætir hvarvetna Þrándum í Götu. Sveitarfélög byggja mörg hver á hreppaskipan sem rekur rætur allt til sögualdar og stendur, sögulega og tilfinn- ingalega, djúpt í hugum íbúanna. „Smákóngaviðhorf", sem á stundum koma við sögu, auðvelda heldur ekki framvinduna. En byggðir og landshlutar, sem halda vilja hlut sínum, eða efla hann, verða að klæðast hertygum hagræðingar, stærðar og styrks. Vestfjarðagöngin eru líftaug vestfirzkra byggða. Þau leggja Vestfirðingum möguleika í hendur sem þeim er skylt að nýta, Vestfjarða vegna og landsmanna allra. T VISKINNUN GUR R-LISTANS AKVÖRÐUN meirihluta R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur um að stórhækka fargjöld með Strætisvögnum Reykjavíkur er algerlega á skjön við þá viðleitni atvinnulífsins og opinberra aðila að stilla verðhækkunum í hóf til þess að tryggja áframhald- andi efnahagslegan stöðugleika og bæta kjör launafólks. Verð- hækkun sú, sem R-listinn hefur ákveðið, kemur verst við þá, sem eiga fáa aðra kosti til að koma sér á milli staða í höfuðborginni en þann að nota strætisvagn. Þannig er verð á farmiðakortum aldraðra og unglinga hækkað um 100%, en fullorðinsfargjöld hækka um 20%. Hækkun unglingafargjaldanna kemur illa við fjárhag margra fjölskyldna. Hækkun á fargjöldum aldraðra snertir þá, sem sízt skyldi. Röksemdir forystumanna R-listans, um að ekki séu allir aldraðir illa staddir fjárhagslega, falla um sjálfar sig. Það er auðvitað sá hópur aldraðra, sem hefur takmörkuð fjárráð, sem einkum notar þjónustu strætisvagnanna. Tillögur R-listans bera vott um furðulegan tvískinnung, þegar litið er til fyrri málflutnings vinstriflokkanna, sem að honum standa. Hér skulu aðeins nefnd tvö dæmi. í október árið 1990 ákvað þáverandi borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins að hækka fargjöld SVR um 8,2% vegna hækkunar á heimsmarkaðs- verði olíu. Fulltrúar þáverandi minnihlutaflokka lögðust gegn hækkuninni og kröfðust þess að Reykjavíkurborg tæki á sig verð- hækkunina til þess að „ijúfa ekki þjóðarsátt“, auk þess sem ljóst væri að stór hluti farþega SVR væru námsmenn, eldri borgarar og aðrir lágtekjuhópar, sem ekki ættu auðvelt með að taka á sig hækkun af þessu tagi. í greinargerð R-listans, sem lögð var fram á borgarráðsfundi í gær, segir að SVR hafi „orðið fyrir alvarlegu tekjutapi af völd- um pólitískra ákvarðana, sem teknar voru af fyrrverandi meiri- hluta.“ Nefnt er til sögu að ákveðið hafi verið vorið 1994 að koma á sérstökum unglingafargjöldum og skerða þannig tekjur SVR um 61 milljón króna á ári. Hafa borgarfulltrúar R-Iistans misst minnið? Daginn eftir að ákvörðunin um unglingafargjöldin var tekin, skrifaði Guðrún Ágústsdóttir, núverandi forseti borgarstjórnar, hér í Morgunblað- ið: „Það er full ástæða til að óska Árna Sigfússyni til hamingju með að hafa i gær í borgarráði hrint í framkvæmd þessu gamla baráttu- og réttlætismáli minnihlutans. En um leið er ekki óeðli- legt að spyrja hvers vegna hann var alltaf á móti þessu hér áður fyrr, t.d. 1989 og 1992 svo ekki sé farið lengra aftur í tímann? Það verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum. Hver verða þau? Verður ferðum vagnanna fjölgað á ný? Verður 80% [far- gjaldajhækkunin frá 1992 látin ganga til baka?“ R-listinn er nú sjálfur í meirihluta og hefur svarað spurningum forseta borgarstjórnar, með 100% hækkun á fargjöldum unglinga og aldraðra. Ef ég er of róttæk er það minn réttur Taslima Nasrín gerðist útlagi frá Bangladesh þegar henni var ekki lengur vært í heima- landi sínu vegna ofsókna bókstafstrúarmanna á hendur henni. Hennar glæpur var að hafa skoðanir. Karl Blöndal ræddi við hana um nýja bók hennar og áhrif bókstafstrúar. TASLIMA Nasrin er ekki há í ioftinu og það er erfitt að trúa því að henni hafi með lágværri röddu sinni tekist að fá milljónir manna til að hrópa sig niður. Skrif Nasrin, sem aðeins er 33 ára, vöktu slíka heift meðal múslima í Bangladesh að landið logaði í skæru- verkföllum. Þess var krafist að hún yrði tekin af lífi. Að lokum var ástand- ið orðið svo óstöðugt að stjórnvöld sáu sér ekki annað fært en að koma henni úr landi. Nasrin er stödd á íslandi vegna bókmenntahátíðar. Um leið kemur bók hennar, Skömmin (Lajja), út í íslenskri þýðingu Silju Aðalsteins- dóttur. „Skömmin" gerist í kjölfar þess að hindúar jöfnuðu 500 ára gamla mosku múslima við jörðu í Ayodha á Indlandi í desember 1992. Múslimar um heim allan fylltust mikilli reiði og gripu til aðgerða jafnt í London sem Teheran. Minnihluti hindúa í Bangladesh hefur sætt reglubundn- um ofsóknum og í kjölfarið á atburð- unum í Ayodha voru hof þeirra rifin, hús þeirra eyðilögð og dætrum þeirra nauðgað. „Skömmin" fjallar um hindúafjölskyldu, sem tók þátt í bar- áttu Bengala fyrir því að hið svokall- aða Austur-Pakistan fengi frelsi frá Pakistan og fagnaði sjálfstæði og stofnun Bangladesh árið 1971 til þess eins að horfa upp á það, sem hafði áunnist, hverfa þegar stjórnar- skrá landsins var breytt og múha- meðstrú var gerð að ríkistrú árið 1984. Frásögnin er áhrifamikil og sagði Silja að oft hefði sér boðið við þegar hún var að þýða bókina. Inn í söguna fléttast saga sjálfstæð- isbaráttunnar og Bangladesh. Ofsókn- um á hendur hindúum undanfarna áratugi er lýst í smáatriðum og Nasr- in er greinilega mikið í mun að skáld- saga hennar sé jafnframt heimildarit um það hvernig bókstafstrú og of- stæki getur valdið sundrungu í þjóðfé- lagi., „Eg held að bókin sé frekar flókin fyrir vestræna lesendur," sagði Nasr- in. „Ég nota reyndar allar þessar töl- ur og heimildavinnu vegna þess að þessir atburðir gerðust í nafni trúar- bragða og guðs.“ Landflótti vegna ofsókna Mikil mismunun ríkir í Bangladesh og hindúar í stjórnunarstöðum eru sárafáir. Til að fá lán til að stofna fyrirtæki þurfa þeir að vera í sam- starfi við múslima. Þeir eru sviptir eignum sínum og geta ekki leitað á náðir réttarríkisins. Vegna þessa ligg- ur stöðugur straumur hindúa frá Bangladesh. Fyrir hálfri öld voru þeir nánast fjórðungur íbúa svæðisins, en nú eru þeir aðeins rétt rúmlega tíu af hundraði. „Þetta er harmleikur bókarinnar og einnig raunveruleikans," sagði Nasrin. „Meira að segja fólk, sem er ákveðið I skoðunum sínum, er á för- um. Ríkið og stjórnvöld bera ábyrgð vegna þess að þeim hefur ekki tekist að tryggja öryggi borgaranna. Vegna þessa óöryggis flytur fólk úr landi.“ Bók Nasrin er beint gegn bókstafs- trú og öfgum. Hún er þeirrar hyggju að þróuninni í Bangladesh verði að- eins snúið við með aukinni upplýsingu. Mikilvægi menntunar „Ég held að menntun sé mikil- væg,“ sagði Nasrin. „70% þjóðarinnar eru ólæs og fátækt er mikil í Bangla- desh. Það er auðvelt að sannfæra ólæst fólk og fátækt með trúarbrögð- um. Bókstafstrúarmennirnir hamra á því að trúi fólkið, ef það sé sterkt í trúnni muni það komast til himna eftir dauðann. Ólæst fólk lætur sann- færast af bókstafstrúarmönnunum. Ég held að við verðum að gera út af við fátæktina. Við verðum að veita allri þjóðinni menntun. Ef efnahagurinn dafnar held ég að fólk láti trúarbrögðin ekki hafa áhrif á sig í þessum mæli. Ungt fólk er örvæntingarfullt vegna gjald- þrots pólitískrar hugmyndafræði. Það ber ekki traust til stjórnmálaflokk- anna vegna þess að stjórnmálaleiðtog- arnir eru allir spilltir. Þeir geta hvorki veitt fólkinu öryggi né von. Fólk gríp- ur því til truarinnar og verður bók- stafstrúar, einkum ungt fólk, sem er atvinnulaust. Atvinnuleysi er reyndar enn ein ástæða bókstafstrúar. Stjórnvöld ættu einnig að láta til skarar skríða gegn bókstafstrúar- mönnum. Heittrúarmennirnir kveða upp fatwa [úrskurð um að maður hafi drýgt glæp sem beri að refsa fyrir með lífláti] á hendur konum og reyna að koma á klerkaveldi í stað hins veraldlega ríkis. Við verðum að hafa nútímaleg lög til þess að koma á jafnrétti karla og kvenna. Ef lögin eru af trúarlegum toga hefur það í för með sér kúgun kvenna og trúin er notuð til að kúga konur. Við ættum ekki að veita bókstafstrúarmönnum neitt tækifæri til að nota trúna. Múha- meðstrú er ríkistrú lands okkar og bókstafstrúarmenn fá því tækifæri til að nota trúna í kúgunarskyni, til að bola konum úr vinnu, lýsa yfir því að konur ættu að halda kyrru fyrir á heimilinu. Við ættum ekki að hafa neina ríkistrú.“ Benazir Bhutto, forsætisráðherra Pakistans, sagði á fjórðu kvennaráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking í Kína fyrir skömmu að það væri ekki mótsögn að konur gætu öðlast jafn- rétti í íslam og hafnaði því að kóran- inn setti konur skör lægra en karla. Hún rifjaði hins vegar ekki upp að þegar hún skoraði á strangtrúaða kennimenn að halda sig við trúarleg málefni og skipta sér ekki af stjórn- málum, svaraði einn þeirra: „Benazir ætti einnig að gera skyldu sína sem kona, ala upp börn á heimili sínu og láta karlmenn um stjórnmálin." Friðþægingartal Bhutto „Ég held að Benazir Bhutto sé að reyna að friðþægja bókstafstrúar- mennina," sagði hún. „Ef hún segir eitthvað á móti bókstafstrúarmönnun- um, gegn trúnni, mun hún kalla yfir sig mikil vandræði í Pakistan. Benaz- ir Bhutto sagði einnig á ráðstefnunni í Kaíró að hún væri andvíg getnaðar- vörnum vegna þess að íslam leyfir ekki slíkt. Ég held hins vegar að það sé ekki rétt, að það sé aðeins háð túlkun hvort íslam sé trúarbrögð mis- réttis kvenna. Bókstafstrúarmenn eru andvígir konum og sömu sögu er að segja um íslam. 1 ísiam er konum ekki veitt neitt frelsi, Það er því erf- itt að sjá í kóraninum hvers vegna þeir segja að íslam kveði á um frelsi til handa konum. Kóraninn segir að karlmaðurinn sé æðri og konan óæðri. Ég veit ekki hvernig túlkun á kóranin- um getur veitt konum frelsi." Bókstafstrúarmenn færa sig jafnt og þétt upp á skaftið í Bangladesh og Nasrin er þeirrar hyggju að Begum Khaleda Zia, leiðtogi landsins, hafi ekkert bolmagn til að spyrna við fæti. „Begum Khaleda Zia gerði banda- lag við flokk bókstafstrúarmanna, Jamaat-E-Islamii, og hún komst til valda með hjálp þeirra. Hún gerir ekkert til að stöðva bókstafstrúar- mennina. Þeir hafa kveðið upp fatwa yfir konum, myrt konur og valda hvers kyns vandræðum. Ríkisstjórnin þegir hins vegar, forsætisráðherrann þegir vegna þess að hún vill völd og það kosti það að gera verði bókstafstrúar- mönnum til geðs. Hún vill njóta vald- anna, ekkert annað, og hefur engar hugmyndafræðilegar hugsjónir um það að bæta stöðu kvenna. Islam leyf- ir reyndar ekki að konur séu við völd, en bókstafstrúarmennirnir samþykktu að hún kæmist til valda vegna þess að hún gaf loforð um að þeir fengju að fara sínu fram.“ Það hlýtur að vera mótsögn að kona í valdastóli skuli styðja öfl, sem af grundvallarástæðum vilja ekki hleypa konum til valda. Bhutto sagði í ræðunni, sem hún flutti í Peking, að það að þijár konur væru við völd í múhameðstrúarríkjum, hún í Pakist- an, Khaled Zia í Bangladesh og Tansu Ciller í Tyrklandi, bæri því vitni hveiju konur gætu fengið áorkað í heimi múslima. Nasrin er á öðru máli. „Þetta er mótsögn, en svona hlutir gerast. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Bangladesh er líka kona. En hún og Khaleda Zia komust ekki til valda vegna eigin verðleika, heldur vegna þess að faðir annarrar og eiginmaður hinnar voru drepnir og því fengu þær samúð fólksins. [Eiginmaður Khaleda Zia var Ziaur Rahman, sem komst til valda árið 1975 og var ráðinn af dög- um í valdaráni árið 1981.] En Khaleda Zia er bijáluð að halda völdum. í einum dálka minna skrifaði ég að hún ætti að gera sér grein fyrir því að bókstafs- trúarmenn munu aldrei fyrirgefa henni að vera kona á valdastóli. Þeir gætu valdið henni vandræðum, en þeir vilja nota trúna til að komast til valda og á meðan hún ver bókstafstrúannenn þegja þeir. Þeir reka ekki áróður gegn henni því að þeir deila með henni völd- um og hún horfir í hina áttina.“ Völd umfram fylgi Völd bókstafstrúarmanna í Bangla- desh og Pakistan eru ekki í neinu hlut- falli við fylgi þeirra. Þegar síðast var gengið til kosninga í þessum löndum fékk flokkur þeirra, Jamaat-i-Islami, MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 25 Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson TASLIMA Nasrin, rithöfundur frá Bangladesh, kemur fram á bókmenntahátíðinni, sem nú stendur yfir hér á landi. Þetta eru ekki átök milli kristni og íslams, heldur skynsemi og órökrænnar, blindrar trúar aðeins 3% atkvæða í Pakistan og 6% atkvæða í Bangladesh. Áhrif þeirra í Bangladesh skýrast af því að stjórn Khaleda Zia heldur aðeins meirihluta á þingi vegna stuðnings þeirra. Bók- stafstrúarmenn njóta sýnu meira fylg- is í arabalöndunum, en í suðurhluta Asíu og er ein ástæðan sú að í hinum fyrmefndu reka moskur oft og tíðum góðgerðarstofnanir, sjúkrahús, lækna- stofur og bamaheimili. . „Hvað Bangladesh varðar get ég sagt að það var veraldlegt ríki og trúar- leiðtogarnir höfðu engan rétt til af- skipta af stjórnmálum," sagði Nasrin. „En þeir hófu afskipti engu að síður og þeim fjölgar. Ég held að þeir muni eflast í næstu kosningum, sem haldnar verða á miðju næsta ári, og fá fleiri sæti á þingi, en þeir hafa nú. Þeir eru mjög valdamiklir í þorpum þar sem fólk er ómenntað og fátækt. Það er auðvelt að sannfæra þetta fólk með trúnni og hún er notuð til að kúga það og ná völdum. Þeir hafa einnig mikið fé og vopn á milli handanna. Þeir fá peninga og vígtól frá ríkum múha- meðstrúarríkjum á borð við Iran, Irak og Saudi-Arabíu. Þeir fá einnig stuðn- ing frá stjórninni í Bangladesh." Nasrin lýsir hörmungum hind- úskrar fjölskyldu í „Skömminni", en hennar eigin bakgrunnur er annar. „Fjölskylda mín er mú- slimsk,“ sagði Nasrin. „Faðir minn er borgari þriggja ríkja, Indlands, Pakistans og Bangladesh. Ég er frá Pakistan og Bangladesh. Við vildum frelsi frá Pakistan vegna þess að pakistanska þjóðin kúgaði okkur. Við kröfð- umst þess að Bepgali yrði ríkismál okkar. í Bangla- desh lifðu búddistar, hindúar, múslimar og kristnir í sátt og samlyndi. Þótt ég tilheyrði meirihlut- anum varði ég minnihlutahóp hindúa. Ég held það það sé mjög mikilvægt vegna þess að ég held að það sé rangt að draga fólk í dilka eftir trúarbrögð- um. Það að vera maður ætti að vera einkennið, sem vísar veginn. Ég grét vegna ódæðisverkanna, sem hindúar í Bangladesh voru beittir. Þetta voru nágrannar mínir og vinir og mér fannst það vera á minni ábyrgð að koma til varnar. Ég lærði kvensjúkdómalækningar, en vann aðeins við þær í sex ár. Ég byrjaði ung að skrifa ljóð, árið 1975. 1989 hóf ég að skrifa dálka í dagblöð. Ári síðar fóru bókstafstrúarmenn að reka áróður jgegn mér og krefjast dauða míns. Árið 1994 varð ástandið hættulegt. Þá gaf stjórnin út hand- tökuskipun á hendur mér til að þókn- ast bókstafstrúarmönnum, sem efndu til tveggja og þriggja daga verkfalla um allt land til að krefjast þess að ég yrði tekin af lífi. Bókstafstrúarmenn mótmæltu þúsundum saman, 50 þús- und, 100 þúsund, 200 þúsund, og lýstu yfir því að samkvæmt lögum íslams yrðu þeir að drepa mig. Ástandið var orðið það hættulegt að stjórnvöld hefðu átt að grípa í taumana því að fatwa er ólöleg í landi okkar. Þess í stað höfðaði stjórnin hins vegar mál á hend- ur mér fyrir guðlast. Sakargiftirnar voru ummæli, sem birtust í indversku blaði. í viðtali við blaðið sagði ég að trúarbrögð væru óviðeigandi og tímaskekkja. Við ætt- um að hafa nútímaleg lög, ekki trú- arleg. Við ættum að hafa ákvæði sem tryggðu konum jafnrétti og frelsi. Bókstafstrúarmennirnir sökuðu mig um að vera trúníðingur því að íslam leyfir engum múslima gagnrýni. Þannig að þeir settu fé til höfuðs mér og ég varð að fara í felur,“ segir Nasrin. Hún var í felum í tvo mánuði og byijaði þá að reykja. Nú keðju- reykir hún nánast og þegar viðtalið var tekið kveikti hún í hverri sígarett- unni á fætur annarri. „Þegar stjórnvöld höfðuðu málið á hendur mér átti að handtaka mig og ég hefði ekki átt þess kost að ganga laus gegn tryggingu. Lögreglan hefði því verið skuldbundin til að setja mig í fangelsi og þar hefði ég ekki verið örugg. Hvaða öfgasinnaður fangi, fangavörður eða lögregluþjónn hefði hvenær sem er getað drepið mig í fangelsi.“ Nasrin sagði að sá tími sem hún var í felum um mitt árið í fyrra hefði verið erfiður, en hún hefði enga bak- þanka fengið vegna þess hlutskiptis, sem hún valdi sér. Bjóst aldrei við að sleppa lífs „Ég sá aldrei eftir neinu,“ sagði Nasrin. „En ég bjóst aldrei við að sleppa lífs. Lögfræðingar mínir voru einnig mjög hræddir vegna þess að þeir áttu þess ekki kost á því að hjálpa mér. Það var ekki fyrr en lýðræðis- stjórnir þrýstu á stjórn Bangladesh fyrir mína hönd að hjólin fóru að snú- ast. Á endanum hjálpuðu stjórnvöld mér að komast úr landi, en ástæðan var einnig sú að hætta var farin að steðja að henni. Stjórnin átti erfitt með að stjórna ástandinu. Landið var lamað vegna skæruverkfalla og bókstafstrú- armenn fýlktu liði á götum úti og kröfðust þess að stjórnin refsaði mér, dæmdi mig til dauða. Um leið fóru fjölmiðlar um allan heim að gagnrýna stjórnina." Nasrin fór frá Bangladesh í útlegð til Svíþjóðar, þar sem hún dvaldist í tíu mánuði, og nú býr hún í Berlín. „í Svíþjóð gættu mín alltaf verðir og það sama var uppi á teningnum í Berlín,“ sagði Nasrin. „En nú finnst mér ég ekki þurfa stanslausan lífvörð. Þannig að ástandið í Berlín er nú ró- legra.“ Ýmsir fræðimenn og stjórnmála- menn á Vesturlöndum halda því fram að barátta við íslam muni taka við af kalda stríðinu og vísa til þess að múslimskum bókstafstrúarmönnum vex víða fiskur um hrygg. Nasrin lítur þetta mál öðrum augum: „Múslimsk bókstafstrú fer víða vaxandi. Bangladesh var til dæmis áður veraldlegt ríki, en skyndilega blossar upp bókstafstrú. Ég held að þetta sé afleiðing þess að bókstafstrú vex ásmeginn um heim allan, sérstak- lega í múslimskum ríkjum. Ég held hins vegar að það sé ekki eingöngu múslimskir bókstafstrúarmenn, sem eru í sókn, heldur einnig bókstafstrú- armenn hvai’vetna, hvort sem það eru hindúar eða kristnir menn. Margir segja að íslam sé hinn nýi óvinur vestrænna ríkja. Áður hafi kom- múnisminn gegnt því hlutverki. Ég er ekki þeirrar hyggju. Þetta eru ekki átök milli kristni og íslams, heldur skynsemi og órökrænnar, blindrar trú- ar, átök framtíðar og fortíðar, nútíma- viðhorfa og andstæðu þeirra, hins ver- aldlega og bókstafstrúarinnar. Við þurfum að gera okkur grein fyrir þvi að það hjálpar ekki múslimskum ríkj- um ef við skellum skuldinni á þau. í þessum löndum þyrfti byltingin og ■ andstaðan við bókstafstrúna að koma fram og framfarasinnað fólk ætti að beijast gegn bókstafstrúarmönnum í eigin þjóðfélagi. Það er einnig merk- ingarlaust að kenna vestrænum ríkjum um. Það gefur bókstafstrúarmönnum einungis kost á því að auka fýlgi sitt.“ Hin nýja bók Salmans Rushdies, „Síðasta andvarp márans" (The Mo- or’s Last Sigh), hefur verið fordæmd meðal hindúa á Indlandi. Þar er hindúaleiðtoginn Bal Thackeray, sem komst til valda í kosningum í Maha- rashtra-ríki í febrúar, dreginn sundur og saman í háði. Thackeray varð styggur við og fyrir vikið verður bók- inni ekki dreift í Maharashtra og þar með talið Bombay. Þar má segja að komin sé fram hin hliðin á öfgunum. „Hindúskir bókstafstrúarmenn á Indlandi eru mjög sterkir," segir Nasr- in. „Þeir hafa unnið sigra í mörgum ríkjum. Þeir eru að komast til valda og framfarasinnað, veraldlega þenkj- andi fólk á Indlandi er í klemmu. Ég held að það ætti að vinna af hörku og án málamiðlunar gegn heittrúuð- um hindúum. Múslimar eru í minni- hluta á Indlandi og eru kúgaðir rétt eins og hindúar í Bangladesh. Minni- hlutahópar eru reyndar kúgaðir um allan heim, ekki aðeins í Bangladesh og á Indlandi.“ Samanburður við Rushdie Nasrin hefur oft og tíðum verið borin saman við Salman Rushdie,_sem Ayátolla Khomeini, erkiklerkur í íran, kvað yfir fatwa fyrir bók hans „Sálm- ar Satans“. „Ég held að fólk beri mig saman við Salman Rushdie af því að hann '* er úr múslimskri fjölskyldu og gagn- rýndi íslam, sem leyfir ekki hinar minnstu efasemdir. Ég gagnrýndi einnig íslarri vegna þess að þar eru konur kúgaðar. Við erum borin saman af því að við fylgdum ekki reglum ísl- ams heldur gagmýndum. Ég held að gagnrýni á íslam sé mjög mikilvæg vegna þess að það er mikið óréttlæti og misrétti í kóraninum og íslam. Ef sá sem gagnrýnir íslam er múslimi eða úr múslimskri fjölskyldu held ég að þeir, sem eru fáfróðir og trúa á íslam , í blindni, geti gert sér grein fyrir því hve fölsk þessi trú er og hvílíkt órétt- læti og misrétti hún leiðir af sér í þjóð- félaginu. Augu fólks munu opnast og vitund þess vakna til að gagnrýna ísl- • am og reyna að fjarlægja trúna til að geta lifað án hennar." Það hafa vægast sagt verið mikil viðbrigði fyrir Nasrin að vera í útlegð. „Svíþjóð og Bangladesh?" spurði hún. „Það er gerólíkt. í Bangladesh eru konur eins og þrælar. í Svíþjóð og á Norðurlöndum hafa konur meira frelsi og eru atkvæðameiri í pólitík heldur en víðast hvar annars staðar." Nasrin er hætt að skrifa dálka, en hún vinnur nú að bók: „Hún fjallar um múslimska konu og líf hennar og þjáningar. Bókin er' að vissu leyti sjálfsævisöguleg, en hún nær einnig aftur um fimmtíu ár til tíma ömmu rninnar og lýsir þeim breytingum, sem átt hafa sér stað síðan. Nú geta konur farið í skóla og lært og þær geta unnið. En á tímum ömmu minnar máttu konur ekki ganga í skóla. Aðstæður hafa breyst, en konur eru enn kúgaðar. Ég hef ekki enn lokið við þessa bók, en hún verður stór. Þar mun ég rekja reynslu þriggja kynslóða: ömmu minnar, móð- ur minnar og mína eigin reynslu. í Bangladesh eru margar konur, sem hugsa eins og ég, en óttast bók- stafstrúna. Þær vilja ekki lenda í sömu aðstöðu og ég. Því skrifa þær ekki eins og ég heldur fjalla þær um kven- réttindi af mikilli hófsemi. Ég reyni að blása þeim í bijóst kjarki til að hækka róminn, að brýna raustina og krefjast jafnréttis án málamiðlana. Margar konur halda einnig að þær geti fengið frelsi innan íslams, innan trúarinnar, en ég segi þeim alltaf að það verði aldrei hægt að öðlast frelsi innan trúarinnar. Ef konur vilja frelsi verða þær að bijóta niður múr trúar- innar. Margir halda því fram og kon- ur þar á meðal að ég gangi of langt, ég sé hundrað árum á undan og of róttæk. En ég er þeirrar hyggju að það sé mikilvægt að vera róttæk vegna þess að bókstafstrúin, karlrem- ban og feðraveldið er mjög sterkt. Ef við beijumst gegn sterku afli í þjóðfélaginu verðum við að vera jafn- sterk, ef ekki sterkari. Ef ég er of róttæk er það minn réttur. Enginn ætti að hafa rétt til þess að drepa mig fyrir þær sakir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.