Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ REBEKKA ÍSAKSDÓTTIR + Rebekka ísaks- dóttir fæddist á Óseyri í Hafnar- firði 15. september 1912. Hún lést á St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, 5. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þórunn Kristjáns- dóttir og ísak Bjarnason, lengst af búandi í Fífu- hvammi, Kópavogi. Rebekka var næst- yngst í hópi sjö systkina; elst var Guðríður, þá Guðmundur, Krislján, Berg- þóra Rannveig, Ingjaldur og Anton. Öll látin nema Bergþóra Rannveig. 3. júlí 1932 giftist Rebekka Viggó Kristjáni Ólafi Jó- hannessyni, verksljóra frá Jó- fríðarstöðum, f. 30. desember 1902, d. 5. febrúar 1991. Börn þeirra voru fjögur: Bjarney Kristín, f. 2. mars 1934, henn- ar maður Guð- mundur H. Gísla- son, þau eiga tvo syni. Isak Þórir, f. 31. desember 1935, d. 26. október 1994, var kvæntur Sonju Geirharðsdóttur; þau áttu þrjá syni, einn þeirra fórst af slysförum 15. júlí 1979; síðari kona Guðrún Arnardótt- ir. Jóhannes, f. 16. október 1939, hans kona er Ragnheiður Hildur Hilmars- dóttir, þau eiga tvö börn. Mál- fríður Ólína, f. 24. maí 1943, hennar maður Ólafur B. Ás- mundsson, þau eiga tvö börn. Langömmubörn eru tólf. Útför Rebekku fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. Lækkar lífdaga sól. Lðng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blesaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Hún amma okkar, Rebekka ís- aksdóttir, er látin. Amma fæddist á Óseyri í Hafnarfirði 15. septem- ber 1912, en fluttist ung að árum með foreldrum sínum í Fífuhvamm Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR UÓTEL LÖFTLEIÖIK í Kópavogi. Árið 1932 giftist amma Viggó Kristjáni Ólafí Jóhannessyni sem kenndi sig við Jófríðarstaði í Reykjavík sem varð síðar heimili þeirra um árabil eða þar til þau fluttu í Kópavoginn árið 1965 og bjuggu þau í Hlíðardal til æviloka, en afi dó 5. febrúar 1991. Amma var alltaf mjög glaðlynd kona, skapföst og með frábært minni, allt til dauðadags, og það voru ófáar sögumar sem við feng- um að heyra um uppvaxtarár henn- ar. Þegar við heimsóttum ömmu var ávallt nóg að borða og var hún þekkt fyrir góðan og vel veittan mat. Garðrækt var henni afar kær- komin, sérstaklega kartöflurækt og blómarækt. Til sönnunar því má Sérfræðingar í blóinaskroylingtini við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 t Bróðir minn, SVEINN JÓNSSON, sem lést í sjúkrahúsinu á Akranesi 6. september sl., verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 15. september kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig. t Ástkærfaðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖSKULDURJÓNSSON frá Tungu i' Bolungarvik, síðst til heimilis íBerjarima 10, Reykjavik, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. september kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðný Höskuldsdóttir, Magnús R. Einarsson, Gísli Jón Höskuldsson, Sigrún Einarsdóttir, Ragnar Höskuldsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Ármann Höskuldsson, Sylvie Achard, Elín Höskuldsdóttir, Tryggvi Gunnarsson og barnabörn. segja að þegar draga fór af henni þrekið síðustu ævidagana kenndi hún mér, Rebekku, . hvernig best væri að sá fræi af morgunfrú og h!úa að blóminu í uppvexti. Það er ekki ætlun okkar að fjöl- yrða meira um alla þá kosti sem amma bjó yfir heldur þakka henni fyrir allt það sem við nutum af hennar hendi. Blessuð sé minning ömmu okkar. Logi og Rebekka. í dag, verður tengdamóðir okkar, Rebekka ísaksdóttir frá Fífu- hvammi, jarðsungin frá Digranés- kirkju. Margar minningar koma í huga okkar, sem of langt er að telja upp, en margar sögur sagði hún okkur frá æsku sinni í Hafnarfirði og síð- ar frá Fífuhvammi, minni hennar var frábært og það sem hún sagði okkur var mjög fróðlegt, meðal annars að þegar hún var aðeins sex ára gömul gekk hún frá Hafnar- fírði þar sem hún fæddist til Fífu- hvamms og þá hefðu ekki verið mörg hús á þeirri leið. Árið 1956 fóru þau hjónin til Danmerkur og Þýskalands, hún í sína einu utanlandsferð, núna mörgum árum síðar átti annar okk- ar kost á að sannreyna minni henn- ar. Lýsing hennar kom alveg fram eins og hún var búin að lýsa öllu. Þær ferðir sem hún átti kost á að fara hér innanlands rifjaði hún oft upp þegar við hittumst. Ekki má gleyma að þakka henni fyrir allar þær ljúffengu veitingar, t.d. flatkökur og pönnukökur, sem henni einni var lagið að gera og langömmubömin sakna núna. Margar stundir sátum við saman í eldhúsinu í Hlíðardal II og horfðum á þær breytingar sem orðið hafa á undanfömum ámm hér í Kópavogi. Nú á kveðjustund viljum við þakka henni af alhug fyrir allt það sem hún hefur gert fyrir okkur og börn okkar. Fyrir hönd fjölskyldu hennar vilj- um við þakka starfsfólki St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði fyrir frá- bæra umönnun í veikindum hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. ' Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skait. (V. Briem.) Guðmundur H. Gíslason, Ólafur B. Ásmundsson. í dag kveðjum við ömmu mína, Rebekku Isaksdóttur frá Fífu- hvammi, sem orðið hefði 83 ára nk. föstudag. Ég átti því láni að fagna að búa fyrstu ár ævi minnay hjá ömmu og afa, Viggó Kristjáni Ólafi Jóhannessyni, en flutti þegar mamma og pabbi byggðu sér hús við hlið þeirra. Þær vom margar ferðimar til þeirra hvern einasta dag, sú fyrsta eldsnemma á hveij- um morgni til að drekka með afa mínum en svo eftir góða stund fann afi til kaffið handa ömmu og færði henni í rúmið. Síðan var farið út að sinna hestunum og kindunum eða horfa út um gluggann með ömmu en kíkirinn var aldrei langt frá henni. í hádegismat hjá ömmu og afa komu margir til að hittast og ræða málin og borða góða matinn sem á borðum var, en alltaf var nóg handa öllum. Á jólunum voru amma og afi með jólaboð fyrir alla fjölskylduna og var þá glatt á hjalla og mikill matur fram borinn. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í huga minn núna, minningar um hve oft hún var búin að segja frá siglingu sem þau fóru í 1956, en frásögn ömmu var eins og þau hefðu komið heim í gær svo vel mundi amma allt. Árið 1990 fór afi minn á Sunnuhlíð og lést þar 5. febrúar 1991, eftir löng veikindi. Skömmu seinna flutti amma yfir til mömmu og pabba. Þá var ég sjálf farin að búa en alltaf er ég kom til þeira fór ég til ömmu, það var svo gaman að koma til hennar og alltaf hafði hún eitthvað að segja. Guðmundur Ragnar sonur minn var svo hrifinn af henni og oft bak- aði hún pönnukökur handa honum og sendi hann svo upp með handa okkur. í desember sl. eignaðist ég dóttur og bað ömmu um að vera skírnar- vott og gladdi það hana, og enn meira gladdi það hana að sú litla var skírð Vigdís Lilja, en Vígdís er í höfuðið á afa. Eg man síðasta skiptið sem ég fór til ömmu á sjúkrahúsið. Sjá ljómann er hún sá Vigdísi Lilju „hana litlu sína“ eins og hún sagði. Að lokum vil ég þakka ömmu minni fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og fjölskyldu mína alla tíð. Eg mun geyma minningu þína í hjarta mínu, elsku amma mín. Ragnheiður Ólafsdóttir. Við viljum með nokkrum orðum kveðja góða vinkonu okkar, hana Bekku. Kynni okkar má rekja 17 ár aft- ur í tímann, þegar ég ungur strák- ur lék mér í móanum. í húsunum þremur, Hlíðardal I, II og Tungu, kynntist ég því indælasta fólki sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Ég bar út Moggann í Breiðholt- inu og fannst mér því tilvalið að láta fólkið í móanum njóta þess að fá aukablöð. í um tíu ár kom ég þangað nær daglega með Moggann meðferðis. Oftar en ekki rétti Viggó, maðurinn hennar Bekku, mér poka með einhveiju góðgæti. Auk góðgætisins og hlýjunnar fékk ég viðurnefnið — Moggi. Vænt þótti mér að heyra þegar sagt var að Guðmundur Moggi væri að koma. Gaman var að sjá hve vænt Bekku og Viggó þótti um hvort annað. Mér hefur ætíð fundist að ég ætti töluvert í fólkinu í móanum og þess fjölskyldum. Af þeirri vænt- umþykju sem ég hef ætíð fundið fyrir af þess hálfu, tel ég að það eigi .stóran hlut í mér. Ferðunum í Kópavoginn fækkaði eftir að við fluttum austur fyrir fjall. Þrátt fyrir færri heimsóknir og símtöl þá hefur hugurinn verið í móanum. Eftir að við systkinin stofnuðum okkar eigin ijölskýldur hefur mök- um okkar og börnum auðnast að njóta þeirrar miklu hlýju og tryggð- ar, sem við höfum notið um árabil. Við munum ætíð minnast Bekku sem hjartahlýrrar konu sem var umvafin yndislegum börnum, bamabörnum og barnabarnabörn- um. Vert er að þakka allar þær ánægjulegu stundir sem við höfum átt í gegnum árin. Það er ómetan- legt að fá að kynnast fólki sem því í Hlíðardal I, II og Tungu. Guð geymi góða vinkonu. Við sendum öllum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur, Kristín Björk og börn. Þriðjudaginn 5. september lést hún Rebekka vinkona okkar. Okkur langar að minnast hennar nokkrum orðum. Hún var fædd 15. september 1912 og var því næstum 83 ára þegar hún lést. _ Árið 1932 giftist hún Viggó K.Ó. Jóhannssyni, miklum öðlings- manni, og varð þeim sex barna auðið og eru nú þijú á lífi. í Hlíðardal í landi Fífuhvamms bjuggu þau Bekka og Viggó í nær 30 ár. í Hlíðardal II býr dóttir þeirra Málfríður og Ólafur tengdasonur og börn þeirra. Þegar Viggó lést útbjuggu Fríða og Óli litla en fallega íbúð í kjallara hjá sér fyrir Bekku og þangað var notalegt að koma og finna hlýtt faðmlag og njóta góðra veitinga. Þama naut Bekka líka sérstakrar ástúðar dóttur sinnar, tengdasonar og barna þeirra. Þær voru mjög samrýndar mæðgur, Bekka, Fríða og Eyja. Það var unun að sjá hve vel þær systur hugsuðu um móður sína. Það er svo margt sem kemur upp í hugann að leiðarlokum þegar við hugsum um þessa fallegu og blíðu konu, sem var svo einlæg og trygg. Minning hennar er ljós í lífi okk- ar. Um leið og við kveðjum góða vinkonu sendum við ykkur, elsku Fríða, Eyja og aðrir ástvinir, inni- legar samúðarkveðjur. Fjölskyldan Brjánsstöðum. Nú er hún Bekka, gamla og trausta vinkona mín, búin að kveðja þetta líf. Eflaust hefur Viggó tekið vel á móti henni. Að hafa átt þess kost að kynnast þessari hlýju og góðu konu er alveg ómetanlegt og minninguna um hana Bekku mun ég ætíð varðveita i hjarta mínu. Ég kynntist Bekku þegar ég var tíu ára gömul og vinskapur okkar hefur orðið traustari með árunum. Hún hefur fylgst með mér eldast og þroskast, giftast og eignast heimili og börn. Bekka var alveg yndislega gest- risin. Þegar ég heimsótti hana, tók hún allt til sem hún átti, nýbakaðar pönnukökur, flatkökur og annað meðlæti ásamt heitu kakói með ijóma og ég varð að smakka á öllu. Hún sagði alltaf að svona ferðafólk þyrfti að borða vel. Hún var alveg einstök kona. Ég votta öllum aðstandendum samúð mína. Sigríður Björk Gylfadóttir. + Elskuleg móðlr okkar og sambýliskona mín, ANNA MARÍA EGILSDÓTTIR, Fögrubrekku, sem lést ó St. Jósefsspítala í Hafnar- firði aðfaranótt 11. september, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstu- daginn 15. september kl. 15. Svavar Már, Sigfús og Sigurbjörn Einarssynir, Eyjólfur Vilhelmsson. t Astkær sonur okkar, bróðir og frændi, GUÐBJÖRN MÁR HJÁLMARSSON, lést á Barnaspítala Hringsins þann 10. september sl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 15. september kl. 13.30. Halldóra Stefánsdóttir, Hjálmar Kristinsson, Smári Hjálmarsson, Stefán Hjálmarsson, Jónatan Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.