Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 31
I MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 31 ^ MINNINGAR KRISTJANA GUÐMUNDSDOTTIR 4- Krisljana Guð- ■ ijiundsdóttir fæddist á Egils- stöðum í Flóa 11. maí 1913. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 4. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristín Gísla- dóttir, f. 6.11.1883, d. 14.12. 1965, og Guðmundur Ei- ríksson, f. 21.8. 1879, d. 12.3. 1963. Systkini hennar eru: Eiríkur, f. 17.7.1909, Guðmundur, f. 8.12. 1910, d. 15.1. 1981, Gísli f. 1.4. 1912, Guðjón, f. 8.10. 1914, Helga Laufey, f. 18.12. 1916, d. 16.1. 1995, Regína, f. 29.8. 1918, Æsa, f. 29.4. 1920, Al- bert, f. 22.9. 1922, og Gunnar, f. 10.5. 1926, d. 2.8. 1983. Krisljana giftist Jóni Kára- syni. Þau slitu samvistum og gekk hún syni Jóns, Ellert Jóni, f. 11.10. 1944, í móður- stað. Þá eignaðist Kristjana son, Guðlaug Má Sigmundsson, f. 15.11. 1951. Ellert er kvænt- ur Þórdísi Hlöðversdóttur, f. 20.1. 1945, og eiga þau einn son, Hlöðver, f. 3.3.1964. Sam- býliskona hans er Helga Guð- mundsdóttir, f. 20.7. 1967. Þeirra dóttir er Hrefna, f. 7.2. 1995. Guðlaugur er kvæntur Hildigunni Friðjónsdóttur, f. 13.6. 1958. Synir þeirra eru Árni, f. 8.10. 1982, og Guðni Hrafn, f. 26.4. 1993. Jarðarför Kristjönu fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 13. september. Hvað einkenndi þessa mætu konu? Ég held að það hafí verið þessi friður og ró sem alltaf var á heimili hennar og í kringum hana. Þar var þó aldrei lognmolla eða leiðindi, því að hennar mesta yndi var að vera í góð- um og kátum félags- 1 skap þar sem mikið var talað, hlegið og þess notið að vera gaman. Við eigum oft erfitt með að tileinka okkur slíkt í erli dagsins, og streðum oft um of við að eignast veraldlega hluti, en heiðarleiki og hófsemi eru líklegri leið til lífsham- ingju. Það sýndi Kristjana mér. Síðasta ár var erfitt fyrir mína kæru tengdamóður og okkur öll, en þá ágerðust veikindi hennar, og var svo komið að hún gat ekki tjáð sig með orðum. Aldrei urðum við vör við reiði eða biturð heldur kom í ljós æðruleysið sem einkenndi hana allt hennar líf. I stað orða gaf hún okkur brosið sitt bjarta, hlýja faðmlagið, klappið og koss á kinn. Ég og strákamir mínir munum ætíð geyma minninguna um kær- leiksríka og yndislega ömmu í hjörtum okkar. Far í friði. Hildigunnur Friðjónsdóttir. t Innilegar þakkir faerum við öllum þeim, sem sýndu okkur samuð og vinarhug við andlát og útför ástkærs sonar okkar og bróður, BJARNA KARLSSONAR, Þórsgötu 19, Reykjavfk. Valgerður Helga Bjarnadóttir, John Gott og systur. 4 Þei, þei, og ró. Þögn breiðist yfír allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þöp breiðist yfír allt. (Jóhann Jónsson.) Hvað kemur í hugann þegar kær vinur deyr? Það eru vissulega óteljandi hlutir og hægt að skrifa langt mál um konu sem lifði í 82 ár. Ég man eftir hlýjunni, kærleikanum, bros- inu, pönnukökunum, flatkökunum, jólahryggnum, glettninni, að fela hlut og spila við ömmu á Snorró. Ég vil minnast og þakka fyrir öll árin sem ég átti samleið með Krist- jönu tengdamóður minni. HRAFN- HILDUR KRISTINS- DÓTTIR 41 Hrafnhildur Kristinsdóttir * fæddist í Reykj avík 11. apríl 1934. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 3. september síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 12. septem- ber. ---y-■ OKKUR langar að kveðja okkar fyrrum samstarfsfélaga Hrafnhildi Kristinsdóttur. Við þekktum hana sem ákveðna og skemmtilega sölu- konu. Eftir margra ára dygga þjón- ustu hætti hún störfum 31. október 1992. Við viljum um leið og við þökkum ánægjuleg kynni senda aðstandendum innilegar samúðar- kveðjur og þökkum Guði fyrir að lina þjáningar hennar og taka hana í sína varðveislu. Fyrir hönd starfsfólks Olympiu, Guðbjörg Ó. Gísladóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURGEIR SVERRISSON frá Blönduósi, er látinn. Jarðarförin fer fram frá Blönduóskirkju föstudaginn 15. september kl. 14.00. Guðmundur Jóhann Sigurgeirsson, Ólöf Ragna Sigurgeirsdóttir, Kristófer Skúli Sigurgeirsson, Elisabet Þórunn Sigurgeirsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför systur minnar og móðursystur okkar, ÓLAFÍU JÓNSDÓTTUR frá Vatnsskarðshólum. Sérstakar þakkir til starfsfólks á G-3 og A-4, Hrafnistu, fyrir góða umönnun. Guðný Scheving, Tryggvi Ólafsson, Eyþór Ólafsson, Sigrún Scheving. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, CHARLOTTA ÓLÖF GISSURARDÓTTIR, Þórufelli 2, Reykjavík, sem lést í Landspítalanum 7. septem- ber, verður jarðsungin frá Aðventkirkj- unni í Reykjavík föstudaginn 15. sept- ember kl. 13.30. Ragnar Eirikur Björnsson, Frans Gíslason, Ágúst Gíslason, Gissur Eiríksson og barnabörn. t Innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR HELGU HJÁLMARSDÓTTUR, Hátúni 8, Vestmannaeyjum. Emil Magnússon, Magnús Emilsson, Gunnhildur Haraldsdóttir, Emil Sigurður Magnússon, barnabörn og barnabarnabarn. t Við færum öllum hjartanlegar þakkir, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát eiginmanns míns, föður okk- ar, tengdaföður, afa og langafa, KARLS ÞORLÁKSSONAR, Hrauni, Ölfusi. Þá þökkum við alúðlega starfsfólki á 11 E, krabbameinsdeild Landspítalans, fyrir umönnun þeirra og hlýju. Brynhildur Eysteinsdóttir, Gunnar Steinn Karlsson, Ingunn Guðmundsdóttir, Vigdis Karlsdóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Hrafnkell Karlsson, Sigríður Gestsdóttir, Guðmundur Ingi Karlsson, Þorlákur Karlsson, Kristjana Skúladóttir, Inga Þóra Karlsdóttir, Garðar Gestsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, systur, ömmu, langömmu og langalangömmu, LÁRU JÓNASDÓTTUR, Norðurbrún 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Norður- brúnar 1 og starfsfólks Borgarspítalans. Kristinn Ásgeirsson, Lína Þóra Gestsdóttir, Þorbjörg Svavarsdóttir, Metúsalem Sigmarsson, Albert Jónasson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför REYNIS BJARKMANS RAGNARSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 7A á Borgarspítalanum og Rauða kross deildinni fyrir góða umönnun. Björg Þorkelsdóttir, Sigurður Ólafsson, Valgeir Reynisson, Sigurbjörn Ragnarsson, Elín Guðmundsdóttir, Halldór Ragnarsson, Tómas Baldvinsson, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Maríus Sigurbjörnsson, Björk Óskarsdóttir, Jóna B. Pálsdóttir, Magnús Sveinsson, Sigríður Sverrisdóttir, Guðmundur Sigurbjörnsson og frændsystkini. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður og ömmu, HALLGRIMU MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áðurtil heimilis á Mímisvegi 2a. Sérstakar þakkir til starfsfólks og stjórn- enda elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Jóhannes Jóhannesson, Álfheiður Kjartansdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Þorkell M. Þorkelsson, Bárður Jóhannesson, Ósk Auðunsdóttir og ömmubörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HRÓBJARTS ELÍ JÓNSSONAR fulltrúa, Óðinsgötu 15, Reykjavík. Sérstakar þakkir til þeirra, sem önnuðust Hróbjart í veikindum hans. Kristfn Bjarnadóttir, Ingunn Elm Hróbjartsdóttir, Þorkell Húnbogason, Jóna Hróbjartsdóttir, Jón Hróbjartsson, Gunnar Þór Geirsson, Bjarni Geirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Guðmundur Lárusson, Margrét Dan Jónsdóttir, Anna Guðrún Hafsteinsdóttir, Þuríður Björnsdóttir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.