Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 33 Friðrik stal senunni frá HM-einvíginu SKAK Þjódarbókhlaðan AFMÆLISMÓT FRIÐ- RIKS ÓLAFSSONAR OGSKÁKSAMBANDS ÍSLANDS 2.-16. september 1995 ÁHORFENDUR á Friðriksmótinu í Þjóðarbókhlöðunni misstu alveg áhugann á fyrstu skákinni i heimsmeistaraeinvígi Anands og Kasparovs í New York þegar Frið- rik Ólafsson gerði sér lítið fyrir og fórnaði manni á kóngsstöðu Soffíu Polgar. Friðrik fórnaði síð- an skiptamun og manni til viðbót- ar. Það sýndist sitt hveijum um réttmæti fórnanna en niðurstaðan úr þessari æsispennandi viðureign varð jafntefli með þráskák. Það fannst mörgum þeir kannast við Friðrik á mánudagskvöldið. Hannes Hlífar Stefánsson tók forystuna á mótinu þegar hann lagði Helga Áss Grétarsson að velli. Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason nálguðust toppinn með sigrum á þeim Gligoric og Larsen. Úrslit 8. umferðar: Hannes-Helgi Áss 1-0 Smyslov-Þröstur 1-0 Friðrik-Soffía Polgar 'A-'A Helgi Ól.-Margeir ‘A- ‘/2 Jóhann-Gligoric 1-0 Jón L.-Larsen 1-0 Staðan: 1. Hannes 6 v. 2. Margeir 5 ‘A v. 3. -5. Jóhann, Jón L. og Soffía Polgar 4 ‘A v. 6.-7. Smyslov og Helgi Áss 4 v. 8.-9. Larsen og Gligoric 3 ‘A v. 10. Helgi Áss 3 v. 11. -12. Friðrik og Þröstur 2'A v. Frí er á mótinu í dag, en 10. og næstsíðasta umferðin verður tefld á morgun kl. 17. Mótinu lýkur síðan á föstudagskvöldið. Friðrik tefldi djarft Afmælisbarnið sýndi gamal- kunna takta í skák sinni við ung- versku stúlkuna Soffíu Polgar. Hún fékk virka stöðu út úr byrjuninni en þá hélt Friðrik frumkvæðinu með því að leggja út í ævintýraleg- ar fórnir: Svart: Soffía Polgar Hvítt: Friðrik Ólafsson Sjá stöðumynd I 24. Bxh6! - gxh6 25. Rxh6+ - Kg7 26. Dd2 - Be7 STÖÐUMYND I STÖÐUMYND II Eðlilegra virðist 26. - Rc4 27. Df4 - Rxb2, en þá heldur hvítur sókninni gang- andi með 28. Hbl! - Bxbl 29. Hxbl 27. Hxe4! - dxe4 28. Rf5+ - Kh8 29. Df4! - exf3 30. Hd6! - Dxd6 31. Rxd6 - Bxd6 32. Dh6+ - Kg8 33. Dg6+ - Kh8 34. Dh6+ - Kg8 35. Bxf3!? - Rb6 Eftir 35. - Rf8 á hvítur einnig þráskák með 36. Df6+ 36. Dg6+ - Kh8 37. Df6+ - Kg8 38. Dg5+ - Kh8 39. Dh6+ - Kg8 40. Bg4 - Rc6 41. Dg6+ - Kf8 og eftir langa umhugsun sættist Friðrik á jafn- tefli. Hvítur þráskákar í stöðunni. Bent Larsen lagði mikið á stöð- una gegn Jóni L. og tókst ekki að halda henni ^saman: Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Bent Larsen Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - g6 3. c4 - Da5 4. Rc3 - d6 5. d4 - Bg4 6. dxc5 - dxc5 7. Dd5 - Rc6 8. Re5 - Rxe5 9. Dxe5 - f6 10. Dg3 - Bd7 11. Bd2 - Bh6 12. f4 - e6 13. 0-0-0 - 0-0-0 14. Df2 - Dc7 15. g3 - Re7 16. Be3 - g5 17. Bxc5 - gxf4 18. Kbl - Bc6 19. Bh3 - f5 20. Bxa7 - De5 21. Dc5! Sjá stöðumynd II 21. - Bg7 22. Dxe7 - Bxe4+ 23. Kal - Bxhl 24. Hxhl - fxg3? 25. Ra4 og svartur gafst upp því 25. - Hd6 er svarað með 26. Bg2. Róleg byijun í New York Fyrsta skákin í heimsmeistara- einvígi atvinnumannasambands- ins PCA var tefld í New York á mánudagskvöldið. Anand tefldi gætilega með hvítu mönnunum og Kasparov var aldrei i neinni hættu. Karpov tefldi á svipaðan háttgegn Sikileyjar- vörn í einvígjum sín- um við Kasparov 1984 til 1986, en komst aldrei neitt áleiðis. Sú fræðilega barátta endaði með því að Karpov fór að staðaldri að leika drottningarpeðinu í fyrsta leik. Margir skákfræðingar hafa sagt að sá skákmað- ur vinni titilinn af Kasparov, sem finni ráð til að mæta Sik- ileyjarvörninni, sem er hornsteinninn í varnarkerfi PCA- heimsmeistar- ans. Fyrsta skákin var nokkuð tæknilegt áfall fyrir Intel, sem kostar einvigið. Intel hafði auglýst að hægt yrði að fylgjast beint með skákinni á Intemetsíðu fyr- irtækisins, en þegar tugþúsundir skákáhugamanna kölluðu upp síð- una lét hún undan álaginu og ekkert svar fékkst. Félagar í Int- ernet skákklúbbnum gátu þó fylgst með og þannig barst skák- in leik fyrir leik í Þjóðarbókhlöð- una. Hvítt: Anand Svart: Kasparov Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Be2 - e6 7. a4 - Rc6 8. 0-0 - Be7 9. Be3 - 0-0 10. f4 - Dc7 11. Khl - He8 12. Dd2 - Bd7 13. Hadl - Had8 14. Rb3 Einn aðstoðarmanna Anands, Bandaríkjamaðurinn Patrick Wolff, lék 14. Bf3 árið 1993 14. - Bc8 15. Bf3 - b6 16. Df2 - Rd7 17. Rd4 - Bb7 18. Bh5 - Hf8 19. Dg3 - Rxd4 20. Bxd4 - Bf6 21. Be2 - e5 22. fxe5 - Bxe5 23. Df2 - Rc5 24. Bf3 - Hfe8 25. h3 - a5 26. b3 - Bc6 27. Hfel - h6 og samið jafntefli. Margeir Pétursson Friðrik Ólafsson AFMÆLI HELGI SÍMONARSON HELGI frændi minn á Þverá í Svarfaðardal er 100 ára í dag og vil ég óska honum til hamingju með afmæl- ið. Helgi fæddist 13. september 1895 í Gröf í Svarfaðardal. Foreldrar hans vora Símon Jónsson Jóns- sonar úr Lágubúð I Skagafirði og Guðrún Siguijónsdóttir bónda í Gröf Alexandersson- ar. Helgi naut ekki föður síns því hann drukknaði 1. maí 1897. Guðrún bjó síðan um skeið með Jóni Sig- tryggi Jónssyni og eignuðust þau einn son, Jón Jónsson kennara á Dalvík, sem nú er látinn, en hann var afi minn. Helgi braust til mennta og lauk gagnfræðaprófi 1919 og kennara- prófi 1923. Hann stundaði kennslu um langt árabil og var skólastjóri á Dalvík 1924-43. Helgi starfaði alla tíð mikið að félagsmálum og var fulltrúi sveitunga sinna í mörg- um efnum. Hann var í hrepps- nefnd, fulltrúi á búnaðarþingi og sinnti mörgum fleiri trúnaðar- störfum sem of langt mál væri upp að telja. Helgi kvæntist 4. júní 1927 Maríu Stefánsdóttur. Hún lést 1963. Helgi og María eignuðust þijú börn sem upp komust: Hall- dóra, f. 1930, lést af slysförum 1958, Sigrún f. 1935 og Símon f. 1941. Helgi hefur búið á Þverá í Svarf- aðardal frá árinu 1930 er hann keypti jörðina. Hann stóð sjálfur fyrir búinu til 1972 er Símon son- ur hans og Guðrún dótturdóttir hans tóku við en þau hafa búið þar félagsbúi. Ég hygg að Helgi hafi verið góður bóndi sem bætti jörð sína og bústofn þrátt fyrir miklar annir á öðrum sviðum. Mínar fyrstu minningar um Helga á Þverá eru þær að hann hafi verið slyngari öðrum mönn- um. Þannig var að ég fór með pabba fram á Þverá, en hann var að vinna þar eitthvað fyrir Helga nafna sinn. Ég hef líklega verið fimm - til sex ára gamall. Helgi þurfti að fara úr gamla fjósinu og inn í bæ og síðan aftur út. Hann stytti sér leið og fór yfir fjóshaug- inn þar _sem hann hafði náð að harðna. Ég hélt að ég gæti nú lík- lega farið yfir fjóshauginn eins og Helgi frændi og fór í humátt á eftir honum. Eitthvað hef ég þó tekið vitlaust eftir því haugurinn var heldur eftirgefanlegri við mig en Helga frænda og skipti engum togum að ég sökk á bólakaf. Líklega hef ég rekið upp eitthvert org því pabbi kom út og náði mér upp úr haugnum á síðustu stundu. Hann fór síðan með mig beina leið út í á og skolaði af mér. Ég skildi ekki með nokkru móti hvernig Helgi fór að því að fara yfir hauginn án þess að sökkva en ég, sem var miklu léttari, steinsökk. Eftir þetta fannst mér alltaf að það væri eitthvað alveg sérstakt við Helga frænda minn á Þverá. Líklega hefur það verið rétt hjá mér, þótt í öðram skilningi væri. Hvar sem ég hef farið eða dvalið og nafn Helga Símonarsonar á Þverá hefur borið á góma hafa menn lokið upp einum munni um ágæti hans. Hvergi nokkurs staðar hefur verið vikið hnjóðsyrði að honum í mín eyru. Hlýtur það að segja nokkra sögu um eðli og inn- ræti manns sem lifað hefur í heila öld og kynnst mörgum mönnum á þeirri vegferð. Mig undrar ekki þó svona sé. Alltaf hefur mér þótt væntumþykja og velvilji einkenna framkomu og fas Helga á Þverá. Hann talaði alla tíð við mann sem jafningja þótt maður væri ungur að áram. Hann fylgdist með því sem maður tók sér fyrir hendur og sýndi því áhuga með spurning- um sínum. Helgi hefur verið mikill áhuga- maður um íþróttir og fylgist grannt með þegar mikið stendur til. Hann lét sig ekki vanta á heimsmeistarakeppnina í hand- bolta sem haldin var í vor. Þrátt fyrir háan aldur fór hann til Akur- eyrar til að fylgjast með þeirri keppni. Ég er ekki mikill áhuga- maður um íþróttir en ég get ekki annað en dáðst að áhuga Helga og því hversu vel hann fylgist með. Hann fylgist og vel með þjóð- málum og er tilbúinn að ræða þau við mann í þaula ef svo ber undir. En allt hans tal um þau mál ber vott um umburðarlyndi og víðsýni þess er á að baki langa ævi og lagði upp með gott veganesti. Að endingu vil ég þakka þér, Helgi, fyrir hlýjuna og áhugann sem þú hefur sýnt mér þau ár sem við höfum báðir lifað. Vona ég að afmælisdagurinn verði þér ánægjulegur og að þú megir eiga góða daga um ókomna tíð. Árni Helgason. BRIDS llmsjón Arnór G. Ragnarsson Gúrkurnar unnu Silfurstigamót í lok sumarbrids SUMARBRIDS er lokið þetta árið. Síðasti dagur var sunnudagurinn 10. september og var þá haldið silfurstiga- mót í sveitakeppni með Monrad-fyrir- komulagi. 24 sveitir skráðu sig til leiks og voru spilaðar 6 umferðir 10 spila leikja. Veitt voru peningaverðlaun fyr- ir 4 efstu sætin. Sigurvegari mótsins varð sveit er nefnir sig 5 gúrkur, en hana skipa Jakob Kristinsson, Aðal- steinn Jörgensen, Sveinn R. Eiríksson, Magnús E. Magnússon og Júlíus Sig- uijónsson og hlaut hún 122 stig. í 2. sæti varð sveit Ice-Mac, Hlynur Garð- arsson, Ari Konráðsson, Kjartan Ás- mundsson og Kjartan Ingvarsson með 109 stig. í 3 sæti varð sveit Ólafs Steinasonar með 108 sig, en með hon- um spiluðu Guðjón Bragason, Runólf- ur Jónsson, Páll Þ. Bergsson og Sveinn R. Þorvaldsson og í 4. sæti hafnaði sveit Einars Jónssonar með 107 stig, en liðsmenn hans voru Jónas P. Erl- ingsson, ísak Örn Sigurðsson og Helgi Jónsson. Í lok mótsins voru einnig afhent verðlaun fyrir frammistöðu sumarsins. Stigahæstur í júnímánuði varð Sveinn R. Þorvaldsson með 216 stig. Besta meðaltal í júní hafði Halldór Már Sverrisson, eða 18,5. Stigahæstur í júlímánuði varð Gylfí Baldursson með 214 stig. Hann hafði einnig besta meðaltal mánaðarins, eða 21,4. Stiga- hæstur í ágúst varð svo Sveinn R. Þorvaldsson með 315 stig. Þá hafði besta meðaltalið Gylfi Baldursson, eða 18,7. Bronsstigakóngur sumarsins varð svo Sveinn R. Þorvaldsson, en hann uppskar alls 737 stig í sumar. Næstir honum komu: HalldórÞorvaldsson 549 Erlendur Jónsson 512 Gylfi Baldursson 488 SigurðurB. Þorsteinsson 369 Ekki sóttu allir verðlaun sín við þetta tækifæri, en þeir geta vitjað þeirra á skrifstofu Bridssambandsins á næstunni. Alls tóku 510 einstaklingar þátt í keppnum sumarsins. 289 fengu brons- stig fyrir frammistöðuna, alls 20.744 stig. Um 100 spilarar hlutu silfurstig, en alls var úthlutað 720 silfurstigum. Umsjónarmaður sumarbrids þakkar spilurum fyrir ánægjulegt sumar og óskar þeim velfarnaðar á komandi keppnistímabili. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Fimmtudaginn 7. september spil- uðu 16 pör og úrslit urðu þessi: Eggert Einarsson-Karl Adólfsson 251 Eyjólfur Halldórsson-Þórólfur Meyvantsson 242 Fróði B. Pálsson-Haukur Guðmundsson 236 Þórarinn Árnason-Bergur Þorvaldsson 233 Meðalskor 210 Sunnudaginn 10. september spiluðu 14 pör, úrslit urðu þessi: SigurleifurGuðjónsson-Eysteinn Einarsson 212 Ingunn Bergburg-Halla Ólafsdóttir 174 Eggert Kristinsson-Þorsteinn Sveinsson 169 Meðalskort 156 Og þar með er þessi keppni á enda, með sigri Ingunnar Bergburg og Höllu Ólafsdóttur 924 Sigurleifs Guðjónssonar og Eysteins Einarss. 915 Elínar Jónsdóttur og Soffiu Theodórsdóttur 852 Bridsfélag Breiðfirðinga Starfsemi félagsins hefst mánudag- inn 14. september með eins kvölds tvímenningi. Næsta keppni félagsins verður síðan þriggja kvölda hausttví- menningur sem hefst 21. september og lýkur 5. október. Spilastjóri í vetur verður Isak Orn Sigurðsson. Allir eru velkomnir. Föstudagsbrids í Þönglabakka 1 Eins og undanfarin ár verður spilað- ur eins kvöld tvímenningur á föstu- dagskvöldum. Sú nýbreytni verður í vetur að annað hvert föstudagskvöld verður spilaður Monrad barómeter en hitt venjulegur mitchell. Byijað verður á venjulegu mitchell-kvöldi föstudags- kvöldið 15. september nk. kl. 19. Aðalkeppnisstjóri í föstudagsbrids í vetur verður Sveinn R. Eiríksson. Bridskvöld fyrir byrjendur Byijendaspilakvöld verða í vetur á föstudagskvöldum og hefjast föstu- dagskvöldið 29. september nk. Spila- mennska hefst kl. 19.30 og venjulega eru spiluð 24 spil sem eru tölvugefín og spilarar geta fengið með sér út- skrift af spilunum heim. Ekki er nauð- synlegt að koma með spiiafélaga með sér og reynt verður að para það fólk saman sem kemur stakt. Keppnisgjald er 500 kr. á mann fyrir spilakvöldið og þessi spilakvöld eru ætluð þeim sem hafa litla keppnis- reynslu og vilja æfa sig í spilinu í keppni. Hvert kvöld er sérstök keppni og spilarar geta því mætt eftir vild. Bjarni Einarsson einmenningsmeistari fyrir austan Einmenningsmót Bridssambands Austurlands var haldið á Hótel Bjargi, Fáskrúðsfirði, laugardaginn 9. sept- ember 1995. Mótið er nýbreytni í starfi BSA og ríkti almenn ánægja með framkvæmd þess. Þátttakendur voru 32 og spilaðar 24 umferðir með 2 spilum milli para (miðlungur 336). Mótshaldari var Bridsfélag Suður- fjarða og keppnisstjóri Jónas Ólafsson, Stöðvarfirði. Efstir urðu eftirtaldir 8 spilarar, sem jafnframt hlutu silfurstig: Bjami Einarsson, Bridsféalgi Norðfjarðar 417 Sigurpáll Ingibergsson, Bridsf. Hornafj. 409 Magnús Valgeirsson, Bridsf. Suðurfjarða 392 Pálmi Kristmannss., Bridsf. Fljótsdalsh. 383 Skafti Ottesen, Bridsfélagi Suðurfjarða 379 Sverrir Guðmundsson, Bridsf. Hornafj. 365 Hákon Hákonarson, Bridsf. Suðurfjarða 359 Gunnar Páll Halldórsson, Bridsf. Hornafj. 353

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.