Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 35 FRÉTTIR BSRB átelur ákvörðun kjaradóms Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir Bíll í berj arunna STJÓRN BSRB átelur harðlega ákvörðun kjaradóms um launa- hækkanir upp á 10-20% til æðstu stjórnenda ríkisins á sama tíma og boðaður er enn frekari niðurskurður á velferðarkerfinu og auknar gjald- tökur, segir í fréttatilkynningu. Öllu verra er þó það fordæmi sem Aiþingi sýnir er það hefur ákveðið að þingmenn fái sér meðhöndlun Birki með augum erfða- fræðinga DR. KESARA Anamthawat-Jóns- son heldur fyrirlestur á vegum Líf- fræðifélagsins fimmtudaginn 14. september nk. Fyrirlesturinn verður í Odda, stofu 101, kl. 20.30. Erindið mun ijalla um sameinda- erfðafræðilegar og sameindavist- fræðilegar rannsóknir á birki. Ejall- að verður um kynblöndun milli teg- unda af bjarkarætt, genflæði milli tegunda og rannsóknir á kynbótum og þróunarsögu plantnanna. Fyrirlestur um skóla-algebru DR. CHRISTER Bergsten, kennari við stærðfræðideild Háskólans í Linköping í Svíþjóð, flytur fyrirlest- ur fimmtudaginn 14. september kl. 16.15 á vegum Rannsóknarstofnun- ar Kennaraháskóla íslands. Fyrir- lesturinn nefnist: Að kenna skóla- algebru. Dr. Christer mun m.a. segja frá námsefni í algebru sem hann hefur ásamt fleirum tekið saman til stuðn- ings kennurum. Markmiðið með þessu efni er að nálgast algebru og kenna hana á annan og líflegri hátt en algengt hefur verið til þessa. Dr. Christer Bergsten hefur doktorsgráðu á sviði stærðfræði- menntunar og felst starf hans við Háskólann í Linköping einkum í að leiðbeina við melintun stærðfræði- kennara. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku í stofu M-301 í Kennarahá- skóla íslands og er öllum opinn. ■ SOFIA Polgar teflir fjöltefli á vegum Skákskóla íslands í hús- næði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12 miðvikudaginn 13. september nk. kl. 17. Ollum er heimil þátttaka. Engin þátttöku- gjöld. Námskeið til að hætta að reykja UM langt árabil hafa nám- skeið í reykbindindi verið fast- ur liður í starfsemi Krabba- meinsfélags Reykjavíkur og nú er fyrsta námskeiðið í haust og vetur senn að hefjast. Verð- ur það undir leiðsögn Valdi- mars Helgasonar kennara sem stjórnað hefur mörgum nám- skeiðum félagsins að undan- förnu. Námskeiðið verður haldið í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð og hefst 21. sept- ember en lýkur 19. október. Fundirnir verða á fimmtu- dagskvöldum og að auki mið- vikudaginn 4. október en þá eiga þátttakendur að vera hættir að reykja. Nokkur síðustu árin hefur verið algengt að fyrirtæki og stofnanir styrki starfsfólk sitt til að sækja reykbindindisnám- skeið eða fái jafnvel sérstök námskeið hjá félaginu í tengsl- um við þá ákvörðun að gera vinnustaðina reyklausa. gagnvart skattakerfinu m.a. 40 þúsund króna skattfijálsa auka- greiðslu á mánuði til að mæta ótil- greindum kostnaði. Þetta er óþol- andi feluleikur og til þess eins fall- in að halda launafólki niðri og skekkja launakerfið. Stjórn BSRB hvetur alþingismenn til þess að hafna þessum dulda, skattfrjálsa launaauka. Kynningar- fundur um Tóm- asarmessur í NOKKUR ár hafa svonefndar Tómasarmessur verið haldnar í Finnlandi. Messurnar eru fjölsóttar og hafa vakið athygli innan kirkna í Norður-Evrópu. Myndband verður sýnt og ennfremur munu aðilar sem tekið hafa þátt í slíkum messum segja frá reynslu sinni. Kynningin fer fram í Biskupsstofu, 4. hæð í dag, í dag, miðvikudag frá kl. 16 til 17:30. Landvernd mótmælir kjarnorkutil- raunum Frakka FORMAÐUR og framkvæmdastjóri Landverndar gengu sl. föstudag á fund sendifulltrúa í franska sendiráð- inu og afhentu honum formleg mót- mæli stjórnar Landverndar við kjarn- orkutilraunum Frakka í Kyrrahafi. í bréfi til frönsku ríkisstjórnarinn- ar sem formaður Landverndar, Auð- ur Sveinsdóttir, afhenti við þetta tækifæri kemur fram að stjórn Land- verndar, landgræðslu- og náttúru- verndarsamtaka Islands mótmælir harðlega kjarnorkutilraunum frönsku ríkisstjórnarinnar í Kyrra- hafinu og krefst þess að þeim verði tafarlaust hætt. Stjóm Landverndar harmar það virðingaleysi sem frönsk stjórnvöld sýna fólki um allan heim, sem mót- mælir þessum tilraunum og vill vernda lífríki jarðar gegn þeirri vá sem af kjarnorku getur stafað. Þá þykir stjórn samtakanna það skjóta skökku við að franska ríkis- stjórnin skuli ákveða að efla eyðing- armátt sinn gegn lífríkinu með fjöl- mörgum tilraunasprengingum í Kyrrahafi á náttúruverndarári Evr- Hveragerði Morgunblaðið. FÓLKSBÍLl hafnaði í húsagarði eftir árestur tveggja bifreiða á horni Breiðumerkur og Þela- merkur í Hveragerði sl. laugar- dag. Talið er að ökumaður bílsins sem kom niður Þelamörk hafi misreiknað fjarlægðir og ekið i veg fyrir bíl sem kom eftir ópu. Evrópuráðið ákvað að helga árið 1995 náttúruvemd og hefur af því tilefni hvatt þjóðir Evrópu til að leggja áherslu á vemdun lífríkis jarð- ar og varðveislu fjölbreytileika nátt- úrunnar. Landvernd vekur athygli almenn- ings á því að víða um heim sýnir fólk andúð sína á framferði franskra stjórnvalda í verki með því að kaupa ekki franskar vömr í verslunum. Heimsráð IFOAM fundar á íslandi FULLTRÚAR heimsráðs IFOAM ásamt forseta þess og framkvæmda- stjóra munu dveljast hér á landi og halda ársfund sinn dagana 17.-24. september. IFOAM eru alþjóðasam- tök lífrænna landbúnaðarhreyfmga og eiga aðild að þeim 500 samtök og stofnanir í 95 löndum í öllum heimsálfum. IFOAM-samtökin hafa aðsetur á lífrænum búgarði í Tholey-Theley í Þýskalandi skammt frá Luxemborg. Þau koma fram fyrir hönd framleið- Breiðumörkinni. Áreksturinn var það harður að bíllinn, sem ekið var á, kastaðist upp á gang- stétt og hafnaði hálfur inn i nærliggjandi húsagarði. Engin slys urðu á fólki en nokkrar skemmdir urðu á bílnum sem og á gróðrinum sem fyrir bílnum varð. anda í lífrænum landbúnaði við margvísleg tækifæri svo sem á al- þjóðlegum ráðstefnum og fundum um umhverfísmál, halda sjálf ráð- stefnur víða um heim um ýmis efni er varða lífrænan landbúnað og gefa út og hafa í stöðugri endurskoðun grunnreglur um lífræna framleiðslu- hætti sem m.a. hafa hér á landi ver- ið hafðar til hliðsjónar við samningu reglugerðar um lífræna landbúnað- arframleiðslu. Þá gefur IFOAM út tímaritið „Ecology and Farming" og margvís- legt annað fræðsluefni. Þess má geta að 11. alþjóðlega vísindaráðstefna samtakanna verður haldin í Kaup- mannahöfn í ágúst 1996. Núverandi forseti samtakanna er Harvé La Pra- irie frá Frakklandi en Bernward Geir frá Þýskalandi er framkvæmda- stjóri þeirra. Þeir heimsóttu ísland fyrir tveim árum og eru því nokkuð kunnugir aðstæðum hér. I tengslum við heimsráðsfundinn munu ráðamenn væntanlega heim- sækja bændur sem stunda lífrænan búskap og ræða við búvísindamenn, dýralækna og forystumenn í land- búnaði hér. Auk þess munu þeir flytja erindi á ensku um margvíslega þætti lífræns landbúnaðar á ráðstefnu sem haldin verður á Hótel Sögu, fimmtu- daginn 21. september nk. Að sögn dr. Ólafs R. Dýrmundssonar ráðu- nautar, sem er að byggja upp leið- beininga- og upplýsingaþjónustu í lífrænum landbúnaði hjá Bændasam- tökum íslands, er kjörið tækifæri fyrir allt áhugafólk um lífrænan landbúnað að kynnast nýjustu við- horfum á þessu sviði, með því að sækja ráðstefnuna. Umsjón með skipulagningu henn- ar hafa Baldvin Jónsson og Hákon Sigurgrímsson og er hún haldin á vegum Bændasamtaka íslands, Landbúnaðarráðuneytisins, Náttúru- verndarárs Evrópu ’95 og Áforms - átaksverkefnis um framleiðslu og markaðssetningu lífrænna og vist- vænna afurða. Erindi um feðrafræðslu FYRSTI morgunverðarfundur Kvenréttindafélags íslands á þess- um vetri verður haldinn í Skrúð, Hótel Sögu, fimmtudagsmorguninn 14._ september nk., kl. 8.15-9.45. Á fundinum mun Svíinn Göran Wimmerström fjalla um feðra- fræðslu og þátttöku feðra í uppeldi á fyrstu æviárum bama sinna. Hann mun m.a. velta þeirri spurn- ingu fyrir sér hvort mæður einoki börn sín á þessu skeiði og því hvern- ig feður upplifa gjarnan fyrstu spor- in í föðurhlutverkinu. Göran Wimmerström er vel þekktur í heimalandi sínu fyrir óvenju árangursríka meðferð á körlum sem beita ofbeldi ásamt því að vera einn af frumkvöðlunum í jafnréttisbaráttu karla. Aðgangseyrir er 900 kr. og er morgunverður innifalinn í verðinu. Erindið verður flutt á ensku. Vinir Dóra á Kringlukránni VINIR Dóra verða með tónleika á Kringlukránni í kvöld, miðvikudag- inn 13. september og hefjast þeir kl. 22. Tónleikarnir eru endapunkturinn á ferð þeirra félaga um landið. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA KRISTÍN SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR, Hvanneyrarbraut 50, Siglufirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 14. septemberkl. 13.30. Hafdis K. Ólafsson, Hinrik K. Aðaisteinsson, Júlíus Jónsson, Guðrún Erla Björnsdóttir, Jóhann Jónsson, Kolbrún Símonardóttir, Jónína Kr. Jónsdóttir, Sigurður Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, BJARNI ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést í Borgarspítalanum mánudaginn 11. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Rúna Vigdís Halldórsdóttir, Ragna G. Bjarnadóttir, Guðmar E. Magnússon, Sigurþór Bjarnason, Halldór Gísli Bjarnason, Ingibjörg Kristleifsdóttir og barnabörn. Langarþig í skemmtilegan skóla eitt kvöld í vikui □ Langar þig að vita hvar látnir vinir þínir og vandamenn hugsanlega og líklega eru í dag og hversu öruggt meint samband við þá og þessa undarlegu heima er með aðstoð miðla? □ Langar þig að vita hvað eru afturgöngur og draugar og hvers vegna þessi fyrirbæri sjást? Og langar þig ef til vill að vita hvað álfar og huldufólk eru og hvað raunverulega megi læra af þessum afar merkilegu verum? □ Langar þig að vita hvað best og mest er vitað í gegnum sálarrannsóknarhreyfinguna sem og vísindalegar rannsóknir á líkunum á lífi eftir dauðann og hvers konar heimur það er sem líklegast bíður okkar allra? □ Langar þig að lyfta þér upp eitt kvöld í viku í bráð- skemmtilegum og vönduðum skóla innan um lífsglatt og skemmtilegt fólk, þar sem skólagjöldum er stillt í hóf? Tveir byrjunarbekkir hejja brátt nám í Sálarrannsóknum 1 núáhaustönn '95. Skráning stenduryfir. Hrimdu ov fáðu allar nánari upplýsingar í simum skólans 561-9015 og 588-6050. Yfir skráningardagana út september er að jafnaði svarað I slma Sálarmnsóknarekólans alla virka daga frá kl. 14.00 til 19.00. Skrifstofa skólans er hins vegar opin alia virka daga frá kl. 17.00 til 19.00. Sálarrannsóknarskóliitn -skemmtilegur skóli- Vegmúla 2, Síma. 561 9015 & 588 6050.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.