Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS ASÍ og búvöruverðið Frá Matthíasi Eggertssyni: HINN 30. ágúst sl. samþykkti mið- stjórn Alþýðusambands íslands „Alyktun um GATT-samningana og verðlækkun á landbúnaðarvör: um“, sem send var fjölmiðlum. í ályktuninni lýsir ASÍ óánægju sinni með framkvæmd GATT-samkomu- lagsins hér á landi og krefst þess að stjórnvöld búi íslenskum land- búnáði umhverfi sem leiði til hag- ræðingar og verðlækkunar á afurð- um, eins og segir í upphafi ályktun- arinnar. í framhaldinu er m.a. bent á að þetta verði gert með áfram- haldandi hagræðingu í framleiðslu og vinnslu landbúnaðarafurða. Alkunna er að afkoma sauðfjár- bænda hefur nánast hrunið undan- farin misseri og má fullyrða að engin starfsstétt hér á landi hefur mátt sæta öðru eins tekjutapi og þeir á þeim tíma. Afkoma kúabænda hefur einnig versnað að undanförnu. Verð til framleiðenda á lítra mjólkur á föstu verðlagi hefur lækkað um 20% á tímabilinu 1982-1994 og verð á nautakjöti til bænda hefur einnig lækkað verulega. Hluti af lækkun á afurðaverði í þessum tveimur meginbúgreinum íslensks landbún- aðar gerðist með tillögum svokall- aðrar Sjömannanefndar sem komið var á fót í kjölfar þjóðarsáttarsamn- ingana. Þar gengust bændur undir aukna framleiðnikröfu, 5% í naut- griparækt og 6% í sauðfjárrækt á þremur árum. í áliti Sjömannanefndar var mælt fyrir um að hagræðing í vinnslu búvara færi einnig fram, þ.e. í sláturhúsum og kjötvinnslu annars vegar og mjólkuriðnaði hins vegar. Áþreifanleg hagræðing í þeim greinum er hins vegar lítt sýnileg. Nú vill svo til að ASÍ á þar hlut að máli. Starfsmenn við vinnslu búvara eru í miklum mæli félags- menn aðildarfélaga ASÍ. Það er því að töluverðum hluta innanhússmál ASÍ að draga þar úr kostnaði. Það verður gert með þvi að auka fram- leiðni hvers starfsmanns og í kjöl- farið fækkun starfsfólks í þessum greinum, eða þá óbreyttum fjölda starfsmanna á lakari kjörum. Kannski yrði ráðið að fara þarna milliveg og auka eitthvað fram- leiðnikröfuna og lækka eitthvað launin. Eða gerir miðstjórn ASÍ sér ekki grein fyrir því hvað hún er að sam- þykkja? Er hún t.d. reiðubúin að fallast á það að aðrir og lakari launataxtar gildi í sláturvinnu en í öðrum störfum sem metin eru hlið- stæð? MATTHÍAS EGGERTSSON, ritstjóri Búnaðarblaðsins Freys. Nokkur orð um nautakjöt Frá Kjötframleiðendum hf.: TILEFNIÐ er „frétt“ á forsíðu DV þann 6. sept. sl., þar sem fjallað er um svokallað „nautakjötsíjall", sem liggi nú undir skemmdum. Þar eð þessi umfjöllun er verulega óná- kvæm, verður ekki hjá því komist að gera grein fyrir helstu atriðum málsins. Það er út af fyrir sig rétt, að á síðari hluta ársins 1994 tóku Kjöt- framleiðendur hf. (dótturfélag bú- greinafélaganna) við 340 tonnum af ungneytakjöti. Þessi aðgerð var gerð til að jafna framboð nauta- kjöts á markaðnum, en þá var of- framboð á slíku kjöti. Framboð er unnt að jafna með því setja kjöt til hliðar á tíma offramboðs og selja það, þegar vöntun verður. Aðferðin er alþekkt og algeng erlendis. I þessu tilfelli var stuðst við tölvuspá Landssambands kúabænda, sem benti til vöntunar á ungneytakjöti, þegar kæmi fram á þetta ár. Sú spá er nú að ganga eftir. Kostnaður við verkefnið var greiddur af nautgripaframleiðend- um en ekki neytendum. Sveiflur í framboði þjóna hvorki bændum né neytendum, þegar til lengdar lætur. Gæði verða misjöfn og á tímum offramboðs verða slát- urgripir of gamlir. Það er betri meðferð á kjöti af góðum grip að frysta það á eðlilegum sláturtíma en að láta viðkomandi grip vaxa of lengi og kjötið spillast af þeim sökum. Sveiflujöfnun er því skyn- samleg og nauðsynleg. Fljótlega var ákveðið að nota hluta þessa kjöts til að gera tilraun til útflutnings á ameriskan markað. Sending sem fór til Bandaríkjanna í árslok 1994 komst í gegnum nálar- auga innflutningsyfirvalda, í búðir kaupandans og til neytenda. Henni var ekki hafnað, og fullyrðingar þess efnis einfaldlega rangar. Ætíð var ljóst, að meginhluti kjötsins yrði seldur innanlands og vinnslu var háttað í samræmi við það. Nú eru til nálega 240 tonn i birgðum. Þetta kjöt er í góðum geymslum og í góðu ástandi, skv. þeim prufum og tilraunum sem við höfum látið gera. Sala fór fremur hægt af stað en er vaxandi, í sam- ræmi við þörf hins innlenda mark- aðar. Állt bendir til að kjötið seljist innanlands á næstu mánuðum, og þannig njóti markaðurinn þessa varaforða, með þeim hætti sem til var ætlast. HREIÐAR KARLSSON, f.h. Kjötframleiðenda hf. Yfirlýsing Is- lenska leik- hússins og Magnúsar Þórs Jónssonar ÞEGAR endanlega var gengið frá handriti að uppfærslu Islenska leikhússins á verki Maxims Gorkí, „í djúpi daganna", var titill verks- ins ákveðinn án þess að við gerðum okkur grein fyrir að með því vorum við að nota titil sem þegar er til á íslensku skáldverki. Pjetur Haf- stein Lárusson gaf út ljóðabók árið 1983 sem heitir einmitt „í djúpi daganna". Nú er það svo að titlar skáid- verka eru verndaðir með lögum um höfundarétt og hörmum við þessi mistök okkar. Um leið þökk- um við Pjetri Hafstein Lárussyni fyrir þann velvilja að gera ekki athugasemdir við áframhaldandi notkun titilsins á uppfærslu okkar. MAGNÚSÞÓRJÓNSSON OG ÞÓRARINN EYFJÖRÐ. HYunoni 29 tonna beltagrafa ★ Rúmgott hús - nýtt glæsilegt útlit. ★ Cumminsvél, tölvustýring og vökvalagnir. ★ Fást einnig 13,19, 21,27, 32, 43 eða 45 tonna. ★ Stuttur afgreiðslufrestur. rrin v Skútuvogi 12A, sítni 581-2530 MÁLASKÓLI Í552 6908 Næstsíðasti innritunardagur V/SA 552 6908 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 Sértilboð 9. október Lundúnavika á Aðalstöðinni _ London á kr. 18.930 Flug og hótel kr. 23.930 Hlustaðu á Aðalstöðina og þú getur unnið ferð til London í vetur. Undirtektir við Lundúnaferðum Heimsferða hafa verið ótrúlega góðar og margar ferðimar nú þegar uppseldar. Nú getur þú kynnst London, mestu heimsborg Evrópu, á nýjan hátt með fararstjórum Heimsferða, sem tryggja þér ömgga þjónustu og ánægjulega dvöl í þessari spennandi borg. Tryggðu þér eintak af Lundúnabæklingi Heimsferða og kynntu þér gistivalkosti okkar í vetur. Yerð kr. 18.930 Verð með flugvallarsköttum. Gildir 9., 16.. 23. og 30. okt. Verð kr. 23.930 M.v. 2 í herbergi, Ambassador Hotel, 3 nætur. Verð með flugvallarsköttum. Gildir9., 16..23. og 30. okt. Ðailey's hóteliO Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.