Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 39 I DAG BRIPS llmsjón Guómundur Páll Arnarson BLAÐ var brotið í banda- rískri bridssögu á sumar- leikunum í New Orleans í ágúst, þegar sama sveitin vann Spingold-útsláttar- keppnina þriðja árið í röð! Sveitin hlýtur forystu Ric- hard Freemans, en með honum spila Hamman, Wolff, Rodwell, Meckstroth og Nickell. Úrslitaleikurinn var við sveit Sia Mahmood. þegar þremur spilum var ólokið hafði Freeman 19 IMPa forystu. En þá gerðist þetta. Austur gefur, enginn á hættu. Norður ♦ 1097 V KD10652 ♦ - ♦ G982 Vestur ♦ Á64 V 74 ♦ KDG963 + 65 Austur ♦ - V G93 ♦ Á1087 * KD10743 Suður ♦ KDG8532 V Á8 ♦ 542 ♦ Á í lokaða salnum spiluðu liðsmenn Freemans 4 spaða í NS og unnu sex: 480. Fjör- ið var meira í opna salnum: Vestur Meckst. 5 tíglar Pass Dobl Norður Austur Rosenberg Rodwell 2 lauf 5 spaðar 6 tíglar 6 spaðar Pass Allir pass Suður Zia Dobl Villimannlegar sagnir hafa löngum verið vörumerki þeirra Rodwells og Meckst- roth. Edgar Kaplan gengur svo langt að fullyrða að engu máli skipti hvað sveitarfélag- ar þeirra hafist að á sínu borði, því allar „venjulegar" tölur verki merkingarlausar í samanburðinum. Það eitt ráði úrslitum hvort „Meck- well“ lendi á löppunum eða ekki. í þetta sinn var stríðsgæf- an ekki með „villimönnun- um.“ Út kom tfgull, sem Zia trompaði í borði. Sagnhafi má ekki spila spaða, því þá getur vestur dúkkað og tryggt sér síðan slag á tígul eða tromphund. Zia spilaði því laufi heim á ás og tromp- aði tígul. Nú er spumingin hvemig best er að fara heim aftur. Ef sagnhafi freistast til að trompa lauf hátt og fer síðan heim næst á hjarta- ás til að spila spaða, drepur vestur og læsir blindan inni á hjarta. Sem þýðir að trompsexan upphefst í slag! En Zia lét ekki freistast, heldur trompaði lauf með fímmu og átti þá í engum erfíðleikum með framhaldið: 1.210 í dálkin og 12 IMPar. En síðustu tvö spilin vom dauf og féllu bæði, svo Free- man vann leikinn með 7 IMPa mun. Pennavinir 47 ÁRA, fyrrverandi slökkviliðsbílstjóri, óskar eftir pennavinum: John Spurlock, 2619 LaTouche St. Ancliorage, Alaska, U.S.A. 99508-3967. 12 ÁRA sænsk stúlka með áhuga á hestum, hand- bolta og mörgu öðru. Skrifar á ensku: Helen Forsell, Staresvag 7, 575 36 Eksjö, Sweden. 15 ÁRA sænsk stúlka með áhuga á tónlist, ferðalög- um og bréfaskriftum. Therese Westman, Ensgrand 7, 945 33 Rosvik, Sweden. COSPER GOTT að þú gast komið, læknir. Hún heldur nefnilega að hún sé spæta. HÖGNIHKEKKVISI 3MM / fOHS BeubÁié TEjaroi? AF/w-euis // stayxda. d hennL „ TIL haminqiu meo -fiattoum.. " Farsi ícus Cartoons/dist. by Univarsai Press Sjmdicate^ „ NdgrcmnQsrúr uiLjtx 1Qz oi i/itcx kiukJcCuv tv/oÁ þeir [/otnL d, morgan. • SKAK llmsjón Margcir Pctursson HVITUR leikur og vinnur Staðan kom upp á Int- el- og PCA-atskákmótinu . í London um daginn. Bretinn Nigel Short STJÖRNUSPA eflir Franccs Drake MEYJA Afmælisbam dagsins: Þú átt auðvelt með að sannfæra aðra oghefur áhugaá vísindum. (2.645) var með hvítt og átti leik, en Ivan Sokolov (2.630), Bosníu, hafði svart. 18. Dh5! - fxg5 19. Rxg5 - h6 20. Df7+ - Kh8 21. Bxd5 - Bc5 22. Dg6 - Bxf2+ 23. Khl - Dxg5 24. Bxg5 og svartur gafst upp. Sokolov féll þarna í byijanagildru, Short vann Robert Hubner á svipaðan hátt á milli- svæðamótinu í Manila 1990. Þrátt fyrir þetta áfall náði Sokolov að slá Short út í fyrstu umferð mótsins. Hann vann bæði seinni skákina og úrslitahraðskák. Frí er á Friðriksmótinu í dag og ekki er heldur teflt í HM í New York. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Reyndu að halda ró þinni þótt starfsfélagi sé að ergja þig. Það væri engum til góðs að koma af stað illdeilum í vinnunni. Naut (20. apríl - 20. maí) f/jfö Reyndu að einbeita þér í vinnunni í dag. Hugurinn er eitthvað á reiki, en þú hefur áríðandi verk að vinna áður en þú slakar á. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þig skortir hvorki sjálfs- traust né dugnað, og þér miðar vel að settu marki. En reyndu að gæta hófs í peningamálum í dag. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Þróunin í fjármálum er þér hagstæð um þessar mundir. Hafðu augun opin fyrir nýj- um tækifærum til að bæta afkomuna. Ljón (23. júlt — 22. ágúst) Hæfileikar þínir nýtast þér vel við lausn á vandamáli í vinnunni í dag. Gættu þess í kvöld að taka tillit til óska ástvinar.________________ Meyja (23. ágúst - 22. september) M Þótt þú leitir ekki eftir því, gefur vinur þér ráð í dag, sem reynast mjög vel. Ást- vinir eiga saman góðar stundir í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Gættu tungu þinnar svo þú móðgir engan í dag, og sýndu starfsfélögum skiln- ing. Framundan bíða þín betri tímar fjárhagslega. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) ®H(0 Samstarf við félaga eða ætt- ingja gengur mjög vel í dag, og einhugur ríkir hjá fjöl- skyldunni. Mikilvægir samn- ingai' takast. Bogmaöur (22. nóv. — 21. desember) Þú afkastar óvenju miklu í vinnunni í dag, en sömu sögu er ekki að segja heima fyrir. Þú ættir að taka þér hvíld í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hlýtur viðurkenningu fyr- ir framlag þitt í vinnunni í dag. Mannfundur, sem þú hafðir lítinn áhuga á, verður skemmtilegur. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) ð&k Þú þarft að sýna ástvini sér- staka umhyggju og koma í veg fyrir ágreining ef þú vilt fá að njóta heimilisfriðarins í kvöld. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) !££ Málefni heimilisins eru efst á baugi í dag, og þú tekur mikilvæga ákvörðun varð- andi fhjármálin. Vinur er eitthvað miður sín. Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra stað- reynda. Ljdðatónleikar Elfsabeth Meyer-Topsee, sdpran og Inger Marie Lenz, píand, físiensku dperunni fimmtudaginn 14. september kl. 20.30. ISLENSKA OPERAN Qff ewM heimÁv HELGIN 1S. OG 16. SEPTEMBER Rúnar Marvins og Sigga Auðuns flytja tímabundið vestur á Búðir með sitt hafurtask og bongotrommurnar. Þrauiakóngur, karnival og allir í berjamó. Puntstráin flytja nýft'éfnT'Óg Súldtatfylgja fast á eftir. Kyunið ykkur indæl matar og gistitilboð. HELGIN 13. OG 14. OKTOBER Stríðsöxin grafin upp! Loksins verðnr gert út um óútkljáða indíáualeiki bernskunnar. Állt ^leyfilegi og einskis spurí fyrr en að leikslokum. Indíánaföt, indíáiiamatur, indíánasiðir, indíánanöfh og indíána allt... Kynnið ykkur indæl matar og gistitilboð. HELGIN 6. OG 7. OKTOBER Heimsviðburður á Búðum. Sjá fréttir fjölmiðla næstu vikur. INDÆL TILBOÐ: Gistíng eina nótt með þriggja rétta kvöldverði 4.900 kr.* Gisting tvær nætur auk þriggja rétta kvöldverðar 9.200 kr.* *Verð miðað við einstakling í tvíbýli. Búðuin, Staðarsvcit • Simi: 435 G700 Fax: 435 0701 • Nctfaiuj: liotel-budlr@centrum.is flkrgiwMaíbiti - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.