Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR13. SEPTEMBER1995 B 3 FRÉTTIR Regin Grímsson hefur trilluútgerð í Trinidad MÓTUN Canada Limited, fyrirtæki Regins Gríms- sonar sem starfrækt er í Nova Scotia í Kanada, hyggur nú á smábátaút- gerð í Trinidad. Regin hóf að smíða Gáskabáta í Kanada í fyrra og segir hann mikinn áhuga vera fyrir bátunum í Nova Scotia þó að sala hafi farið hægt af stað. Mótun gerir út þrjá Gáska í Karíbahafinu Trinidad er í Karíbahafinu og segir Regin að þar séu gósenað- stæður fyrir smábátaútgerð. Áætl- að er að helga veiðar um næstu áramót. „Möguleikarnir eru mjög miklir, nægur fiskur, einkum „snapper“ og gott verð fyrir afl- ann.“ „Við byrjum með þijá Gáska 1000 sem ég á og verða gerðir út í samstarfi við þarlenda aðila sem sjá um verkun og að útvega að- stöðu í landi og fjármagn er þegar tryggt í þessu verkefni. Það er mjög mikill áhugi fyrir þessu í Trinidad og þeir geta varla beðið eftir því að fá bátana afhenta," segir Regin. Vantar meðeiganda og skipstjóra „Ég er að svipast um eftir með- eiganda og framkvæmdastjóra í þessari útgerð sem gæti þá lagt fram eitthvert fjármagn og annast daglegan rekstur fyrirtækisins. Ég vil selja hlut í þessu því að ég ér fyrst og fremst bátasmiður en ekki útgerðarmaður. Þá vantar mig líka nokkra skipstjóra á þessa báta sem munu væntanlega fara í þriggja mánaða úthald og síðan frí um tíma. Reynsla með beitingatrekt og tölvu- vindur væri æskileg." Mikill áhugi á Gáskum Regin segir að sala á Gáskum í Nova Scotia hafi farið hægt af stað. Nú sé hinsvegar að verða breyting á og hann verði var við gríðarlegan áhuga. „Fiskimenn hér eru ofboðs- lega lengi að taka við sér. Það þarf að margsanna fyrir þeim að hér sé um hagræðingu að ræða því öllum breytingum er tekið með miklum fyrirvara." Fiskimenn í Nova Scotia hafa að sögn Regins mikinn áhuga á hrað- fiskibátum þar sem spara má elds- neyti. Margir eigi orðið gamla báta sem séu orðnir erfiðir í viðhalds- rekstri. Einna fyrstur til að kaupa Gáska- bát í Kanada var maður að nafni Kevin Bagnel. Regin segir hann vera sérlega opinn fyrir nýjungum og hann væri mjög hrifinn af bátn- um og sannfærður um að framtíð fiskveiða við Nova Scotia lægi í slík- um bátum. „Hann minnkaði olíueyðslu um helming en það var eitthvað sem menn hér áttu erfitt með að trúa. Allir héldu að þegar hraðinn ykist myndi olíueyðslan aukast einnig. Hann hefur þar að auki stytt sigl- ingartíma um tvær klukkustundir. Hann er eiginlega orðinn heims- frægur maður hér í Nova Scotia eftir að hann keypti Gáskann enda er hann geysilega duglegúr að sýna bátinn og hefur sjálfur sýnt hann um 500 fiskimönnum og komið mér í samband við hugsanlega kaupend- ur. Þar að auki tók hann þátt í keppni um daginn fyrir sérútbúna fiskibáta. Þar voru bátar með breyttar vélar og sérstakt eldsneyti en minn maður vann þessa keppni og hyggur nú á þátttöku í keppni fyrir sportbáta,“ segir Regin. Ýmislegt á prjónunum Regin er nú tilbúinn með teikn- ingar af 42 feta Gáska. Regin seg- ir stóra bátinn hugsaðan fyrir fiski- menn í Nova Scotia og verði vænt- anlega heppilegur fyrir túnfiskveið- ar þar en þar er veitt mikið af tún- fiski. Regin var á dögunum staddur í Belize þar sem hann var að sögn að kynna og selja selja sínar hug- myndir. Hann segir þær passa mjög vel og þau mál litu vel út. Belize væri hinsvegar mjög fátækt land og ekki væri enn á hreinu hvernig þetta verkefni yrði ijármagnað. Þar að auki hyggst Regin reyna að markaðsetja bátana í Rússlandi. Arang*ur SÞ-ráðstefnu ræðst á Reykjaneshrygg UM eða eft- Fundur framundan í NEAFC um stjórn á karfaveiðinni ir næstu mánaðamót mun starfs- hópur á veg- um Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar, NEAFC, koma saman til að meta framtíðarstjórn á karfaveiðunum á Reykjaneshrygg með tilliti til samþykkta Úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Hugsanlega verður um að ræða tímamótafund en margir telja, að það geti ráðist á karfamiðun- um suðvestur af íslandi hvaða áhrif SÞ-ráðstefnan hefur um allan heim. Kemur þetta fram í norska sjávarútvegsblaðinu Fiskeribladet. Færeyingar drepa mikið af fýlnum • ÓVENJUMIKIÐ hefur verið af fýl við Færeyjar nú i haust. Færeyingar stunda fýlaveiðar á sjó, en hér er fýllinn venjulega tek- inn á landi. Þegar unginn fer úr björgunum á haustin er hann illa fleygur og afar feitur. Lendi hann á landi, nær hann sér ekki á flug aftur og verður bægslast á leiði til sjávar, en oft verður honum eittlivað að aldurtila á leiðinni. Færeyingar taka ungann á sjó og ýmist salta hann eða borða ferskan. Mikil veiði hefur verið að undanförnu og sá sem mest hafði upp úr krafsinu kom' með 650 fugla að landi eftir daginn. Hins vegar er al- gengt að menn hafi verið að taka 200 til 300 fugla daglega. Færeyska FF- Blaðið, blað verka- og veiði- manna telur að þarna sé um met að ræða, ekki sé vitað til þess að menn hafi áður náð meira en 500 fugl- um á einum degL NEAFC hefur stefnt að því í mörg ár að koma á heildarstjórn á karfaveiðinni í Irmingerhafi eins og þetta hafsvæði er kallað erlendis og fyrir hálfu öðru ári var starfshópi falið að safna saman allri fyrirliggj- andi vitneskju um þennan karfastofn og gera tillögur um veiðistjórn. Heildarkvóti og svæðaskipting Starfshópurinn lagði fram skýrslu á NEAFC-fundinum í nóvember í fyrra og þá var ákveðið að bíða með ákveðnar tillögur um veiðistjórn þar til botn fengist í Úthafsveiðiráð- stefnuna. Nú hafa þær hins vegar verið lagðar fram og felast í því í fyrsta lagi, að settur verður einn heildarkvóti fyiir karfann. í öðru lagi verður kvótanum skipt út frá því hve lengi stofninn heldur sig á ákveðnum svæðum og loks má nefna, að þeim hluta karfastofnsins, sem heldur sig á alþjóðlegu haf- svæði, verður skipt með tilliti til nokkurra atriða, sem eru ekki nánar tilgreind að öðru leyti en því, að veiðireynsla er metin. Það er í þessum síðasta punkti, sem samþykktir SÞ-ráðstefnunnar koma til skjalanna. í þeim er kveðið á um ákveðnar matsreglur, sem NAFO, Norðvestur-Atlantshafsfisk- veiðinefndin, hefur raunar beitt gagnvart grálúðunni. 1 þessum reglum er tekið tillit til veiðireynslu og þátttöku í veiðistjórn og rannsóknum en auk þess fá næstu strandríki sérstök réttindi og einkum ef þau eru mjög háð fiskveiðum. Mikið skortir á næga vitneskju um karfastofninn en kvótaskipting út frá svæðum fæli í sér, að Græn- lendingar fengju 30% í sinn hlut, alþjóðlegt hafsvæði 60% og íslend- ingar 10%. Raunar bendir sumt til, að karfinn haldi sig minna innan íslenskrar lögsögu en íslendingar halda fram. Rússar meö mesta reynslu Veiðireynslan er metin þannig, að 40% fara til ríkja, sem hafa stundað veiðar í 10 ár, 40% til þeirra, sem hafa stundað þær í þijú ár, og 20% til þeirra, sem hafa stundað þær skemur. Samkvæmt þessu standa Rússar langbest að vígi en Norð- menn og Islendingar komu fyrst inn í veiðina um 1990 og líklega verður réttur þeirra sem strandríkis metinn jafn. íslendingar munu aftur á móti njóta sérákvæðisins um ríki, sem eru mjög háð fiskveiðum, en þeir hafa einnig reynt að beita því gagnvart veiðunum í Smugunni. Ekki er ljóst hvernig hugsanleg skipting verður að lokum en trúlega munu Græn- lendingar og Islendingar einnig fá kvóta á alþjóðlegu hafsvæði, sem mun þá bætast við svæðisbundinn kvóta þeirra. Til að byija með verða Norðmenn, Rússar, Evrópusam- bandsríkin og aðrir að láta sér nægja kvóta á alþjóðlega hafsvæðinu. Lítill kvóti í Smugunnl Verði farið eftir þessu líkani mun það eðlilega hafa mjög ólík áhrif á einu hafsvæði til annars. Sem dæmi má nefna Smuguna en þorskurinn þar heldur sig aðallega innan norskr- ar og rússneskrar lögsögu. Smuguk- vótinn yrði þvi ekki nema 2-3% af heildarkvótanum eða samtals 15- 20.000 tonn. Iivað Síldarsmuguna varðar/ er málið miklu flóknara því að síldar- stofninn teygir sig alít frá Novaja Zemlja og langt inn í íslenska og færeyska lögsögu. Morgunblaðið/Kristján Egilsson KAFAÐ eftir loðnunni. TVEIR langvíuungar eru nú í fórstri í Fiska- og náttúrugripa- safninu Vestmannaeyja. þar hefur gefist afar óveiýulegt tækifæri til að mynda fuglana þegar þeir kafa eftir æti, en það hefur ekki tekist áður, svo vitað sé. Um miðjan júlí var komið með tvo langvíuunga í safnið. Ungamir hafa orðið við- skila við foreldrana eða fallið af hreiðurstæði úr bjarginu og voru því ósjálfbjarga og auð- veld bráð fyrir máfa eða skúm hinn fræga ungabana. Þegar ungi iangviunnar er þriggja vikna gamall um 250-300 g þungur dúnhnoðri, verður hann að áeggjan for- eldranna að kasta sér fram af hreiðursyllunni í bjarginu til sjávar, en fyrir neðan bergið á sjónum synda foreldrarnir og hvetja hann til dáða og taka fagnandi á móti hnoðranum þegar hann svífur niður tugi metra niður á hafflötinn. Undir leiðsögn karlfuglsins lærir ung- inn á 5-6 vikum að veiða smá síli og verða sjálfbjarga. Klaufalegir fyrst i staö Þegar komið var með ungana í safnið voru þeir um 250 g hvor um sig. Þeir hafa verið fóðraðir með loðnu fimm sinn- um á dag og hafa mjög góða matarlyst og láta óspart í sér heyra þegar þeir eru svangir. Fljótlega voru þeir látnir í eítt af fiskabúrum í safninu til að kenna þeim að kafa eftir æti, tók það um tvær vikur. Fyrst I stað voru ungarnir hálf klaufa- legir við þá list að kafa. Um mánaðamótin ágúst- september voru þeir orðnir mjög fimir að kafa og sækja æti niður undir botn í búrinu, geta jafnvel sporðrennt heilli loðnu neðansjávar, þó þeir kjósi helst að renna niður ætinu á yfirborðinu. Þeir hafa stækkað og þroskast mikið þann tíma sem þeir hafa verið hér í safn- inu og eru í dag um 650 g að þyngd hvor, og éta um 150-200 g af loðnu hvor, daglega. (Full- orðin langvía er um 950-100 g að þyngd og étur um 300 g af fiski á dag.) hllöur á 180 metra dýpi Þekking okkar á lifnaðar- háttum langvf unnar og annarra skyldra sjófugla hér við land, þann tíma sem þeir halda sig á hafi úti, hefur til skamms tíma verið af skornum skammti. Því hefur það verið lærdómsríkt að fylgjast með atferli langvíu- unganna tveggja, sem gist hafa í safninu. Samkvæmt nýjum skoskum rannsóknum, þar sem fest voru á nokkrar langvíur senditæki kom í Ijós, að þær geta verið í allt að 2 mínútur í kafi og farið niður í 180 metra dýpi. Aldrei hefur tekist að mynda langvíu í náttúrulegu umhverfi að kafa eftir æti. Eru því þess- ar myndir af langvíuungunum sem teknar voru í einu búri fiskasafnsins i Vestmannaeyj- um sjaldgæfar. Áhrif fugla á vistkerfi sjávar „Við erum að vinna að rann- sóknum sem eiga að segja til um þátt fugla í vistkerfínu í hafinu við Island,“ segir Jón Sólmundsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni. „Þá rannsökum við á hvaða svæð- um þeir éta, hvað hver tegund étur mikið og af hverju. Niður- stöður úr rannsókninni munu væntanlega liggja fyrir næsta sumar." VÆNGJATÖK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.