Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER1995 B 7 FRETTIR Túnamót á nýjum stað hjá SH í Frakklandi ís. MorfirunDlaðið. Tvöfalt fleiri íslenskir fiskar í franska maga París. Morgunb „BEST er að vera í slagtogi með þeim sem vegnar vel, við getum verið kátir yfir auknum hlut íslendinga á markaðnum." Alain Prunet og Francois Richard voru í síðustu viku meðal gesta við opnun nýrrar söluskrifstofu Icelandic France, dótturfyrirtækis Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í Frakklandi. Þeir voru fulltrúar Carigel, sem er öflugt dreifingarfyrirtæki fisks til franskra veitingahúsa. Þangað, í veitingahús og mötuneyti, fara 2A hlutar þess fisks sem Icelandic France flytur inn til Frakklands, en þriðjungurinn sem endar á diskum í heimahúsum er seldur undir vörumerki Icelandic France í stórmörkuðum, frystibúðum og heimsendingum. Smásalan fer raunar vaxandi, vöruúrval sömuleiðis og áhersia er lögð á ýmiss konar unna fiskrétti. Heildarsala fyrirtækisins hefur ríflega tvöfaldast á þeim sjö árum sem liðin eru síðan starfsemin hófst í Frakklandi. Stórt stökk var tekið fram á við fyrir íjórum árum með fækkun milliliða og minni einingum í sölu. Samstarf hófst þá til dæmis við fyrirtæki sem selja frystan fisk í heimahús, en fimmta hvert fisk- flak í Frakklandi fer þá leið upp á disk. Eldhús vlð hraðbraut Fyrst hafði Icelandic France bækistöðvar í hafnarborg í Norður- Frakklandi en flutti fljótlega til Parísar. Fimm síðustu ár var fyrir- tækið í Massy, sunnantii í borg- inni, en breytingar og aukin umsvif kölluðu á rýmri og betur búna að- stöðu. Ákveðið var að kaupa 400 fermetra nýbyggt skrifstofuhús- næði í Evry, nokkru lengra suður af París, nærri Oriy-flugvelli og hraðbr^utinni til Lyon og Marseille. I<jórðungur þessa húsnæðis verð- ur leigður út til að bytja með, en nóg pláss er eftir fyrir»ellefu spá- menn um íslenskan fisk. Þeir hafa komið sér fyrir á hentugri vinnustað en áður og geta nú til dæmis boðið kaupendum inn í tilraunaeldhús að smakka á fiskréttum fyrirtækisins. Þegar hafa samningar um kaup á góðmetinu tekist við matarborðið, en það var fært fram í skrifstofu á fimmtudaginn var og hlaðið óvenju íjölbreyttu úrvali sjávarrétta í til- efni af formlegri opnun húsnæðis- ins. Uppáhalds viðskiptavinir hittu þarna starfsfólk Icelandic France og stjórn Sölumiðstöðvarinnar, sem fundaði í París daginn eftir. Fiskréttir frá Bretlandi Lúðvík Börkur Jónsson, fram- kvæmdastjóri skrifstofunnar í Frakklandi, segir að athygli hafi vakið á fundinum að 13% vörunnar sem hans fólk bjóði séu keypt frá öðrum en SH á íslandi. Aðallega reyndar af verksmiðju SH í Grimsby, sem hafi um árabil unnið fiskrétti úr íslenskri blokk sem ekki nýtist í flök og flakabita, en einnig sé fiskur keyptur frá Da.imörku, Noregi og Chile. Samstarfið við verksmiðjuna í Bretlandi hafi gefist mjög vel og eftirspurn reynst mikil eftir fiski sem hafi verið tilreiddur þannig að eldunin sé auðveld. Næstu mánuði reyni svo á viðtökur við sælkeraréttum eins og reyktum laxi og fiskikæfum frá íslensk- franska eldhúsinu. Sölumiðstöðin fékk íslenskt- franskt til liðs við sig fyrr á þessu ári og Friðrik Pálsson forstjóri SH segir það í samræmi við stefnuna að auka úrval unninnar vöru. Bæði til að mæta óskum almennra neyt- enda, sem hafi ekki tíma til flókinn- ar eldamennsku, og stórra kaup- enda sem leggi ekki lykkju á leið sína nema fjölbreyttur varningur bjóðist. Við þetta bætist sjónarmið um nýtingu hráefnis eða það sem kallað sé virðisaukandi framleiðsla. Þróun nýrra afurða tekur tíma en Friðrik segir mikið starf í verk- smiðjunni í Grimsby nýtast vel með sölureynslunni í París. Þannig sé langur vegur frá upphafinu í Bou- logne-sur-Mer 1988 þegar vörurnar á Frakklandsmarkaði voru frekar einfaldar, mestmegnis fiskblokkir ætlaðar til vinnslu í frönskum verk- smiðjum. Síðan hafi flök og flaka- bitar orðið aðalsöluvaran, smá- pakkningum fjölgað og síðasta vet- ur verið byijað að selja fiskréttina frá Bretlandi. Stærsti seljandinn Nær allur fiskur frá Icelandic France er frosinn, helmingurinn þorskur og karfi, en heilmargt ann- að líka, skelfiskur til dæmis í vax- andi mæli. Friðrik segir Frakka líkj- ast Japönum að því leyti að þeir séu alætur á fisk og miklir sælker- ar. Þess vegna seljist næstum allar vörutegundir fyrirtækisins í Frakk- landi og í Belgíu sömuleiðis, mark- aðurinn þar sé svipaður. Skrifstofan í París þjóni Belgum, Spánveijum og Portúgölum auk Frakka, en þeir síðastnefndu kaupi þó rúmlega z/s af magninu. Icelandic France sé enda einn stærsti seljandi frystra fiskflaka í Frakklandi. Alls selur fyrirtækið um 15 þús- und tonn af fiski á ári til landanna ijögurra, fýrir nærri 260-70 millj- ónir franka. Þetta eru 2-3% af fisk- útflutningi íslendinga og 12% af því sem SH flytur út. Lúðvík Börk- ur segir að boðnar séu um 40 mis- munandi pakkningar fyrir smásölu og þar skiptist markaðurinn fyrir frystan fisk í þrennt. Stórverslanir eins og Monoprix og Auchan selji 65%, búðir sem eingöngu selji frys- tivörur 15% og heimsendingarfyrir- tæki 20%. Icelandic France skipti við nær allar frystibúðir og heim- sendingarfyrirtæki og hafi vörur í fyrrnefndum stórverslunum. Hvað veitingahúsin varðaði sé fyrst og fremst selt gegnum heildsala sem síðan dreifi giska víða. Verktakar annist jafnan geymslu og dreifingu. Um mun milli landa segir Lúð- vík, líkt og Friðrik, að Frakkar borði allan fisk, nema helst harð- fisk. Mikið seljist af heilfrystum karfa til Portúgal og heilum humri til Spánar. Annars séu hverslags fiskréttir í uppsveiflu og ekkert að gera þegar væntanlegir kaupendur komi í heimsókn nema bregða sér inn í eldhús og skipta jakka út fyr- ir svuntu. Því næst fái viðstaddir vatn í munninn og þannig gerist kaupin á eyrinni. Hestui' íyrir frysta síld „Ef þú nærð 1.200 tonnum á árinu skal ég gefa þér hest,“ sagði Friðrik Pálsson við síldarinnflytj- andann Jean-Pierre Boussemaere frá Boulogne-sur Mer á norðuströnd Frakklands. Svo liðu nokkrir mán- uðir og viti menn, tonnin urðu 1.500 og Friðrik varð að efna loforðið. Það gerði hann þegar þeir Bous- semaere, báðir forfallnir hesta- menn, hittust i nýjum húsakynnum Icelandic France í liðinni viku. „Þetta verður fyrsti íslenski hestur- inn minn,“ sagði fransmaðurinn og Friðrik benti honum á reykta síld sem fóður. STARFSFÓLK Icelandic France er flutt inn í nýtt og betra hús- næði. Fjórir íslendingar vinna hjá fyrirtækinu: Lúðvík Börkur Jónsson, Hjörleifur Ásgeirsson, Magnús Scheving Thorsteinsson GÓÐMETIÐ mátti meðal annars þakka Eric Calmon frá íslensk- frönsku eldhúsi í Reykjavík og verksmiðju SH í Grimsby. Alain Prunet og Francois Richard annast dreifingu á frosnum íslenskum fiskflökum til grúa veitingahúsa í Frakklandi. Feðginin Jean-Pierre og Caroline Boussemaere eru stærstu frönsku síldarkaupendurnir og selja til lítilla reykhúsa á víð og dreif um landið. Reyndar er ekkert grín að kaupa þvílíkt magn af frystum síldarflök- um og selja til reýkhúsa. Boussema- ere segir það erfiðara en áður af því fiskurinn hafi verið lítill síðustu 2 til 3 ár. En hann hafi skipt við Icelandic France frá upphafi vegna gæða síldarinnar og hentugra pakkninga og kringum 15% sinnar vöru komi frá íslendingum. Hlut- fallið hafi raunar hækkað mikið og hann þiggi glaður hest fyrir flökin. Góður gangur í veitingahúsum Carigel heitir eitt öflugasta dreif- ingarfyrirtæki Frakklands á fiski til heildsala fyrir veitingahús og mötuneyti af stærri sortinni. Það kaupir árlega frystan fisk af SH í Frakklandi fyrir 35 milljónir franka. Sú tala er á uppleið að sögn Alain Prunet, innkaupastjóra, enda fram- farir hjá Icelandic France. I staðinn fyrir heilan fisk kaupir Carigel nú flök frá Islandi, heil og í bitum, og sex gerðir meira unninn- ar vöru úr verksmiðju SH í Grimsby. Þessu er síðan dreift til 30 heild- sala, sem skipta við 50 þúsund veit- ingahús, og 40.000 mötuneyta og stóreldhúsa. Svo mikið magn krefst skipulags langt fram í tímann, að sögn Prunet, svo erfitt væri að breyta skyndilega um kúrs. Fisk- réttir að hætti sælkera séu til dæm- is heldur dýrir til að ná öruggri útbreiðslu. Annars sé lítil ástæða til breytinga meðan allt gangi vel. RAÐAUGÍ YSINGAR ATVINNAÍBOÐI Vélstjóra vantar í allar stöður á frystitogara frá Reykja- víkursvæðinu. Þurfa að hafa full réttindi. Umsóknir, merktar: „B - 16171", sendist til afgreiðslu Mbl. BÁTAR-SKIP KVIilTABANKINN Þorskur, varanlegur, til sölu. Vantar þorsktil leigu. ÝMISLEGT Svalbarði! Þeir, sem hafa áhuga á að taka þátt í að koma af stað útgerðarfélagi á Svalbarða, geta haft samband í síma 85 32 900 fram eftir kvöldi næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.