Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 8
SÉRBLAÐ UM SiÁVARÚTVEG MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 1995 VEIÐA SÍLD í BEITU Morgunblaðið/Eírgir Þðrbjarnarson • ÞEIR félagar Hallgrimur Guð- til beitu í lsafjarðard[júpi. Síldina og vcrður alltaf meira og meira mundsson og Stefán Ingólfsson veiða þeir í lagnet og að sögn þeirra um hana. Þeir eru með bátinn Tjald voru á dögunum að afla sér síldar er óvenjumikið um síld í Djúpinu ÍS 6 og gera út frá Bolungarvík. Heilnæmt hákarlakrem ^1 EMIL Guðjónsson hefur um Fyom im liQkQflQh'rBÍ tveggja ára skeið í samstarfi við Tvldlilil lldRdl ld.iyðl Frigg snyrtivörur framleitt krem húðsiúkdómum úr hákarlalýsi. Hákarlakremið “ er græðandi og mýkjandi húð- krem og hafa rannsóknir leitt í ljós góð áhrif þess á ýmsa húðsjúkdóma. Einnig hafa hákarlaafurðir verið notaðar í baráttunni við krabbamein. Emil segist hafa gert tilraunir með hákarlalýsi sjálfur fyrir um tveimur árum og fengið til liðs við sig „tilrauna- dýr“ með bæði þurrexem og útbrot. Hann hafi þá orðið greinilega var við mikinn árangur og þess vegna hafi hann farið með lýsi í Sápugerðina Frigg og sjái hann þeim nú fyrir hrá- efni í framleiðsluna sem sé sífellt að aukast. Norskir notuðu hákarlalýsi Emil segist hafa verið að bræða hákarlalifur um nokkurt skeið. Hann hafi fyrir nokkru farið að lesa sér til um lækningamátt hákarlalýsis og kom- ist að því að norskir hákarlasjómenn hafi bæði notað lýsið í krem og til inn- töku. Því hafi síðan verið hætt með tilkomu lyfjafræðinga og tilbúinna lyfja en nú sé áhugi á náttúrulegum lyijum óðum að vakna á ný. Emil fær hákarlalifur frá bátum á suðvesturhorninu og bræðir. Hann seg- ir að það hafi ekki verið vandamál að verða sér úti um lifur hingað til því togarar fái nóg af hákarli í veiðarfæri sín. Fjöldi dæma um árangur Már Steinsen, lyfjafræðingur hjá Sápugerðinni Frigg, bjó til og þróaði hákarlakremið. Hann segist hafa feng- ið áhuga á og farið að kynna sér há- karlalýsi fyrir um tíu árum og því hafi það verið auðsótt mál fyrir Emil að ganga ti) samstarfs við hann fyrir tveimur árum. Hann segir að kremið hafi aldrei verið auglýst en sala gangi samt vonum framar. „Við þekkjum fjölda dæma um að kremið hafi heilsu- samleg áhrif. Það hefur til dæmis gef- ið góða raun gegn margs konar húð- meinum og einnig hefur fólk notað það gegn liðagigt. Lýsinu fylgja heldur engar skaðlegar aukaverkanir. Rannsóknlr víða um heim Már segist vita til þess að ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar með há- karlalýsi víða um heim. „Til dæmis voru gerðar rannsóknir með hákarla- lýsi í Svíþjóð á árunum eftir 1950. Þá var verið að leita að einhverju sem drægi úr geislunarskaða því menn voru hræddiy við kjarnorkustyrjöld á þessum árum. í tengslum við þessar rannsókn- ir kom í ljós að efni í hákarlalýsinu draga verulega úr tíðni ákveðinna krabbameinstegunda, meðal annars legkrabba, og að tíðni og alvara auka- verkana við geislameðhöndlun á mein- inu verður mun minni við inntöku á þessum efnum. Japanir hafa rannsakað hákarlalýsi með tilliti til áhrifa á ónæmiskerfið og hafa komist að því að í lýsinu eru ákveðin efni sem styrkja ónæmiskerfið og hafa bólgueyðandi áhrif,“ segir Már. Krem besta lausnin Már telur að krem skili þeim efnum, sem í hákarlalýsinu eru, best inn í lík- amann og áhrif þess séu mest. „Mark- miðið var að fá staðbundna verkun og losna við lykt. Það yrði hætt við að sá sem bæri á sig hreint hákarlalýsi yrði fljótt félagslega einangraður þó að áhrifín yrðu góð. Þá leituðumst við að auðvelda meðhöndlun sem mest. Hákarlalýsið er mjög feitt og því þynn- um við lýsið með vatni og notum í það náttúruleg ilmefni úr jurtaríkinu. Eftir að kremið er borið á húðina er öll fita farin af og smoginn inn í líkamann innan tíu mínútna og fitusmitun því engin. Sú litla hákarlalykt sem er af kreminu eftir áburð er alveg horfin eftir um það bil hálftíma og eftir situr aðeins góður ilmur.“ Einnig er í lýsinu A-, D- og E-vítam- ín en að sögn Más í ólíkum hlutföllum miðað við til dæmis þorskalýsi. Hann segir A-vítamínið meðal annars hafa þau áhrif að ef kremið er borið á húð víkki háræðar og blóðstreymi aukist til yfirborðs húðarinnar. Þetta valdi roða og húðin verði frísklegri og líf- legri auk þess sem það hafi hrukkeyð- andi áhrif. í lýsinu eru einnig efni sem talin eru hafa dempandi áhrif á ýmis sjálfsofnæmi, svo sem sóríasis og alls- kyns exem. Möguleikar á útflutningi Hákarlakremið er nú fáanlegt all- staðar á landinu og segir Már að mark- aður sé fyrir kremið í Evrópu. Það sé hinsvegar mikið og flókið mál að fara í útflutning. Það vanti bæði fé og tíma til að fá á kremið vísindastimpil. Hann segir útflutning hinsvegar alveg vera hugsanlegan. I kreminu séu aðeins náttúruleg efni og stefnt sé að því að framleiðslan verði eingöngu innlend. „Umbúðir eru framleiddar hér heima og prentað á þær hér. En markaðurinn er lítill og því verður varan frekar dýr,“ segir Már. FÓLK Stefán S. til SR-Mjöls hf. • STEFÁN S. Bjarnason hóf störf hjá SR-Mjöli hf. í sumar sem leið. Hann er kynntur með eftirfarandi hætti í Fréttabréfi SR-Mjöls hf.: Stefán lauk námi sem skipatækni- fræðingur árið 1968 frá Sund- erland Technical College í Englandi. Stefán hefur komið víða við í atvinnulífinu. Hann hefur meðal annars unnið hjá FAO, Siglingamálastofnun ríkisins, Skipasmíðastöð Njarðvíkur og starfað sjálf- stætt. Stefán verður með aðset- ur í Siglufirði og hlutverk hans hjá fyrirtækinu verður meðal annars að aðstoða verk- smiðjustjóra við skipulagningu viðhalds, tæknilegan undirbún- ing þess og útvegun efnis. Einnig mun hann hafa umsjón með útvegun tilboða og inn- kaupum á viðhalds- og rekstr- arvörum. SR-Mjöl er stærsti framleiðandi fiskimjöls á land- inu og rekur verksmiðjur í Siglufirði, á Raufarhöfn, Seyð- isfirði og Reyðarfirði. Kirstín til Fiskifélag-sins • KIRSTÍN ITygenring, hagfræðingur, kom í sumar til starfa hjá Fiskifélagi Islands. Kirstín mun þar sinna al- mennum hagfræði- störfum auk umsjónar með útgáfu Útvegs og alþjóðlegum sam- skiptum, svo sem við FAO og EUROSTAT. Kirstín er komin af útgerðarmönnum og fiskverkendum eins og svo margir Islendingar, en hún ólst upp við fiskvinnslu í Hafnarfirði. Hún er við- skiptafræðingur frá Háskóla Islands, en þar stundaði hún einnig nám í hagnýtri íjöl- miðlun. Þá lauk hún masterg- prófi í hagfræði frá North Western University í Chicago í Bandaríkjunum. Kirstín hefur meðal annars starfað fyrir OECD, Hag- vang, Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og að gerð orðabókar í hagfræði við Há- skóla íslands. „Mér lízt mjög vel á þennan nýja starfsvett- vang minn. Fiskifélagið er lif- andi félag í beinum og nánum tengslum við sjávarútveginn og það er umhverfi sem ég kann vel við,“ segir Kirstín. Stefán S. Bjarnason Mannaskipti í stjórn Hólmadrangs hf. • Sigurður Gils Björgvins- son, starfsmaður íslenskra sjávarafurða, tók við af Þor- valdi Einarssyni, lögfræðingi Búnaðarbankans, í stjórn Út- gerðarfélagsins Hólma- drangs á Hólmavík á aðal- fundi fyrirtækisins fyrir skömmu. Ástæðan fyrir þessari breytingu á stjórn fyrirtækisins er að Búnaðarbankinn seldi í fyrra 30 prósenta hlut sinn í féiaginu. Þriggja tíma sigling gegn um hvalavöðuna ENGIN grindhvalaveiði hefur verið við Færeyjar í haust, en mikillar grindar hefur hins vegar orðið vart of langt frá landi, til að hægt sé að reka hana á land. Skipverjar á danska bátnum Expo hafa greint frá því að þeir hafi ver- ið í þrjá klukkutíma að sigla gegn um hvalavöðu sunnan Borðeyjar á leið sinni til Fær- eyja. Grindin gengur venjulega upp að eyjunum síðla sumars og er hún þá að elta smokk- fisk, en hann er aðalfæða hennar. Smokkfiskurinn geng- ur norður eftir Atlantshafi á þessum árstíma og hefur hans stunduð orðið vart í miklum mæli vestur af landinu. Meðal annars var gerð tilraun til þess á sínum tíma að veiða smokk- fisk í troll og gekk það sæmi- lega. Sjávarréttapasta með gráðosti og grænmeti PASTA er hollur og góður matur. Ekki skemmir það fyrir þegar Skagamaðurinn Guðmundur Sigurðsson, rwananH matreiðslumaður á veitingastaðnum UZOHkm Madonnu við Rauðarárstíg, bætir við pastað ljúffengu sjávarfangi. Hann segir uppskriftina fljótlega og einfalda og vænlega til átu ef ná á árangri í boltanum! 250 g fettuccini eða tagliatelle 150 g rækjur 150 g hörpuskel 150 g skötuselur í bitum 60 g gráðostur 2 stk. grænar paprikur 2 stk. stórar gulrætur 60 g sveppir i stk. rauðlaukur V* lítri ijómi V* Htri mjólk y* lítri hvítvín salt, pipai' og fiskikraftur Pastað er soðið upp úr saltvatni sem er bætt með 1 dl ólífuolíu í u.þ.b. 5 min. Á meðan þetta sýður er græn- metið sneitt niður og kraumað lítillega á pönnu. Þá er hvitvíninu, ostinum, rjómanum og mjóikinni bætt á pönn- una og suða látin koma upp. Fiskurinn er látinn á pönn- una og látinn sjóða í u.þ.b. 1 min. Kryddað með salti, pipar og fiskikrafti eftir smekk. Pastað er að lokum sigtað vel og sett saman við sósuna. Með þessu er borið fram hvitlauksbrauð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.