Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA PtorguttMfttift C 1995 MIDVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER BLAÐ Asgeir Elíasson hættir sem landsliðsþjálfari í haust Markmiðin hafa ÁSGEIR Elíasson hefur ákveölð aö hætta sem landsliðsþjálfari, eftir fjögurra ára starf hjá KSÍ. Hann stjórnar sínum síðasta landsleik gegn Ungverjum í Búdapest. ekki náðst ASGEIR Elíasson, landsl- iðsþjálfari í knattspyrnu, lýsti því yf ir f gær að hann hygðist ekki framlengja samning sinn við KSI þeg- ar hann rynni út í haust að loknum landsleikjunum við Tyrki og Ungverja, en síðasti leikurinn sem ís- lenska landsliðið leikur undir hans stjórn verður í Ungverjalandi 11. nóvem- ber nk. gegn heimamönn- um. Ásgeir hefur verið landsliðsþjálfari sl. fjögur ár. 4T Astæðurnar eru einkum þær að sá árangur sem stefnt var að fyrir undan- keppni Evrópumótins hefur ekki náðst. Síðast náðum við fímmtíu prósent vinningshlut- falli og nú stefnir í það ef við vinnum þá tvo leiki sem eftir eru að við verðum með sama árangur. En markmiðið að fara yfir fimmtíu prósent næst ekki, það er ljóst,“ sagði Ásgeir Elíasson í samtali við Morgunblaðið í gær, en ástæðumar eru fleiri. „Mér finnst liðið standa í stað og það er að mínu mati merki um að tímabært sé að skipta um þjálfara. Þá er það einnig öðruvísi að vera landsl- iðsþjálfari eða að vera með félagslið og ég er farinn að sakna þess að vera ekki með lið árið út sem hægt er að móta með tímanum og stjóma. Landsliðið hefur mað- ur bara nokkra daga fyrir hvem leik og erfitt að gera miklar breytingar. Þá vegur einnig í þessari ákvörðun nokkur persónuleg málefni sem mér einum koma við.“ Ertu með einhver tilboð upp á vasann frá félagsliðum hér innanlands? „Það hefur ekkert alvarlegt gerst í þeim málum enn en ég vona að það skýrist með haustinu. Fram er þar ekkert síður á blaði hjá mér en önnur félög. Knattspyrnan er mín atvinna og ég er ekkert á því að fara að hvíla mig frá henni, hins vegar getur það alveg eins verið að ég verði í kennslu á næsta ári eins og ég var áður en ég varð landsliðsþjálfari og verði með félagslið jafn- framt." Eggert Magnússon, for- maður KSI, sagði að þeir hefðu hefðu haft persónulegt og gott samstarf þessi fjögur ár sem Ásgeir hefur verið við stjómvölinn hjá landsliðinu. „En ekki síst þá hefur liðið sýnt á þessum árum góða knattspyrnu og allt það besta sem gerist í íþróttinni hér á landi. Áragnurinn hefur verið góður og vakið athygli á okk- ur á erlendum vettvangi." Eggert kvað ekki vera farið að huga að eftirmanni Ás- geirs, en sagði að starfið yrði ekki auglýst. Á næstu dögum yrði sest niður og farið yfir málin og síðan yrði rætt við væntanlega eftirmenn. Ljóst væri hins vegar að leitað yrði eftir þjálfara innanlands. „Það er óskastaðan að hafa íslensk- an þjálfara," sagði Eggert Magnússon. Tólf sigurleikir undir stjóm Asgeirs ÁSGEIR Elfasson hefur verið landsliðs- þjálfari frá árinu 1991 og undir hans sljórn hefur landsliðið leikið þrjátíu og þrjá Ieiki. Tólf af þeim leikjum hafa unn- ist, sjö endað með jafntefli og fjórtán tapast og markatalan er 31:38. Átta af þessum leikjum voru í undankeppni HM og þar unnu íslensku piltarnir þrjá, tveir enduðu með jafntefli og þrír taþast, markatalan 7:6. Þá liafa hafa einnig átta leikir verið í undankcppni EM, en þar hafa einvörð- ungu tveir unnist, einn endað með jafn- tefli og fimm hafa tapast, markatalan 6:14. Saufján af landsleikjunum voru vin- áttuleikir og þar ber hæst þegar landslið- ið þekktist boð um að fara og leika við Brasilíu í fyrra. Tólf af vináttuleikjunum hafa unnist og sjö endað með jafntefli, en fjórtán tapast, marktalan 18:18. Síðustu leikir íslenska landsliðsins und- ir stjórn Ásgeirs verða miðvikudaginn 11. október hér heima gegn Tyrkjum og laug- ardaginn 11. nóv. gegn Ungveijum ytra. Júlíus verður áframhjá Gummersbach JÚLÍUS Jónasson, handknattleiks- maður hjá Gum- mersbach í Þýska- landi, er ekki á leiðinni til íslands eins og sögusagnir hafa hermt. Gum- mersbach hefur gert samning við Kyung-shin Yoon frá Suður-Kóreu, örvhentu skyttuna sem var marka- hæsti leikmaður HM hérálandií maí. Sögur um að Júlíus væri á heimleið hafa sjálfsagt kviknað vegna þess að að- eins er heimilt að hafa einn erlendan leikmann í þýsku deildinni. „Þessar sögur eru stórlega ýktar,“ sagði Júl- íus í samtaii við Morgunblaðið í gær. „Yoon er upptekinn með landsliðinu á Asíuleikunum fram í október og síðan er hann að Ijúka námi og kemur til okkar í febrúar. Eg er með samning út júlí og spila því með liðinu þann tima. Það sem vakir fyrir f orráðamönnum Gummersbach er að mjög líklega verða leyfðir tveir erlendir leikmenn á næsta tímabili — og þeir vonast meira að segja til að það verði heimilað strax eftir áramótin," sagði Júlíus, sem sagðist hafa heyrt að hann væri á leiðinni heim, en ekki hefði fylgt sögunni með hvaða liði hann ætti að leika. „En ég verð áfram hérna og leik út tímabilið," sagði Júlíus. „Kojak“ skor- aði með skalla ALEX Kruse, leikmaður hjá Stuttgart, er kunnur grall- ari. Nýjasta uppátæki hans var að veðja við félaga sína, að hann kæmi í næsta leik „ liðsins krún- urakaður ap hætti „Kojak“ - sem hann og gerði. Kruse fékk 4.500 ísl. kr. hjá hverj- um leikmanni í leikmanna- hópnum, eða samtals 99 þús. kr. Kruse skor- aði mark; að sjálfsögðu með skalla, en það dugði ekki gegn Le- verkusen, sem vann 1:4. ALEX Kruse. Seeler vill fá Kevin Keegan UWE Seeler, sem sækir eftir formennsku hjá Hamburger, segist hafa áhuga að fá Kevin Keeg- an til liðs við HSV og hann sé tilbúinn að kaupa samning hans við Newcastle, sem myndi kosta Hamburger 315 millj. ísl. kr. Keegan lék á árum áður með HSV og var kjörinn knattspyrnumaður Evrópu er hann var hjá liðinu. „í HÁMARKSSPEIMNU" - VIÐTAL VIÐ KRISTINN BJÖRNSSON, ÞJÁLFARA VALS / C4 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.