Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.09.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA ÆvintýralegurlokaspretturVals undirstjórn Kristins Björnssonar Hver leikur verið í hámarksspennu - Lífið hefur verið í efri mörkum spennunnar undanfarnarvikur, segir Kristinn Björnsson, sem var í hlutverki skúrksins á Híðarenda ífyrra, en er nú óneitanlega hetjan í sömu herbúðum Bjarg- vætturinn KRISTINN Björns- son, þjálfari Vals- manna, hóf knatt- spyrnuferil slnn hjá Val — varð bikar- meistari 1974 og 1976 með Vals- mönnum, skoraði í báðum úrslitaleikj- unum gegn ÍA. Einnig íslandsmeistari með Val 1976. Kristinn gekk til liðs við Skagamenn 1977 þegar Teitur Þórðar- son fór tll Svíþjóðar, varð meistari með þeim sama ár og árið eftir varð hann enn einu sinni bikar- meistari, þegar ÍA vann sinn fyrsta bik- armeistaratltil með því að leggja Val að velli. 1981 hélt hann til Noregs og varð Noregsmeistari með Válerengen áður en hann kom heim á ný 1994. FYRIR mánuði var útlitið allt annað en bjart hjá Valsmönn- um sem voru í neðsta sæti 1. deildar karla í knattspyrnu. Þá tók Kristinn Björnsson við lið- inu og í dag, þegar hann heldur upp á fjörutíu ára afmælið, getur hann litið stoltur yfir far- inn veg. Valsmenn hafa fengið þrettán stig ífimm leikjum und- ir stjórn Kristins, eru úrfall- hættu og eiga jafnvel mögu- leika á sæti íToto-Evrópu- keppninni að ári. Kristinn kom heim frá Noregi úr námi 1984 og hefur sam- hliða aðalstarfí sínu verið þjálfari síðan. Hann þjálfaði Valsmenn 1993 og 1994 en ekki var óskað eftir því að hann yrði áfram með liðið þegar samningurinn var úti. Liðinu gekk ekki of vel á tímabili í fyrra og þá vildu margir tengdir Hlíðarendaliðinu' að skipt yrði um þjálfara. Þá var Kristinn í hlutverki skúrksins en hann er óneitanlega hetjan í sömu herbúðum ári síðar. Vinnufriður nauðsynlegur „Snemma á tímabili síðasta árs voru efasemdir um að dæmið gengi upp,“ sagði Kristinn aðspurður um muninn á ástandinu í fyrra og nú. „Ég var gagnrýndur fyrir uppstill- ingu liðsins og jafnvel erfiðan og strangan undirbúning. Ég lenti í hremmingum svipað og Hörður Hilmarsson í sumar og eftir nokkra tapleiki í röð voru miklir jarðskjálft- ar að Hlíðarenda. Það stóð til að skipta um þjálfara en niðurstaðan varð sú að ég yrði áfram og setti ég það skilyrði að skapaður yrði vinnufriður, því andrúmsloftið eins og það var hafði hvorki góð áhrif "á mig, leikmenn né aðra sem stóðu að liðinu. Með vinnufriði fór að ganga betur en þess ber að geta að í upphafi móts kom ýmislegt óvænt upp á eins og meiðsl iykilmanna og fleira. Miðað við allt hefði ég viljað sjá liðið í toppbaráttunni en eins og málin þróuðust máttum við vel við fjórða sætið una og ég yfir- gaf liðið sáttur við mitt.“ Hámarksspenna Eftir mikil átök í fyrra sagðist Kristinn hafa ákveðið að taka sér frí frá þjálfun í ár en annað hefði komið á daginn. „Mér bauðst að gerast þjálfari kvennalandsliðsins^ og eftir að hafa rætt það við Loga Ólafsson, fyrrver- andi þjálfara liðsins, fannst mér það góður kostur. Einhvern tíma las ég í dönsku blaði að enginn væri góður þjálfari fyrr en hann hefði þjálfað kvennalið og ég hef bent á Loga í því sambandi. Enda hefur starfið ekki valdið mér vonbrigðum en síð- an tók ég að mér þetta óvænta verkefni með Valsliðið. Reyndar held ég að þegar ég tók ákvörðun- ina um að taka Valsmenn að mér hafi hún frekar verið á tilfinninga- sviðinu en á skynsemissviðinu en ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði ekki þekkt vel til innan félagsins. Ég hafði unnið með flesta leikmennina undanfarin tvö ár og hafði vissar hugmyndir um hvað þeir gætu og hvað ekki. En ég ef- ast um að ég hefði hellt mér út í þetta með annað lið.“ Þegar Kristinn tók við Valsliðinu var það í neðsta sæti með sjö stig að loknum ellefu umferðum. „Horf- urnar voru ekki of góðar og þetta leit ekki of vel út á pappírnum. Við áttum eftir toppliðin og það hefur ekki aðeins verið spenna eftir hvern einasta leik heldur hefur hver leikur verið í hámarksspennu - lífið hefur verið í efri mörkum spennunnar undanfarnar vikur.“ Eins og í ævintýri Kristinn sagðist ekki vera tals- maður þess að skipta alltaf um þjálfara þegar illa gengi heldur frekar að stokka upp spilin. Dæmið hefði að vísu gengið upp hjá Val en hvorki hjá Fram né FH. „Þetta hefur gengið eins pg í ævintýri þar sem maður fær þrjár óskir og nýtir þær vel. Ég held að menn hafi fengið tækifæri til að byrja upp á nýtt en það er stundum þannig að menn geta fest sig í ákveðnu fari í lífinu. Þá þarf að stoppa og endurskoða sjálfan sig og sína afstöðu. Það gerðist og það skapaðist svigrúm til að skoða hlut- ina frá öðrum sjónarhornum. Það voru gerðar breytingar á liðinu, menn fóru í nýjar stöður og menn sem ekki voru áður í liðinu fengu tækifæri. Hlutfall reyndari og yngri manna var hugsanlega örlítið skyn- samlegra og blandan var góð. Og það var hugað að ýmsum öðrum þáttum. Hörður Hilmarsson hafði leitað til Jóhanns Inga Gunnarsson- ar þegar verst gekk og við ákváðum að tala við hann þegar vel gekk. Við tókum upp góða þjónustu við leikmenn og reynt var að blása lífi í stuðningsmennina þótt við bjóðum ekki upp á aðstæður sem menn sætta sig við. Menn vilja mæta á völlinn og upplifa stemmninguna undir þaki og það verða Valsmenn að skoða rétt eins og að byggja upp leikmenn og rækta þá.“ Kvennalandsliðið næsta verkefni Það er skammt stórra högganna á milli hjá Kristni. Kvennalið ís- lands og Rússlands mætast i Evr- ópukeppninni á Langardalsvelli á sunnudag og sama dag taka Vals- menn á móti íslandsmeisturum ÍA í 1. deild. „Ég er tvískiptur þessa vikuna," sagði Kristinn. „Ég tók að mér sjö síðustu leiki Vals án annarra skuld- bindinga og ekkert hefur verið rætt um framhaldið - reyndar er varla hægt að segja að það hafi verið gert enn varðandi verkefnið því það bar svo brátt að. En næsta verkefni er kvennalandsliðið, sem á þijá leiki fyrir höndum, og ég fer beint í það.“ „Gamall ref- ur“ lék sinn fýrsta leik í 1. deild í LEIK Grindvíkinga og Vals á laugardaginn skiptu Grindvík- ingar leikmanni inn á sem ekki hefur leikið áður fyrir þá í sum- ar og fékk skráðan á sig fyrsta leik í 1. deildinni. Leikmaður- inn, Ragnar Eðvarðsson, er þó enginn nýliði í knattspyrnunni því hann er leikjahæsti leikmað- ur Grindvíkinga í meistara- flokki með 206 leiki. Ragnar, sem verður 36 ára eftir 2 mán- uði, lék síðast með liði Grindvík- inga sumarið 1992 en hefur síð- an leikið með eldra liði félags- ins. „Það var dálítið erfitt að koma inn í þetta en gaman. Kóli [Lúkas Luka Kostic] þjálf- ari bað mig um að vera með á æfingum til að styrkja hópinn og setti mig á skýrslu gegn Val. Það er gaman að fá leik í 1. deildinni og ég reikna með að fara með til Eyja um næstu helgi hvort sem ég verð í hópn- um eða ekki,“ sagði Ragnar. Flamengo ræður út- varpsmann sem þjálfara EITT frægasta knattsþyrnufé- lag Brasilíu, Flamengo, réð í gær Washington Rodrigues, íþróttafréttamann einnar út- varpsstöðvarinnar í Brasilíu sem þjálfara liðsins. Rodrigues hefur hvorki leikið knattspyrnu né komið nærri þjálfun og kom ráðningin því mönnum mjög á óvart. Flamingo hefur gengið illa þrátt fyrir að vera með rándýra menn í hverri stöðu. Romario var keyptur fyrir tæpar 440 milljónir króna fyrir tímabilið og frammi með honum er Ed- mundo, sem kostaði rúmar 310 milljónir króna, en allt kemur fyrir ekki. Nú á Rodrigues, sem er 59 ára, að bjarga því sem bjargað verður en Edinho, fyrr- um landsliðsmaður Brasilíu, sem þjálfaði Flamengo, var rek- inn um helgina. „Þetta er kreíjandi verkefni og ég get ekki annað en tekið því. Sagan man ekki eftir gung- um,“ sagði Rodrigues. Ingi Björn bjarg- vætturinn 1983 VALUR er eina liðið sem hefur leikið í 1. deildarkeppninni sam- fleytt frá deildarskiptingu 1955. Útlitið var ekki gott hjá Val í sumar, en útlitið var enn verra 1983 þegar Þjóðverjinn Claus Peter var rekinn eftir ellefu umferðir og Sigurður Dagsson tók við stjórninni. Þá var það Ingi Bjöm Albertsson sem var bjarg- vættur Valsmanna því að hann fór á kostum í fjórum síðustu leikjum þeirra í deildinni - skoraði fimm mörk í fjórum sigur- leikjum og lagði upp mörk. Þegar Valur lék sinn síðasta leik gegn ÍBV, hefði allt annað en sigur sent Valsmenn niður í 2. deild. Ingi Björn skoraði þátvö mörk í sigurleik, 3:0. Þegar uppi var staðið náðu Valsmenn 18 stigum [þá fengusttvö stig fýrir sigurleik] - voru einu stigi frá fallsætinu. Keflavík fékk 17 stig og IBÍ 13, en Keflvíkingar fóru ekki niður - það kom í hlut Eyjamanna, sem léku tvo síðustu leiki sína með leikmann sem var i banni, sem kostaði þá fa.ll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.