Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ I ' ,, I -U ) ) M,- FRETTIR FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 7 ■rrrrr'T'Tvif !■ i;■ ,)1 'TrrrTT- t*m ■ Mýktin sigr- ar hörkuna Blönduósi. Morgunblaðid. ÞEIR sem átt hafa leið um Langadal í Austur-Húnavatns- sýslu síðustu daga og virt þau hraðatakmörk sem gilda, hafa vafalítið rekið augun í sveppi sem vaxa með ógnarhraða í veg- kantinum. Sáðjörð sú sem svepp- urinn hefur valið sér er ekki sú besta með augum leikmannsins. En sitt er hvað, leikmannsauga og veruleiki sveppsins því hann ryður sér leið upp úr hrjóstrug- um og hörðum vegkantinum. Skipulags- stjóri sam- þykkur álveri SKIPULAG ríkisins hefur úrskurðað um mat á umhverfisáhrifum vegna stækkunar álversins í Straumsvík. Stofnunin fellst á framkvæmdina með vissum skilyrðum, sem lúta aðal- lega að því að fylgst verði vel með umhverfisáhrifum álversins. Einnig er það skilyrði sett að í starfsleyfi verði sett ákvæði um að nota eigi forskaut með lægstu brennisteins- innihaldi. Ekki er gerð krafa um vothreinsibúnað. í athugasemdum sem Náttúni- verndarráð, Hjörleifur Guttormsson alþingismaður og þingflokkur Kvennalistans gerðu við umhverfis- matið segir að nauðsynlegt sé að nota vothreinsibúnað auk þurr- hreinsibúnaðar tii að hreinsa brenni- steinstvíoxíð og flúoríð og í því sam- bandi benda þau á reglur í nágranna- löndum okkar. í úrskurði Skipulags ríkisins segir að vothreinsibúnaður sé víða notaður í þeim löndum þar sem brenni- steinstvíoxíðsmengun og súrt regn séu talin mikið vandamál. I Noregi og Svíþjóð, sem séu forystulönd í baráttu gegn brennisteinstvíoxíðs- mengun og súru regni, sé alls staðar gerð krafa um vothreinsun. Vot- hreinsun valdi hins vegar víða mik- illi frárennslismengun. Hægt er að kæra úrskurð skipu- lagsstjóra til umhverfisráðherra og rennur kærufrestur út eftir 4 vikur. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Umferðaröryggisnefnd vill láta lækka leyfðan hámarkshraða í Hvalfirði Mikil slysatíðni Við samantekt Lögreglunnar í Borgarnesi á umferðarslysum í Hval- firði, frá Ferstikluskálanum að sýslu- mörkum sunnan Botnsár kom í ljós að alls höfðu orðið þar 11 umferðar- óhöpp frá áramótum til 1. september sl. Þar af eru 5 slys þar sem hafa orðið alvarleg meiðsl á fólki og sam- tals hafa 18 manns meiðst í þessum slysum. Á sama tímabili í fyrra urðu 16 umferðaróhöpp á þessum slóðum og 8 manns sem urðu fyrir meiðslum. Það verður að teljast mjög há slysatíðni á þessum kafla sem ein- ungis er 13 km langur. Margar blind- beygjur og blindhæðir eru innst í Hvalfirðinum og að sögn lögreglu hefur það færst í vöxt að ökumenn virði ekki yfirborðsmerkmgar og fari ólöglega framúr á hættulegum stöð- um. Tilurð umferðar- öryggisnefndar Að sögn Theodórs Þórðarsonar, formanns UMBA, var umferðar- öryggisnefndin stofnuð 9. nóvember 1994. Er nefndin ein af um 20 slíkum nefndum sem Umferðarráð hyggst koma á laggirnar víðs vegar um land- ið. Kvaðst Theodór vilja koma því á framfæri, að gefnu tilefni, að fulltrú- Á FUNDI Umferðaröryggisnefnd- ar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og Akraness - UMBA - sem haldinn var nýverið, var samþykkt að stjóm nefndarinnar leitaði allra leiða til þess að fá leyfðan hámarksökuhraða í Hvalfirði lækkaðan úr 90 km í 70 km á klst. á vegarkaflanum frá Fossá að bænum Hrafnabjörgum, sem er rétt sunnan við Ferstiklu. Vegarkaflion sem um ræðir er um 19 km langur. Telur nefndin að öku- hraðinn á þessum slóðum sé helsta orsökin fyrir tíðum slysum. Leggur nefndin einnig til að ökuhraðamæl- ingar verði stórefldar í Hvalfirði ásamt annarri löggæslu. arnir í UMBA séu valdir sem ein- staklingar með mikla reynslu af umferðar- og öryggismálum og taki þeir sjálfstæðar ákvarðanir sem slík- ir í nefndinni en séu ekki bundnir af skoðunum eða stefnu tilnefningar- aðilanna. - ti 1 móts við nýjan dag Morgunverðurinn er mikilvægasta máltíð dagsins. íg Rannsóknir hafa leitt í ljós að þeir sem borða morgunverð afkasta v meiru og ná betri árangri en hinir sem borða ekki neitt á morgnana. Kellogg's kornflögur eru mikilvægur hluti af hollu og næringarríku fæði barna og fullorðinna. [ Kellogg's komflögur innihalda rikulegan skammt af kolvetnum, próteini, vítamínum og steinefnum. jjl Kellogg's komflögur örva mjólkurneyslu bama og eiga þannig v þátt í að börn fullnægi ríkri þörf sinni fyrir prótein og kalsíum. Heilsið nýjum degi með Kellogg's kornflögum. Há slysatíðni í Hvalfj arðarbotni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.