Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þetta er hrein himnasending Björn minn. Ég er með þúsundir rollubænda á lausu, búna heykvíslum, ljáum, kindabyssum, skóflum og traktorum. Landbúnaðarráðherra, forseti ASI og framkvæmdaslj óri VSI Aðilar vinnumarkaðar ræði búvörusamning Guðmundur Benedikt Þórarinn V. Bjarnason Davíðsson Þórarinsson „ÞAÐ dettur engum í hug að stuðningur við sauðíjár- rækt verði óbreyttur um ald- ur og ævi, en hins vegar hefur engin endanleg ákvörðun verið tekin um hvernig þróunin verður á samningstíma nýs búvöru- samnings, til næstu alda- móta. Mér fínnst sjálfsagt að aðilar vinnumarkaðarins komi sínum hugmyndum á framfæri við gerð samnings- ins,“ sagði Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Benedikt Davíðsson, forseti Al- þýðusambands íslands, og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins, sögðu að þeirra samtök væru fús til sam- starfs. Fundur hefur verið boðaður í landbúnaðarráðuneytinu í dag, þar sem fulltrúar aðila vinnumarkaðar- ins hitta búvörusamninganefnd. í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Friðrik Sophussyni fjármála- ráðherra að óbreyttur stuðningur við sauðfjárbændur komi ekki tii greina. Þá sagði ráðherra að sér þætti eðlilegt að aðiiar vinnumark- aðarins ættu beinar viðræður við stjórnvöld og forystumenn bænda til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, í ljósi þess að núver- andi búvörusamningur hafi verið gerður á grundvelli víðtæks sam- komulags sem þeir áttu aðiid að. Núverandi stuðningur varinn „Ég hef rætt við fjármálaráð- herra og í ríkisstjóm að nauðsynlegt sé að styðja sérstaklega við sauð- fjárbændur, sagði Guðmundur Bjarnason. „Eg tel að við getum gengið lengst með því að verja stuðninginn eins og hann er í dag, 2,7 milljarðar króna samkvæmt fjárlögum 1995, en að óbreyttum samningi ætti hann að tækka um 200 milljónir á næsta ári. Síðan er auðvitað spurning hvernig sá stuðn- ingur verður til frambúðar. Ég held að engum hafi dottið í hug, að óbreyttur stuðningur yrði um aldur og ævi af hálfu hins opin- bera. Þessi atvinnugrein heldur áfram að þróast og breytast. Á meðan verið er að komast inn í annað framleiðsluferli og treysta tekjugrundvöll bænda hef ég talið réttlætanlegt að veija óbreyttan stuðning um sinn, sagði iandbún- aðarráðherra." Guðmundur sagði að tvívegis hefðu fulltrúar ríkisins rætt við full- trúa aðila vinnumarkaðarins um nýjan búvörasamning. Þá yrði fund- að í landbúnaðarráðuneytinu í dag, þar sem fulltrúar ríkisins, bænda og aðila vinnumarkaðarins myndu hittast. „Aðilar vinnumarkaðarins áttu veralega aðild að gerð núgildandi búvörasamnings og mér fínnát sjálf- sagt að þeir komi sínum sjónarmið- um á framfæri. Hvort eítthvert form- legt framhald verður þar á ræðst ef til vill á fundinum, en við verðum að ljúka samningum á næstunni, vegna haustverka og sláturtíðar." Bændur ófúsir til samstarfs Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ, sagði að núgildandi búvörusamning- ur byggðist að mestu leyti á sam- starfi aðila vinnumarkaðarins, ríkis- valdsins og bænda. „Það var stefnt að því að ná fram vera- legri hagræðingu í sauðijár- ræktinni, líkt og öðrum land- búnaðargreinum, til að hún gæti lifað áfram í nýju um- hverfi, sem verið er að skapa. Ég tel eðlilegt að halda þessu samstarfí áfram, svo land- búnaðurinn geti framleitt neysluvörur á samkeppnis- hæfu verði.“ Benedikt sagði að ASI hefði leitað eftir áframhaldandi starfi í svokallaðri sjömannanefnd undanfarna 18 mánuði. Bændur hefðu hins vegar ekki viljað tilnefna í starfshópa og því hefði það starf legið niðri. Reiðubúnir til samráðs Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði það herfi- legt ef landbúnaðurinn yrði festur í viðjum hefðbundinna ríkisútgjalda. „Það er að vísu ekki rétt þegar talað er um 2,7 milljarða króna stuðning í ár og á næsta ári. 460 milljónir af því era afborganir af skuídabréfum, sem gefín vora út í tengslum við uppkaup á fullvirðis- rétti við upphaf búvörasamnings 1991. Raunveralegur samtíma- stuðningur við sauðfj árframleiðsl- una er því minni sem þessu nemur.“ Þórarinn sagði að sjömannanefnd- in hefði spáð samdrætti í lambakjöts- neyslu og það gengið eftir. „Við erum reiðubúnir til að koma til samráðs við ríkisstjórnina og bændur um þau markmið að skapa skilyrði fyrir aukinni hagkvæmni í landbúnaði, svo þessi framleiðsla verði samkeppnishæf og verð á inn- lendum búvörum fari lækkandi. Við eigum mikið undir verðlagsþróun- inni og lögðum upp í þetta samstarf á sínum tíma vegna þeirra sameigin- legu hagsmuna að matvöruverð gæti farið lækkandi.“ Forgangsröðun í heilbrigðismálum Markmiðið er að ná samstöðu Torfi Magnússon AFUNDI bsrb um forgangs- röðun í heil- brigðismálum sem haldinn var á þriðju- dag viðraði Torfi Magn- ússon, formaður læknar- áðs Borgarspítala, meðal annars hugmyndir um hvort hægt væri að draga úr heildarfjárveitingum til heilbrigðismála. - Hvert er helsta markmið umræðu um for- gangröðun að þínu mati? „Markmiðið er að ná samstöðu um hvers kon- ar heilbrigðisþjónustu við viljum kosta af sameigin- legum sjóðum lands- manna á komandi árum. Slík framtíðarsýn auð- veldar okkur að áætla það fé sem til þarf og gerir okk- ur kleift að skipuleggja starf- semina betur. Þannig er hægt að draga úr þeim ómarkvissu tilraunum til skyndilausna sem einkennt hafa undanfarin ár, til- raunum sem eyðileggja alla möguleika til markvissrar aðlög- unar og uppbyggingar og skilja oftast eftir fleiri vandamál en þær leysa.“ Torfi segir að niðurstaða um- ræðu um forgangsröðun felist í ákvörðun um hvaða sjúklingar og sjúkiingahópar skuli hafa for- gang umfram aðra, sem megi nefna „klíníska" forgangsröðun. Umræða um forgangsröðun af þessu tagi hafi farið fram í nokkr- um löndum og hafi aðferðirnar verið mismunandi. „í Oregon-fylki í Bandaríkjun- um voru 696 sjúkdómar skoðaðir og gagnsemi meðferðar skil- greind. í framhaldi af því var ákveðið að tryggingar skyldu greiða fyrir meðferð 565 þessara sjúkdóma. Þegar þessari aðferð er beitt er ekkert tillit tekið til frávika eða undantekningatil- vika, og aðferðina skortir sið- fræðilega viðmiðun. í Hollandi er lagt til að sú heilbrigðisþjónusta sem greidd er af almannafé skuli afmörkuð, með hliðsjón áf hvort meðferðin sé nauðsynleg, hvort meðferðin geri gagn, hvort hún sé fjárhags- lega skilvirk og hvort eðlilegt sé að viðkomandi einstaklingur beri sjálfur ábyrgð á meðferðinni. Á Nýja-Sjálandi hef- ur verið unnið að for- gangsröðun frá árinu 1992 og þar mun áformað að taka tals- vert tillit til álits al- mennings, sem fengið er með skoðanakönnunum, þegar ákvarðanir eru teknar í þessum málaflokki. í Noregi er hins vegar lagt til að sjúkdómum verði raðað í fjóra forgangsflokka. í fyrsta flokki eru lífshættulegir sjúkdómar sem geta fljótt leitt til dauða án meðferðar, svo sem alvarleg hjartabilun og alvarlegir geð- sjúkdómar, eða sjúkdómar á borð við eyðni sem geta valdið alvar- legum samfélagslegum afieið- ingum. í öðrum flokki er sjúk- dómsástand sem getur með tím- anum haft alvarlegar afleiðingar í för með sér án meðferðar, svo sem langvinnir sjúkdómar í taugakerfí, umönnun ósjálf- bjargra einstaklinga og leit í áhættuhópum. I þriðja flokki eru minna alvarlegir sjúkdómar eða ástand sem hefur óæskilegar afleiðingar, en þar sem meðferð ►TORFI Magnússon er fædd- ur í Reykjavík 1950. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970, Cand. med. frá HÍ árið 1977, lauk framhalds- námi í taugalækningum frá Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi 1983, og hefur síð- an starfað sem sérfræðingur á því sviði við endurhæfinga- og taugadeild Borgarspítala. Torfi er kvæntur Laufeyju Bjarnadóttur og eiga þau þrjú börn. skilar árangri, svo sem hár blóð- þrýstingur eða æðahnútaaðgerð- ir. í fjórða flokki er ástand sem ekki er skaðlegt en meðferð myndi bæta heilsu og auka lífs- gæði, svo sem glasafrjóvgun." - Hver þessara aðferða er heppilegust að þínu mati? „Nefnd sem starfaði á vegum sænska þingsins lagði til for- gangsröðun sem svipar til norsku aðferðarinnar, og lagði áherslu á siðfræðilegt gildi, einkum mann- lega reisn, jafnrétti og samstöðu með þeim sem minna mega sín. Sænska nefndin taldi einnig að ekki ætti að leggja mælikvarða á fjárhagslegan ávinning samfé- lagsins eða einstaklingsins af meðferðinni, en eingöngu ætti að leggja fjárhagslegt mat á mis- munandi meðferðarmöguleika þegar um sama sjúkdóm væri að ræða. Ég tel ljóst að engin aðferð sé gallalaus og að víðtæk umræða um forgangsröðun sé vafalítið nauðsynleg áður en samstaða fæst um hvernig fjármunum skattborgara til heil- brigðismála sé best varið. Tilgangur forgangsröðun- ar er að jafna aðstöðu fólks og tryggja að allir geti notið nauð- synlegrar heilbrigðisþjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda. Þannig getur forgangsröðun var- ið rétt lítilmagnans sem ekki er fær um að gæta réttar síns sjálf- ur. Samtímis er hægt að stuðla að sem bestri nýtingu fjármagns með því að draga úr greiðslum fyrir þá meðferð sem skilar tak- mörkuðum árangri. í því sambandi er ástæða til að minna aftur á gildi klínískra vísindarannsókna, því slíkar rannsóknir heilbrigðisstétta eru besta aðferðin til að skilgreina gagnsemi mismunandi aðferða við meðferð. Einnig er vert að minna á að á öllum stigum for- gangsröðunar eru fyrir hendi sið- fræðileg álitamál, en vægi þeirra eykst eftir því sem nær dregur sjúklingunum sjálfum." „Tel Ijóst að engin aðferð sé gallalaus"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.