Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VERIÐ Mikið mælist af smáum þorski í afla íslenzku togaranna í Smugunni Reglugerð um stærri möskva sennilega sett Morgunblaðið/Ómar Össurarson HALLDÓR Þorsteinsson, skipverji á Vestmannaey, undirbýr heilfrystingu smáfisksins í Smugunni. MIKIÐ er um smáan þorsk í Smugunni, en sarnkvæmt mæl- ingu varðskipsins Óðins í 6 ís- lenzkum skipum þar, er magn smáfisks ekki yfir viðmiðunar- mörkum þeim, sem Norðmenn setja á svæðinu. Samkvæmt við- miðunum við veiðar innan íslenzku landhelginnar, er magn smáfisks í afla togaranna hins vegar langt umfram leyfileg mörk í öllum til- fellum nema einu. Þá er ljóst að miklu af smáfiski er hent í sjóinn aftur. „Að mínu mati er þetta mjög smár fiskur og æskilegra að reyna að hindra svo mikla veiði smáfisks og að því er sjávarút- vegsráðuneytið að vinna í samráði við okkur útvegsmenn,“ segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍU. Sjávarútvegsráðuneytið kannar nú með hvaða hætti megi draga úr veiðum á smáfiski í Smugunni og er ákvörðunar að vænta fyrir lok þessarar viku. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er lík- legt að möskvastærð í poka troll- anna verði aukin, en notkun flott- rolls verði ekki bönnuð. Mismunandi viðmiðun Allnokkur munur er á viðmiðun- arreglum um smáfisk í afla hér á landi og í Noregi. í Noregi er regl- an sú, að ekki megi vera meira en 15% þorskafla undir 47 senti- metrum að lengd. Hér er miðað við að ekki megi vera meira en 25% af 55 sentímetra löngum fiski í aflanum. Kannanir varðskipsins Óðins á afla 6 togara í lok ágúst og byijun september eru á þá leið, að miðað við 47 sentímetra markið var mest 16,1% undir, en í einu tilfellinu ekkert undir mörkum. Sé hins vegar miðað við 55 sentímetra mörkin, lítur dæmið þannig út, að hæsta hlutfall smáfisks reyndist 56,5%, en í því tilfelli var enginn þorskur undir 47 sentímetrum. Lægsta hlutfallið var 19,9% og var það eina tilfellið, sem smáfiskur var undir leyfilegum mörkum, sem gilda hér við land „Um þetta er ekki annað að segja, en að í þessum dæmum er töluvert af fiski undir 55 sentí- metrum að lengd, sem eru okkar viðmiðunarmörk,“ segir Kristján Ragnarsson. „Þeir hafa hins vegar 47 sentímetra. Þá verður að hafa í huga að jafngamah fiskur er allt að tvöfalt stærri á íslandsmiðum en í Barentshafi vegna meiri kulda þar norður frá. Þetta eru því ekki sambærileg mörk vegna mismun- andi aðstæðna og þess vegna er rétt að fara að þeim viðmiðunum, sem notaðar eru af Norðmönnum sjálfum á þessu svæði. Við erum ekki að bijóta neinar reglur á svæðinu. Þó Norðmenn séu að amast við flottrollinu, er ekkert sem bendir til þess að flottrollið taki smærri fisk en botntröllið. Mun betri umgengni en í fyrra Eg tel að Islendingar gangi ekki illa um auðlindina í Smug- unni. Samkvæmt þeim fréttum sem ég hef, er umgengnin mun betri en í fyrra, þó ég hafi einnig heyrt annað. Þess vegna tókum við útvegsmenn undir það, að varðskipinu yrði falið að hafa eftir- lit með veiðum íslenzku skipanna og skipstjórunum væri gerð grein fyrir því, að þeir væru undir eftir- liti og ætlazt væri til að þeir færu að settum reglum. Hlutverk varð- skipsins væri ekki, eins og við ís- land, að bíða þess að skip færi inn fyrir línu og taki það svo, eða eins og lögregluþjóns sem fylgdist með drukknum manni fara inn í bíl og tæki hann svo, þegar hann æki af stað. Hlutverk þess væri hins vegar að leiðbeina skipstjórnar- mönnum og hvetja þá til að bijóta ekki viðmiðunarreglur og ganga vel um miðin,“ segir Kristján Ragnarsson. HEWLETT® PACKARD Viðurkenndur söluaðili Þjónusta og ábyrgð Viltn hafa það fívait/livíU eða f lit? BOÐEIND Við erum í Mörkinni 6 - Sfmi 588 20BI - Fax 588 2tH»2 HP 850C kr. 60.000 HP120ÖC kr. 00.000 HP 1600C kr. 140.000 HP LaserJet geislaprentarar 320 600 HP 660C kr. 26.000 kr. 28.000 kr. 40.000 HP 4L/ML HP 4Plus kr. 55.000 kr. 170.000 HP5P kr. 120.000 Samhjálp kvenna Leikfími Nýtt leikfiminámskeið fyrir konur, sem gengist hafa undir brjóstaaðgerð, er að hefjast. Ennþá geta nokkrar konur komist að. Kennt er á mánudögum og miðvikudögum kl. 17.00 í íþróttasal Hrafnistu í Hafnarfirði. Kennsla fer ýmist fram í sundlaug eða íþróttasal. Að loknum leikfimitíma er hægt að fara í sund, heitan pott og nuddpott. Þjálfari er Lovísa Einarsdóttir, íþróttakennari. Allar nánari upplýsingar veita Lovísa í síma 565-8577 V_________________og María í síma 557-2875._______________J Fl IVIB Suðurlandsbraut 30 • 108 Reykjavík Námskeið í september og október Námskeið Dags. Tími klst □ Notkun fjölsviösmœla (AVO) 18. sept. 8:30-16:30 8 □ Hjólastillingar 23, sept. 8:30-16:30 8 □ Störf smurstöðvarfólks 25.-26. sept. 8:30-16:30 16 □ Bilanagreining rafeindabún 29.-30. sept. 8:30-16:30 16 □ Almenn rafmagnsfrœði 2.-18. október 15:30-17:30 12 □ Rafeindatœkni 1 5.-6. október 8:30-16:30 16 □ Tœknienska 19,10-7,3,96 17-19:30 36 □ Notkun mótorstillitCBkja 11. október 8:30-16:30 8 □ Notkun fjölsviðsmœla (AVO) 20. október 8:30-16:30 8 Upplýsingar og skráningar í síma: 581 -3011 fax:581-3208 PíorötmtilHbií' - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.