Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 22
<k/ ^______ I 22 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995_____________________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýtt íslenskt gamanleikrit frumsýnt hjá nýjasta atvinnuleikhúsinu í Hafnarfirði í kvöld Hláturinn er svartsýnni BEGGI, Þórhallur Gunnarsson, glaumgosinn í hópnum fagnar eftir að hafa farið á fjör- urnar við nýjustu stúlkuna í hópnum. Morgunblaðið/Kristinn GLEÐIN hafin, misskilningur í uppsiglingu. % Fyllerí, rifríldi, misskilningur, glens, gam- an og þynnka eru meðal einkenna á nýju íslensku gamanleikríti eftir Áma Ibsen, samkvæmt því sem Þóroddur Bjamason varð áskynja er hann kynnti sér sýninguna. HIMNARÍKI er heitið á nýju íslensku leikriti sem frumsýnt verður í kvöld í fyrrverandi húsnæði Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar. Ámi Ibsen er höfundur verksins og samdi hann það sér- staklega fyrir nýjasta atvinnu- leikhúsið í landinu, Hafnarfjarð- arleikhúsið Hermóð og Háðvöru. Leikstjóri sýningarinnar er Hilm- ar Jónsson og fara sex leikarar með hlutverk persóna í leikritinu sem allar eru jafnveigamiklar í atburðarásinni. Blaðamaður brá sér á forsýningu á verkinu og hitti höfund þess að máli. Þegar sest er í leiksalinn og litið á sviðsmyndina, sem er dæmigerður sumarbústaður með heitum potti og gasgrilli á verönd- inni, sést annar helmingur áhorf- enda hinum megin hennar í gegn- um glugga bústaðarins. Formið er sem sagt' nýtt af nálinni og leikið er á tveimur sviðum sam- tímis, inni í bústaðnum og fyrir utan hann. Sama leikritið er leik- ið fyrir og eftir hlé þannig að áhorfandinn fær það á tilfinning- una að hann sé að upplifa eitt- hvað áður séð (deja vu) eftir hlé en seinni hluti verksins fyllir upp í atburðarásina, spurningum er svarað og allt smellur saman. Söguþráðurinn er í stuttu máli ungt fólk að koma saman til að skemmta sér yfir helgi í sumarbú- stað foreldra eins úr hópnum. Fyllerí, rifrildi, misskilningur, glens, gaman og þynnka. Allir í rosa stuði Þetta er gamanleikur. Málfarið er málfar dagsins í dag með til- heyrandi enskuslettum. Rifrildin og persónur verksins eru kunnug- legar og eru til í flestum vinahóp- um og milli þess sem yfirborðs- mennskan er ríkjandi í öllum og allir verða að vera í rosa stuði, lenda persónurnar á eintali með sjálfum sér og áhorfendum á milli atriða þar sem einlægnin og sannleikurinn er í aðalhlutverki og fyrsta kynlífsreynslan er rifjuð upp. Ámi Ibsen sagðist ekki vita til þess að leikrit hafí verið skrifuð í þessu formi áður þó hann hafi eitt sinn séð trúðasýningu í Frakklandi í svipuðu formi. „Formið þarf alltaf að segja eitt- hvað um innihaldið,“ segir hann, „persónumar eru mitt á milli þess sem þær em og þess sem þær vilja vera. Sviðið er klofið og eins eru persónurnar klofnar og klofn- ingur er á milli kynjanna. Persón- urnar eru ósamkvæmar sjálfum sér eins og í raunveruleikanum og formið á að styðja þessa lýs- ingu,“ sagði hann. Leikarar eru allir af yngri kyn- slóðinni. „Ég er öldungurinn í hópnum. Þetta er kröftugur leik- hópur sem er til í allt sem er stór kostur því verkið krefst þess af honurn." Nútímamálfar „Mállýskan er nútímaleg. „Maður heyrir þetta málfar alls staðar, jafnvel í útvarpinu. „Sitúasjón, djísus, god, kommon, rílax,“ o.s.frv. Gömlu fyrirmynd- irnar eru horfnar og koma núorð- ið úr bíó, ég veit að ég er hallær- islegur að segja þetta en svona er þetta," sagði Árni. „Ef það sverfur eitthvað að fyrirmyndum persónanna tilfinningalega geta þær ekki tjáð það nema á ensku. Þetta er þjóðfélag sem trúir ekki almennilega á sjálft sig. Það er í raun hægt að hlunnfara alla hér á landi því enginn segir neitt af ótta við að vera hallærislegur, vera nöldrari eða of neikvæður. Vertu hress, það eru skilaboðin.“ Titill verksins, Himnaríki, er táknrænn fyrir það sem persón- urnar og fólk yfirleitt er sífellt að leita að, að sögn Árna, það er sífellt að leita að toppnum á tilverunnni. „Fólk er örvænting- arfullt í leit sinni að skemmtun og því að hafa gaman.“ „Ég er mjög hrifinn af gaman- leikritum og jafnvel farsa þó mörgum finnist það litlar bók- menntir. Þó er gamanleikur mjög erfiður í smíðum og er í raun oft á tíðum miklu dýpra fyrirbæri en dramatísk leikrit. Hláturinn er svartsýnni þegar allt kemur til alls,“ sagði Árni Ibsen að end- ingu. Ljdðatdnleikar Elísabelh Meyer-Topsee, sdpran og Inger Marie Lenz, píand, f íslensku dperunni fimmludaginn 14. september kl. 20.30. ÍSLENSKA OPERAN ÚTSALAN í FULLUM GANGI 20-40% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM Ath.! ódýrar útiflísar kr. 1.399 nu Dæmi um verð: Áður: Nú: 31,6x31,6 2.576 1.490 20x20 2.280 1.490 45x45 3.382 1.690 20x25 2.522 1.590 i J;—— Stórhöfða 17 við Guliinbrú, sími 5674844. Ég er meistarinn frumsýnt í Slóveníu LEIKRITIÐ Ég er meistarinn eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdótt- ur verður frumsýnt í borgarleikhús- inu í Ljubljana í Slóveníu í kvöld. Verður þetta fyrsta frumsýning leikárs- ins í Slóveníu. Leikstjóri er Hallmar Sigurðsson en hann átti jafnframt frum- kvæðið að sýningunni. Hallmar kynntist sló- vensku leikhúslífi fyrst fyr- ir rúmu ári þegar Ríkisút- varpið sendi hann til Ljublj- ana til að setja upp leikrit- ið Söngvarann eftir Ólaf Hauk Símonarson í„ sló- venska útvarpinu. Hafði hann nokkur slóvensk leik- rit með sér heim og var eitt þeirra, Hvað um Leon- ardo?, sett upp í Borgar- leikhúsinu á liðnu leikári. „Ég sendi borgarleik- húsinu í Slóveníu einnig nokkur íslensk verk og í framhaldi af heimsókn þess til Reykjavíkur á frumsýning- una á Hvað um Leonardo? var mér boðið til Ljubljana til að setja upp Ég er meistarinn." Ég er meistarinn var frumsýnt á íslandi árið 1990 og tveimur árum síðar hlaut Hrafnhildur leikskálda- verðlaun Norðurlanda fyrir. verkið. Síðan hefur það meðal annars verið á fjölum leikhúsa í Bretlandi og Póllandi. Hrafnhildur verður viðstödd frumsýninguna í kvöld ásamt Pétri Jónassyni gítarleikara sem flytur tónlistina í verkinu. Jafn- framt verður þar ljöldi gesta úr stjórnmála- og menningarlífi Slóveníu. Áður en sýningin hefst munu hjónin Svava og Matej Sarc flytja þjóðlög frá heimalöndum sínum, íslandi og Slóveníu. Eldri hefð í leikhúsi Hallmar segir að ís- lenskt leikhúsfólk geti án efa lært af slóvenskum starfsbræðrum sínum og öfugt. „Það hefur verið skemmtileg reynsla að starfa með slóvensku leik- húsfólki. Slóvenar hafa miklu eldri hefð í leikhúsi en við og sennilega taka þeir vinnslu efnis fastari og um leið akademískari tökum. Ytri umgjörð verka er hins vegar sumpart vandaðri hjá okkur. Þetta er sennilega helsti munur- inn.“ Hallmar segir énnfremur að Slóvenar eigi gríðarlega góða leik- ara sem vinni af mikilli einlægni og alúð. „Síðan hafa þéir ríka og langa hefð í dramatúrgíu sem er. nokkuð sem við gætum lært af þeim.“ Myndlist í Borg'ar- leikhúsi LEIKÁR Leikfélags Reykjavíkur er nýhafíð. Fjöldi nýjunga mun glæða leikhúsið auknu lífi í vetur. Meðal nýbreytni sem bryddað er upp á á nýju leikári er að bjóða upp á myndlistarsýningar í forsal leikhússins. Þar mun framsækin nútímamyndlist vera í fyrirrúmi. Fyrsta verkið verður Vernissage eftir Ólaf Gíslason. Það verður opnað í Borgarleikhúsinu 15. sept- ember. í kynningu segir m.a.: „Ólafur Gíslason er í hópi yngri myndlist- armanna og hefur haslað sér völl á vettvangi hugmyndafræðilegrar myndlistar. Hann kemur á óvart með þessari sýningu sem byggist á öflugu hugmyndaflugi og frum- legri framsetningu.... Verkið Vernissage hefur verið sýnt í Hels- inki, Kaupmannahöfn og á Kjar- valsstöðum. Reyndar hefur verkið einnig orðið til á þessum stöðum, því sýningargestir hafa mótað listaverkið með listamanninum." í vetur verður listaverkum skipt reglulega út, en leikhúsið hefur ■ einnig fengið ákveðna myndlistar- menn til að semja og hanna sér- stök verk, sem eingöngu eru ætluð rýminu í forsal leikhússins. Verk Ólafs, Vernissage, mun standa uppi til 14. október. Myndlist í forsal Borgarleik- hússins er til sýnis öll sýningar- kvöld í leikhúsinu. Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir Hallmar Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.