Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 23 LISTIR Draumóra- maðurinn KVIKMYNPIR Stjörnubíó í FYLGSNUM HUGANS „IMAGINARY CRIMES“ ★ ★ V4 Leikstjóri: Anthony Drazan. Aðalhlutverk: Harvey Keitel, Faruza Balk og Kelly Lynch. Wamer Bros. 1995. EINSTAKA sinnum koma frá Hollywood dramatískar fjölskyldu- myndir sem ekki löðra í smekk- lausri væmni og falskri tilfinninga-- semi og í fylgsnum hugans með Harvey Keitel er ein af þeim. Hún er ljúfsár fjölskyldusaga um ein- stæðan föður sem reynir að ala upp tvær dætur sínar sem best hann getur á öndverðum sjöunda áratugnum en er þeim hin versta fyrirmynd. Einhverjir mundu kalla þetta klútamynd en leikstjóranum Anthony Drazan tekst mjög vel að forðast þá skilgreiningu og hef- ur gert mynd sem er 'bæði heil- steypt og hjartastyrkjandi. Keitel er vanari því að leika misjafnar undirheimapersónur en heimilisfeður og því er maður kannski einhvern tíma að venjast honum í hlutverkinu en hann vinn- ur mann á sitt band rétt eins og persóna hans kjaftar sig inná fólk með sín dauðadæmdu plön. Hann er vonlaus draumóramaður og ger- samlega misheppnaður uppfinn- ingamaður sem gerist á endanum svikahrappur. Hann er góðhjartað- ur í sjálfu sér en fíflalega bjart- sýnn og allar hans ráðagerðir og hugmyndir reynast hinir ómerki- legustu loftkastalar. Og hann hef- ur leikið þennan bjartsýnisleik fyr- ir dætur sínar svo lengi að þær hafa misst trúna á hann, sérstak- lega sú eldri sem er komin til vits og ára og farin að sjá í gegnum föður sinn sem reynist vera lygari og svikari. Inn í söguna blandast svo minningar af móður stelpn- anna sem nú er látin en var eini fasti og áreiðanlegi punkturinn í óvissri tilverunni. Eldri stelpan er sögumaður myndarinnar og frábærlega vel leikin af Faruza Balk og það er í gegnum hennar barndóm og ung- lingsár sem við kynnumst Keitel- persónunni. Heimur fullorðna fólksins er skoðaður frá sjónarhóli barnsins og myndin verður drunga- leg og köld þroskasaga þess. Leik- stjórinn Drazan fer gætilega með viðkvæm mál og fjallar um missi, og tilfinningalegan sársauka og fyrirgefningu á algerlega látlausan hátt. Þeir geta þetta í Hollywood en sjálfsagt minnkar sölugildið talsvert þegar sannleiksgildið er látið ráða. Arnaldur Indriðason Benjamín dúfa í fjórum löndum VAKA-Helgafell hefur gengið frá samningum um útgáfu á bók Friðriks Erlingssonar, Benjamín dúfu, i Danmörku, Svíþjóð, Finn- landi og á Ítalíu. Á Italíu mun útgáfan Mondadori gefa bókina út, í Finnlandi er það Tammi, sem er stærsta forlagið þar í landi, í Svíþjóð Bonnier-Carlsen og í Danmörku bókaforlagið Sesam, en það er í eigu Egmont- fyrirtækisins sem er ein stærsta útgáfusamsteypa Evrópu. Friðrik Erlingsson hlaut ís- lensku barnabókaverðlaunin 1992 fyrir Benjamín dúfu, þá fékk hann Barnabókaverðlaun skólamálaráðs Reykjavíkur og viðurkenningu IBBY-samtak- anna fyrir bókina. Benjamín dúfa kom út hjá Vöku-Helga- felli í tengslum við afhendingu íslensku barnabókaverðlaun- anna. Kvikmynd hefur nú verið gerð eftir bókinni. Friðrik skrifar sjálfur handritið að myndinni en leikstjóri hennar er Gísli Snær Erlingsson. Baldur Hrafnkell Jónsson framleiðir kvikmyndina Benjamín dúfu sem frumsýnd verður síðar í haust. TEG: T.ELITE mjúk millistíf hörð Twin TwinXL Full FullXL Queen 97x190,5 97x203 135x190,5 135x203 152x203 Cal.king 183x203 King 193x203 kr. 80.510,- 85.550,- 91.250,- 96.280,- 101.810,- 136.880,- 136.880,- 73.970, 79.010, 83.870, 88.900, 93.760, 128.150, 128.150, 67.580, - 72.160, - 76.580, - 81.160, - 85.680,- 117.190,- 117.190,- TEG:LEXUS millistíf hörð Twin 97x190,5 kr. 63.240,- 60.670,- TwinXL 97x203 68.270,- 65.010,- Full 135x190,5 73.970,- 72.130,- FullXL 135x203 77.160,- 75.530,- Queen 152x203 84.970,- 83.490,- Cal.king 183x203 117.920,- 113.390,- King 193x203 117.920,- 113.390,- TEG: TRANQILITY millistíf Twin 97x190,5 kr. 52.610,- TwinXL 97x203 57.520,- Full 135x190,5 60.820,- FullXL 135x203 65.850,- Queen 152x203 71.790,- Cal.king 183x203 94.710,- King 193x203 94.710,- TEG: AZTEC millistíf Twin 97x190,5 kr. 48.640,- TwinXL 97x203 53.680,- Full 135x190,5 57.200,- FullXL 135x203 62.230,- Queen 152x203 67.260,- Cai.king 183x203 89.070,- King 193x203 89.070,- TEG: EURO hörð Twin 97x190,5 kr. 42.100,- TwinXL 97x203 47.130,- Full 135x190,5 50.490,- FullXL 135x203 55.520,- Queen 152x203 58.370,- Cal.king 183x203 86.220,- King 193x203 86.220,- H ÞAÐ ER SVO EINFALT AiMSIBDÍNAN SIM SKIRTIR MÁLI Mll/ KONIJNGLEG LIÐAN Verslun með amerískar lúxusdýnur Húsgagnahöllinni S: 587 1199 - Bíldshöfði 20 - 112 Reykjavík Þegar þú ákveður að kaupa þér amerískt rúm skaltu koma til okkar og prófa hvort þér líkar millistíf, hörð eða mjúk dýna. 65 ára reynsla við dýnuframleiðslu hefur kennt SERTA heilmikið um það hvernig dýna verður fullkomin. SERTA dýnan sameinar frábær þægindi, góðan stuðning og langa endingu. Við eigum Serta dýnurnar alltaf til á lager og þeim fylgir allt að 20 ára ábyrgð. * öll dýnuverð miðast við dýnur á ramma Mest selda gmeríska dýnan á islandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.