Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 24
24 32-31JKHIHISD :í.;> íinAUJTHWf FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐffi LISTIR Fyrirlestur „Þjóðin syngjandi“ önnum kafin við endurreisn menningarlífsins Operan í Riga opnuð á ný eftir endurbyggingu Mikil grózka er í lettnesku menningarlífí eftir að Lettland öðlaðist sjálfstæði á ný. Ólafur Þ. Stephensen hitti lettneska menn- ingarmálaráðherrann Janis Drípe að máli þegar hann var á ferð í Riga. um velgengni rithöfunda KANDADÍSKI rithöfundurinn W.D. Valgardson, sem er af ís- lenskum ættum og er gestur hér á bókmenntahátíð, flytur opinber- an fyrirlestur í boði heimspeki- deildar Háskóla íslands föstudag- inn 15. september kl. 16.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn nefnist: „Success as a Writer“ og verður fluttur á ensku. Þijár meginforsendur eru fyrir velgengni rithöfundar: hæfi- leikar, verkkunnátta og afstaða. Hæfileikar eru meðfæddir en þó fer því fjarri að allir sem hafa hæfileika nái árangri. Skortur á verkkunnáttu verður þeim að falli. í fyrirlestrinum verður fjallað um mikilvægi verkkunnáttu og við- horfa fyrir virkni rithöfunda og útgáfu verka þeirra. W.D. Valgardson er þekktur rithöfundur í Kanada og hefur gefið út fjölda bóka. Nýjasta skáldsaga hans „The Girl with the Botticelli Face“ hefur vakið mikla athygli og kemur hún út á íslensku í haust. Hann hefur kennt ritlist (creative writing) í háskólum í Bandaríkjunum og Kanada undan- farin 25 ár. Meðal nemenda hans er W.P. Kinsella, höfundur skáld- sögunnar „Shoeless Joe“ sem kvikmyndin „Field of Dreams“ var byggð á. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Gítartónleikar Kristjáns KRISTJÁN Eldjárn, gítarleikari, heldur tónleika á Jazzbarnum í kvöld fimmtudag ásamt Tómasi R. Einarssyni og Einari Scheving. Á efnisskránni verða ýmis jazz- verk, jafnt ný sem notuð. Tónleik- arnir hefjast klukkan 22 og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. LETTAR hafa stundum verið kall- aðir þjóðin syngjandi. Vel á fjórða hundrað kóra starfa í Lettlandi og því er haldið fram að Lettar, sem aldrei hafa verið í kór, séu teljandi á fíngrum annarrar handar. Kór- söngur gegndi mikilvægu hlutverki við varðveizlu þjóðarvitundar Letta á Sovéttímanum og sjálfstæðisbar- áttan á árunum 1988-1991 var kölluð „byltingin syngjandi". Það er því ekki að furða að fyrsta stór- verkefni hins nýendurreista menn- ingarmálaráðuneytis Lettlands sé endurbygging Ríkisóperunnar í Riga. Henni var lítill sómi sýndur á meðan Lettland var hemumið af Sovétríkjunum, en hið rúmlega aldargamla óperuhús verður opnað að nýju með hátíðartónleikum 23. september næstkomandi. „Við Lettar verðum að endur- reisa allt þjóðfélagið, menningarlíf- ið líka. Þess vegna fannst mér þetta rétti staðurinn til að hitta ykkur,“ segir Janis Dripe, menn- ingarmálaráðherra Lettlands, en hann bauð norrænum blaðamönn- um til fundar á sviði Ríkisóperunn- ar, innan um urmul af iðnað- armönnum sem eru að leggja síð- ustu hönd á skreytingu áheyrenda- salarins. Ráðherrann brýnir raust- ina til að yfirgnæfa hamarshöggin og greinir frá því að stór hluti framlaga stjómvalda til menning- armála fari til að ljúka óperubygg- ingunni. Á næstu tveimur árum verði lokið við viðbyggingu við óperuhúsið, til þess að hægt sé að mæta ströngustu kröfum nútímans um tæknibúnað, aðstöðu fyrir fatl- aða og fleira slíkt. Endurreisn ópemhússins kostar hátt í tvo milljarða íslenzkra króna. Þar af kemur um 1% frá Lettum, sem hröktust í útlegð á Vesturlönd- um eftir að Sovétríkin hernámu Eystrasaltsríkin árið 1940. Næsta stórverkefni í menning- armálum verður bygging þjóðar- bókhlöðu, sem á að rúma átta milljón bindi. Menningarlíf á krossgötum Dripe, sem er arkítekt á fertugs- aldri og stendur utan flokka, segir lettneskt menningarlíf að mörgu leyti standa á krossgötum. „Und- anfarin fimmtíu ár höfum við orðið að veijast rússneskum menningar- áhrifum úr austri. Sönghátíðirnar voru mikilvægur þáttur í þeirri vamarbaráttu. Nú hafa flóðgáttir menningaráhrifa úr vestri hins vegar opnazt og við megum ekki láta vestræna menningu flæða yfir okkur heldur.“ Ráðherrann segir það áhyggju- efni að af þeim kvikmyndum, sem sýndar vom í lettneskum kvik- myndahúsum á síðasta ári, hafi 77% verið amerískar. Um 8% hafi verið samvinnuverkefni lettneskra kvikmyndagerðarmanna og er- lendra aðila, en aðeins 0,7% fram- leiddar af Lettum eingöngu. Hlut- föllin séu svipuð í dægurtónlist- inni, sem seld er í verzlunum og leikin í útvarpi. MYNPHST Listhús 39 MÁLVERK Sigurborg Jóhannsdóttir. Opið frá kl. 10-18 virka daga, laugardaga kl. 12-18, sunnudaga kl. 14-18. Aðgang- ur ókeypis. EFTIR að hafa gert litsterkum og hrifamiklum dúkum Eiríks Smith og blæbrigðaríkum grátóna- heildum Lu Hong skil, freistast listrýnirinn til að fara í saman- burðarfræði við skoðun hinna hráu dúka Sigurborgar Jóhannsdóttur í Listhúsi 39 í Hafnarfirði. Það er nefnilega líkast til sem ungir álíti að þeir þurfí enga undir- stöðumenntun til að munda pens- ilinn og þannig er Sigurborg út- skrifuð úr grafíkdeild MHÍ, en sýn- ir svo málverk (!) á sinni fyrstu sýningu. Að vísu sýndi hún í Hlað- varpanum á sl. ári, en sýningar þar em svo stijálar og oft undarlega ANNIE KIRKWOOD sem tók á móti skilaboðum fyrir bókina Boðskapur Maríu til mannkynsins áritar bókina í versluninni Betra Líf í Borgarkringlunni á morgun milli kl. 16 og 18. Sérstakt afsláttarverð af þessu tilefni. Annie heldur fyrirlestur í Háskólabíói næstkomandi laugardag og hefst hann kl. 14.00. Fyrirlesturinn er um: Væntanlegar heimsbreytingar samkv. skilaboðum frá Maríu. Einnig námskeifi á Hótel Loftleiðum sunnudaginn 17. sept. frá kl. 10-17 sem ber heitið: - Hvernig á að undirbúa sig fyrir væntanlegar heimsbreytingar og upplifa 1 .OOO ár friðar - Forsala aðgöngumiða á fyrirlesturinn og skráning á námskeiðið eru í versluninni Betra Líf í Borgarkringlunni, sími 581 1380. Miðasala í Hákskólabíói frá kl. 13.00 fyrirlestrardaginn. BYGGINGAKRANAR gnæfa enn yfir óperuhúsið í Riga. Hundr- uð iðnaðarmanna leggja kapp á að gera húsið tilbúið fyrir há- tiðatónleikana, sem haldnir verða síðar í mánuðinum. Morgunblaðið/Ólafur Þ. Stephensen JANIS Dripe, menningarmálaráðherra Lettlands, heldur blaða- mannafund í áhorfendasal Ríkisóperunnar í Riga. Samstarf við Norðurlöndin Dripe segist binda vonir við sam- starf við Norðurlöndin í þessum efnum. Hann vilji gjarnan stuðla að því að auka hlutfall norræns menningarefnis og efnis frá hinum Eystrasaltsríkjunum í kvikmynda- húsum og ljósvakamiðlum. Tveir ijölþjóðlegir listviðburðir, sem haldnir voru í Lettlandi í sum- ar, bera vott um þessa viðleitni ráðherrans. Annars vegar var haldið mót kóra frá Norðurlönd- unum og Eystrasaltsríkjum í Lett- landi júlí síðastliðnum og tók Kam- merkór Langholtskirkju þátt í því fyrir hönd Islands. Þá er nýlokið norrænni kvikmyndaviku í Riga, þar sem íslenzku kvikmyndirnar Skýjahöllin og Sódóma Reykjavík voru sýndar fyrir troðfullu húsi. Landslag og fuglar að þeim staðið, að það tekur varla nokkur eftir þeim er svo er komið. Fæstum af eldri kynslóðum málara kom til hugar að kveða sér hljóðs fyrr en eftir margra ára nám og gerði það margur af hálfum hug, enda var þeim innprentað hve málaralistin væri harður skóli og hér þýddi ekkert annað en að gefa sig alla, og að ekki væru til neinar málamiðlunarlausnir. Auðvitað eru til undantekningar frá reglunni og þá einkum ef við- komandi er bernskur að upplagi og málar af fingrum fram. En vel að merkja eru slíkir á stundum gæddir ákveðinni tæknivitund sem þeir víkka smám saman út og per- sónugera. Þetta má gjarnan koma fram, því svo langur vegur er frá vinnu- brögðum Eiríks og Lu Hong og þess sem við blasir í Listhúsi 39, að rýnirinn fær ekki orða bundist, einkum vegna þess að hér er um kennara í myndmennt að ræða. Að sjálfsögðu er öllum frjálst að mála, en einhver grunnþekking þarf að vera til staðar í verkum þeirra er koma fram opinberlega og það sem mikilvægara er, auð- mýkt gagnvart listmiðlinum. Hæfileikar eru ekki nóg, því listin er 95 prósent vinna, og ekki efast ég um að Sigurborg kunni að hafa þá dijúga til að bera, en það kemur einfaldlega takmarkað fram í þeim hrjúfu dúkum sem hún hefur kosið að kynna að þessu sinni. Tvær myndir skera sig þó úr sem eru „Dagur til að deyja“ (2), sem ber í sér viss jarðmögn, og „Rauð- ir fuglar" (7), sem er kröftug í lit- rænni útfærslu. Bragi Ásgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.