Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ . i ■■ i. ■ Afhallandi flæði MYNPUST Listasafn Kópavogs MÁLVERK Guðrún Kristjánsdóttir. Opið frá 12-18 alla daga. Lokað mánudaga. Til 17. september. Aðgangur 200 krónur. ÚTLÍNUR landslagsins hafa löngum verið Guðrúnu Kristjáns- dóttur kært viðfangsefni og hefur auðveldlega mátt kenna himin, haf og jörð í hinum stóru og lengstum aflöngu dúkum listakonunnar. Vel mátti halda fram að mynd- efnið væri þröngt, en þó var frek- ar að möguleikar þess væru ekki ræktaðir til hlítar um fjölþætt vinnubrögð, þar sem í og með efniskennd og litræn fyrirferðin er stokkuð upp í sí- fellu. Þessum afger- andi atriðum velt fyrir sér í stað þess að auka við rúmmálið í takt við tíðarandann, sem er í sjálfu sér engin endurnýjun. En lista- konan skilaði sínu hlutverki vel, og mað- ur sá fram til hverrar nýrrar sýningar hennar með eftir- vætningu. Og satt að segja bjóst ég við flestu öðru en við mér blasti í efri sölum listasafnsins á dögunum, og svo held ég að hafi verið með flesta sem fylgst hafa með þróun lista- konunnar á undanförnum árum. Breytingamar frá fyrr> myndsstíl eru einfaldlega svo miklar, að ég þurfti endurtekna skoðun til að melta þær að nokkru. Ekki veit ég svo hvort hér sé um eðlislæga þörf að ræða eða einfaldlega sá land- lægi ótti framsækinna myndlistar- manna hér á landi, að vera álitnir staðnaðir ef þeir breytast ekki, helst taki kollsteypur á nokkurra ára fresti. En hér er um mikinn misskilning að ræða því þröngur formheimur ber ekki endilega vott um hugmyndafátækt, heldur er mögulegt að virkja hann og halda honum ferskum allt lífið eins og listasagan er til vitnis um. Hér er því síður um dirfsku að ræða, en meir um einkenni einangrunarinn- ar og ótta við að vera ekki sam- kvæmur einhverri þróun í út- landnu, en í því felst lítill ferskleiki. Fjallshlíðar nefnir Guðrún fram- lag sitt að þessu sinni og má það allt eins vera réttnefni, því um er að ræða afhallandi flæði sem markast af ýmsum litlum og flökt- andi brigðum sem virka sem margt af þeim fyrirbærum sem kenna má í þverbeinu landslagi. Sá sérstaki einfaldleiki sem Guðrún hefur lagt út af er mjög kröfuharður og þarf dijúga færni til að gera myndheildirnar lifandi. Þetta hefur listakonunni á stund- um tekist merkilega vel, og það er sem hún gefi mest af sér í hægum og yfirvegaðri stígandi grunnflatarins. Markverðast er hve grátónarnir verða lifandi og í þá veru að maður skynjar í þeim meiri litræn hrif en í litsterkari myndum. En sá er nú einmitt munurinn á listamanni og viðvan- ingi, að listamaðurinn nær lit úr veikum litatónum, en viðvaning- urinn gerir sterka liti að litleysum. Guðrún notar þá aðferð að mála grunninn í mörgum lögum gagnsærra litatóna, sem er þekkt aðferð í nútímanum, en hér er það meira gert til að skapa stíg- andi og efniskennd í heildaráferðinni en til að magna sjálfan lit- inn upp eins og þegar málað er að hluta til yfir óskylda litatóna. I raun er Guðrún með þessu að leita til aka- demisma fortíðarinn- ar og sígildra vinnu- bragða eins og svo margur núlistamað- urinn gerir til að dýpka vinnsluferlið. Núlistamenn eru þannig að upp- götva akademisma fortíðarinnar og endurnýja hann, því alþekkt er að málarar fyrri alda notuðu undirmálningu til að auka á efnis- kennd litanna og ná fram svip dýptar og fyllingar, máluðu aftur og aftur yfir liti til að ná fram réttu blæbrigðunum. Það er þannig með fortíðinni sem nútíminn skal framkallaður, og að leita til tilbrigða einhvers fjölbreyttasta landslags sem til er á jörðinni er jafn mikil núlist og hvað annað. Guðrún getur þannig verið óhrædd um sig og að hún sé á réttri leið eru einkum myndir grárra og grængrárra tilbrigða til vitnis um og vil ég helst nefna mynd nr. 16, en rauða myndin nr. 1 er ákaflega iifandi og vafalítið ein sú heillegasta af þeim sem listakonan hefur málað í sterkum lit. Þetta er þó trauðla ótvíræðasta framlag Guðrúnar Kristjánsdóttur til þessa, þótt hún sé listamaður í örum vexti, og það er /eins og eitthvert óútfyllt tómarúm sé á milli þess sem hún var áður að gera og þessa nýja myndheims. Bragi Ásgeirsson. Guðrún Krisljánsdóttir LISTIR PIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 35 MARTIAL Nardeau og Guðrún Birgisdóttir. Upphafstónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands Af ástríðu og eldmóði UPPHAFSTÓNLEIKAR Sinfóníuhtjómsveitar ís- lands á starfsárinu 1995-96 verða haldnir í kvöld, annað kvöld og á laugardag. Hljómsveitar- stjóri er Enrique Batiz en einleikarar flautuleikar- arnir Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau og Einar Kristján Einarsson gítarleikari. Sú hefð hefur skapast að sinfóníuhljómsveitin býður starfshópum úr styrktarfyrirtækjum sín- um á hátíðartónleika í upphafí hvers starfsárs jafnframt því að selja al- mennan aðgang. Áskrif- endur fá 25% afslátt af miðaverði. Á upphafstónleikum er leitast við að gefa áheyrendum kost á að hlýða á stutt og aðgengi- leg tónverk. Á efnisskrá þetta árið eru verk eftir Rossini, Khatzatur- ian, Doppler, Reueltas, Turina, Prokofíev, Rodrigo og DeFelIa. Heldrimaður af gamla skólanum Suðræn tónlist er ríkjandi á efn- isskránni enda kemur hljómsveit- arstjórinn, Enrique Batiz, frá Mex- íkó. Hann er aðalhljómsveitarstjóri Fílharmóníuhljómsveitar Mexíkó- borgar en starfar einnig mikið í London, meðal annars með Lund- úna Fílharmóníunni, Sinfóníu- hljómsveit Lundúna og Konung- legu fílharmóniusveitinni. Honum hefur verið lýst sem heldrimanni af gamla skólanum en um leið þykir hann stjórna af ástríðu og eldmóði. Hjónin Guðrún Birgis- dóttir og Martial Nardeau eru einleikarar í verki Dopplers, Minningar frá Prag. Guðrún hóf flaut- unám í Tónlistarskólan- um í Reykjavík undir handleiðslu Jóns H. Sigurbjömssonar og Manuelu Wiesler. Síðar lauk hún einleikaraprófi frá École Normale de Musique árið 1979. Guð- rún hefur komið fram á tónleikum hér og erlendis en hún kennir við Tónlist- arskólann í Kópavogi. Martial Nardeau hefur verið búsettur á íslandi frá árinu 1982 en áður var hann meðal annars fastráðinn við Lamoureux sinfóníuhljómsveit- ina í París. Hann hefur komið fram með Sinfóníuhljómsveit íslands og sem einleikari víða um lönd. Mart- ial starfar nú sem kennari við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla Kópavogs. Einar Kristján Einarsson leikur einleik í gítarkonsert Rodrigos, Concierto de Aranjuez. Hann lauk burtfararprófí frá Tónskóla Sigur- sveins árið 1982 og einleikaraprófí frá Guildhall School of Music í Manchester árið 1987. Auk tón- leikahalds á íslandi hefur Einar komið fram í Svíþjóð, Englandi og á Spáni. Hann kennir nú við Tón- skóla Sigursveins og Tónlistar- skóla Kópavogs. Einar Kristján Einarsson Enrique Batiz Fjallshlíðum lýkurá sunnudaginn SÝNINGU Guðrúnar Kristjánsdótt- ur, „Fjallshlíðar“, í austur- og vestur- sal Gerðarsafns lýkur sunnudaginn 17. september. Á sama tíma verður sýning írskra listamanna í fjölnotasal tekin niður. Þetta er í fyrsta skipti sem hópur starfandi listamanna frá írlandi sýnir á íslandi. Næsta vor er svo áætlað að jafnstór hópur ís- lenskra myndlistarmanna sýni verk sín í Belfast á Norður-írlandi. Þá verða tónleikar í tilefni af 75 ára afmæli Sigfúsar Halldórssonar tónskálds endurteknir sunnudaginn 17. september og mánudaginn 18. september kl. 20.30. Forsala að- göngumiða á báða tónleikana verður á sunnudag kl. 16-18 í anddyri safns- ins. ----♦ ♦ ♦ Listritari og leturteiknari í Greip LISTRITARINN og leturteiknarinn Katharina Pieper heldur sýningu á verkum sýnum í Gallerí Greip dag- ana 15.-24. september. Sýningin verður opnuð á föstudag kl. 17 og verður hún viðstödd opnunina. Katharina mun einnig halda nám- skeið í listritun (kalligrafíu) í Hótel- og veitingaskólanum 16., 17., 23. og 24. september. Auk þess mun hún flytja fyrirlestur í Odda 22. sept- ember og hefst hann kl. 20.30. ....♦ ♦------ Nýjar hijómpiötur • RÍMNADANSAR eftir Jón Leifs í útsendingu Atla Heimis Sveinsson- ar ásamt verkum eftir tónskáld af yngri kynslóðinni prýða nýjan hljóm- disk með leik kammerhópsins Cap- ut. Verkin eru af dagskrá opnunar- tónleika Myrkra músíkdaga 1995 sem hópurinn fékk mikið lof fyrir. Tilefni dagskrárinnar var 50 ára afmæli tónskáldafélagsins. Öll verk- in utan Rímnadansa voru sérstak- lega samin fyrir Caput-hópinn. Titill disksins „Animato" sem þýðir „líf- legur" og „fjörmikill" lýsir einnig íslensku tónlistarlífí síðustu áratuga, að sögn útgefenda. Kjarninn í verkefnaskrá Caput er íslensk samtímatónlist, einkum frumflutningur nýrra verka. Önnur verk á hljómdiskinum eru Elja eftir Áskel Másson, Tales from a Forlorn Fortress eftir Lárus H. Grímsson, Strengjakvartett nr. 2 eftir Snorra Sigfús Birgisson, Trio Animato eftir Hauk Tómasson, Vink II eftir Atla Ingólfsson og Romanza eftir Hjálm- ar Ragnarsson. Trio Animato ergefið út ísam- vinnu við Ríkisútvarpið. íslensk Tón- verkamiðstöð gefur diskinn út. N ý v i ð h o r f endurvinnsla og umhverfisvernd KYNNINGARDAGAR 0G FJÖLSKYLDUSÝNING 16. -17. september Lokað föstudag í Gufunesi Vegna undirbúnings fyrir kynningardaga SORPU verður móttöku- og flokkunarstöðin í Gufunesi lokuð föstudaginn 15. september S©RPA Gámastöðvar verða opnar eins og venjulega. Vetrartími 16. ág. -15. maí kl. 12:30 -19:30 -/s/fw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.