Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ARÐUR EÐA SKATTLAGNING EKKERT ER eðlilegra en að fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga greiði eigendum sínum arð eins og ætlast er til af einkafyrirtækjum. Málið vandast hins vegar þegar um opinber einokunarfyrirtæki er að ræða, því þá kann að vera skammt milli eðlilegrar arðgreiðslu og skattlagningar. Þjónustufyrirtæki Reykjavíkurborgar hafa að undan- förnu verið í sviðsljósinu sökum þess, að sum þeirra telja sig þurfa að fá gjaldskrárhækkanir til að standa undir þeim greiðslum, sem borgarstjórnarmeirihlutinn vill fá í borgarsjóð. Rafmagnsveitan þarf að greiða nær 600 milljónir í ár og tekjur hennar hrökkva ekki til þess nema fram í október. Um 17% af tekjum af raf- magnssölu renna nú í borgarsjóð og greiða borgarbúar því næstum sjöttu hverja krónu af upphæð rafmagns- reikni'ngsins beint þangað. Rafmagnsveitan telur sig þurfa 7,8%-10,7% gjaldskrárhækkun til að standa undir þessum greiðslum, allt eftir því hvort orkusalan eykst eða ekki. Það sama má segja um Vatnsveituna. Hún greiðir svo hátt gjald í borgarsjóð, að hún telur sig þurfa 15% gjaldskrárhækkun til að standa undir því. Þá þarfnast Vatnsveitan mikils fjár til endurnýjunar vatnslagna. Hitaveitan telur sig hins vegar enn geta staðið undir afgjaldinu án þess að þurfa að hækka heita vatnið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, svarar því til, að þessi þjónustufyrirtæki geti hagrætt hjá sér til að standa undir afgjaldinu. Hún segir, að einnig komi til álita, að þau taki lán eða hækki bankayfirdrátt til að standa undir því til áramóta. Það er fráleitt, að þjónustufyrirtækin þurfi að taka dýr lán til að standa undir greiðslum sínum í borgar- sjóð. Þegar svo er komið er of hart að þeim gengið í álögum. Ekki kemur til greina, að þjónustufyrirtækin séu látin hækka gjaldskrár sínar til að standa undir gjöldunum eins og þau eru til komin. Þá er ekki lengur um eðlilegar arðsemiskröfur að ræða heldur skattlagn- ingu. GILDIAUKINNAR SAMKEPPNI FLUGFRAKTFLUTNINGAR til og frá landinu jukust um nærri fjórðung á fyrstu 6 mánuðum þessa árs, samkvæmt upplýsingum Flugmálastjórnar, eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins í gær. Virðist sem tilkoma Cargolux á markaðinn hér á landi hafi verið hrein við- bót við þá flutninga sem fyrir voru, þar sem umtals- verð aukning varð í fraktflutningum Flugleiða fyrstu átta mánuði þessa árs, eða 10%. Augljóslega má skýra þessa aukningu í fraktflutning- um að stórum hluta með töluverðum verðlækkunum í fraktflugi á síðasta ári, sem voru á bilinu 10-40%. Það var auðvitað aukin samkeppni á markaðnum um flug- frakt sem Rallaði fram verðlækkunina, en nú er tæpt ár liðið frá því að Cargolux kom inn á markaðinn hér. Þetta leiðir hugann að gildi aukinnar samkeppni og þeim hættum sem efnahags- og atvinnulífi stafa af fákeppni og einokun. í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag er frásögn af nýrri skýrslu bandaríska ráðgjafafyrirtækisins McKins- ey & Co. um efnahagserfiðleika Svía. í skýrslunni kem- ur fram að lítil samkeppni sé mesta vandamál sænsks efnahagslífs, en ekki háir skattar og dýrt velferðar- kerfi. „Ástæðan er sú að Svíar tóku samvinnuna fram yfir samkeppnina," segir í skýrslunni. í skjóli samvinn- unnar hafi einkafyrirtæki getað hagnast á því að selja vöru á miklu hærra verði en neytendur á meginlandi Evrópu þurftu að greiða. Þetta fyrirkomulag hafi dreg- ið úr nýsköpun og framleiðni. í skýrslunni er aðaláherslan lögð á að frjálsræði í efnahags- og atvinnulífi verði aukið og mun tætur verði fylgst með hringamyndun og einokun. Ætli íslendingar gætu ekki margt af skýrslu McKinsey & Co. lært? •Bókmenntahátíð ’95 GESTIR bókmenntahátíðarinnar fóru í skoðunarferð í gærmorgun. Meðal viðkomust sjálfsöguð Reykholt. Hér er hluti gestanna við Snorralaug. Ljóðið lifir Einnig fór fram pallborðsumræða um ljóðlistina og afdrif hennar í heimi sem að mörgu _ leyti virðist henni fjandsamlegur. írska skáldið Desmond O’Grady kom beint að kjarna málsins í írónískum tón: Það er engin framtíð í ljóðlist. Ef börn ykkar sýna áhuga á því að gerast ljóðskáld, kæfið hann í fæðingu. Skáldþarfað vera haldið æði „í heimi nútímans eru skáld ann- aðhvort álitin bijáluð eða hættuleg," sagði O’Grady, „þau eru nánast ekki þátttakendur í hinum veraldlega heimi. Til að skáldskapur verði til þarf skáldið að vera haldið æði,“ bætti hann við. Jóhann Hjálmarsson benti hins vegar á að ef ljóð ætti að verða að skáldskap yrði lesandinn einnig að vera haldinn æði. Knut Odegárd hélt langan innblás- inn fyrirlestur með þeirri niðurstöðu að sönn merking ljóðsins tæki ekki mið af hræringum í hinum veraldlega heimi. Þegar upp var staðið var megin- niðurstaða fundarins sú að ljóðið lifir. Skáldsögur og heimska Aðsókn að bókmenntahátíð ’95 hefur verið geysilega góð og hafa þátttakendur, jafnt sem gestir hafa lýst ánægju sinni með dagskrána og framkvæmd bátíðarinnar. Gisli Sigurðsson bókmenntafræð- ingur og William Valgardson spjöll- uðu í fyrradag um vesturheimskar bókmenntir í hádegisumræðu á þriðjudag. Fram kom að íslendingum hætti við að skoða einungis hið ís- lenska í bókmenntum Vestur-íslend- inga. Við gefum til dæmis aðeins út þau ljóð Stephans G. sem fjalla á einn eða annan hátt um ísland, ljóð hans um kanadískan veruleika þykja ekki koma okkur við. Gísli og William sögðu að íslendingar þyrftu að end- urskoða þessa afstöðu sína. Við eig- um ekki að einblína á hið íslenska í kveðskap Vestur-íslendinga heldur leita að því sérstaka sem verður til við samruna þessara tveggja ólíku menningarheima. Morgnnblaðið/Þorkell SYNN0VE Persen les ljóð; Ingibjörg Haraldsdóttir í baksýn. Eins og fyrr var fjöldi gesta á upplestrarkvöldi í Þjóðleikhúskjallaranum. Sjö höfundar Iásu úr verkum sín- um í Þjóðleikhúskjallaranum á Skáld eru bijál- uð og hættuleg Lifir ljóðið? Á þríðjudaginn glímdu gestir bókmenntahátíðar meðal annars við þessa spurningu. Einnig kom fram að íslendingum hætti við að skoða einungis hið íslenska í — bókmenntum Vestur-Islendinga.Þröstur Helgason fylgdist með dagskránni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.