Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + í“ AÐSEIMDAR GREINAR Um skattlagningu hjóna Aths. við grein Áslaugar Magnúsdóttur Haukur P Finnsson í GREIN Áslaugar í Morgunblaðinu þann 8. september síðastliðinn voru kynntar nokkrar athyglisverðar hug- myndir um sanngjarn- ara skattkerfi. í þessari grein kom fram að ung- ir sjálfstæðismenn telja núverandi skattkerfi draga úr fjárhagslegu sjálfstæði tekjulægri *maka, að einstaklingum sé mismunað eftir hjú- skaparstöðu, og að taka verði upp algera sér- sköttun einstaklinga í hjónabandi eða óvígðri sambúð. Við þetta hef ég nokkrar athugasemdir og tillög- ur. Ég tel að ekki beri að beina skatt- lagningu í algera sérsköttun nema að tryggt sé að það leiði til þess frelsis sem ætlast er til. Reyndar er hjónaband samruni tveggja einstakl- inga í eina einingu - fjölskylduna. Tilgangur með hjónabandi er að standa saman, allar tekjur fjölskyld- unnar eru því sameiginlegar tekjur, uurtséð frá því hvor einstaklingurinn þéni meira. Í raun má því færa rök fyrir því að það sé ekki neitt sem heitir tekjulægri maki þar sem báðir aðilar eiga jafnmikið í tekjum fjöl- skyldunnar. Fjárhagslegt sjálfstæði tekjulægri maka verði því ekki við- fangsefni fyrr en við skilnað en það er ekki hægt að skattleggja hjón eins og þau séu að fara að skilja. Það er svo annað mál að við skilnáð versnar hagur tekjulægri maka, yfir- leitt konunnar sem ber hita og þunga MALASKOLI af framfærslu og upp- eldi bamanna. í slíkum tilfellum þarf að huga að fjárhagslegu sjálf- stæðu tekjulægri maka. Tölur í Banda- ríkjunum sýna að við skilnað hækka ráðstöf- unartekjur , karla að meðaltali um rúm 40% á meðan ráðstöfunar- tekjur kvenna iækka um rúm 70% að meðal- tali. Fjárhagslegt sjálf- stæði tekjulægri maka við skilnað er vissulega vandi sem ber að taka á en ég tel ekki að lausnin felist í að taka upp sérsköttun hjóna því vandamálið er ekki innan hjónabandsins heldur ef og þegar hjón skilja. Einnig tel ég hættu á því að ef tekin væri upp sérsköttun hjóna myndi hagur tekju- lægri maka versna við skilnað þar sem fjárhagur hjóna hafi verið að- greindur í hjónabandinu þar sem það gæti reynst erfiðara fyrir tekjulægri maka að fá helming þeirra eigna sem aflað var til í hjónabandinu. Það þarf því að velta fyrir sér hugsanleg- um_ ókostum á slíku kerfi. Áslaug nefnir einnig í grein sinni að hjón njóti skattalegs hagræðis sem aðrir njóti ekki sökum þess að hjón geta nýtt sér persónuafslátt hvors annars og hún bendir á að einstæðir foreldrar geta ekki nýtt persónuafslátt barna sinna. Þetta er rétt en það vantar samt hluta af myndinni. Hjón þar sem annar aðil- inn vinnur úti borga meira í skatt en hjón þar sem bæði vinna úti. Hjónin sem bæði vinna úti fá 2 x persónuafslátt á meðan hjónin þar sem annað vinnur úti fá aðeins 1,8 x persónuafslátt þar sem aðeins 80% persónuafsláttarins eru yfirfæran- leg. Þarna er verið að mismuna fjöl- skyldum og beina hjónum inn á ákveðna braut með skattalöggjöf. Þetta óréttlæti myndi lagast ef fjöl- skyldan væri skattlögð sem ein ein- ing. Ef tekin er upp alger sérsköttun ætti að tryggja fjölskyldunni rétt til Núverandi skattkerfi hvetur til þess, segir Haukur P. Finnsson, að hjónin vinni bæði úti o g eigi ekki börn. að færa réttindi á milli maka þannig að hún njóti raunverulegs valfrelsis. Þannig ætti einnig að vera hægt að leiðrétta skattalega mismunun á ein- stæðum foreldrum og fólks með aldraða eða sjúka í sinni umsjá. Fyrirvinnan gæti þá nýtt sér per- sónuafslátt þeirra heimilismanna sem ekki vinna, hvort sem það eru börn eða aldraðir foreldrar. Skatt- lagning fjölskyldunnar ætti því að geta leiðrétt ójafnvægi í skattlagn- ingu og auðveldað fólki að njóta raunverulegs valfrelsis. Núverandi skattkerfi hvetur til þess að báðir einstaklingar vinni úti og eigi ekki börn. Skattlagning barnafjölskyldna er málefni sem ég hvet unga sjálf- stæðismenn til að taka inn í umræðu sína um sanngjarnari skattlagningu. Höfundur er viðskiptafræðingur. 552 6908 Síðasti innritunardagur V/SA 552 6908 HALLDORS Karatefélag Reykjavíkur Sundlaugarhúsinu í Laugardal KARATE - KARATE Æfið karate hjá elsta karatefélagi iandsins, þar sem kennsla fer fram hjá ábyrgum aðilum Karate er frábær alhliða íþrótt sem hentar öllum! - Nýir félagar eru ávallt velkomnir. Innritun er hafin á staðnum eftir kl. 17:00 (einnig í síma 553 5025). Nýtt æfingatímabil hefst 4.-5. september nk. skv. eftirfarandi æfingatöflu: Kl. Mánudagur Kl. Þriöjudagur Kl. Miðvikudagur Kl. Fimmtudagur Kl. Föstudagur Kl. Laugardagur 17:15 Ulokkur börn | 17:15 Byrjendur börn 17:15 1. flokkur börn 17:15 Byrjendur börn 18:15 Byrjendur fullorðnir 10:00 Frjálstími 18:15 l.flokkur fullorðnir . 18:00 I 2. flokkur börn 18:15 2. ftokkur fullorðnir 18:00 2. flokkur börn 19:15 Samæf. frh.hópa 20:00 2. flokkur fullorðnir 19:00 i / * Byrjendur fullorönir 19:30 l.flokkur fullorðnir 19:00 Byrjendur fullorönir 20:30 Séræfing 6 kyu og hærra I Æfingagjöld verða eftirfarandi fyrir þrjá mánuði: Fullorðnir kr. 8.500 og börn kr. 6.800. Innifalið í verði er karateþjálfun, aðgangur að lyftingaherbergi, sundlaug og pottum. Jafnframt er innifalin í verði gráðun o.fl. í lok tímabilsins. Komi til landsins erlendir þjálfarar, þá þarf að greiða sérstaklega fyrir aðgang að námskeiðum þeirra, svo og gráðun á þeirra vegum. ATH.: Yfirþjálfari félagsins, sensei George Andrews 6. dan, er með sérstakt námskeið hjá félaginu til 18. sept. nk. og er þá sérstök æfingatafla í gangi út þessa viku. Lengi lifir í gömlum glæðum ÞAÐ VÆRI til leiðinda, ef gaml- ir kommúnistar næðu að setja mark sitt á starfsemi Amnesty- hreyfingarinnar hér á landi. Vís- bending um að slíkt kunni að hafa gerst er ummæli framkvæmda- stjóra samtakanna í sjónvarpi á dögunum. Framkvæmdastjór- inn var kallaður til að segja álit sitt á Kín- aráðstefnunni kostu- legu og m.a. spurður álits á ummælum Hil- ary Clintons, forset- afrúar Bandaríkjanna, en þau þóttu harðorð í garð gestgjafa ráð- stefnunnar. Það var greinilegt að konunni var mikið niðri fyrir. Hún herpti saman varimar og sagði af þunga að forsetafrú Bandaríkjanna hefði ekkert efni á að leiðbeina öðrum þjóðum um mannréttindi, og jafnvel ekki al- kunnum harðstjórum, því Banda- ríkin væru ekki barnanna best í mannréttindamálum heimafyrir. Síðan bætti hún við með nokk- urri sjálfumgleði, að öðru máli gegndi ef t.d. forseti íslands hefði sent Kínastjórn pillu, því að fram- ferði okkar í mannréttindamálum væri til fyrirmyndar. Ekki er mér kunnugt um hvað íslendingar hafa sérstaklega lagt af mörkum í frelsisbaráttu manns- andands um tíðina, en hitt er ljóst að í hálfa fjórðu öld hafa Banda- ríkjamenn verið öðrum þjóðum þar fyrirmynd. í sögulegu ljósi stendur það raunar engum nær en einmitt Bandaríkjamönnum að segja öðr- um til í mannréttindamálum. Ailt frá því frelsisskrá Massachusetts var samþykkt 1641 hafa margar helstu vörðurnar í frelsisbaráttu mannsandans verið reistar í Bandaríkjunum, svo sem: Sjálfstæðisyfirlýsingin og skrif Jeffersons, bréfaskipti Abigail og John Adams, réttindaskrá Virgin- íu-ríkis, skrif Benjamins Franklins, sjálf stjómarskrá Bandaríkjanna, skrif Hamiltons, Maddisons og Jays, ræður George Washingtons og Andrew Jacksons, rit Paines og Thoreaus, Gettysborgar-ávarp Lincolns - svo einungis fátt eitt sé tínt til frá fyrri tíð. Á okkar öld ber m.a. að nefna hin miklu áhrif sem tillögur Wil- sons höfðu í lok heimsstyijaldar- innar fyrri, fjórfrelsishugmyndir Franklin Roosevelts, baráttu Mart- in Luther Kings, og ekki síst hlut Bandaríkjanna í stofnun Samein- Jakob F. Ásgeirsson útivistar- klæðnaður Skeljungsbúðin v Suðurlandsbraut 4 • •Simi 5603878 uðu þjóðanna og gerð mannrétt- indayfírlýsingar hennar, en það var einmitt einn af forverum Hilary Clintons, Eleanor Roosevelt, sem lagði gerva hönd að því plaggi sem nú er lagt til grundvallar mannréttindabaráttu um allar jarðir. Enn má nefna, hvað svo sem fram- kvæmdinni hefur liðið á stundum, að utan- ríkisstefna Bandaríkj- anna eftir seinna stríð er beinlínis byggð á hugmyndinni um að verja lýðræðið, og hef- ur ekkert ríki gengið jafnlangt í að tengja efnahagsaðstoð í hin- um ýmsu heimshlut- um við lýðræðisum- bætur. Auk þess hafa Bandaríkin meira og minna staðið undir rekstri Sameinuðu þjóðanna og margra alþjóðastofnana sem hafa haft að markmiði að stuðla að friði og útbreiðslu mannrétt- inda. Loks er þess að geta að mann- réttindi njóta trúlega að formi til hvergi öruggari verndar gagnvart ýmsum ráðagerðum yfirvalda en Jakob F. Ásgeirsson gerir athugasemd við þau ummæli fram- kvæmdastjóra Amnesty-hreyfingar- innar á Islandi, að Bandaríkjamenn hafi ekki efni á að leiðbeina öðrum um skipan mann- réttindamála. einmitt í Bandaríkjunum, en þar er það hæstiréttur landsins sem túlkar stjómarskrána (en ekki lög- gjafinn eins og tíðkast hefur t.d. hér á landi) og gætir þess að stjórnarskrárbundin réttindi séu virt. Allt þetta þýðir auðvitað ekki að Bandaríkjastjórn á ýmsum tím- um hafi ekki sýnt af sér sitthvað sem ekki kemur heim og saman við þá mannréttindabaráttu sem háð hefur verið í landinu og að lýðræðisást valdhafanna hafi ekki á stundum verið meiri í orði en á borði. Það sem aflaga kann að hafa farið í Bandaríkjunum er áminning um, að hvað sem lögum og reglum líður, og góðum ásetningi, er frelsisbarátta mannsandans ævar- andi stríð því það er við sjálft mannseðlið að etja. Höfundur er rithöfundur, en legg- ur nú stund á doktorsnám í stjórn- málafræði við Oxford-háskóla. Bond TREFJAGIPS er gæðalega fremra venjulegum gipsplötum Á veggi - í loft - Á gólf 12,7 m/m þykkt - Pl.st. 120x260 Aukln hitaeinangrun Brunavörn í A-flokki Rakaþolnar - Traust naglhald Ávallt til á lager Einkaumboð: Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 - sími 553 8640

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.