Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Bróðir minn, SVEINN JÓNSSON, sem léat í sjúkrahúsinu á Akranesi 6. september sl., verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 15. september kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig. t Tiikynnt er ættingjum og vinum á íslandi að kær eiginmaður minn og faðir okkar, WOLFANG ANDREASEN fyrrverandi skipstjóri, ættaður frá Færeyjum, lést 2. ágúst 1995, 71 árs gamall. Anna, Thorunn og fjölskylda, Thordís og fjölskylda. t Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, ÁRNÝ LILJA ÞORLEIFSDÓTTIR frá Dalvík, andaðist á dvalarheimilinu Hrafnistu, Hafnarfirði, 30. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram. Frímann Sigurðsson, Haukur Frímannsson, Elfsabet Magnúsdóttir, Bjarni Frfmannsson, Jutte Frfmansson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR SVEINSDÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Hvassaleiti 56, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. september kl. 13.30. Bergur Jónsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Guðjón Jónsson, Jóhanna Jónsdóttir, Dóra Jónsdóttir, Hreinn Ágústsson, Erna Jónsdóttir, Smári Jósafatsson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Dalalandi 4, lést á Hrafnistu aðfaranótt miðviku- dagsins 13. september. Jarðarförin auglýst síðar. Guðni Jón Guðbjartsson, Halldóra Salóme Guðnadóttir, Sigurður Ingi Sveinsson, íris Bryndís Guðnadóttir, Jón Birgir Jónsson, Kristjana Samper, Baltasar Samper, Ásgeir Guðnason, Bryndís Sfmonardóttir, Sigþrúður Þórhildur Guðnadóttir, Árni Mogens Björnsson, Ragnheiður Guðnadóttir Gaihede, Ove Gaihede, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hjarta- hlýju við andlát og útför ELÍSABETAR ÞORBJÖRNSDÓTTUR ÁGÚSTS SIGURÐAR^GUÐJÓNSSONAR, Garðabraut 8, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks á E-deild Sjúkrahúss Akraness. Dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. AÐALBJÖRG SNORRADÓTTIR + Aðalbjörg Snorradóttir var fædd á Skipa- lóni við Eyjafjörd 1. desember 1896. Hún lést á Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri 2. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Snorri Guð- mundsson, f. 17. ágúst 1866, d. 12. mars 1921, og Emma Matthildur Jónsdóttir, f. 31. júlí 1874, d. 12. mars 1951. Systkini Aðalbjarg- ar voru Guðmundur Stefán, f. 29. september 1898, d. 14. aprö 1981; Sumarrós, f. 10. maí 1905; Óskar, f. 10. mars 1909, d. 13. janúar 1980; og Jakob, f. 22. desember 1914, d. í ágúst 1934. Aðalbjörg giftist 24. nóvem- ber 1923 Jóni Marinó Sig- tryg&ssyn*. f- 13. júní 1896, d. LANGRI ævi er lokið. Hvíld er feng- in eftir langt og stundum strangt ævistarf. Þeir íslendingar, sem lifað hafa nær alla tuttugustu öldina hafa upplifað meiri ævintýri en nokkur kynslóð áður, og það verður okkur, sem yngri erum, stöðugt undrunar- efni hvemig aldamótakynslóðinni tókst að aðlagast þeim miklu breyt- ingum, sem orðið hafa á íslensku þjóðlífi á þessari öld. Það er ótrúleg- ur munur á lágreistum torfhúsun- um, sem flestir af þessari kynslóð fæddust í, þægindalausum, dimm- um og köldum og steinhöllum nú- tímans, með öllum þægindum, upp- hituðum frá einhvers konar hita- veitu, og rafljós í hveiju horni. Það er mikið ævintýri að upplifa full- veldið, kreppuna, hernámið, lýð- veldisstofnunina og fyrstu ár lýð- veldisins, með öllum þeim stórkost- legu breytingum, sem áttu sér stað, og það þarf sterk bein og mikla ögun til þess að aðlagast þessu öllu, eins og ekkert sé sjálfsagðara og taka þátt í því oft með meiri skiln- ingi en þeir sem yngri eru. Bylting verður í samgöngumál- um, einangrun sveita, landshluta og landsins sjálfs er rofin og undir lok aldarinnar er vart meira fyrir- tæki að bregða sér til útlanda en milli bæja eða landshluta áður. Margir hafa orðið til þess að bera lof á framsýni og dugnað alda- mótakynslóðarinnar og er mér nær 23. ágúst 1933. Börn þeirra eru: 1) Hulda, maki Einar Helgason og eiga þau tvö börn og fjögur barnabörn. 2) Sigþór, maki Jónína Hallgríms- dóttir, bæði látin. Þau áttu þijú börn og sjö barnabörn, þar af er eitt látið. 3) Jón Steinar, lát- inn, maki Borghild- ur Ólafsdóttir. Þau eiga átta börn á lífi og átján barna- börn. Fyrir hjónaband átti Steinar einn son og á hann tvo syni. 4) Marinó, maki Hrönn Guðmundsdóttir og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn, þar af er eitt látið. Útför Aðalbjargar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Jarðsett verður í Hafnar- fjarðarkirkj ugarði. að halda að ekkert sé ofsagt í þeim efnum. Þeir eiginleikar, sem mest voru áberandi í fari hennar, og sem hún reyndi að miðla til afkomenda sinna eru vel þess virði að vera varðveittir og verða í framtíðinni kjölfestan í lífsviðhorfum íslend- inga. Það sem einkennir það alda- mótafólk, sem ég hef lifað og starf- að með, er jákvætt lífsviðhorf, kjarkur, dugnaður, heiðarleiki og einlæg ættjarðarást, sem oft kom fram sem átthagaást. Þessu fólki var annt um mannorð sitt og lagði mikið á sig til þess að halda því hreinu. Það leið frekar skort en að þiggja ölmusu og það stóð við orð sín. Þetta lífsviðhorf gerði þessu fólki mögulegt að halda reisn sinni hvernig sem aðstæðurnar voru. Það gerði Aðalbjörg Snorradóttir, enda var hún góður fulltrúi aldamótakyn- slóðarinnar og hafði eiginleika hennar í ríkum mæli. Aðalbjörg Snorradóttir var fædd að Skipalóni í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði 1. desember 1896, elst barna hjónanna Emmu Matthildar Jónsdóttur og Snorra Guðmunds- sonar bónda þar. Þau hjón fluttu síðar að Steðja á Þelamörk og ólst Aðalbjörg þar upp. Börnin urðu alls fimm, næstelstur var Guðmundur síðan Sumarrós þá Óskar og yngst- ur var Jakob, seytján ár voru milli Aðalbjargar og Jakobs. Búið að Steðja mun aldrei hafa Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- hlaóborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR 110111, LQFTLEIBIK ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 EutfMbjíkk §mr Htáeei'gsfci'itltJjQii ÍJ h Sími: \ 5511399 / i Vandaðir íegstdnar VaranCeg minning TASTEINN Brautarholli 3. 105 Reykjavtk Sími: 562 1393 Úrval Ijóskera, krossa og fylgihluta. verið stórt, en aldrei heyrði ég Aðal- björgu tala um að um einhvem skort hafi verið að ræða, enda munu aðstæður allar hafa verið mjög hliðstæðar þvi, sem almennt gerðist í sveitum íslands á þeim tíma. Aðalbjörg sagði oft frá bernsku- og unglingsárum sinum á Steðja og fór ekki á milli mála að mikil heiðríkja var yfir minningum henn- ar frá þessum árum. Fjölskyldan var þessi gamla stór- fjölskylda bændasamfélagsins, þar sem allir lögðust á eitt ungir og gamlir, við störf, menntun og af- þreyingu. Hún hafði ánægju af að minnast þessara ára og bera að- stæður þá saman við aðstæður nú- tímans, hún gerði sér góða grein fýrir hinum mikla mun en hennar minningar voru jafn bjartar, fullar af glaðværð og áhyggjuleysi eins og jafnan er hjá æskufólki þegar allt leikur í lyndi. Hún lýsti ferðum sínum um sveit- ina og göngum á nærliggjandi fjöll og hvað á sig hafði verið lagt til þess að komast á dansleiki og önn- ur mannamót. Hún sagði frá því að eitt sinn fór hún tveggja tíma ferð fótgangandi í ausandi rigningu til þess að komast á dansleik, dans- aði til morguns og síðan tók heim- ferðin við og störf næsta dags. En þrátt fýrir þessar minningar, gat hún skilið áhyggjur unga fólksins af því að koma sér gangandi á milli húsa í Reykjavík. „Það verður að skjóta þeim blessuðum." Steðji á Þelamörk lá í þjóðbraut milli Akureyrar og bæjanna í dölun- um fyrir vestan og þar var því oft mikill gestagangur. Aðalbjörg minntist þess að oft þurfti heimilis- fólk að ganga úr rúmum sínum til þess að hægt væri að hýsa lúna ferðamenn, sem leituðu næturgist- ingar. Alltaf var sh'kt gert með glöðu geði og Emma á Steðja lagði sig sérstaklega fram við að taka vel á móti þreyttum ferðamönnum. Það mun hafa verið orðatæki Emmu á Steðja þegar henni voru þakkaðar góðar veitingar: „Ég þakka þér fyr- ir að þú þáðir það.“ Slík var gestrisnin í þá daga, jafnvel á heimilum, sem trúlega hafa vart verið aflögufær. Þetta var umhverfið sem Aðalbjörg ólst upp í og mótaði hana til frambúðar. Aðalbjörg fann mannsefnið sitt heima í dalnum, hinum megin við Hörgána. Það var Marinó Sig- tryggsson er ólst upp í Skriðu í Hörgárdal. Þau gengu í hjónaband 24. nóvember 1923 og lífið virtist brosa við þeim ungu hjónum, sem gengu samhent að_ því að búa sig undir framtíðina. Á sumrum vann Marinó við smíðar á Krossanesi við Eyjafjörð og Aðalbjörg hafði mat- sölu á sama stað, en á veturna dvöldu þau á Steðja. Og brátt fædd- ist frumburðurinn, dóttirin Huldá, síðan komu synirnir Sigþór, Jón Steinar og Marinó. En sorgin gleymir engum. Brátt verður Aðalbjörg fyrir sínu fyrsta stóra áfalli í lífinu. Marinó maður hennar veiktist snögglega og lést i ágúst 1933. Ung konan stendur allt í einu uppi með fjögur ung börn, það yngsta nokkurra mánaða gamalt. Vart er hægt að hugsa sér stærra áfall, en þegar staðreyndimar blasa við er þeim tekið með sama hug- rekkinu og dugnaðinum, sem jafnan einkenndi Aðalbjörgu. Nú flytur hún alfarið til Ákureyrar og býr þar óslitið síðan. Aðalbjörg hafði lært karlmanna- fatasaum, útsaum og aðra handa- vinnu og var nú tekið til hendinni. Saumanámskeið voru haldin og starfað við sauma á verkstæðum og heima. Þess á milli var unnið í físki, við þvotta í heimahúsum og ýmislegt annað sem til féll og oft voru dagarnir orðnir langir þegar lagst var til hvíldar. En þrátt fyrir mikla vinnu voru börnin ekki látin sitja á hakanum, þau fengu alltaf þá umönnun sem nauðsynleg var. Aðalbjörg bjó fyrstu árin í leigu- íbúðum á Akureyri og í nokkur ár í sambúð með Sumarrós systur sinni, en hún hafði eins og Áðal- björg misst mann sinn eftir örstutta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.