Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 3& sambúð frá tveimur ungum börn- um. Þær systur voru mjög samhent- ar, eins og þær voru alla tíð síðan, en milli þeirra ríkti jafnan gagn- kvæm virðing og vinátta. Börn þeirra systra ólust upp eins óg um stóran systkinahóp væri að ræða og ég hefi heyrt þau tala um hve glöð og áhyggjulaus þau voru í leikjum sínum og aldrei kom upp alvarlegur ágreiningur þeirra á milli. Þau eldri reyndu eftir mætti að hjálpa þeim yngri ef eitthvað bjátaði á því eins og nærri má geta voru systurnar burtu_ meiri hluta dagsins við sín störf. Á árinu 1941 réðst Aðalbjörg í það stórvirki að festa kaup á íbúð í húsinu Hafnar- stræti 37, fyrst í kjallaranum, en síðar seldi hún hann og keypti neðri hæð hússins. í þessu húsi bjó Aðal- björg nær óslitið síðan. Auðvelt er að gera sér í hugarlund þvílíkt stór- virki þetta var á þessum árum fyr- ir ekkju með fjögur börn, til þess þurfti djörfung og þrek en það var til staðar og allt fór vel. Ekki fór á milli mála að Aðalbjörgu og börn- unum leið ákaflega vel í Hafnar- stræti 37, en þar var einnig í heim- ili Emma frá Steðja, frá því að hún brá búi til dauðadags. Síðast þegar ég heimsótti Aðal- björgu ásamt Huldu konu minni, dóttur hennar, bar Strætið á góma. Þá færðist ljómi á andlit hennar og hún sagði við Huldu: „Okkur leið nú vel í Strætinu þegar ég var að ala ykkur upp.“ En árin liðu, börnin fóru í skóla, síðan að vinna og að lokum stofn- uðu þau sín eigin heimili. Aðalbjörg sætti sig við gang mála, en ekki er ég grunlaus um að hún hefði gjarnan viljað hafa þau lengur í kallfæri við sig. Hulda, Sigþór og Marinó settust öll að í Reykjavík. En Steinar varð um kyrrt í íbúðinni hjá móður sinni og bjó þar alla tíð síðan og ól þar upp átta börn sín. Víst er að Áðalbjörg lá ekki á liði sínu við að létta undir með hinu barnmarga heimili, pijónaði og saumaði á börnin og tók til hend- inni þar sem þess þurfti með, enda virtu börnin hana mjög og leituðu til hennar eins og foreldra sinna. Ekki hætti Aðalbjörg að fylgjast með öðrum börnum sínum og barnabörnum þótt hún væri í heim- ili með Steinari. Hún vissi allt um þeirra hagi og lagði fram sína hjálp þar sem þess var þörf. Árið 1967 hættir Aðalbjörg fastri vinnu utan heimilis en þá hafði hún um nokkur ár samfleytt unnið í niðursuðuverksmiðju Kristjáns Jónssonar þar sem hún undi sér vel. Og nú held ég að hefjist besti tíminn í lífí Aðalbjargar. Hún dvaldi á sumrin á Akureyri en á haustin leggur hún land undir fót og fer suður til Reykjavíkur og dvaldi hjá börnum sínum þar nokkuð jafnan tíma. hjá hveiju. Á þessum árum hélt hún fullri heilsu og var mjög ánægð með lífið. Hún gladdist yfir velgengni barna sinn og efnilegum barnabörnum. Þótt henni liði vel í Reykjavík var hugurinn jafnan mik- ið norðan heiða. Aldrei brást að hún hlustaði á veðurlýsingar og henni þótti gott að heyra ef veður á Akur- eyri var betra en annars staðar. Henni var ákaflega hlýtt til Akur- eyrar og Eyjafjarðar og ég held að hún hefði aldrei unað því að fara þaðan alfarið meðan hún gat séð fyrir sér sjálf. Eins og sjálfsagt er með flesta sem lifáð hafa langa ævi þá varð Aðalbjörg fyrir mörgum áföllum í lífinu, en þau þyngstu fyrir utan lát manns hennar, var lát tveggja sona og tengdadóttur með stuttu milli- bili, en þau létust öll langt um ald-- ur fram. Jónína Hallgrímsdóttir, tengdadóttir hennar, lést snögglega í júní 1979, Sigþór maður hennar í september sama ár og Steinar í ágúst 1984. Þetta var henni svo þungt að vafi lék á hvort hún mundi rísa undir því enda farin að eldast þegar hér er komið. Hún virtist komast yfir þetta en ekki er ég viss um að það hafi verið að fullu. Eftir lát Steinars flutti fjölskylda hans úr Hafnarstræti enda börnin flest búin að stofna eigin heimili. En Aðalbjörg hélt uppteknum hátt- um, hún var í íbúð sinni á Akur- eyri á sumrin, en veturnir í Reykja- vík urðu lengri og lengri og síðasta sumarhlutann sinn á Akureyri var hún sumarið 1993, en um þetta leyti var hún farin að láta á sjá. Nú er Aðalbjörg látin, langt og merkilegt lífshlaup á enda runnið, hún var stórbrotinn persónuleiki, allir sem voru henni samtíða um lengri eða skemmri tíma urðu fyrir einhveijum áhrifum af henni og tóku afstöðu til hennar sem persónu og einnig til skoðana hennar. Hún var mikil móðir og ættmóðir, en gerði jafnframt miklar kröfur til afkomenda sinna. Barnabörn henn- ar urðu 19 að tölu og barnabarna- börnin 39. Með öllum þessum fjölda fylgdist Aðalbjörg af mikilli ná- kvæmni og fram til þess síðasta sendi hún jóla- og afmælisgjafir, oft voru það litlir vettlingar eða peysur sem hún hafði pijónað sjálf. Hinir mörgu afkomendur hennar mega vel hugsa til hennar þegar þeir standa frammi fyrir vandamál- um í lífi sínu og segja við sjálfa sig hvernig hefði hún amma eða lang- amma brugðist við þessu, en svarið verða þeir að gefa sér sjálfir með hliðsjón af þeirri mynd, sem hver og einn geymir í huga sér. Nú þegar Aðalbjörg er farin yfir móðuna miklu og hefur tekið land á fjarlægri strönd er við sem eftir lifum ekki þekkjum þá er ég þess fullviss að vel verður tekið á móti henni, ekki síst af þeim ástvinum, sem komnir voru á undan. Að lokum vil ég þakka henni það sem hún var minni fjölskyldu um langt árabil. Það skarð sem hún skilur eftir sig verður aldrei fyllt, einn af föstum tónum lífs okkar hefur hljóðnað og hljómar aldrei aftur. Einar Helgason. Föðuramma mín, Aðalbjörg Snorradóttir, er látin og þrátt fyrir að hún næði svo háum aldri að verða nærri tíræð er mér tregi í huga þegar kemúr að því að minn- ast hennar. Tregi vegna þess að eftir lát foreldra minna fyrir sextán árum var það amma sem brúaði bilið milli mín og uppruna míns, milli mín og ættingja minna. Hún fylgdist af áhuga með afkomendum sínum og kjörum þeirra, miðlaði mér og öðrum og varð okkur þann- ig það sameiningartákn sem hverri ijölskyldu er svo mikilvægt. Það er stór hópur sem eftir stendur og nú reynir á okkur að standa vörð um það sjónarmið hennar að ættingjar eigi að standa saman. Amma átti að mörgu leyti góða ævi því hún bjó nánast alla tíð við mjög góða heilsu bæði líkamlega og andlega en það gefur líka auga leið að svo háum aldri er ekki hægt að ná án þess að sorgir og mótlæti mæti manni en það þarf heldur ekki alltaf aldur til því hún stóð ung uppi ekkja með fjögur lítil börn og í hennar augum var þá ekki um annað að ræða en að duga eða drep- ast. Með miklu harðfylgi og dugn- aði tókst henni að koma börnum sínum bæði til manns og mennta og hún sagði alltaf frá því með miklu stolti að hún hefði aldrei þeg- ið krónu af sveit eða nokkurn styrk í öðru formi. Hún hélt áfram að vinna fulla vinnu eftir að börnin voru orðin fullorðin, að mig minnir til sjötugs aldurs. Eftir að hún hætti vinnu taldi hún sig hafa það gott og talaði alltaf um að hún hefði nóg fyrir sig að leggja. Þó varð ævikvöldið henni á stundum þung raun. Hún var komin yfir átt- rætt þegar Sigþór sonur hennar og kona hans létust með fárra mánaða millibili og nokkrum árum síðar missti hún annan son, Steinar. Mik- il var sorg ömmu minnar á þessu tímabili og undravert að hún skyldi ekki æðrast. Ekki er allt talið enn því af stórum hópi barnabarnabarna fæddust íjögur þeirra alvarlega fötluð og hún bar alltaf mikla og sérstaka umhyggju fyrir þeim, en jafnframt átti hún erfitt með að átta sig á hvers vegna í ósköpunum slíkir hlutir voru lagðir á fólk. En það er líka rík ástæða til að taka fram það sem henni gafst gott, stór hópur barnabarna og niðjar þeirra sem glöddu hana og létu sér flest mjög annt um hana og eftir stóðu einnig dóttir og sonur, Hulda og Marinó, en hjá þeim dvaldist hún um lengri og skemmri tíma seinni árin. Amma mín var ólík öllum öðrum ömmum sem ég þekki. Hún var okkur barnabörnum sínum sífellt efni undrunar og umræðu sökum andlegs atgervis. Hún var mjög röggsöm bæði í framkomu og tali og fram yfir nírætt gekk hún um bein í baki og ákveðin í fasi og aldr- ei í vafa um hvert halda skyldi. Hún fylgdist vel með málefnum líð- andi stundar, las dagblöðin og hlustaði á alla fréttatíma. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og það var ekki auðvelt að hvika skoðunum hennar. Einn var sá eiginleiki hennar sem alltaf kom mér á óvart en það var sá skilningur sem hún hafði á lífinu í dag, svo gjörólíkt sem það var því lífi sem hún hafði sjálf lifað. Um nokkurra ára skeið dvaldi amma vikutíma eða svo á heimili mínu ár hvert. Þennan tíma notuð- um við til að spjalla saman. Það var þó aðallega amma sem sagði frá og ég hlustaði, fékk að vita hvernig lífið var fyrr á öldinni, hvað mikið þurfti að leggja á sig til að sjá sér farborða, um aðstæður vinn- andi fólks, um komu hersins til Akureyrar og ótalmargt fleira sem ekki verður talið hér. Ég á þvi í dag merkilegan sjóð minninga um ömmu mína, sjóð sem ég vil varð- veita og koma áfram til barna minna svo að þau megi þekkja upp- runa sinn. Heilsu ömmu minnar hafði hrak- að mjög síðustu árin. Ég get því ekki annað en glaðst yfir að hún skyldi frá friðsælt og fallegt and- lát. Amma mín, í minningunni varst þú alltaf á faraldsfæti, ýmist fyrir norðan eða sunnan, en nú ertu far- in í ferðina sem okkur er öllum fyrirbúin, komin á áfangastað. Mér þótti þú alltaf svo eilíf, rétt eins og ekkert gæti bugað þig, ekki einu sinni dauðinn, og þó vissi ég svo vel hversu dauðinn er tengdur lífinu óijúfanlegum böndum. Ég bið þér blessunar Guðs, full- viss þess að vel var tekið á móti þér í nýjum heimkynnum. Börnum þín- um, Huldu og Marinó, tengdabörn- um og afkomendum öllum votta ég samúð mína. Sumarrós systur þinni og dóttur hennar votta ég virðingu mína. í sameiningu stöndum við öll vörð um minningu þína. Ég kveð þig með virðingu og þökk, amma mín. Hvíl þú í friði. Aðalbjörg Sigþórsdóttir. BRIDS U msjón Arnór G . Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja VETRARSTARFIÐ er að komast í fullan gang. Spilaður var eins kvölds tvímenningur sl. mánudagskvöld í 14 para riðli og urðu úrslit þessi: Garðar Garðarsson - Eyþór Jónsson 157 Birkir Jónsson - Bjami Kristjánss. 145 Kjartan Ólason - Oli Þór Kjartansson 136 Á mánudaginnm verður einnig eins kvölds tvímenningur en síðan hefst Butler tvímenningur. Spilað er í Hótel Kristínu kl. 19.45. Félagar bridsfélaganna á Suður- nesjum eru minntir á að mæta í félags- heimilið um helgina í loft og veggja- klæðningu en nú gerast hlutirnir hratt í uppbyggingunni. Bridsdeild Barðstrendingafélagsins Vetrarstarf deildarinnar hefst kl. 19.30 mánudaginn 18. september nk. með 1 kvöld tvímenningi. Spilastjóri ísak Örn Sigurðsson. Bridsfélag Breiðfirðinga Starfsemin hefst í kvöld með eins kvölds tvírrienningi. Bridsfélag Hafnarfjarðar FYRSTA spilakvöld félagsins var mánudaginn 9. september og var spil- aður eins kvölds Monrad-Barómeter (Barómeter með monrad röðun). 16 pör spiluðu 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Bestum árangri náðu: DröfnGuðmundsd.-ÁsgeirÁsbjömss. +91 (73,2%) Björgvin Sigurðss. -RúnarEinarss. +31 (57,9%) SævarMagnússon-ÁmiÞorvaldsson +9 (52,3%) ÁrsællVignisson-TraustiHarðarson +7 (51,8%) BjömHöskuldss.-SigrúnAmórsd. +4 (51,0%)^. Mánudaginn 16. september verður spilaður einskvölds Monrad-Barómet- er. Mánudaginn 23. september byijar A. Hansen Aðaltvímenningur félags- ins. Spilað er í gamla Haukahúsinu, innkeyrsla frá Flatahrauni. Spila- mennska byijar kl. 19.30. Keppnis- stjóri er Sveinn R. Eiríksson. Allir spilarar eru velkomnir. t Eiginmaður minn, GUNNAR MAGNÚSSON bóndi, Ártúnum, Rangárvöllum, verður jarðsettur frá Odddakirkju laug- ardaginn 16. september kl. 14. Þeim, sem vilja minnast hans, er vin- samlegast bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Símonardóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Innra-Hólmi, verður jarðsunginn frá Innra-Hólmskirkju laugardaginn 16. sept- ember kl. 14.00. Þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir að láta Innra-Hólms- kirkju njóta þess. Jónína Sigurrós Gunnarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS JÓNSSONAR frá Bolungarvik; Selvogsbraut 19, Þorlákshöfn. Fjóla Ólafsdóttir, Friðgerður Pétursdóttir, Magnús Snorrason, Ólafur Pétursson, Kristrún Ástvaldsdóttir, Jón Guðni Pétursson, Ester Hallgrímsdóttir, Sigurður Pétursson, Þórunn Sigurðardóttir, Elísabet Maria Pétursdóttir, Jakob Ragnarsson, Fjóla Pétursdóttir, Arnulf Eriksen, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÍÐAR STEINÞÓRU MAGNÚSDÓTTUR, Heimavöllum 5, Keflavik. Starfsfólki Sjúkrahúss Suðurnesja eru færðar innilegar þakkir fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Helgi Egilsson, Friðbjörg Helgadóttir, Árni Björgvinsson, Guðrún Helgadóttir, Friðbjörn Björnsson, Þorsteinn Helgason og barnabörn. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BS S. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 < SÍMI 557 6677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.