Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens BREF TTL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Ferdinand Hvernig heldurðu flugvélinni þinni svona hreinni? I HAVE a pedicatep MECHANIC..HE'5 ALWAY5 ON TUP JOB.. Ég á dygga og trúa vél... hún er alltaf starfandi... Afsökunarbeiðni Greenpeace Frá Árna Finnssyni: í TILEFNI fréttar um afsökunar- beiðni Greenpeace í Bretlandi til forstjóra Shell þar í landi vil ég koma eftirfarandi athugasemd á framfæri við lesendur Morgun- blaðsins. Breska Shell lýsti því yfir þann 20. júní sl. að félagið hefði hætt við að sökkva pallinum í hafið. Fjór- um dögum áður, eða þann 16. júní, komu Greenpeace-samtökin fram með niðurstöður þeirra mælinga á innihaldi Brent Spar sem nú hafa sýnt sig að vera rangar og voru tilefni afsökunarbeiðni Greenpeace. Þessi afsökunarbeiðni breytir engu um andstöðu Greenpeace gegn því að úreltum olíuborpöllum sé sökkt í sæ. Afstaða Greenpeace, og þeirra sem mótmæltu áformum Shell, byggði heldur ekki á þeim röngu niðurstöðum sem samtökin hafa nú beðið breska Shell afsökun- ar á. Hún byggðist á þeirri grund- vallarafstöðu að iðnaðarúrgangi á ekki að henda í hafið. Slíkt athæfi hefur nú í flestum tilvikum verið bannað með alþjóðlegum samning- um. Barátta Greenpeace gegn því að Brent Spar yrði sökkt í hafið 350 sjómílur suðaustur af íslandi stóð í 10 mánuði. Allan þann tíma, ef frá eru skildir síðustu fjórir dagarn- ir áður en breska Shell breytti af- stöðu sinni, tóku samtökin mið af þeim tölum sem Shell sjálft hafði gefið upp um innihald pallsins. Ríkisstjórnir Danmerkur, ís- lands, Svíþjóðar, Belgíu og Þýska- lands mótmæltu leyfisveitingu breskra stjórnvalda til Shell að sökkva pallinum áður en umræddar tölur Greenpeace komu fram. Norð- ursjávarráðstefnan, ráðstefna um- hverfisráðherra landa er liggja að Norðursjó, sem haldin var þann 8.-9. júní sl. samþykkti með miklum meirihluta að banna skyldi að sökkva úreltum olíupöllum í sjóinn. Ekki má^ heldur gleyma að Skelj- ungur á íslandi lýsti yfir að félagið styddi í einu og öllu afstöðu ríkis- stjórnar íslands til þessa máls; af- staða sem breskum stjórnvöldum var gerð grein fyrir í bréfi frá Guð- mundi Bjarnasyni umhverfisráð- herra til breska umhverfisráðherr- ans, John Gummer. Bréf íslenska umhverfisráðherrans var sent mán- uði áður en hinar röngu niðurstöður Greenpeace komu fram í fjölmiðl- um. Niðurstaðan verður sú að barátta Greenpeace, afstaða ríkisstjórna í Evrópu, samtaka sjómanna, út- gerðaraðila á Norðurlöndum eða annarra er láta sér annt um vernd- un sjávar gegn mengun, grundvall- aðist ekki á röngum tölum frá Greenpeace, enda hafa samtökin ekki beðist afsökunar á því að hafa barist gegn því að Brent Star yrði sökkt. Ekki er heldur ástæða til að ætla að íslenska ríkisstjórnin eða forstöðumenn Skeljungs muni gera það. Það er hvort tveggja eðlilegt og sjálfsagt að biðjast velvirðingar á mistökum sem gerð eru. Það er jafnframt forsenda þess að Green- peace njóti trúverðugleika í framtíð- inni. Tilefni þessarar greinar er að skýra hvert tilefni afsökunarbeiðni Greenpeace var og jafnframt árétta að samtökin hafa ekki beðist afsök- unar á að beijast gegn mengun líf- ríkis sjávar. ÁRNI FINNSSON, Gautaborg. Frelsið er afstætt Frá Hrafni Sæmundarsyni: FORSETI íslands mátti ekki segja að frelsið væri afstætt. Hvað þýðir þetta? Það þýðir einfaldlega að strika á yfir allt. Menningararfleifð- ina. Heimspekina. Málfrelsið. Kannski er Vigdís Finnbogadóttir of stór fyrir þetta fólk sem nú geng- ur fram til að gagnrýna af skamm- sýni inn_ í dægurmálum líðandi stundar. Á hvaða grunni telur þetta fólk grundvallaratriði mannlegrar hugsunar ekki eiga lengur erindi til smáþjóðar. Að frelsið er alltaf afstætt. Hvaða stöðu hefur fólk í þessari gagnrýni. Það fólk sem alltaf tekur skamm- .tímasjónarmið fram yfir varanleg verðmæti. Það fólk sem rányrkir allt sem það kemur höndum yfir. Það fólk sem er tilbúið að eyða fiskistofnum hvar sem er fyrir stundarhagsmuni. Það fólk sem búið er að veðsetja framtíðina fyrir gen/iþarfir og skynlausa ofneyslu. Það fólk sem þrengir stöðugt að lífríki landsins með aukinni mengun. Það fólk sem er að innleiða lág- menninguna í ijölmiðlunum. Það fólk sem raunverulega er hætt að nota sérréttindi tegundar- innar til að hugsa og draga vitræn- ar ályktanir. Það fólk sem gægist upp úr leð- ursófasettinu til að halda fallegar ræður um frelsið í útlöndum. Það fólk sem þolir ekki reisn Bessastaða sem litið er til víða um heim. Það fólk sem vill færa pólitíska þrasið í Austurvallarstíl inn í for- setasetrið. Þetta fólk heldur því fram að frelsið sé ekki afstætt! Þetta fólk er að gagnrýna forsetann. Þjóð- höfðingja sem hefur málað ísland sterkum litum á landakorti heims- ins. Þjóðhöfðingja sem þorir að standa gegn skynlausu suði dægur- flugunnar. Þjóðhöfðingja sem þorir að standa vörð um þau verðmæti sem dvergþjóð þarf að varðveita. Menningararfleifðina. Heilbrigða rökrétta hugsun. HRAFN SÆMUNDSSON, atvinnumálafulltrúi, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.