Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUPAGUR14. SEPTEMBER 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSIIMS Starfið í Grafarvogskirkju Frá Vigfúsi Þór Árnasyni og Sig- urði Arnarssyni: EITT af því jákvæðasta við komu haustsins er að þá hefst allt félags- og menningarstarf að nýju eftir nokkurt hlé að sumarlagi. Þáttur í þessu menningarstarfi er allt safn- aðarlíf kirkjunnar, sem um þessar mundir tekur einnig á sig nýja mynd. í Grafarvogssókn hefjum við hauststarfið með því að halda aðal- fund safnaðarins að lokinni guðs- þjónustu sem hefst kl. 11:00 sunnu- daginn 10. september. A aðalfundinum munu m.a. arki- tektar kirkjunnar þeir Finnur Björg- vinsson og Hilmar Þór Björnsson kynna nýjar teikningar af aðalsal og safnaðarheimili kirkjunnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Nýjungar í starfi safnaðarins á þessum vetri eru þær helstar að auk hefðbundinnar barnamessu í kirkj- unni kl. 11.00, verður barnamessa í Rimaskóla kl. 12.30 hvern sunnu- dag. Æskulýðsfélagið mun á komandi vetri starfa í tveimur deildum, yngri og eldri deiid, en félagið hefur starf- að í allt sumar. Á fimmtudagsmorgnum verða foreldramorgnar með fjölbreyttri dagskrá, t.d áhugaverðum fyrirlestr- um og fleiru. Umsjón með mömmu- morgnum hafa þær Helga og Ragn- heiður. Starf K.F.U.M. og K fyrir drengi á aldrinum 9-12 ára verður áfram á þriðjudögum kl. 17.30-18.30 og nú mun einnig bætast við starf fyrir stúlkur á aldrinum 8-12 ára. Það starf verður á miðvikudögum á sama tíma. Vetrarstarf kirkjukórsins er hafið undir stjórn Ágústs Ármanns Þor- lákssonar organista, sem hefur verið organisti og kórstjóri í Neskaupstað um langt skeið. Hann mun leysa af Bjarna Þór Jónatansson sem er í' ársleyfi. Kórinn er orðinn fjölmennur en ávallt er hægt að bæta við áhuga- fólki, sérstaklega karlaröddum. Barnakórinn starfar áfram undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Starfið í þeim kór eins og kirkjukórn- um hefur verið blómlegt. Á hveiju hausti bætast við einhveijir nýir kórfélagar. Barnamessur hefjast 17. september næstkomandi. Safnaðarfélagið er að hefja sitt sjötta starfsár. Starf félagsins hefur haft góð áhrif á allt safnaðarstarfið. Félagið er öllum opið og félagsgjöld eru engin. Fundir félagsins eru haldnir fyrsta þriðjudag í hveijum mánuði og er dagskrá þeirra mjög fjölbreytt. Ekki má gleyma hinu ágæta starfi eldri borgaranna hér í sókninni. Þeim fer fjölgandi þó að meðalaldur sókn- arbarna í Grafarvogssókn sé sá lægsti í öllu landinu. Um fjögur þúsund sóknarbamanna eru undir sextán ára, en nokkur hundruð 67 ára og eldri. Það er von okkar að enn bætist í okkar góða hóp eldri borgara, sem hittast kl. 13.30 hvern þriðjudag. Sorgarhópur mun og starfa við kirkjuna líkt og síðastliðinn vetur. Fjölbreyttir fræðslufyrirlestrar verða svo hvert fimmtudagskvöld í október á vegum Reykjavíkurpróf- astsdæmis eystra í kirkjunni. Hér hefur verið stiklað á stóru í umfjöllun um blómlegt og fjölþætt safnaðarstarf í Grafarvogi en ljóst er að nú þarf söfnuðurinn að taka í notkun sem fyrst aðstöðuna á efri hæð kirkjunnar. VIGFÚS ÞÓR ÁRNASON og SIGURÐUR ARNARSON. ÚTSALAN HEFST í DAG KL. 10:00 MIKILL AFSLATTUR - í NOKKRA DAGA - LEVI'S BÚÐIN - LAIIGAVEGI 37 - S. 561 8777 Það sem þú vilt - þegar þú vilt!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.