Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ínnilegar þakkir til ykkar allra, sem glöddu mig á 90 ára afmœlinu, 28. ágúst sl., með heim- sóknum, gjöfum, blómum og hlýjum óskum. Guð blessi ykkur öll. Ágústa Magnúsdóttir, dvalarheimilinu Sólvöllum, Eyrarbakka. Ókeypis lögfræðiþjónusta í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012. Orator, félag laganema. mSSrkaiur í KOLAPORTINU alla daga til 17. september WmmmmamKBBBm fíðeins Tónlistarveisla Otrúlegt úrval af tónlist gullaldaráranna á verði frá kr. 490#- Uef-dhn 1399.® Einstakt tækifæri til að bæta gullmolum í tónlistarsafnið. FIísfatnaðurMrT Jakkar, buxur, vesti sokkar og vettlingar Sérhannaðir veiðijakkar á skotveiðimenn Skyrtur kr. 700,- Levi's buxur kr. 1900,- ssS&& vöruveislan ..sídastauihan '«At10k/I|<.| ">•»««« usTiSr Lagersala á skom og vefnaðarvöru Mikid árval af skólafötum Heildsölumarkadur á verkfærum Lagerlosun á leikföngum Láttu budduna ráða ferðinni og líttu við virka daga frá hádegi til kvöldmatar eða á venjulegum opnunartíma Kolaportsins um helgar. KOLAPORTIÐ ^ iiiiini mi -kemur sífellt á óvart LYKILLINN AÐ RÉTTU VÖRUVERÐI ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Strætisvagnafargjöld aldraöra hækka um 100%! HELGI Hjörvar og Sigfús Johnsen steypa yfir sig skikkju samúðar og vand- lætingar. Ekki er sjálfs- metnaðinum fyrir að fara hjá þessum gagnrýnend- um. Ber ekki að gjalda keisaranum það sem keis- arans er? Fargjald SVR í tíð fyrr- verandi borgarstjórnar var fáránlegt ölmususjónarm- ið og algjör skortur á fjár- málaviti sem að leiddi til stórtaps. Lækkun ungl- ingafargjalds rétt fyrir kosningar var fáránlega vanhugsuð og augljós vin- sældagildra. Helgi Hjörvar skrifar: „Svona gerum við ekki“. Ungur maður með ein- hvern sjálfsmetnað lætur ekki henda sig að ganga við betlistaf og ganga í fylkingu ölmusumanna. Þér til upplýsingar vil ég segja frá ágætri þjónustu almenningsvagna sem ganga um höfuðborgar- svæðið. Þar borga aldraðir 1100 krónur fyrir 20 farm- iða. Engan hef ég heyrt sem að finnst það of dýrt. Aldraðir vilja ekki standa við ölmusuborðið. Ungir menn eiga að ganga óhaltir meðan báðir fætur eru jafnlangir. ItagnarHalldórsson, Miðvangi 41, Hafnarfirði Fyrirspurn HÉR kemur fyrirspurn vegna þeirrar umræðu sem orðið hefur í sambandi við launastefnu og stofnun heimavamarliðs á Islandi: Getur það verið að eitt- hvert samband sé á milli þeirrar tillögu sjálfstæðis- ráðherra að stofna her- deild á íslandi og þeirrar launastefnu sem hér er við lýði? Getur það verið að stjórnvöld séu orðin hrædd við uppreisn launamanna og- herdeild væri góður kostur til að beija slíka uppreisn niður? Gunnar Örn Gunnarsson 191133-3909 Tapað/fundið Dömuúlpa fannst í Kjósinni SVÖRT dömuúlpa fannst síðastliðinn laugardag rétt neðan við Þórufoss í Laxá í Kjós, skammt frá stórum malarbing sem þar er. Uppl. í síma 555-3924. Munir í óskilum KRINGLÓTT sólgleraugu, kvenmannsúr og fleira fannst nálægt Hallgríms- kirkju fyrr í sumar. Enn- fremur er óskilaúr, e.t.v. frá skólauppsögn Kenn- araháskólans. Munanna má vitja í Hallgrímskirkju sem er opin kl. 9-18 alla daga. Gæludýr Kisi týndur KISINN minn heitir Brár. Hann hvarf af heimili sínu að Núpabakka 23. Brár er ljósgrár og hvítur, stór, kelinn, með enga ól og alltaf svangur. Ef einhver hefur séð hann síðan laugardaginn 2. september, þá vinsam- legast hafið samband í síma 567-0711. Hlutavelta pennavinir LEIÐRÉTT ÞESSAR duglegu vinkonur héldu hlutaveltu nýverið og söfnuðu 6.500 krónum fyrir söfnunina Konur og börn í neyð. Stúlkurnar heita (frá vinstri) Tinna og Brynja Dís. ÞESSI framtakssömu börn söfnuðu 3.700 krónum til styrktar Rauða krossi íslands í söfnuninni Konur og börn í neyð. Þau heita Brynja, Erlingur og Elvar. 12 ára stúlka skrifar frá Svíþjóð og segist eiga fjóra íslenska hesta, Bifröst, Leira, Grána og Lýsing. Vill skrifast á við stráka eða stelpur. Émma Sköldberg, Östervagen 24B, S-17139 Solna, Sweden. 31 ÁRS kona í Danmörku vill skrifast á við íslenskar konur. Áhugamál: enska, menning annarra þjóða, tónlist og tíska: Helene Christensen, Hejreskovalle 2B, 2tv., 3050 Humlebæk, Denmark. 12 ÁRA stúlka frá Svíþjóð sem hefur m.a. yndi af hest- um, söng og tónlist. Malin Johansson, Bergslagsv. 115B 730 30 Kolsva Sweden 14 ÁRA sænsk stúlka vill skrifast á við krakka á aldr- inum 13-16 ára. Áhugamál: hestar og skíðaferðir. Lisa Jonsson, HamnvSgen 28, 82062 Bjuráver, Sweden. Nafn féll niður Þau mistök urðu við upp- setningu frásagnar af nýju húsnæði söluskrif- stofu SH í París, Iceland- ic France, að nafn féll út úr myndatexta. Text- inn var við mynd af starfsfóiki _ fyrirtækisins og voru íslendingar í starfsliðinu nafngreindir. Nafn Sigrúnar Guð- mundsdóttur féll þar út og er beiðist velvirðingar á þessum mistökum. Svavar ekkiSvanur í formála minningar- greinar Svavars Þórs Einarssonar um afa hans, Svavar Bjarnason, sem birtist á blaðsíðu 42 í Morgunblaðinu á þriðju- dag 12. september, var hinn látni óvart nefndur Svanur. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir af- sökunar á þessum mis- tökum. Víkverii skrifar... NÚ HILLIR undir að tvær nýj- ar sjónvarpsstöðvar taki til starfa, íslenzka sjónvarpið og Sýn. Þegar þær eru komnar í loftið geta landsmenn valið um þrjár stöðvar en verða eftir sem áður að kaupa áskrift að Ríkissjónvarp- inu nauðugir viljugir. Víkveiji verður að segja það, að oft hefur dagskrá RUV verið slök en síðustu vikur hefur keyrt um þverbak. Um fyrri helgi ætlaði Víkveiji að horfa á sjónvarpið á laugardagskvöldi. Dagskráin sem boðið var upp á var svohljóðandi. Fyrst var 6. þáttur bandarískrar framhaldsmyndar, sem alls er 22 þættir. Næst kom seinni hluti ástr- alskrar sjónvarpsmyndar um ástandið í kreppunni 1934. Og iestina rak frönsk/japönsk kvik- mynd frá 1985 gerð eftir sögu Shakespeare um Lé konung með japönskum leikurum! Það kom fram hjá lögreglunni eftir þessa helgi að óvenju margir voru á öld- urhúsum borgarinnar þetta laug- ardagskvöld og hefur RÚV eflaust átt þar stærstan hlut að máli. xxx GERA verður þá kröfu til Ríkis- sjónvarpsins að það vandi betur dagskrána fyrst allir sem kaupa sér sjónvarpstæki verða að greiða afnotagjald tii fyrirtækis- ins. Sá dagur mun eflaust koma að skylduáskriftin verður afnumin og þá verður RÚV á köldum klaka með sína dagskrá breytist hún ekki til batnaðar. XXX FÁTT er jafnskemmtilegt og reyna að botna í tyrfnum texta sem hagfræðingar senda frá sér. Hvað segja lesendur t.d. um þessa skýringu í Fjármálatíðindum á Iíkani til að meta spáð innflutn- ingsverðlag: „Jafnan er ágætlega skilgreind og spáir ágætlega fyrir um breyt- ingar á innflutningsverðlagi í er- lendri mynt. Sjálffylgnipróf Breusch og Godfreys, normaldreif- ingarpróf Bera og Jarques og mis- dreifnipróf Whites benda til þess að ekki sé hægt áð hafna því að afgangsliðirnir séu normaldreifður hvítur hávaði. Þegar líkanið var látið spá fyrir tímabilið 1987:1 til 1993:12 gaf spápróf Chows til kynna að ekki væri hægt að hafna þeirri tilgátu að spáðu stikarnir kæmu frá sama undirliggjandi lík- ani og því sem liggur að baki metna líkaninu. Theil’s U bendir til þess að ARIMA-líkanið spái betur fyrir utan gagnasafnið en einfalt ráflíkan.“ Góða skemmtun!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.