Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 52
RISC System / 6000 H <G> NÝHERJI MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Miðstjórn ASÍ hvetur til vinnustöðvunar eftir hádegi í dag og boðar til útifunda Segir hækkanimar kjafts- högg á jafnlaunastefnuna Morgunblaðið/Kn'stinn Málað fyrir veturinn BYGGINGAMENN kvíða marg- ir hverjir hörðum vetri í grein- inni og ekki mun vera mikið um stærri framkvæmdir. Sumarið er hefðbundinn tími fram- kvæmda og undanfarið hefur viðrað til að mála og ganga frá utanhúss fyrir veturinn. -----» ♦ ♦--- Fiskmarkaður * Isafjarðar Sviptur endurvigt- unarleyfi FISKISTOFA hefur svipt Fiskmark- að ísafjarðar endurvigtunarleyfí vegna aðildar hans að kvótasvika- máli í Bolungarvík í síðustu viku. Fiskistofa hefur einnig beint því til sjávarútvegsráðuneytisins að bát- ur sem tengist málinu verði sviptur veiðileyfi. Málið telst upplýst og verð- ur sent saksóknara á næstu dögum. Fulltrúar sjávarútvegsráðuneytis- ins og Fiskistofu ræddu kvótasvindl- ið á fundi í gær. Fiskistofa kynnti á fundinum þær aðgerðir sem hún ætlar að grípa til. Svipting endur- vigtunarleyfís veldur fiskmarkaðin- um verulegum erfíðleikum. Ekki er þó talið að hann þurfí að hætta starf- semi. Hann getur væntanlega fengið aðra aðila, sem hafa endurvigtunar- leyfí, til að vigta fyrir sig. Fiskistofa hefur óskað eftir að sjávarútvegsráðuneytið kanni hvort ástæða sé til að svipta fískmarkaðinn rekstrarleyfi vegna þessa máls. -----»■ ----- Gangnamað- ur slasast GANGNAMAÐUR féll af fjórhjóli á Síðumannaafrétti á þriðjudag og slasaðist. Maðurinn varð undir fjórhjólinu og við það hlaut hann alvarlega andlitsáverka. Hann brotnaði illa og marðist. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild Borgar- spítalans. MIÐSTJÓRN Alþýðusambands ís- lands hvetur launafólk til að leggja niður vinnu eftir hádegi í dag til að mótmæla þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið að undanförnu um launamál alþingismanna, ráðherra og helstu embættismanna. Jafnframt er boðað til útifundar á Ingólfstorgi klukkan 13.15 í dag og fundir eru einnig boðaðir á Akureyri og í Vest- mannaeyjum. I ályktun miðstjórnarinnar segir meðal annars að ákvarðanirnar séu kjaftshögg fyrir þá jafnlaunastefnu sem reynt-hafi verið að framfylgja í kjarasamningum ASÍ í febrúar. Þá eru ákvarðanir alþingismanna um „ÞAÐ var ljóst að við höfðum unnið til verðlauna. Það jókst því hjartslátturinn og maður svitnaði í lófunum og þegar til- kynnt var að við hefðum náð þriðja sætinu braust út frábær gleðitilfinning," sagði Jóhann að veita sjálfum sér skattfijálsar kostnaðargreiðslur upp á hundruð þúsunda á sama tíma og launþegar séu skattlagðir fyrir máltíðir og ferð- ir á vinnustað fordæmdar. Þess er krafíst að kostnaðargreiðslurnar verði felldar úr gildi og alþingis- og embættismönnum verði úrskurðaðar 2.700 kr. í launahækkun. Gagnkvæmt traust mikilvægt „Þetta er auðvitað aðgerð sem allir hljóta að taka eftir og. ég tel það vera augljóst að í framhaldi af slíkum aðgerðum muni forsætis- nefndin og formenn þingflokka ræða það hvemig bregðast skuli við. Mér Örn Friðsteinsson í samtali við Morgunblaðið. Jóhann, Reynir Hjálmarsson og Aldís Helga Egilsdóttir, öll frá Vestmannaeyjum, tóku þátt í Evr- ópusamkeppni ungra vísinda- manna. Urslit keppninnar voru sýnist að óánægja fólks beinist fyrst og fremst að ákvörðun um endur- greiðslu kostnaðar sem ekki er skatt- skyld. Það er að sjálfsögðu mikil- vægt að gagnkvæmt traust ríki á milli Alþingis og verkalýðshreyfíng- ar,“ sagði Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra og starfandi forsætis- ráðherra, þegar þessar aðgerðir sem Alþýðusambandið hvetur til voru bornar undir hann. Hann sagði að það væri ekki rétt sem fram kæmi í ályktun miðstjórn- arinnar að samið hefði verið við opin- bera starfsmenn um meiri hækkanir en samist hefði um í almennu samn- ingunum ef undan væru skildir tilkynnt um hádegi í gær í New- castle í Englandi og þá kom í ljós að þau höfðu hlotið þriðja sæti í keppninni sem færði þeim tæpar 126 þúsund krónur í verðlaun. ■ Þriðju verðlaun/10 samningarnir við kennara. Það væri hins vegar rétt að samið hefði verið við einstaka hópa, opinbera starfs- menn og félög á almennum vinnu- markaði, um meiri hækkanir en þá hefði það verið réttlætt með því að í þeim tilvikum væri um sérstakar aðstæður að ræða. Friðrik benti 4 að þeir, sem þarna fengju launahækkun vegna úrskurð- ar Kjaradóms, hefðu ekki hækkað um mjög langan tíma. Úrskurðurinn næði þannig til launaþróunar yfír miklu lengri tíma en núverandi samn- ingstímabil og hann hefði engan heyrt véfengja það að Kjaradómur færi eftir þeim lögum sem hann ætti að dæma eftir. Ragnhildur Guðmundsdóttir, vara- formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að forysta BSRB muni skora á félagsmenn sína að mæta á útifundinn og láta með því í Ijós skoðanir sínar á þessum ákvörð- unum og vísaði til ályktunar stjórnar BSRB þar sem þær eru harðlega átaldar. Hún sagði að ef þessar ákvarðan- ir stæðu óbreyttar myndu þau gera kröfu um sömu hækkanir. Það væri alveg ný vitneskja að það væru til svona miklir peningar. „Við höfum ekkert síður þörf fyrir peninga en þetta fólk og kannski frekar. Við erum með fólk á lágiaunabótum sem er nú algert siðleysi að bjóða upp á, þannig að þetta er alveg ný staða,“ sagði Ragnhildur ennfremur. „Okkar viðbrögð eru þau að þessi aðgerð beinist gegn röngum aðila. Hún beinist gegn atvinnurekendum og hún beinist gegn hagsmunum launafólks, nefnilega þeim að halda verðmætasköpuninni gangandi," sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ. „Við líkar að- stæður fyrr hefur Alþýðusambandið látið sér nægja að hvetja fólk til að mæta á fund um skamma hríð og ég vænti þess að það verði niðurstað- an núna að þeir sem kjósa að taka þátt í þessum aðgerðum að þeir hverfi aftur til starfa.“ ■ Forsætisnefnd ræðir/4 Alþjóðleg svikamylla Grimaldi Hoffmans sem teygði anga sína hingað til lands Þúsundir Evrópubúa 1,2 milljörðum töpuðu ÞÚSUNDIR Evrópubúa voru hlunnfarnar um samtals 1,2 - 1,3 milljarða króna, sem lagðir voru inn á íslenska bankareikninga, í alþjóð- legri Ijársvikastarfsemi pappírsfyrirtækisins Grimaldi Hoffmans, sem teygði sig inn í ís- lenska banka. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið upprætt í alþjóðlegu samstarfi gegn pen- ingaþvætti en talið er að það hafi jafnvel svikið út á annan tug milljarða króna á tveggja ára starfstíma sínum. Upp komst um málið í fyrrahaust vegna upp- lýsinga sem bárust frá Islandi og hefur það síð- an verið til rannsóknar í fjölþjóðlegu samstarfi. Rannsókn málsins stendur enn yfir í Belgíu og þar eru meintir höfuðpaurar málsins í haldi. Grimaldi Hoffman hafði, að sögn Jóns H. Snorrasonar, yfírlögfræðings hjá RLR, verið til rannsóknar um skeið hjá yfirvöldum á Spáni en skriður komst ekki á rannsóknina fyrr en íslenskar bankastofnanir gerðu RLR viðvart um miklar hreyfingar á bankareikningum félagsins, í samræmi við ákvæði laga um varnir gegn peningaþvætti. Alls voru 1,6 milljarðar króna lagðir inn á íslensku reikningana á u.þ.b. einum mánuði. Fólkið, sem var hlunnfarið, taldi sig hafa fjár- fest í arðvænlegum hátæknifyrirtækjum í Bandaríkjunum og Kanada. Fyrirtækin voru m.a. skráð á opnum tilboðs- markaði á Wall Street en í raun var um pappírs- fyrirtæki að ræða og talið er að hið skráða gengi hafi aðeins byggst á kauptilboðum frá þeim aðilum sem voru höfundar svikamyllunnar. Enginn íslendingur er grunaður um aðild að málinu og enginn Islendingur var í hópi þeirra þúsunda fjárfesta sem töpuðu fjármunum. Jón H. Snorrason segir að svipuð starfsemi sé stöðugt í gangi og ávallt megi búast við að hún teygi anga sína til íslands í formi tilboða sem íslendingum berist frá erlendum fyrirtækj- um um ábatasama fjárfestingu. Alþjóðleg keðju- bréf séu angi af sama meiði og þátttaka í þeim sé refsiverð hér á landi. ■ MiHjarða svikamylla/27 Morgunblaðið/Arnar Petersen Kampakátir verðlaunahafar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.