Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 B 3 VIÐSKiPTI Framkvæmdastjóra Kaupmannasamtakanna sagt upp störfum Stjómin ber við skipulagsbreytingum Framkvæmdastjórinn rekur ástæðurnar til valdabaráttu MAGNÚSI E. Finnssyni, fram- kvæmdastjóra Kaupmannasamtaka íslands, var sagt upp störfum í fyrradag eftir 23 ára starf hjá sam- tökunum og gert að hætta samdæg- urs. Forráðamenn samtakanna segja að uppsögnin sé hluti af end- urskipulagningu á skrifstofunni en Magnús telur hins vegar að ástæð- una megi rekja til kreppu og valda- baráttu innan samtakanna. Viðar Magnússon, formaður Kaupmannasamtakanna, og Bene- dikt Kristjánsson, varaformaður, vildu lítið tjá sig um málið í gær en gáfu þá skýringu á uppsögninni að hún væri liður í endurskipulagn- ingu á skrifstofu samtakanna. Þeir vildu hvorki játa því né neita að ágreiningur hefði verið á milli Magnúsar og stjórnarinnar né gefa upplýsingar um hvort frekari breyt- ingar væru á döfinni í skrifstof- unni. Nýr framkvæmdastjóri hefur enn ekki verið ráðinn til starfa. Magnús staðfestir að sér hafi verið sagt upp störfum síðastliðinn þriðjudag. „Eftir 23 ára vammlaust starf hjá samtökunum gerði nýkjörin stjórn mér það ljóst að annað hvort segði ég upp sjálfur eða yrði rekinn. Eg ákvað að velja síð- ari kostinn og eftir af- hendingu uppsagnar- bréfs var mér síðan gefinn klukkutíma- frestur til að taka sam- an persónulega muni og yfirgefa húsið. Mér þykir þetta afskaplega leitt enda átti ég ekki von á að störfum mín- um fyrir samtökin lyki með þessum hætti.“ Valdabarátta í kjölfar formannskjörs Nokkrir flokkadrættir hafa verið innan Kaupmannasamtakanna á síðustu misserum og komu þeir m.a. fram í formannskjöri á aðal- fundi þeirra í maí síðastliðnum þeg- ar formaður og vara- formaður voru kjörnir úr hópi kaupmanna af landsbyggðinni. Magn- ús segir að hann hafi ekki tekið' afstöðu í þessum de'lum og eng- inn efnislegur ágrein- ingur sé til staðar milli sín og stjórnarmanna. „Það hefur eflaust eitt- hvað að segja að stjórn samtakanna er í ákveðinni kreppu og þar ríkir enn mikil valdabarátta eftir for- mannskjörið í vor enda er stjórnin að mestu leyti skipuð reynslu- litlu fólki. Hún virðist ætla að endurskipuieggja starfsemina með því að segja upp því fólki, sem hef- ur unnið mest og lengst fyrir sam- tökin en áður en mér var sagt upp hafði mér verið falið að undirbúa starfslok tveggja starfsmanna. Svona vinnubrögð þekkjast ef til vill í stórfyrirtækjum en að mínu mati mati ganga þau ekki upp inn- an félagasamtaka þar sem sátt þarf að ríkja,“ segir Magnús. Magnús E. Finnsson. Afgangur á fjárlögum Norðmanna 1996 Ósló. Reuter. VERULEGUR afgangur verður á fjárlögum Noregs 1996, en stjórnin mun halda áfram að fylgja að- haldsstefnu í fjármálum að sögn Sigbjörns Johnsens fjármálaráð- herra. Hann sagði í viðtali við Reuter að nauðsynlegt væri að láta ekki undan kröfum um aukin útgjöld, þótt ástandið væri gott. „Við verðum að sýna að við ráð- um við uppsveifluna og getum beint þróuninni í öruggan farveg,“ sagði Johnsen. Norska hagstofan hefur spáð því að þjóðartekjur að undanskild- um tekjum af olíu og gasi muni aukast um 2,7% 1996 miðað við 4,2% í ár. Sjónvarpið í Noregi spáði því nýlega að afgangur á fjárlögum yrði 9 milljarðar norskra króna. Norski seðlabankinn hefur ítrek- að spá um að verðbólga muni auk- ast um 2,5% 1995 og 2,6% 1996. Fjárlagafrumvarpið verður lagt fram 4. október. Stjórnin hyggst ráðstafa fé í ríkisolíusjóð, sem ráðuneyti hafa leitað í og verður breytt í eftirla- unasjóð. Um leið á hann að veita vemd gegn skyndilegum breyting- um á olíuverði. Johnsen sagði að Norðmenn hefðu lært af uppsveiflunni á síð- asta áratug, sem lauk eftir lækkun á olíuverði 1986, og lagt grund- völl að meiri stöðugleika. London og Frankfurt Methækkanir á verðbréfum London. Reuter. VERÐBRÉF seldust á metverði í London og Frankfurt í gær vegna bættrar stöðu dollarans, vísbend- inga um hóflega verðbólgu og hækkandi verðs í New York. Hæsta gengi dollars í 15 mánuði vakti ánægjú þýzkra útflytjenda og ýtti undir verðbréfahækkunina í Evrópu. Methækkanir urðu á FISE verðbréfavísitölunni í London og þýzku DAX-kauphallavísitölunni og verulegar hækkanir urðu einnig í París. I New York var markaðurinn nokkuð hikandi í fyrstu, en síðan stefndi einnig í miklar hækkanir á Dow Jones-vísitölunni. Að sögn sérfræðinga í New York virðist ekkert geta komið í veg fyr- ir meiri hækkanir. Nýjustu upplýs- ingar benda til þess að verðbólgu- þrýstingur sé lítill og það eykur vonir um að vextir verði lækkaðir fyrir árslok. Bætt staða dollarans hefur aukið bjartsýni þýzkra fyrirtækja, sem styrkleiki marksins hefur komið illa við, og leiddi hún til þess að verðbré- fasala tók mikinn kipp í kauphöll- inni í Frankfurt. Við lokun hafði DAX-vísitalan hækkað um 24,65 stig í 2.295,48 og hafði ekki verið hærra skráð síðan í desember 1993. Síðan hækkaði hún í 2.300,72 stig í viðskiptum eftir lokun. í London hækkaði FTSE-100 vísitalan um 34,9 stig eða 0,99% í 3.570,8 stig við lokun og þar með var sólarhringsgamalt slegið. Bjart- sýni hefur aukizt vegna bendinga um litla verðbólgu í Bretlandi og Bandaríkjunum. Dæmi um það eru fréttir um minni launahækkanir í Bretlandi og aðeins 1% hækkun verðs á neyzluvarningi í Bandaríkj- unum. Í Frakklandi höfðu hlutabréf hækkað um 1,3% við lokun vegna hækkana annars staðar og styrk- leika franska frankans vegna bættrar stöðu dollarans. Samþykkir ESB norræna rás? Kaupmannahöfn. Reuter. VONIR hafa vaknað um að Evrópu- sambandið (ESB) samþykki áform um að komið verði á fót norrænni gervihnattarás. ESB kom í veg fyr- ir að hugmyndir í þá veru yrðu að veruleika fyrr á þessu ári. Viðræður fulltrúa norrænu sjón- varpsfyrirtækjanna og ESB eru hafnar að nýju. „Þessu miðar vel áfram og jákvæður andi hefur ein- kennt viðræðurnar," sagði Per Bendix, stjórnarformaður NSD, Norrænu gervihnattarstöðvarinnar, fyrirtækis sem stofnað hefur verið um reksturinn, í samtali við Reut- ers-fréttastofuna. Að NSD standa danska fyrirtækið Tele Danmark A/S, hið norska Telenor AS og hið sænska Kinnevik. I júlímánuði hafnaði Evrópusam- bandið áformum fyrirtækjanna þriggja um rekstur gervihnattasjón- varps á þeim forsendum að þau brytu í bága við samkeppnislög sambandsins. í tilskipun ESB sagði hins vegar að að það væri reiðu- búið að taka til meðferðar nýjar tillögur fyrirtækjanna á þessu sviði, kæmu þær fram. Útsendingar um áramót? Per Bendix sagði að viðræður væru nú hafnar við önnur fyrirtæki um að þau kæmu inn í fyrirhugað samstarf á vettvangi NSD. Vonin væri sú að með því móti yrði unnt að koma til móts við samkeppnis- kröfur ESB. Stefnt hafði verið að því að NSD tæki til starfa í ágústmánuði en nú þykir líklegt að af því verði um áramótin. Kaffihlaðborð á sunnudögum kl. 14-17. í kaffihlaðborðinu er mikið úrval af gómsætum kökum og brauði. Verð kr. Matarhlaðborðá í sunnudögum frá kl. 19-22. I matarhlaðborðinu er yfir 20 heitir og kaldir réttir sem njóta vinsælda sælkerans. Lifandi tónlist Píanó- og harmónikuleikur: Ólafur Beinteinn Ólafsson Verð kr. Skíðaskálinn er í 20 mínútna fjarlægð frá borginni, staður, sem býður upp á stórkost- legt umhverfi, góða þjónustu og góðan mat. í Skíðaskálanum tökum við vel á móti gestum okkar; Þú velur matseóilinn meó okkur. Pantanasími 567 2020 Skíðaskálinn í Hveradölum Ykkar fólk ífjöllunum! ihbi Hveradölum i ára í tilefni af 60 ára afmœli Skíðaskálans bjóðum við gestum okkar sérstakt afmœlistilboð nœstu sunnudaga: í Skíðaskálanum er opið allar helgar Aðra vikudag fyrir hópa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.