Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1995 B 5 Samstarf hafið við Eimskip Jöklar tóku fyrr á þessu ári upp samstarf við Eimskip um flutninga á rækju frá Nýfundnalandi. Birgir Ómar segir þetta samstarf hafa reynst mjög hagkvæmt en félögin eigi eftir sem áður í harðri sam- keppni. Meðal annarra nýrra verkefna hjá Jöklum á þessu ári er samningagerð fyrir SH vegna flutninga til Austur- landa fjær og þjónusta við erlenda togara. Félagið ætlar sér aukinn hlut í því að þjóna erlendum togurum og hefur sérstakur bæklingur um fyrirtækið verið gefinn út á rúss- nesku til að kynna það í Rússlandi. Þá hefur verið skoðað hvort hægt sé að umskipa frystum afurðum úr togurum á hafí úti, t.d. á Reykjanes- hrygg, beint í flutningaskip. Það krefst mikillar leikni en er vel talið mögulegt. Afurðirnar færu beint þaðan á Japansmarkað. Eftir að Samskip slitu samstarf- inu við Eimskip um Ameríkusigling- ar og ákváðu að hefja flutninga til Bandaríkjanna með eigin skipi fyrr á þessu ári hefur samkeppnin harðnað mjög á þessari flutninga- leið. „Flutningsgetan á þessari leið er a.m.k. tvöfalt meiri en þörf er á,“ segir Birgir Ómar. „Það segir sig sjálft að við það verður ekki unað. Tvöföld flutningsgeta þýðir ekkert annað en mikla hörku í verð- lagningu. Ég á ekki von á öðru en að hin félögin séu að sigla inn í tímabil taprekstrar á þessari leið.“ Fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum Jöklar hafa það sem af er þessu ári keypt hlutabréf í Skagstrendingi VIÐSKIPTI fyrir 10 milljónir, Slippstöðinni Ödda fyrir 16,7 milljónir, Haraldi Böðvarssyni fyrir 2 milljónir, Vestf- irskum skelfiski fyrir 4 milljónir og Fiskiðjunni Freyju fyrir 5 milljónir. Fyrir átti félagið hlutabréf í Trygg- ingamiðstöðinni og Þormóði ramma. Um rökin fyrir þessum kaupum, segir Birgir Ómar að fjár- festingar í hlutabréfum í sjávarút- vegsfyrirtækjum hafi reynst mjög arðbærar. „Sölumið- stöðin er að hluta til að nota Jökla sem fjár- festingarfélag, enda höfum við fjárhagsleg- an styrk til þess.“ Jöklar eru þriðji stærsti hluthafi Slipp- stöðvarinnar Odda og var sú fjárfesting gangi af samningi SH við UA um áframhald- andi samstarf. Birgir Ómar gegnir þar stjórnarformennsku og segir hann reksturinn vera að eflast verulega. Hofsjökull kominn til ára sinna En sú spurning hiýt- ur að vera áleitin, nú þegar 50 ár eru að baki hjá Jöklum og skip fé- lagsins/tekið að eldast, hvort ekki sé orðið tímabært að láta innlend og erlend skipafélög keppa um Ameríkuflutninga SH í stað þess að gera út Hofsjökul. „Það sést á ársreikningi Jökla að skiparekstur SH er ágætlega arð- bær. SH er stærsti flutningakaup- andi landsins og menn eru því mjög vei vakandi yfir fiutningsgjöldunum. Ég býst við því að Hofsjökull geti enst í einhver ár í viðbót, þótt við gerum okkur grein fyrir því að skip- ið er orðið gamaldags,“ segir Birgir Ómar. Engin stefnubreyting Friðrik Pálsson, forstjóri SH og stjórnarformaður Jökla, tekur í svip- aðan streng og segir engin áform uppi um að breyta Jöklum í fjárfest- ingarfélag og leggja niður siglingar. Hann bendir á að Jöklar séu mjög gott fyrirtæki með hátt eiginfjárhlútfall. „Jö- klar hafa verið að fjár- festa í öðrum fyrirtækj- um en það hefur verði mjög lítið. Ég vil ekki segja að um neina áber- andi stefnubreytingu sé að ræða. Jöklar voru heppilegur fjárfestir fyrir hönd SH þegar við keyptum hlut í Slipp- stöðinni á Akureyri.“ Varðandi aldurinn á Hofsjökli segir Friðrik að skipið hafi verið mjög farsælt og hentað mjög vel tii siglinga á Norður-Atl antshafs- leiðinni. „Þegar Birgir Ómar tók við rekstrin- um á því var strax farið í fyrirbyggj- andi viðhald á því sem hefur komið fram í því að reksturinn hefur verið einstaklega hagkvæmur og félagið hefur skilað okkur góðum hagnaði ár eftir ár. Við höfum að sjálfsögðu skoðað ýmis skip á markaðnum gegnum tíðina en niðurstaðan hefur orðið sú að skipið hentaði ennþá afskaplega vel í þessar siglingar eins og við stundum þær til dagsins í dag og þess vegna hefur ekki ver- ið skipt um skip. Ákvörðun um það bíður síns tíma.“ Birgir Ómar Haraldsson Morgunblaðið/Sig. Jóns. GUÐBJORG Jóhannsdóttir starfsstólka í grænmetisdeildinni og Arni Benediktsson vöruhússtjóri KÁ við grænmetisborðið í versl- KÁ tvöfald- ar græn- metissölu Selfossi. Morgunblaðið. Sala á grænmeti og ávöxtum í Vöruhúsi KÁ á Selfossi jókst um 100% í peningum talið og um 120% að magni eftir að nýtt og betra grænmetisborð var tekið í notkun. „Það hefur orðið hrein söluspreng- ing í grænmeti og ávöxtum,“ sagði Árni Benediktsson vöruhússtjóri KÁ. Hann sagði að grænmetis- og ávaxtaborðið væri fallegt og freist- andi og auk þess væri áhersla lögð á að vera með nýjar og góðar vörur og að borðið liti alltaf sem best út. Hann sagði einnig að ákveðinn áhugasamur hópur starfsstúlkna sæi um grænmetisborðið frá degi til dags. FUNDUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANDIC LOFTLEIÐIR Sími: 5050 900 • Fax: 5050 905 Ertþú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. 3 LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Telepower / —^ Rafhlöður 1) 1 i © • <g»' • •• í þráðlausa • •• • •• síma mmm s J - / Rafborg s/i Rauðarárstíg 1 Sími: 562 2130 fax: 562 2151 Blab allra landsmanna! - kjarni niálvinv! Látlu ekki forstjórann segja þér fréttirnar VIKUBLAÐ UM VIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁ L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.